Morgunblaðið - 17.01.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
í TILEFNI þess að
IIcilsuKæslustöðin í Fossvogi
var formlega tekin i notkun
komu fulltrúar Reykjavíkur-
borgar og starfsfólk stöðvar-
innar þar saman í gær og var
starfsemi stöðvarinnar kynnt
fyrir biaðamönnum. A fundin-
um tóku til máls þau Adda
Bára Sigfúsdóttir, formaður
Heiibrigðisráðs, Skúli John-
sen, borgarlæknir, Örn Smári
formaður Læknaféiags
Reykjavikur, Ólafur Jónsson
frá Heilsugæslustöð Kópavogs
og Katrín Fjeldsted, sem tal-
aði fyrir hönd starfsfólks
hinnar nýju heilsugæslustöðv-
ar. í máli þeirra komu m.a.
fram eindregnar óskir um að
starfsemi stöðvarinnar verði
heillarik og að uppbygging á
sviðum heilsugæslu á höfuð-
borgarsvæðinu muni ganga
greiðlega á næstu árum.
Með opnun Heilsugæslu-
stöðvarinnar í Fossvogi er gert
ráð fyrir að hægt verði að veita
íbúum hverfisins heimilis-
læknaþjónustu, hjúkrun og
heilsuvernd skv. lögum frá
1974. Hingað til hefur fólk
þurft að sækja til fjölda stofn-
ana innan heiibrigðiskerfisins
til að fá sinnt þörfum sínum á
Frá kynningunni vegna opnunar Heilsugæslustöðvarinnar i Fossvogi.
sviði heilsugæslu og miðast
starfið á heilsugæslustöðinni
við að flytja sem mest af
þjónustunni á einn stað og
skapa þannig heildarsýn í von
um betri árangur.
Heilsugæslustöðin í Fossvogi
er þriðja heHsugæslustöðin í
Reykjavík og sú fyrsta sem
sambyggð er sjúkrahúsi.
Við fyrstu komu á stöðina
verða skráðar ýmsar upplýs-
ingar um sjúklinginn og síðan
útbúin spjöld, skráningarkort,
sem fólk fær í stað sjúkrasam-
lagsskírteinisins. Á spjaldið
verður m.a. ritað fjölskyldu-
númer viðkomandi.
Tekin verður upp þjónusta á
sviði heilsuverndar, m.a. ung-
barna-, smábarna-, og mæðra-
Úr nýju Heilsugæslustöðinni í
Fossvogi.
Heilsugæslustöð fyrir
íbúa Fossvogssvæðis
vernd. Heimahjúkrun, skóla-
hjúkrun og skólalækningar
hverfisins munu einnig verða
tengdar stöðinni.
Síðar á þessu ári er gert ráð
fyrir að hægt verði að taka upp
vaktþjónustu fyrir íbúa hverf-
isins á kvöldin og um helgar, en
nánar verður tilkynnt um það
þegar starfsliði hefur fjölgað.
Þangað til verður stöðin opin
hvern virkan dag frá kl. 08—17.
Vegna fjölda fyrirspurna er
það tekið fram að afgreiðsla
tilvísana er alfarið samkomu-
lagsatriði milli læknis og sjúkl-
ings á þessari stöð. Þó verður
reynt eftir megni að leysa sem
flest erindi á stöðinni sjálfri,
þegar það er mögulegt.
Því er eindregið mælst til
þess, að fólk leiti ekki til
sérfræðinga án þess að ráðfæra
sig fyrst við sinn heimilislækni,
enda er það í samræmi við
reglur sjúkrasamlagsins um
tilvísanir.
Við heilsugæzlustöðina í
Fossvogi starfa í fyrstu tveir
heimilisiæknar en sá þriðji
bætist líklega í hópinn á þessu
ári. Til þess að tryggja að
nægur tími verði til að sinna
erindi hvers og eins verða ekki
skráðir nema 1500 einstakl-
ingar á hvorn lækni.
Þá er það grundvallaratriði í
starfi stöðvarinnar, að fólk
velji sér sinn eigin lækni. Ef
hann er ekki til staðar þá er
annar tiltækur, sem hægt er að
leit.a til og hefur hann aðgang
að öllum nauðsynlegum upplýs-
ingum.
LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 1-6
Sýndar verða allar 1981 árgeróirnar: Nýi MAZDA 323 sem kosinn var
bill ársins í Japan, MAZDA 626 í nýju útliti með fjölmörgum nýjungum
og auknum þægindum og MAZDA 929 L, lúxusbíllinn sem er í senn
aflmikill og ótrúlega sparneytinn, en samt á viðráðanlegu verði.
B/LABORG HF Smiöshöföa 23.