Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
5
„Staða bakara og BÚR
ekki sambærileg“
- segir Björgvin Guðmundsson
BAKARAR halda því fram að in. Bæjarútgerð Reykjavíkur
leyfilegt verð á vísitölubrauð- hækkaði verð á neyzlufiski. þar
um sé undir framleiðsluverði og sem fyrirtækið taldi tap á söl-
hafa sumir hætt að baka hrauð- unni, en hefur síðan dregið þá
hækkun til baka. Björgvin Guð-
mundsson formaður Verðlags-
ráðs og stjórnarformaður BUR
var að því spurður, hvort BÚR
og bakarar væru í sömu að-
stöðu:
pÉg tel að staða bakara og
BÚR sé alls ekki sambærileg,"
sagði Björgvin. „Bakarar hafa
frjálsa álagningu á miklum
hluta brauða og öllum kökum.
>eir þurfa ekki að kvarta, því
þeir hafa geysilega mikið svig-
rúm til þess að leggja á aðrar
framleiðsluvörur en vísitölu-
brauðin fjögur. Hlutdeild vísi-
tölubrauðanna er stöðugt að
minnka og sala á öðrum brauð-
um að aukast, kornbrauðum,
kraftbrauðum o.s.frv."
Arnarflug:
Engar uppsagn-
ir fyrirhugaðar
þótt Boeing 707-vélinni verði skilað
„ÞRÁTT fyrir, að fyrirhugað sé
að skila Boeing 707-vélinni innan
skamms til Western, höfum við
ekki uppi neinar ráðagerðir um
uppsagnir starfsmanna,“ sagði
Gunnar Þorvaldsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Arnarflugs, i
samtali við Mbl.
Það kom ennfremur fram hjá
Gunnari, að þótt róleg tíð væri nú,
gerðu þeir sér vonir um aukin
verkefni með vorinu, sem gerðu
það að verkum, að nóg væri fyrir
núverandi starfsfólk að gera.
Gunnar sagði, að á þessum tíma
tækju menn gjarnan vetrarfrí og
þá þyrfti aukinn mannskap.
Einungis má selja
f rysta kjúklinga
KJÚKLINGA má nú ekki lengur
selja á neytendamarkaði, nema
varan hafi áður verið fryst.
Oddur Rúnar Hjartarson, dýra-
læknir hjá Ileilbrigðiseftirliti
rikisins. sagði. að reglugerð
þessa efnis hefði verið gefin út af
iandbúnaðarráðuneytinu hinn 6.
mai á síðasta ári.
Oddur Rúnar sagði, að líklega
væri tilefni þessarar nýju reglu-
gerðar það, að salmonellasýkingar
hefði orðið vart haustið 1979, sem
menn ræki minni til. Við frystingu
dræpist alltaf eitthvað af gerlum,
sem og við kælingu raunar og
einnig yrði geymsluþol vörunnar
mun lengra með þessum hætti. Nú
væru komin í reglugerð ákvæði
um frystingu innan ákveðins tíma
frá slátrun, sem auka ætti öryggi
við svo viðkvæma vöru sem kjúkl-
inga.
Kópasker:
Skarðið í hafnar-
garðinn stækkar
SKARÐ kom í hafnargarð-
inn á Kópaskeri nokkru
fyrir jól og nú hefur það
skarð breikkað nokkuð og
frá því segir í Akureyrar-
blaðinu Degi, að nú sé svo
komið að hausinn fremst á
garðinum sé horfinn.
Heimamenn segja, að of
smátt grjót hafi verið not-
að í garðinn, sem kostaði
60—70 milljónir króna.
Bakarar hjá H. Bridde:
Almenningur vill borga
sannvirði fyrir brauðin
MORGUNBLAÐINU barst I
gær eftirfarandi skeyti:
Við erum ekki i hópi bakara
að sögn blaðsins i dag, sem
breyta uppskriftum og hagræða
nöfnum visitölubrauða. Við ger-
um gæðamun á Morgunblaði og
Alþýðublaði og greiðum sam-
kvæmt þvi fyrir þessi blöð.
Yfirlýsing bakarameistara
Mjólkursamsölunnar um upp-
skriftir og nafngiftir gilda ein-
göngu fyrir þeirra brauðgerð.
Islenzkir bakarameistarar eru
heiðarlegir iðnaðarmenn og eiga
ekki skilið aðdróttanir frá hendi
Björgvins Guðmundssonar.
Vísitölubrauð verða að standa
undir framleiðslukostnaði og
það ber verðlagsnefnd að viður-
kenna því almenningur vill
borga sannvirði þessara brauða.
Beztu kveðjur,
bakarar í bakarii H. Bridde.
Kl. 19.00 — Húsið opnaö — ókeypis
lystauki viö barinn. Sala bingóspjalda og
afhending happdrættismiöa.
Vinningar: Útsýnarferöir.
Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson.
Kynnir: Þorgeir Ástvaldsson.
Myndir frá sólarferðum 1980 sýndar á
risa-sjónvarpsskermi allt kvöldíö.
Sjáiö ykkur sjálf í sjónvarpi.
ATH.
Samkvæmiö verður kvikmyndaö í video.
Kl. 19.30 — Veizlan hefst stundvíslega.
Fagnið nýju ári með
glæsibrag og takið þátt í
einum helsta mannfagnaði ársins
ramótafagnaði
sunnudaginn
18. janúar
að Hótel Sögu
Tvíréttaöur franskur
veizlumatseðill:
Beefsteak au Pouvre
La Pomme St. Jenn feu-follet
Verð aöeins nýkr.
100.00
—
Kl. 20.00
Rækjubátar frá Kópa-
skeri reru í fyrsta skipti
eftir áramót í síðustu viku,
og þann dag lofaði aflinn
góðu með framhaldið, en þá
fengust '20 kassar að meðal-
tali á bat. Virtist sjómönn-
um rækjan allgóð. Þrír
bátar eru nú gerðir út á
rækju frá Kópaskeri, en sex
bátar voru á þessum veið-
um þaðan fyrir ári síðan.
Tízku-
sýning
— Módelsamtökin
sýna nýjustu kvöld-
og samkvæmistízk-
una trá verzluninni
Lilju Glæsibæ og
Laugavegi 19.
Danssýning
Mexikanskir
þjóðdansar.
BINGÓ
— spilaö veröur um 3 Útsýnarferðir til
sólarlanda. Verðmæti vinninga nýkr.
1Z000.00.
Kl. 21.00 —
Kvikmyndasýning
í hliöarsal:
Ljósmyndararnir Guömundur Erlendsson
og Þórir Óskarsson sýna kvikmynd úr
afmælisferö Útsýnar til Mexico í nóvember sl.
Gestir kvöldsins veröa:
íslandsmeistarar Vals 1980
Verölaun afhent í Útsýnarmóti Vals 1981.
Nýjasta glens
og gaman:
Ómar
Ragnarsson
Ljósmyndafyrirsætukeppni
ÚTSÝNAR 1981 - forkeppni
— valdar stúlkur úr hópi gesta til þátttöku.
Dans:
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og söngkonan María Helena og Þorgeir
Astvaldsson meö diskótekið halda uppi geysifjöri til kl. 01.00.
Þátttaka öllum heimil, sem koma í góöu skapi og spariklæddir.
Borðapantanir hjá yfirþjóni frá kl. 16.00
á fimmtudag — símar 20221 og 25017.
Dragið ekki aö panta borð,
því alltaf er fullt hús og fjör
áÚTSÝNARKVÖLDUM. —
kluhhiir
*5