Morgunblaðið - 17.01.1981, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1981
BLESSAÐUR ÞORSKURINNHHHIHI
Takmarkinu skal náð
með veiðitakmörkunum
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur ákveðið að stefnt skuJi að því, að
þorskafli fari ekki yfir 400 þúsund lestir á þessu ári. Á fundi með
fréttamönnum skömmu fyrir áramót sagðist hann fastlega vona, að
unnt yrði að fara mjög nálægt þessu marki.
Hann var spurður hvort hið sama yrði ekki uppi á teningnum á
þessu ári og í fyrra að þorskafli færi verulega fram úr þeim
markmiðum, sem stjórnvöld settu sér. Svaraði hann því til, að reglur
um stjórnun veiðanna hefðu ekki verið tilbúnar fyrr en i febrúar á
siðasta ári og þvi hefði aflinn fyrstu mánuði ársins, sem jafnan eru
gjöfulastir, farið úr böndunum. Endurbætur hefðu verið gerðar á
skrapdagakerfinu og takmörkunum yrði fylgt eftir til að ná settu
marki.
Fiskifræðingar hafa mælzt til
þess, að þorskaflinn fari ekki yfir
400 þúsund lestir. Þeir vildu þó
allra helzt, að þorskaflinn yrði
enn minni og út frá sjónarmiði
fiskifræðinnar vildu þeir helzt
miða við 350 þúsund lestir. Til
fleiri sjónarmiða þarf þó að taka
tillit en vísindanna og því hefur
verið ákveðið að miða við 400
þúsund lestir. Fiskifræðingar hafa
reiknað ut þróun þorskstofnsins
miðað við mismunandi takmörkun
afla og sést sú þróun á meðfylgj-
andi töflu.
„Candice Bergen
á táningsaldri“
— segir um Guðnýju Ragnarsdóttur í Variety
1 bandaríska tímaritinu Variety skrifar „Robe“ gagnrýni um
kvikmyndina I.and og synir, sem sýnd var í Museum of Modern Art
í New York þann 24. okt. sl. Lofsamlegum orðum er farið um
myndina og þykir Robe sem íslendingar fari vel af stað sem
kvikmyndaframleiðendur.
Um leikstjóra myndarinnar,
Ágúst Guðmundsson, segir, að
hann kunni grcinilega sína lexíu
og það frumskilyrði kvikmynda-
gerðar að velja sér góða sam-
starfsmenn. Robe er augljóslega
hrifinn af myndatöku Sigurðar
Sverris Pálssonar, sem hann segir
að geri Island, þetta kalda land,
hlýlegt og aðlaðandi.
Sigurður Sigurjónsson fær þá
einkunn, að hann axli sitt hlut-
verk vel og njóti líka við það
góðrar aðstoðar hinnar stórfal-
legu ungu leikkonu Guðnýjar
Ragnarsdóttur, eða „Candice
Bergen á táningsaldri" eins og
hún er nefnd í greininni. Aðrir
leikarar eru svo flestir sagðir vera
toppfólk.
HELGARVIÐTALIÐi^^—^1
„Bandaríkjamenn
mesta skákþjóðin
um næstu aldamót“
„Skaklistinni í Bandarikjun-
um hefur fleygt mjög fram á
síðustu árum og ég spái þvi, að
um næstu aldamót verði Banda-
rikjamenn komnir i fremstu
röð meðal skákmanna i heimin-
um.“
Það er bandariski skákmað-
urinn Walter S. Browne, sem er
svona bjartsýnn fyrir hönd
landa sinna, en hann var stadd-
ur hér á landi nú i vikunni og
Hlaðvarpinn notaði þvi tæki-
færið og átti við hann litið
spjall.
Browne sagðist vera fæddur í
Ástralíu en hafa flust með for-
eldrum sínum til Bandaríkjanna
þriggja ára að aldri. Hann sagð-
ist hafa kynnst skákinni þegar
hann var átta ára gamall og að
fljótlega hefði hún tekið sig þeim
tökum, sem ekki hefði slaknað á
síðan. Browne er nú atvinnu-
maður í skák og ætlar að halda
áfram á þeirri braut á ókomnum
árum.
Hvert er þitt eigið mat á
styrkleika þínum sem
skákmanns?
„Það er alltaf erfitt að dæma
sjálfan sig, en sá, sem leggur
fyrir sig atvinnumennsku í skák,
hefur engin efni á óþarfa lítil-
læti eða minnimáttarkennd.
Sem dæmi um frammistöðu
mína í Bandaríkjunum get ég
nefnt, að ég hef unnið Meistara-
mót Bandaríkjanna í öll fjögur
skiptin, sm ég hef tekið þátt í
því, eða 1974, 75, 77 og 80, en það
fór ekki fram 1976 og 78, og 1979
var ég ekki með vegna óánægju
með framkvæmdina. Það er þó
kannski best að benda á það, að
á síðasta ári tók ég þátt í 10
mótum og vann sex.
Annars er það svo í heimi
skákiistarinnar, að gengið er
fallvalt og það skiptast á skin og
skúrir í lífi hvers skákmanns.
Fyrir mér er það þó ekki hvað
síst skákstíllinn, sem skiptir
máli. Sumir vilja aldrei taka
neina áhættu, tefla bara upp á
jafnteflið og fyrir bragðið verða
skákirnar sjaldan tilþrifamiklar,
miklu frekar litlausar og leiðin-
legar. Að vísu má oft komast
langt með þessu móti en það er
ekki mér að skapi."
Geturðu nefnt einhver
dæmi um menn með ólík-
an skákstíl?
„Já, t.d. Karpov, núverandi
heimsmeistara. Karpov er geysi-
Walter S. Browne
lega öflugur skákmaður en
kannski ekki að sama skapi eins
frumlegur. Hann teflir aldrei í
neina tvísýnu og það er eitthvað
svo vélrænt við taflmennskuna
hjá honum, sem mér geðjast ekki
að.
Bent Larsen er svo aftur alger
andstæða Karpovs, frumlegur og
áræðinn og ekkert gefinn fyrir
meðalmennskuna, eins og raun-
ar sjá má á árangri hans á
mótum. Að vísu má segja, að
hann gangi of langt í þessu, enda
ekki óalgengt að hann geri
annað hvort að standa með
pálmann í höndunum eða reka
lestina, en hann er þó maður
fyrir minn hatt. Eg lít nefnilega
þannig á, að skákin sé ekki bara
dauð reikningskúnst heldur
spegilmynd af lífinu sjálfu í
öllum sínum margbreytileik."
Hvernig er að vera at-
vinnumaður í skák?
„Atvinnumennskan er enginn
dans á rósum og skákin er
harður húsbóndi. Raunar krefst
hún aðeins eins af iðkendum
sínum ef þeir ætla sér á annað
borð einhvern hlut, og það er
vinna og aftur vinna. Á skák-
almanakinu eru allir dagar
svartir, engin helgarfrí sem
menn geta notað til að slappa af.
Aðstaða atvinnuskákmanna
hefur hins vegar batnað mikið
frá því sem áður var og nú er
miklu meira fyrir þá gert. Á
alvöru mótum er t.d. kostnaður
þátttakendanna greiddur og
skiptingu verðlaunafjár þannig
háttað, að allir bera eitthvað úr
býtum. Atvinnumennskunni
fylgja svo aftur mikil ferðalög og
fjarvistir, sem eru þreytandi til
lengdar, ég tala nú ekki um
þegar fjölskyldumenn eiga í
hlut.“
Hvað með skákina í þínu
heimalandi, Bandaríkj-
unum?
„Skákin á mikla framtíð fyrir
sér í Bandaríkjunum enda hefur
vegur hennar farið vaxandi með
ári hverju. Það eru helst skipu-
lagsmálin, sem hafa staðið
okkur fyrir þrifum, og á þeim
verður náttúrlega að ráða bót.
Hitt er svo annað, að mér finnst
óeðlilegt, að aðeins tvö milli-
svæðamót af 40 skuli vera haldin
í Bandaríkjunum og aðeins 5 í
allri Ameríku en það á eftir að
breytast.
Ég held að veldi Rússanna í
skákinni sé á fallanda fæti.
Gömlu kempurnar eru farnar að
dala sem eðlilegt er, en þær
vonir, sem bundnar voru við
ungu, efnilegu mennina hafa
ekki ræst nema að litlu leyti. Ef
ég á að gerast spámaður, þá spái
ég því, að Bandaríkjamenn og
kannski Ungverjar verði á
toppnum um næstu aldamót."
En hvað um Fischer.
Kemur hann aftur?
„Nei, Fischer er búinn að vera.
Hann kemur ekki aftur."
Að lokum, Browne.
Hvaða augum lítur þú á
íslenskt skáklíf um þess-
ar mundir?
„Það fer ekki á milli mála, að
Islendingar standa framarlega í
skákinni, jafnvel þó að ekki sé
tekið tillit til fámennis þjóðar-
innar og líklega á skáklistin
hvergi jafn mikilli hylli að fagna
og hér á landi. Ég tel, að ungu
mennirnir, sem nú ber mest á,
séu mjög efnilegir, en þá skortir
hins vegar meiri reynslu, meiri
þátttöku í erlendum mótum.
Ég vil svo að síðustu segja það,
að ég hef haft mjög gaman af
komum mínum hingað til lands
og hef eignast hér góða vini. Auk
þátttöku minnar á Reykjavík-
urmótunum hef ég teflt fjöltefli
bæði hér sunnanlands og eins á
Vestfjörðum og raunar vakti það
fyrir mér með komu minni núna.
Ég hafði haft samband við þá í
Skáksambandinu vegna þess
með nokkrum fyrirvara en það
skolaðist nú eitthvað til hjá
þeim, þannig að ekkert varð af
framkvæmdinni.
Ég er þó staðráðinn í að koma
hingað aftur og þá langar mig að
fara um Norðurland og Austfirð-
ina.“
Ekki seinna
vænna að
gera fokhelt
í Morgunblaðinu var fyrir
nokkru fjallað um lögheimili þing-
manna en um þá má segja, að þeir
eru manna litillátastir hvað húsa-
kostinn varðar og gera sér oft að
góðu eyðibýli og örreytiskot. 1 því
sambandi var Illaðvarpanum sögð
þessi saga:
Einu sinni var Stefán Jónsson.
þingmaður Noröurlands eystra, og
samþingsmaður hans á kosninga-
ferðaiagi og fóru um Fnjóskadal-
inn. Þegar þeir óku fram hjá
Syðra-Hóli þar í sveit varð þeim
kollegunum litið upp til bæjarins,
sem var heldur hrörlegur til að sjá,
hurðir af hjörum og flest úr lagi
gengið. Þá varð ferðafélaga Stefáns
að orði: Ilvernig er það, Stefán.
Ætlarðu ekki að fara að gera
fokhelt?