Morgunblaðið - 17.01.1981, Page 1

Morgunblaðið - 17.01.1981, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 13. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. Landsmenn hafa fengið að kenna á kuldunum að undanförnu og þvi betra að kunna að klæða sig vel eins og þessi hafnarverkamaður, sem ól. K.M. smellti mynd af nú i vikunni. Pólland: Skyndiverkfall strætisvagna- stjóra í Varsjá Varsjá, 16. janúar. AP. STARFSMENN og ökumenn al- menningsvagna í Varsjá lögðu i dag niður vinnu i fjórar klukku- stundir til að leggja áherslu á kröfuna um 40 stunda vinnuviku og jafnframt til að vara stjórnvöld við því að grípa til hefndarað- gerða gegn þeim. sem sátu heima sl. laugardag. Verkfall strætisvagnastjóranna hófst klukkan átta að morgni eftir að þeir höfðu ekið áætlunina einu sinni. Varsjárdeild Samstöðu stað- festi, að verkfall hefði verið gert, en vildi enga yfirlýsingu gefa um það að sinni. I gær slitnaði upp úr viðræðum milli Jerzy Majewski, borgarstjóra í Varsjá, og tals- manna Samstöðu og er það talið vera ástæðan fyrir verkfallsað- gerðunum nú. í fréttum frá Róm segir, að Lech Walesa, sem þar er staddur í boði ítalskra verkalýðsfélaga, hafi ekk- ert viljað tjá sig um verkföllin í Varsjá í dag, en í ávarpi, sem hann flutti, sagði hann, að Pólverjar hefðu „fyrr verið reiðubúnir að hætta lífi sínu saman og gerðu það aftur þegar nauðsyn krefði". Haft var eftir heimildum í París í dag, að fulltrúar allra helstu lánardrottna Pólverja á Vestur- löndum muni koma saman til fundar innan skamms. Ráðgert hafði verið að fundurinn yrði í dag en honum var frestað vegna vænt- anlegrar embættistöku ríkisstjórn- ar Ronald Reagans. Viðfangsefni fundarins verður breyttir afborg- unarskilmálar af skuldum Pólverja en þeir skulda nú vestrænum þjóðum tæpa 20 milljarða dollara. Bernadette Devlin Líkur á að samkomulag um lausn gíslanna sé í höfn Bandarísk sjónvarpsstöð segir að orðalagið eitt sé eftir Washington. 16. jan. AP. ABC-sjónvarpsstöðin banda- ríska sagði i dag, aö Bandaríkja- menn og íranir hefðu komist að „fullu samkomulagi" um lausn gisladeilunnar og stæði nú ekki annað i veginum en orðalagið á texta samkomulagsins. í Teheran sagði samningamaður íransstjórn- ar, að samkomulag væri i höfn og að stjórn hans hefði lagt fram Bernadette Devlin sýnt banatilræði tillögur um hvernig staðið skyldi að flutningi iranskra inneigna f Bandaríkjunum. Walter Mondale. varaforseti Bandaríkjanna. varaði þó við of mikilli bjartsýni og sagði, að enn ætti eftir að ráða fram úr flóknum fjármála- og lagalegum atriðum. I fréttum ABC-sjónvarpsstöðvar- innar var haft eftir Lloyd Cutler, ráðgjafa Hvíta hússins, að nú væri „unnið að gerð samkomulagstext- ans og ættu drögin að geta verið komin til Teheran á morgun". „Ef íranir sætta sig við orðalagið má búast við opinberri tilkynningu um samkomulagið á morgun (laugar- dag),“ sagði í fréttum ABC. Stjórnarerindrekar og banka- menn víðs vegar að úr heiminum unnu að því í allan dag að greiða fyrir heimflutningi iranskra inn- eigna í Bandaríkjunum, sem stjórn- völd þar í landi lögðu hald á vegna gíslatökunnar. Ríkisstjórn Jimmy Carters hefur lagt mikið kapp á að finna lausn á málinu áður en Ronald Reagan tekur við embætti forseta nk. þriðjudag en nú eru liðnir 440 dagar síðan ráðist var inn í bandaríska sendiráðið í Teheran. Walter Mondale, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í dag, að nú væri reynt að gera það „á nokkrum klukkustundum sem ella hefði tekið mánuði" og varaði við ótímabærri bjartsýni. „Vonir okkar hafa brugð- ist fyrr og þess vegna skulum við halda tilfinningum okkar í skefj- um,“ sagði hann. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hefur ekkert látið hafa eftir sér um hugsanlega lausn gíslamálsins en í dag var hann á löngum fundi með ráðgjöfum sínum í utanríkismálum. Allt, sem Ronald Reagan vildi segja við fréttamenn, þegar álits hans var leitað, var að hann „fylgdist með hverri hræringu“, sem ætti sér stað varðandi málið. Fréttamenn hvaðanæva að úr heiminum hafa í allan dag flykkst til Wiesbaden í Þýskalandi en búist er við, að gíslarnir verði fyrst fluttir á sjúkrahús bandaríska flug- hersins þar áður en þeir verða fluttir til Bandaríkjanna. Talsmaður bandaríska hersins vildi þó ekki viðurkenna að nokkrar sérstakar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að taka á móti gíslunum en sagði, að tvær DC-9-sjúkraflug- vélar væru ávallt til taks á flugvell- inum ef kallið skyldi koma. Hún og eiginmaður hennar liggja þungt haldin á sjúkrahúsi Stokkhólmur: W allenberg-vitna- leiðslunum lokið Wallenberg verður nefndur til friðarverðlauna Nóbels í ár Stokkhólmi, 16. janúar. AP. í DAG LAUK í Stokkhólmi al- Belfaat. 16. jan. — AP. BERNADETTE Devlin Mealisk- ey, fyrrum þingmaður á hreska þinginu og ákafur baráttumað- ur fyrir réttindum kaþólskra manna á Norður-írlandi, lá i dag þungt haldin á gjörgæslu- deiíd sjúkrahúss í Belfast eftir að hryðjuverkamenn höfðu ráð- ist á hana og mann hennar og sært þau mörgum skotsárum. Það var í býtið í morgun sem þrír menn réðust inn á heimili Mcaliskey-hjónanna og hófu að skjóta á þau að börnunum þeirra þremur ásjáandi. Bernadette var særð mörgum sárum á brjósti, mjöðm og fótum og maður henn- ar var skotinn í kviðinn. Þau voru strax flutt með þyrlu til sjúkrahúss í Belfast þar sem líðan þeirra var sögð „alvarleg" Breskur herflokkur handtók seinna árásarmennina í Tyrone- héraði fyrir vestan Belfast. Að sögn lögreglunnar eru þeir öfga- fullir mótmælendur. Haft er eft- ir heimildum, að Devlin hafi oft verið hótað dauða vegna þess, að hún hefur tekið svari skæruliða IRA, sem eru í fangelsum á Norður-írlandi. Bernadette Devlin lét fyrst að sér kveða í mannréttindabaráttu kaþólskra manna á N-írlandi seint á sjöunda áratugnum og var stofnandi Sósíalistaflokks- ins, sem berst fyrir sameiningu við írska lýðveldið. Hún var kosin á breska þingið 1969 og varð þar með yngsti þingmaður þess um 200 ára skeið eða frá því á dögum William Pitts yngra. Hún sat á þingi í fimm ár en náði ekki endurkosningu 1974. þjóðlegum vitnaleiðslum um ör- lög sænska diplómatsins Raoul Wallenbergs, sem talinn er hafa setið í rússnesku fangelsi síðan 1945. í lok vitnaleiðslanna var tilkynnt. að ákveðið hefði verið að tilnefna hann til friðarverð- launa Nóbels á þessu ári. Raoul Wallenberg vann mikið starf í þágu gyðinga á styjaldarár- unum og er talið að hann hafi forðað 100.000 manns frá því að lenda í útrýmingarbúðum nasista. Hann var staddur í Budapest í janúar 1945 þegar Rauði herinn náði borginni og var þá handtek- inn. Seinna sögðu Rússar, að hann hefði látist í fangelsi í Moskvu 17. júlí 1947. „Við höfum fyllstu ástæðu til að ætla að Wallenberg sé enn á lífi,“ sagði í yfirlýsingu, sem gefin var út í lok vitnaleiðslnanna. Breski þingmaðurinn Greville Janner, sem var einn af þeim sem stjórn- uðu vitnaleiðslunum, sagði að far- ið yrði fram á það við rússnesk stjórnvöld að sérstakri rannsókn- Raoul Wallenberg arnefnd yrði leyft að koma til Sovétríkjanna. Þeir, sem að vitnaleiðslunum stóðu, segjast fullvissir um að Wallenberg sé enn á lífi og vísa í því sambandi til vitnisburðar fyrrverandi fanga í rússneskum fangelsum, sem segjast hafa séð Wallenberg í ýmsum fangelsum, allt frá árinu 1947 þar til í febrúar á síöasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.