Morgunblaðið - 17.01.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 17.01.1981, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 Fíkniefnasmyglari dæmd- ur í 5 mánaða fangelsi UMSVIFAMIKILL fíkniefna- smyxlari var i vikunni dæmdur f 5 mánaða fangelsi og 5 þúsund nýkróna sekt fyrir innflutning og dreifingu á um tveimur kg af marihuana vorið 1975. í undirrétti hafði maðurinn hlotið 7 mánaða fangelsisdóm og 5 þúsund nýkróna sekt. Þrír af fimm dómurum Hæstaréttar kváðu upp dóminn en tveir skiluðu sératkvæði og vildu að undirrétt- ardómurinn stæði. Umræddur maður situr nú á Litla Hrauni og afplánar 2ja ára og 9 mánaða fangelsisdóma, sem hann hlaut fyrir fíkniefnasölu í Svíþjóð. Önnur og stórfelld umsvif sama manns á fíkniefnasviðinu eru nú til umfjöllunar í dóms- málakerfinu hér á landi. Akureyrarpollur: ís hamlar síldveiðum SÚLAN EA 300 veiddi í desem- bermánuði 40 tonn af smásild á Akureyrarpolli. Sérstakt leyfi var veitt niðursuðuverksmiðju K. Jónsson og co. hf. á Akureyri til að fá skip til að veiða 100 tonn af smásíld eða kræðu. Veiðarnar gengu heldur illa í desember þar sem Pollinn lagði fljótlega eftir að veiðarnar byrj- uðu og skipið gat því lítið athafn- að sig. Fyrirhugað var að reyna að veiða þau 60 tonn, sem upp á Fundu mikið af loðnu norður af Langanesi í FYRRINÓTT fannst tals- vert af loðnu um 40 mílur norður af Langanesi, en þó þarna virtist mikið magn vera á ferðinni var erfitt að ná loðnunni vegna þess hve djúpt hún stóð. Tvö skip fengu þó ágætan afla, um 500 tonn. Loðnan virt- ist vera á leið suður með Austfjörðum og töldu skip- stjórar, að ferðin á loðn- unni væri 10 mílur á sólar- hring. vantar, milli jóla og nýárs eða strax eftir áramót, en það var ekki hægt vegna íss á Pollinum. Súlan hélt því fljótlega eftir áramót til loðnuveiða, en skipið á eftir um 1850 tonn af kvóta sínum. Þegar þeim afla verður náð er ætlunin að byrja smásíldarveiðarnar að nýju, en Hafrannsóknastofnun fylgist með þeim. Annan daginn, sem Súlan var á þessum veiðum fengust 50—60 tonn af stórri og fallegri „dem- antssíld" í nótina, en henni varð að sleppa þar sem leyfi var aðeins veitt til smásíldarveiðanna. Tals- vert virðist vera af síld á Akureyr- arpolli, en lítið annars staðar í Eyjafirði. Við þessar forvitnilegu veiðar er notuð grunn loðnunót. Nýja útisundlaugin sem opnuð verður I Breiðholti í dag. Stór útisundlaug opnuð í Breiðholti STÓR útisundlaug verður tekin formlega í notkun í Breiðholti i dag. Laugin er 12,5x25 m að stærð og því lögleg keppnislaug og búningsklefar eru fyrir 600 manns. Bygging laugarinnar var boðin út vorið 1974 og hefur hún verið i byggingu síðan. Kostnaður mun nú kominn upp í 2,2 milljarða gamalla króna. Laugin er við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti og á vegum fræðsluyfirvalda. Innilaug var tekin í notkun sem hluti af mannvirkinu í ársbyrjun 1977. En báðar laugarnar verða nýttar fyrir sundkennslu í grunnskól- unum fimm í Breiðholti, svo og Fjölbrautaskólanum, en að öðru leyti opnar almenningi, svo sem útilaugarnar í Laugardal og í Vesturbæ. Munu fræðslustjórinn í Reykjavík og formaður fræðsluráðs lýsa laugina opna kl. 2 í dag við hátíðlega athöfn. En kl. 16—18 verður hún opin fyrir almenning. Síðar verða auglýstir opnunartímar. Upphaflega var ætlunin að útilaugin yrði tilbúin haustið 1976, en verktakinn, Sveinbjörn Sigurðsson byggingameistari, hóf framkvæmdir haustið 1974. Vegna kostnaðar hefur verkinu hvað eftir annað verið seinkað, en nú er laugin komin í gagnið, byrjað að kenna í henni. Iðnaðarráðuneytið óskar end- urskoðunar álsamninganna Fleiri geta hringt beint til útlanda SJÁLFVIRKT val til út- landa hófst 6. október sl. fyrir notendur á 91-svæð- inu. Síðan hefur verið unn- ið að því að veita notend- um annarra svæða sömu þjónustu, segir í frétt frá Póst- og símamálastofnun- inni. Geta nú notendur sjálf- virka símkerfisins á 96-, 97-, 98-, og 99-svæðinu einnig valið sjálfvirkt til útlanda, að undanskildum notendum í Þingeyjarsýsl- um, sem tilheyra sjálfvirku langlínustöðinni á Húsavík, en áætlað er, að fram- kvæmdum þar verði lokið um næstu mánaðamót. Notendum er bent á leið- arvísi um notkun sjálfvirka símans á blaðsíðu 10—12 í símaskránni. í FRAMIIALDI af bréfaskriftum og samtölum iðnaðarráðuneyt- isins og Alusuisse hefur iðnaðarráðuneytið þann áttunda þessa mánaðar sent Alusuisse bréf. þar sem þess er óskað að skýringar verði gefnar fyrir janúarlok á þeim hækkunum, sem orðið hafa á súrálsverði í hafi. á milli Ástralíu og íslands, og ennfremur er þess óskað að heildarsamningar Alusuisse og ríkisins verði endurskoðaðir, og þess óskað að þær viðræður geti hafizt seinni hluta febrúarmánaðar. í samtali við iðnaðarráð- herra, Hjörleif Guttormsson, í gær kom það fram að enn hefði ekki borizt svar við þessum óskum, en að hann ætti von á því fljótlega. Hann sagði einnig að aðallega yrði lögð áherzla á tvo megin- þætti í endurskoðun heildar- samninganna, það er orkuverðið og skattlagninguna. „Við teljum það form skattlagningar, sem hingað til hefur viðgengizt, heldur ótryggt Og að Alusuisse geti með tilfærslu á kostnaði á aðföngum, lækkað skattgreiðsl- ur sínar til ríkisins. Ég tel að það sé .nokkuð almennt mat að skattlagning í þessu formi sé nokkuð ótrygg tekjulind, gagn- vart svona fyrirtækjum, sem hafa einokun á framleiðsluvell- inum, sagði iðnaðarráðherra. „í mínum huga er þessi endurskoðun tvíþætt, annars vegar endurskoðun fortíðarinn- ar og hinsvegar skipulagning framtíðarinnar og verður þá tekið mið af því sem verr hefur farið að undanförnu og reynt að lagfæra það við endurgerð samninganna. Þetta eru erfiðir samningar og við verðum að treysta því að samstaða verði hér heima við endurskoðun samninganna og að sanngirn- iskröfum okkar verði mætt af skilningi hjá mótaðila." Hvers vegna hefur Alusuisse aðeins verið gefinn frestur til janúarloka til að gefa skýringar á hækkun súrálsverðs í hafi? „Ég tel að þessi frestur sé rúmur og á sem sagt von á því að svör berist fyrr en seinna, vegna þess að ráð var gert fyrir því í fyrri samræðum, að skýr- ingum yrði komið á framfæri við ráðuneytið við fyrstu hent- ugleika," sagði iðnaðarráðherra. - O - „Aiusuisse verður auðvitað að svara ósk ráðherrans um endur- skoðun á öllum samningum. „Ég veit ekki, hvort Alusuisse er reiðubúið til þess. En varðandi orkuverðið tel ég, að við greið- um sambærilegt orkuverð og álver í Noregi og Kanada, sem eru okkar aðalkeppinautar," sagði Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ISAL, er Mbl. leitaði álits hans í gær á bréfi iðnað- arráðherra til Alusuisse og spurði sérstaklega um endur- skoðun á orkuverði. „Þó raddir séu uppi um það í Noregi að hækka orkuverð til álvera, hefur norski áliðnaður- inn svarað þeim hástöfum á þann veg að enginn grundvöllur væri til slíkra hækkana," sagði Ragnar. „Hitt verð ég svo að segja eins og er, að mér finnst það vafasöm aðferð hjá ráð- herranum, að skylda Alusuisse til svara fyrir janúarlok, þar sem honum er fullkunnugt um, að forráðamenn Alusuisse verða fjarverandi fram í næsta mánuð, eins og þegar kom fram í samtali Morgunblaðsins og Edwin A. Weibels, aðstoðarfor- stjóra Alusuisse, sem birtist 19. desember, en þar sagði Weibel að Alusuisse myndi hafa svör sín tilbúin um miðjan febrúar." Sigurgrímur að Holti látinn SIGURGRlMUR Jónsson, bóndi að Holti í Stokkseyrarhreppi, er látinn, 84 ára að aldri, en hann var fæddur að Holti 5. júni 1896. Sigurgrímur lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1915 og hóf búskap að Holti árið 1921, þar sem hann bjó til dauðadags. Sigurgrímur var í hreppsnefnd 1928—1958, þar af oddviti 1934— 1938 og 1946—1958. Hann sat í stjórn Mjólkurbús flóamanna frá árinu 1929 og í stjórn Mjólkursöl- unnar frá árinu 1961. Hann sat í fulltrúaráði SÍS og Stéttarsam- bands bænda. Sigurgrímur var formaður íþróttasambandsins Skarphéðins 1915—1916. Kona Sigurgríms var Unnur Jónsdóttir. Tíðir fundir um niðurröðun í launaflokka SÁTTAFUNDUR i kjaradeilu starfsfólks rikisverksmiðjanna tveggja, Áburðarverksmiðjunnar og Sementsverksmiðjunnar og Kísiliðjunnar við Mývatn og ríkisvaldsins var haldinn i gær. Fundurinn hófst klukkan 10 og stóð til hádegis. Deiluaðilar komu aftur til fundar klukkan 17 og stóð fundurinn til klukkan 19.30. Nýr fundur er boðaður í dag klukkan 09. Á fundinum var framhaldið viðræðum og mun enn ekki endan- lega lokið niðurröðun í launa- flokka í Grundartangamynstri samninga, sem verið er að taka í notkun og tekur gildi í áföngum fram til maímánaðar á næsta ári. Aðilar munu hafa ætlað að skoða nánar ýmsar hugmyndir varðandi samningsgerðina, unz fundur verður aftur í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.