Morgunblaðið - 17.01.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 17.01.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 15 Hann sýndist allt of fínlegur til að vera í hlutverki Rauðu akurlilj- unnar. Hann sýndist miklu frem- ur menntamaður. Augun ein komu upp um hann. Þau komu á óvart í þessu sviplitla, næstum því tví- ráða andliti. Augnaráðið var ókvikult, hann var aldrei fyrri til að líta undan. í augunum logaði öll sú ástríða, sem útlit hans annars duldi. Hann virtist falla vel að því viðfangsefni sem hann hafði valið sér, byggingarlist. í Michiganháskóla sýndi hann meiri hæfileika en gengur og gerist til þessa framtíðarstarfs síns. En jafnvel í hlutlausu landi eru stríðsár ekki vænlegur tími fyrir ungan arkitekt að hefja störf. Að finna starf var ekkert vandamál fyrir hann. Wallenberg gekk inn í einn af bönkum afa síns. Ungi Svíinn hafði þegar sýnt mikla tungumálahæfileika. Áður en langt um leið var hann sendur í viðskiptaferð til Palestínu. í Mið- jarðarhafshöfninni Haifa heyrði hann fyrst frásagnir af hryðju- verkum nasista. Haifa var á þess- um tíma full af gyðingaflótta- mönnum. Áhrif frásagna þeirra af nasistarikinu Þýzkalandi áttu eft- ir að hafa varanleg áhrif á unga manninn. Upp frá þessari stundu tók lífsstefna Raouls Wallenberg skarpa beygju. Þegar hann kom aftur til Stokkhólms tók hann að sér forstöðu fyrir útflutnings- og innflutningsfyrirtæki. Meðal sam- starfsmanna hans var ungverskur gyðingur, Kalman Lauer. í Lauer fann Wallenberg gáfaðan, tilfinn- inganæman og menntaðan félaga, sem brátt varð hans besti vinur. Lauer átti ekki lengur kost á að ferðast til ættlands síns, svo Raoul fór í viðskiptaferðirnar þangað. Budapest tók á þessum dögum jafnvel sjálfri sér fram. Þótt borgin væri hluti af Öxulveldun- um, virtist hún heilla svo með fegurð sinni hermenn Þriðja ríkis- ins að íbúarnir gátu ekki ímyndað sér að þeir mundu leiða stríðið að hliðum hennar. Svo þeir héldu áfram að borða utandyra hjá Gundels í Borgargarðinum og fylla dansbarina á Margiteyju. Þeir stóðu í biðröðum til að sjá Charlie Chaplin leika Hitler í Einræðisherranum og veltust um af hlátri. Svart var tískuliturinn og „Stormy Weather" var lagið sem menn hummuðu á Corsobökk- um meðfram Dóná. Uppáhalds gamansaga Budapestbúa var: „Hver er munurinn á Hitler og Chamberlain? Chamberlain eyðir helgunum úti á landi meðan Hitl- er tekur löndin um helgar." Þann- ig var sú Budapest, sem Raoul Wallenberg kynntist fyrst 1943; borg með fallega barok bygg- ingarlist, hliðstæða við tvíbura- systur sina hinum megin Dónár, Vínarborg. Borg, þar sem íbúarnir reyndu í örvæntingu að hanga á draumaímynd sinni. Það sló Wall- enberg hversu veikar stoðir þessa glæsilífs voru í raun. Um þetta leyti var Raoul að kynnast því nánar hvað lá fram- undan hjá Ungverjum. Frændi hans, Jacob Wallenberg, hafði gerst milligöngumaður fyrir Karl Goerdeler, yfirmann andnasísku neðanj arðarhreyf i ngar i n nar þýsku. Wallenberg eldri reyndi að hafa milligöngu milli Goerdeler, borgarstjóra í Leipzig, og bresku stjórnarinnar. Á sama tima og forsjónin var að snúa bakinu við þýzka hernum og allt að hrynja á vígstöðvunum, sneri Heinrich Himmler sér til frænda Raouls til að þreifa á viðhorfi Bandamanna. Þetta varð að engu, eins og fjöldi annarra tilrauna á elleftu stundu. Nú var þolinmæði unga Wallen- bergs á þrotum. Af þessum gagns- lausu tilraunum sannfærðist hann um að hann yrði að blanda sér persónulega í málið. Hann var ekkert sérlega hugrakkur að eðlis- fari. Heldur ekki fíkinn í ævintýri. En hann haföi óbilandi tilfinningu fyrir skyldurækni og 1944 fannst honum kominn tími til að gera eitthvað meira í málinu. Á sama tíma og samvizka Wall- enbergs rak á eftir honum, voru Alheimsráð gyðinga og bandaríski sendiherrann í Stokkhólmi að leita að Svía til að taka að sér björgunarferð til Budapest. Herschel Johnson var á vegum Stríðsflóttamannahjálpar FDR að leita að manni sem gæti haft hraðar hendur í skjóli diplomata- réttinda, rist sig þannig í gegn um skriffinnsku og formsatriði og hrifsað þannjg eins marga ung- verska gyðinga og mögulegt væri úr greipum Hitlers. Franklin Del- ano Roosevelt hafði skuldbundið sig til að leggja fram allt það fé sem þyrfti í þessa björgunarferð, gegn um bandariska sendiráðið í Stokkhólmi beint til Wallenbergs. Áður en Wallenberg tók að sér sendiferðina til Budapest, sat hann í þrjá daga að samningum við sænska utanríkisráðuneytið. Hann krafðist þess að hafa frjáls- ar hendur í Ungverjalandi, án nokkurra hafta og án tillits til diplomatiskra kurteisishátta. Utanríkisráðuneytið veitti honum frjálsar hendur. Þegar Eichmann sá Wallenberg í fyrsta sinn, þar sem hann sat á barnum í Arizona-næturklúbbn- um í Budapest, leit SS-foringinn á hann sem úrkynjaðan diplomat. Eichmann hafði rangt fyrir sér. Wallenberg reyndist fær um að sigra nasistana á þeirra eigin velli. Hann mútaði, hrósaði, sveik og smyglaði. Hann lærði að lifa af í ríki algers stjórnleysis og hryðjuverka. í lokin, þegar nasist- ar voru á flótta og Eichmann sjálfur að leita sér felustaðar í Áusturríki, þá var Wallenberg enn að hrifsa gyðinga úr greipum smáu glæpamannanna sem eftir urðu af því að þeir gátu ekkert flúið, ungversku nasistanna sem báru nafnið Örvarkrossinn. í einu af siðustu bréfum sínum til móður sinnar í Stokkhólmi, skrifar Wallenberg: „Meðal hjálp- arfólks míns hafa orðið 40 manns- hvörf og pyndingar ... Ég hefi það á tilfinningunni að ég geti átt erfitt með að snúa heim til Stokkhólms um sinn eftir að Rússarnirr eru komnir. Ég býst ekki við að koma heim fyrir páska ... og það er jafnvel vafa- samt. Enginn getur vitað hvað kann að koma fyrir hér.“ Martröðin, sem Wallenberg upplifði, þegar einkennisbúnir ræningjar gerðu innrás á heimili hjálparvana fólks um miðnættið og Örvakrossmenn höfðu staflað upp líkum á ísi þaktri Dóná til „sundkennslu", hún var dæmigerð fyrir það hversu stjórnarfarið var farið veg allrar veraldar. Dóná var aldrei blá, en oft rauð veturinn 1944—45. Lík voru ekki lengur grafin. Sírenurnar voru hættar að aðvara borgarana um loftárásir, sem ekkert lát var á. Þegar einn af 30 þúsund hestum nasistanna varð fyrir sprengju, tók það hóp hungr- aðra karla og kvenna ekki nema nokkrar mínútur að hreinsa kjötið af beinunum með vasahnífum eða nöglunum einum. Með hjálp þýzku hermannanna, sem eftir voru hugðust Örva- krossmenn láta það verða sitt síðasta verk að drepa 70 þúsund gyðinga, sem hnipruðu sig saman innan lokaðra múra gyðingahverf- isins. Einn af leigunjósnurum Wallenbergs gerði honum aðvart nóttina áður en gyðingahandtaka skyldi fara fram. Þrátt fyrir útgöngubann hélt Wallenberg einn út á götu og lagði leið sína til þýzka herstjórans, sem bjó í Konungshöllinni í Buda. Wallen- berg beitti sömu hótun og hann var nú búinr að temja sér og sagði August Schmidhuber hershöfð- ingja að hann mundi í eigin persónu siá til þess að Þjóðverjinn yrði dreginn fyrir rétt og dæmdur fyrir stríðsglæpi, ef hann stöðvaði ekki þessi morð. Undir sprengju- regni bandamanna, tók Schmid- huber það til bragðs að afturkalla skipun sína. Á einu kvöldi bjarg- aði Wallenberg þannig 70 þúsund mannslífum. Þessháttar hótanir um ábyrgð voru meðal áhrifaríkustu aðgerða Wallenbergs. Slíkt hefði aldrei gengið í Varsjá 1941, þegar hug- myndir Hitlers um heimsyfirráð sýndust vera framkvæmanleg martröð. Þegar Rússar þrengdu hringinn um hinn ósigrandi her Þriðja ríkisins í Budapest 1944, þá voru þær hugmyndir að engu orðnar, nema í hugum þeirra einsýnustu. Wailenberg nýtti sér óttann við framtíðina til hins ýtrasta. „Hann var stórkostlegur leikari," segir Nina Lagergren hálfsystir hans. „Hann var stór- kostleg eftirherma. Ef hann vildi, gat hann orðið þýzkari en prússn- eskur hershöfðingi. Hrópað hærra og orðið hrokafyllri...“. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá tókst honum með þessu að ná fram tilslökunum hjá nasistunum. Þegar Rauði herinn var í janú- armánuði farinn að síga inn í Pest á suðurbakka Dónár, hafnaði Wallenberg því að yfirgefa borg- ina með öðrum diplomötum og leita skjóls á öruggari stað í Buda. Hann var heltekinn af verkefni sínu, og gat ekki sleppt af því hendinni. „Hann var eins og fiðlu- leikari að leika geysierfiðan kons- ert,“ segir Edith Wohl-Ernster, konsertmeistari Stokkhólmsóper- unnar, ein þeirra þúsunda gyðinga sem Wallenberg veitti skjól í Budapest. „Það gekk mjög nærri honum, en hann vildi ekki hætta." Honum hafði tekist að bjarga því sem eftir var af gyðingunum í borginni. Allt að 100 þúsund manns voru á lífi, að mestu vegna þess að honum tókst að sjá við nasistunum og standa upp í hár- inu á þeim. Nú vildi hann gera meira fyrir þetta fólk. „Hann olli sænska sendiráðs- fólkinu ýmiskonar vandræðum," að sögn Carls-Frederiks Palm- stierna, fyrrum sendiráðsritara Svía. „Þrátt fyrir allt var hann leikmaður, ekki þjálfaður diplom- at. Það sem hann var að gera í Budapest fór langt fram úr því sem talið var í verkahring björg- unarleiðangurs." í janúarlok 1945 var verkefninu, sem Striðsflótta- mannahjálpin hafði fengið hon- um, lokið. En honum fannst sitt eigið verkefni vera einfaldlega að taka á sig aðra mynd. í nafni „Wallenbergstofnunarinnar" svokölluðu til „hjálpar og upp- byggingar“, sem hafði stór áform, hugðist hann brjóta sér leið að því eina valdi sem eftir var í þessu draugalandi, sovézku herstjórn- inni í Debrecen, 200 km fyrir austan Budapest. Þetta var að mörgu leyti all hrokafull fyrirætl- un. Hersveitir Malinkovskys marskálks börðust enn hús úr húsi í höfuðborginni. Síðustu leyfar þýzka hersins voru enn í Konungs- höllinni. Hitler skipaði að verja Budapest, eins og það væri Berlín sjálf. Og nú vildi Wallenberg setjast niður með sovéska hers- höfðingjanum og ræða við hann framtíðarhorfur þúsunda horf- inna, týndra og munaðarlausra, sem settu allt sitt traust á hann. Hann vildi tala við hernámslið kommúnista um að skila aftur eigum ungverskra gyðinga. Hinn 13. janúar 1945 gaf Wall- enberg sig fram við herflokk Sovétmanna á götu nálægt einu þeirra 32 „öryggishúsa" með blaktandi sænskum fána, sem hann hafði skipulagt í Budapest. Hársbreidd var til stríðsloka. Hitler hafði þegar lokað sig inni í ríkiskanslarabyrginu sínu. Innan þriggja vikna mundu Churchill, Stalín og Roosevelt setjast niður í Jalta til að draga upp ný landa- mæri í Evrópu. Eftir tvo daga átti björgun fanganna í Auschwitz að hefjast. í flestra hugum var martröðin á enda. Fyrir Raoul Wallenberg var hún rétt að byrja. Fjórum dögum seinna, 17. janú- ar, lagði Wallenberg af stað í ferðina, sem hann hélt að lægi til Debrecen, undir leiðsögn sovéskra hermanna á mótorhjólum. Hvern- ig gat hann vitað að rauða axla- skrautið á einkennisbúningi lið- þjálfans, sem fylgdi honum, væri tákn sovésku leyniþjónustunnar NKVD, undanfara KGB. Wallen- berg var leyft að stanza nokkrum sinnum á leiðinni út úr Budapest. Hann dreifði stórum peningafúlg- um, sem hann ávallt hafði á sér, til gyðinga í nokkrum af „sænsku húsunum". Á siðasta viðkomu- staðnum, bráðabirgðaspítala sænska Rauða krossins, hrasaði Wallenberg á hálli gangstéttinni við innganginn. Paul Nevi, starfs- maður á sjúkrahúsinu, hjálpaði honum á fætur og hann sagði um leið og hann kom auga á 3 öldunga með gular gyðingastjörnur á jökk- unum sinum að feta sig i átt til sjúkrahússins: „Mér þykir vænt um að sjá að erfiði mitt hefur ekki verið árangurslaust með öllu.“ Þetta voru einhver síðustu orð hans sem frjáls maður. Hann hafði náð yfirhöndinni yfir nasist- unum og lifað þá af. Eichmann, sem hafði árangurslaust reynt að fá hann drepinn, hafði látið falla hrósyrði í hans garð. Hann kallaði Wallenberg „stórkostlegan skák- snilling". En Svíinn hafði enga reynslu af viðskiptum við hið nýja Hann kunni ekkert til þess að lifa af í tortryggni og áhugaleysi stofnanakerfisins. Rússarnir voru reiðir og tor- tryggnir við Budapestbúa, síðustu bandamenn Hitlers. Rænandi og nauðgandi hermenn Rússa voru algeng sjón um hábjartan daginn. Þessir áfengis- og kvennaþyrstu „frelsarar" komu bara með annars konar hrollvekju. Stöðugt dundi skriðdrekaskothríðin. Logarnir af brennandi húsum spegluðust í Dóná. Og þegar mátti sjá langar fylkingar fanga á leið í austurátt. Wallenberg hélt að hann yrði virtur gestur hjá Malinkovsky marskálki. Voru þeir ekki, þegar á allt var litið, bandamenn, sem höfðu verið að berjast við sameig- inlegan fjandmann? Tengsli hans við Washington gegn um Stríðs- flóttamannahjálpina höfðu ekki farið leynt. Wallenberg gat á engan hátt vitað, að lok annarrar heimsstyrjaldarinnar mörkuðu upphaf annarra átaka: kalda stríðsins. Sögusagnir um þá ótrúlegu samninga, sem hann hafði náð við nasistana og um þá tugi þúsunda mannslífa sem hann hafði þannig bjargað, allt slíkt var eftirsókn- arvert hráefni fyrir útsendara NKVD. Þegar hér var komið, var sovéska öryggislögreglan búin að koma sér upp eigin stjórnkerfi með stjórnstöðvum til hliðar við herinn. Af ýmiskonar vitnisburði má ráða hverju þeir voru að sækjast eftir. Allt starfsfólk sænska sendiráðsins var tekið fast á næstu vikum eftir hvarf Wallen- bergs. Hver einasti þeirra var yfirheyrður um þessi glæsilegu afrek Raouls Wallenbergs. For- ustumenn gyðinga og samverka- menn Wallenbergs voru alltaf spurðir sömu spurningar: „Hafðir þú samvinnu við nasista gegn um Wallenberg? Ef þú játar það, þá verður þér sleppt, annars ...“ En á meðan voru Wallenberg og ungverski bílstjórinn hans, Vil- mos Langfelder, í lest — ekki á leið til Debrecen heldur þvert yfir Rúmeníu með stefnu á Moskvu. Áður en farið var með þá í Lubyanka-fangelsið, var þeim sýnd hin fræga neðanjarðarbraut Sovétmanna í höfuðborginni. 31. janúar var Wallenberg kominn í klefa 123 í fyrrverandi Hótel Moskvu, sem breytt hafði verið í rammgert fangelsi fyrir pólitíska fanga. Klefafélagi haris þessa fyrstu daga var Gustav Richter, fyrrum lögregluforingi Þjóðverja, sem tekinn var fastur í Budapest. Richter var sleppt 1955 og hefur borið það að allir fangar sem annaðhvort voru í klefa með Wallenberg eða bílstjóranum hans, hafi verið spurðir í þaula um þá og síðan settir í einangrun. I næstu grein verður sagt frá leitinni að hinurh týnda Wallen- berg. Síðasta myndin sem vitaö er um af Raoul Wallenberg. Nina Lagergren, hálfsystir Raouls Wallenbergs, segir: „Hann var stór- kostleg eftirherma. Gat orðiö þýzkari en prússneskur hershöfðingi. Hrópað hærra, oröiö hrokafyllri...“ Oft tókst honum meö þessu aö láta nasistana slaka til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.