Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 14

Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 Nú í vikunni fóru fram í Stokkhólmi tveggja daga réttarhöld, þar sem reynt var að komast að því hvað varð um Svíann Raoul Wallenberg, sem bjargaði tugum þúsunda gyðinga á stríðsárunum og var síðan tekinn til fanga af Rússum í Budapest. Sovésk stjórnvöld fullyrða að hann hafi látist, en fjölmargir hafa skýrt frá því síðar að þeir hafi séð hann í sovéskum fangelsum. Hér fer á eftir fyrri hluti greinar um þennan vel stæða Svía, sem gat lifað í þægindum og áhyggjuleysi heima í Svíþjóð, en kaus þess í stað að halda til Ungverjalands, og leggja til atlögu við hinn illræmda Adolf Eich- mann um líf gyðinga. Greinina skrifar ungverskur blaðamaður, sem nú er bú- settur í London, og nefnir hana Leyndar- dómurinn um Wallenberg. Hún birtist í Atlantic Monthly. Þetta er ein af þessum her- gagnagráu byggingum í engum sérstökum byggingarstíl, aðeins gerð sem húsaskjól, ekki til að veita auganu yndi. Hún er, svo sem margar aðrar byggingar í Budapest, enn alsett litlum grunn- um skotgötum eftir litlu byssurn- ar, sem beitt var 1945 og 1956. Á upplituðu, skjöldóttu skilti má lesa á ungversku: „Til minningar um Raoul Wallenberg, sænskan diplomat, sem með hetjudáð bjargaði tugum þúsunda Ungverja frá síðustu hryðjuverkum nas- ista.“ Raoul Wallenberg hvarf í umsátrinu um Budapest". Wallen- bergsgata er í miðborginni, skammt frá því sem Ungverjar kalla Hvíta húsið meða aðalstöðv- um kommúnistaflokksins og út- sýni yfir austurbakka Dónár. Sú staðreynd, að umferðargata í höf- uðborg þessa alþýðulýðveldis er heitin í höfuðið á manni, sem ef til vill er enn að veslast upp í sovésku fangelsi, er enn ein af þessum dularfullu þáttum í Wallenberg- málinu. Því Wallenberg er „ekki-til“ í landinu, þar sem hann vann sínar hetjudáðir. Þegar Ungverjar eru spurðir um hann, yppta þeir flestir öxlum og forða sér. Þeir fáu sem muna, vilja ekki vera minntir á hann. Samt sem áður er Wallen- berg nú þjóðhetja í heimalandi sínu, Svíþjóð. Nafn hans er tengt hetjuskap og vanþakkaðri ósér- plægni. Kannski er hann aðeins svona vel þekktur á einum öðrum stað í veröldinni — í Gulaginu. Hann var hetja. Það hefur verið skjalfest. En 35 árum eftir að Rússar tóku hann til fanga, er hann fyrst og fremst aðalpersón- an í dularfullum atburðum, sem fangaverðir hans einir geta upp- lýst. En fram að þessu hafa stjórnvöld í Moskvu ekki sýnt minnsta lit á að þau vilji leysa flækjuna kring um Wallenberg- málið. Þrýstingurinn á Sovétmenn fer samt vaxandi. Hann var þó ekki alltaf fyrir hendi. Á úrslita- árunum eftir að hann hvarf í Budapest, einkenndist framganga hans eigin landsmanna af sam- felldum mistökum og ónotuðum tækifærum. Hetjudáð Raouls Wallenbergs náði yfir sex mánuði, frá sumrinu 1944 fram á veturinn 1945. Hún var unnin í Budapest, borginni sem einu sinni var jafn glæsileg heimsborg og heimaborg hans Stokkhólmur. En sú Budapest, sem Raoul Wallenberg kom til í júlí 1944, hefði allt eins getað verið á annarri plánetu, á annarri öld, í samanburði við borgina, sem hann kom frá í Svíþjóð. Sú borg var gjöreydd öllum kennimerkjum Mynd af Raoul Wallenberg, tekin áöur en hann fór til Budapest til bjargar gyðingum. I bak- sýn eru gyöingar, sem bjargaö var fyrir hans tilstilli í des- ember 1944. Taliö er aö um 100 þús- und gyöingar hafi bjargast fyrir hans tilstilli. Fyrri grein eftir KATI MARTON Leyndardomurinn um Wallenberu um það sem við gjarnan köllum menningu. íbúar Budapestar lifðu í greipum óttans, hraktir upp að hrollvekjandi vegg, með engan stað til að flýja á og enga vini að leita til. Hetjurnar, ef einhverjar hetjur voru þá enn til þessa síðustu mánuði, höfðu annað hvort flúið í neðanjarðarholur og biðu þar eftir að hergnýinn lægði, ef þeir voru þá ekki löngu horfnir í helförina til Dachau, Mauthaus- en eða Auschwitz. Hetjuskapur var í Budapest sumarið 1944 glæpur, sem hegnt var fyrir með bráðum bana. Þetta voru ekki álitlegar horfur fyrir son þekktrar sænskrar yfirstéttar. Saga Raouls Wallenbergs hefst í ljúfu, hástéttar andrúmslofti, fáguðu af vel metnum embættis- störfum og ósvikinni velgengni í margar kynslóðir. Hann óx upp við traustvekjandi þægindi, byggð á hægfara auðsöfnun. Wallenberg var sonur sjóliðsforingja, sonar- sonur sænsks sendiherra í Tokyo og Istambul og því lá beint við að ætla honum að þjóna og skara fram úr. Engan gat grunað að laun hans fyrir góða þjónustu yrðu áratuga geymsla i miskunn- arlausu aðgerðarleysi í Gulaginu. Svo var komið sumarið 1944, að einu gyðingarnir, sem sloppið höfðu við útrýmingu í hernáms- löndum nasista í Evrópu, voru gyðingarnir í Budapest. Þessi síð- asti og tregasti bandamaður Hitl- ers í styrjöldinni — en Ung- verjaland hafði hvað eftir annað reynt árangurslaust að snúa sig úr greip nasistanna, var nú að reyna að fá óvinaþjóðirnar, Rússa, Breta og Bandaríkjamenn til að fara eins mjúkum höndum um sig og mögulegt væri. Allt var betra en að vera síðasti vinur Hitlers í Evrópu. En nasistarnir vildu ekki sleppa takinu. Og eftir því sem fa.ll þriðja ríkisins varð með hverjum deginum ljósara um leið og þrýst- ingur Rússa varð harðari á hæla þeirra, hertu nasistarnir hryll- ingsstjórn sína á Ungverjalandi. Það var engu líkara en harka og grimmd við það fólk, sem enn var algerlega á valdi þeirra, væri síðasta viðbragð nasistanna and- spænis augljósum ósigri. Fram á vorið 1944, höfðu gyð- ingar jafnt sem kristnir lifað í þeirri blekkingu að stríðinu mundi ljúka áður en nautgripavagnar Hitlers gætu gleypt heilu þorpin, til þess eins að tæma fólkshlöss sín við dyr brennsluofnanna víðs- vegar á landsbyggðinni. Svo stór- stígar framkvæmdir taka tíma og voru Þjóðverjarnir ekki á flótta, allt frá Stalingrad? En nú höfðu nasistar náð mikilli tæknilegri þjálfun í þjóðarmorðum. Það tók þá ekki nema fáar vikur að koma í verk því, sem hafði tekið þá mánuði og jafnvel ár að gera í öðrum hernámslöndum sínum í Evrópu. í Ungverjalandi varð það hlut- skipti gyðinga í sveitunum að fara fyrstir. Frá maí og fram í júlí 1944 var hálfri milljón þeirra smalað saman í Auschwitz til að deyja. Þegar komið var fram í júlí voru sveitirnar lýstar „hreinsaðar". Að vissu leyti má kenna þennan óvænta hraða á lausn „gyðinga- vandamálsins" í Ungverjalandi einum manni: Adolf Eichmann. Saga Raouls Wallenbergs í Buda- pest er því í rauninni kappleikur milli lifgjafans og handbendi dauðans. Þar keppti Wallenberg gegn Eichmann. Hann var allt annað en hetju- legur, þessi yfirvegaði 32ja ára gamli maður með stóra nefið og óákveðna hökusvipinn. Hárið var farið að þynnast. Wallenberg var áhugalaus um fatnað sinn, en hann gekk með vandlega hnýtt bindi og í vesti allt til enda, þegar hann var orðinn hundeltur maður og skipti um næturstað daglega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.