Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
21
Fræðsluþáttur Geðverndarfélags íslands — 1
Umsjón: Gylfi Ásmundsson.
GEÐVERND
Sennilega hafa fáar þjóðir í
heiminum náð jafn miklum ár-
angri í líkamlegri heilsuvernd og
íslendingar. Á nokkrum áratug-
um hefur verið gert svo stórt
átak í þessum efnum, að ung-
barnadauði er hér lægstur í
heimi og meðalaldur fólks með
því hæsta sem þekkist.
En það er ekki allt unnið með
því að lifa sem lengst, heldur
skiptir e.t.v. meira máli að lifa
sem best. Útlendingar, sem
hingað koma og dást að óspilltri
náttúrunni, hreina loftinu og
landrýminu, segja oft: „í þessu
landi hlýtur þó öllum að líða vel.
Hér getur ekki verið mikið um
geðsjúkdóma, streitu eða önnur
geðræn vandræði." En stað-
reyndin er sú að íslendingar búa
við síst minni geðræn vandamál
en aðrar þjóðir. Það má hverjum
manni vera ljóst, að kapphlaupið
um „lífsgæðin" er ekki minna
hér en annars staðar, og streitan
ætlar menn lifandi að drepa.
Áfengisvandinn er hrikalegur,
sjálfsvíg eru tíð og geðsjúkdóm-
ar almennt virðast þrífast til
jafns við það sem gerist í
þröngbýlinu erlendis.
Er það þá eitthvað óumbreyt-
anlegt náttúrulögmál að svona
þurfi þetta að vera? Að sjálf-
sögðu ekki. Eins og í öðrum
heilbrigðismálum má hér gera
stórátak til bættrar andlegrar
velferðar. Geðheilbrigði og and-
leg líðan er hins vegar ekki eins
einfalt og áþreifanlegt vandamál
og mörg önnur heilbrigðisvanda-
mál. Það er ekki hægt að bólu-
setja gegn geðsjúkdómum, það
eru engar bakteríur að fást við
og engar sjáanlegar meinsemdir.
Andleg líðan ræðst af svo ótal
mörgum áhrifum í flóknu sam-
spili, mannlífinu öllu. Og það,
sem gerir málið ennþá erfiðara
viðureignar, er að geðsjúkdómar
hafa löngum verið feimnismál og
jaðrar við mannorðsmissi að
eiga við slíka erfiðleika að
stríða. Þetta hefur m.a. torveld-
að opnar umræður um geðheil-
brigði og geðsjúkdóma, og
fræðsla um geðheilbrigðismál
fyrir almenning er ákaflega lítil
í samburði við aðra þætti heilsu-
verndar. Þó er það svo, að í
nálega hverri fjölskyldu eða
skylduliði eru einn eða fleiri
einstaklingar, sem þjást af geð-
rænum vanda, en oft er farið
með vandamálið eins og
mannsmorð meðan kostur er.
Eflaust stafar það að hluta af
viðhorfi almennings til geðsjúk-
dóma, fordómum, sem alltaf
þrífast best í skjóli þekkingar-
leysis og feluleiks. En einnig er
hér um að kenna skorti á
upplýsingum fyrir almenning
um það, hvað er til ráða, hvert er
hægt að leita og hver úrræðin
eru.
Því miður eru geðheilbrigð-
ismál hérlendis enn sem komið
er mun verr á vegi stödd en flest
önnur svið heilbrigðismála, og
úrræðin eru fátæklegri en
mannsæmandi getur talist fyrir
menningarþjóð. Þó höfum við
séð á síðustu einum til tveimur
áratugum stigið stórt skref
framávið í lækningum og aðbún-
aði á geðsjúkum. Úrbæturnar
hafa þó fyrst og fremst miðast
við að ráða bót á brýnasta
vandanum, sem er þjónusta við
bráðveikt fólk, og er þó langt í
land, að séð sé fyrir nægu
sjúkrarými fyrir þá, sem nauð-
synlega þurfa þess með. Þjón-
usta við fólk, ekki sist börn, með
geðræn vandamál á byrjunar-
stigi situr því á hakanum, úr-
ræði fyrir geðsjúka í afturbata
eða endurhæfingu eru mjög
ófullnægjandi, og markvissar
fyrirbyggjandi aðgerðir, hin eig-
inlega geðvernd, eru litlar sem
engar.
I þeim þáttum, sem hér hefja
göngu sína, er ætlunin að bæta
eitthvað úr skorti á hagnýtum
upplýsingum og fræðslu um geð-
heilbrigðismál og opna umræðu
um hina ýmsu þætti geðverndar
og geðræns vanda.
Þættir þessir munu birtast
hálfsmánaðarlega og vera í um-
sjá fræðslunefndar Geðverndar-
félags íslands, en nefndarmenn
munu skiptast á um að ritstýra
þáttunum.
Það er við hæfi í þessum
fyrsta þætti að kynna Geðvernd-
arfélag íslands og starfsemi þess
lítillega.
Geðverndarfélag Islands var
stofnað árið 1949 fyrir forgöngu
Helga Tómassonar yfirlæknis,
og var hann formaður þess þar
til hann lést 1958. Eftir það lá
starfsemi félagsins niðri í nokk-
ur ár, en það var endurvakið árið
1962 og hefur haldið uppi ýmiss
konar starfsemi í þágu geð-
verndarmála síðan. Formaður
Geðverndarfélagsins er nú
Oddur Bjarnason læknir.
I lögum félagsins segir eftir-
farandi:
„Tilgangur félagsins er:
a. Að vekja almenning og
stjórnvöld til aukins skilnings
á mikilvægi geðheilbrigði
fyrir alla menn, unga sem
gamla.
b. Sameina alla þá, sem áhuga
hafa á málefnum, er geðheil-
brigði varða, svo sem lækna,
sálfræðinga, presta, kennara,
hjúkrunarfólk, svo og alla
aðra einstaklinga, félags-
heildir og stofnanir, sem til
greina geta komið.
c. Fræða almenning um eðli
geðsjúkdóma, mikilvægi sál-
arlífsins fýrir almenna heil-
brigði og kynna ríkjandi skoð-
anir á því, hvernig varðveita
megi geðheilbrigði.
d. Stuðla að því að jafnan verði
komið upp nægum og viðun-
andi heilbrigðisstofnunum
fyrir þá, sem líða af geðsjúk-
dómum (psychosis) eða hug-
sýki (neurosis).
e. Stuðla að auknum rannsókn-
um, sem verða megi til auk-
innar geðheilbrigði.
f. Taka þátt : alþjóðlegri sam-
vinnu um geðheilbrigðismál
og hugrækt.
g. Vinna málefnum geðsjúkra og
verndum geðheilbrigði lið á
hvern þann hátt annan, er við
verður komið.
Tilgangi sínum vill félagið ná:
a. Með ritum og fræðsluerind-
um, eftir því sem efni og
ástæður leyfa.
b. Með samvinnu við stjórnvöld
landsins, bæja- og sveitayf-
irvöld, heilbrigðismálastjórn,
fræðslumálastjórn, Trygg-
ingastofnun ríkisins og aðra
opinbera aðila, er til greina
koma.
c. Með samvinnu við önnur fé-
lög, sem vinna að heilbrigðis-
og líknarmálum, einkum þau,
er vinna að endurþjálfun og
velferð öryrkja.
d. Með því að reisa og reka, ef
aðstæður leyfa, stofnanir, svo
sem endurþjálfunarheimili
eða leiðbeiningarstöðvar fyrir
þá, sem líða af geðsjúkdómum
eða hugsýki.
e. Með því að fylgjast með ráð-
stöfunum, sem gerðar eru til
verndar börnum, og láta sig
varða uppeldisleg vandamál,
er áhrif geta haft á geðheil-
brigði.
f. Með því að láta til sín taka
hverjar þær framkvæmdir
aðrar, sem mega verða mál-
efnum félagsins til fram-
dráttar."
Félagið hefur látið öll þessi
mál nokkuð til sín taka og
verður í næsta þætti gerð grein
fyrir helstu verkefnum félagsins.
Að því loknu munum við snúa
okkur að meginviðfangsefni
þessara þátta, sem er fræðsla og
hagnýtar leiðbeiningar um geð-
ræn vandamál og geðvernd. Ekki
er ætlunin að leysa úr einstakl-
ingsbundnum vanda lesenda í
þessum dálkum, en þó viljum við
gjarnan heyra frá lesendum og
birta það sem við teljum eiga
erindi til almennings.
Breytt fyrirkomulag á endurgreiðslu aðflutningsgjalda:
Sparar fyrirtækjum í samkeppn
isiðnaði 15 milljónir nýkróna
unum. Þá borgaði sig fremur að
draga framsóknarýsu úr sjó en
þorsk, þó að það gæfi þjóðarbúinu
minna í aðra hönd. Þar gerðu
styrkjamiðin gæfumuninn.
Nýtt millifærslu-
og styrkjakerfi
Þetta fyrsta skref til nýs milli-
færslu- og styrkjakerfis er ekkert
í líkingu við blómaskeiðið. Það
væri ósanngjarnt að halda þvi
fram. En það er fyrsta skref.
Tökum dæmi: Við núverandi
aðstæður og síðastgildandi fisk-
verð kostar um 15 kr. að framleiða
1 kg af frystum þorski í umbúðir á
Bandaríkjamarkað. Þar eru
greiddir $2.30 fyrir kg eða 14,50
ísl. kr. Það er því 50 aura tap (50
gkr.) við framleiðslu á hverju kg.
Því á að mæta með styrkjum.
Ef við tökum önnur kg af þorski
og verkum úr þeim 1 kg af
saltfiski kostar það nálægt lagi
12,50 kr. í framleiðslu og fyrir það
fáum við 13,20 kr. á saltfiskmörk-
uðum. Hagnaðurinn er með hæfi-
legri nákvæmni um 70 aurar (70
gkr.). Þessi hagkvæma framleiðsla
þessa stundina fær auðvitað ekki
styrk, eða hvað? Okkur finnst það
sjálfsagt ekki sanngjarnt. En hver
er afleiðingin? Það dregur úr þeim
hvata sem rétt gengisskráning
hefur í för með sér, að framleið-
endur reyni að framleiða með sem
lægstum tilkostnaði og beina
framleiðslunni eftir því sem föng
eru á að því, sem hagkvæmast er,
auki t.d. saltfiskvinnslu við að-
stæður eins og nú eru fyrir hendi.
Það er af þessum sökum sem ekki
er hægt að gefa efnahagslegt
heilbrigðisvottorð út á milli-
færslukerfið. Enn sem komið er
hefur ríkisstjórnin látið ósvarað
öllum veigamestu spurningunum
er lúta að eðli og framkvæmd
millifærslukerfisins:
Hvar á að taka fé til þess arna?
Á að greiða öllum sambærilegan
styrk eða einungis þeim sem tapa?
Á millifærslukerfið að gilda
bæði fyrir veiðar og vinnslu í
sjávarútvegi?
Á að styrkja loðnuveiðar meira
en þorskveiðar?
Hvernig á að veita styrkina til
iðnaðarins?
Meðan þessum spurningum er
ekki svarað, hangir öll efnahags-
áætlunin í lausu lofti.
Skattalækkun -
kaupmáttur -
dýrtíðarlækkun
Hugmyndin um fast gengi bygg-
ist á því, að jafnvægi sé á milli
tilkostnaðar við útflutningsfram-
leiðsluna, hvort sem um er að
ræða fisk eða annan iðnað, og
verðs afurðanna. Lóðin á vogar-
stönginni verða að vega á móti
hvort öðru. Við megum með öðrum
orðum ekki hlaða um of á kostnað-
arskálina meðan afurðaverðsskál-
in þyngist ekki. Það eru aðgerðir
af því tagi sem duga til þess að við
komumst í þá efnahagslegu para-
dís er alla dreymir um og heitir
ekki Mormón í Utah heldur fast
gengi gagnvart dollar. Sú paradís
verður á hinn bóginn aldrei að
veruleika í hagkerfi, sem snýst
fyrst og síðast um vísitölur.
Þó að aðgerðir þessar séu þann-
ig meingallaðar, er vissulega í
þeim uppistaða, sem prjóna má
við. Ef við horfum til baka er ljóst,
að við hefðum á síðasta ári getað
gert margt betur en raun varð á
og af því lært. Hefðum við þannig
á miðju síðasta ári náð samstöðu
um að hækka ekki laun á sama
tíma og þjóðartekjur á mann
minnkuðu, jafnframt því sem víxl-
verkunaráhrif launahækkana
hefðu verið tekin með öllu út úr
verðbótakerfinu, gætum við reikn-
að með meira en helmingi minni
verðþenslu í árslok 1981 en nú
stefnir í. Með skattalækkunum er
nema lægri upphæð en nú er til
ráðstöfunar á fjárlögum til að
greiða fyrir efnahagsaðgerðum,
hefði mátt tryggja sama kaup-
mátt meðallauna og lægri. Þessu
tækifæri glötuðum við. Það var
einfaldlega ódýrara að takast á
við þetta vandamál strax í fyrra
en núna. Og það verður ódýrara að
taka á því núna en næsta ár.
Eins og málum er komið eru
sennilega mest hyggindi í því að
prjóna við þá uppistöðu, sem er í
gamlárskvöldslögunum. Auðvitað
getur menn greint á um hversu
hátt skal reiða til höggs gagnvart
meinsemd verðþenslunnar. Ég
^ygg þó, að enginn vilji setja
markið lægra en felst í annarri
útgáfu á 40% markmiði ríkis-
stjórnarinnar. Til þess að því megi
ná þarf verulega skerðingu á
verðbótum 1. júní og aftur nokkra
skerðingu 1. september. í því skyni
að tryggja óbreyttan kaupmátt
lægri launa yrði að ákveða niður-
skurð á rekstrargjoldum ríkis-
sjóðs til þess að standa undir
verulegum skattalækkunum í
þágu launþega.
Gengi krónunnar yrði að skrá
með eðlilegum hætti og hverfa frá
allri millifærslu. Marka yrði
ákveðna vaxtapólitík með tilliti til
þeirrar verðþenslu sem yrði. í
ráðagerðum ríkisstjórnarinnar er
bæði stefnt að vaxtahækkun og
vaxtalækkun. Þeirri óvissu verður
að eyða. Auðvitað yrðu menn svo í
framhaldi af því að stefna að
setningu löggjafar um aukið frelsi
við vaxtaákvarðanir. Að loknu
skerðingartímabili verðbótavísi-
tölunnar væri rétt að láta lögin
um verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti taka
gildi í því formi sem þau voru
samþykkt vorið 1978.
Dansinn
í kringum
vísitölurnar
Auðvitað skiptir svo sköpum, að
kjarasamningarnir næsta haust
verði ekki leystir með kauphækk-
unum, sem ekki er innstæða fyrir
og félagsmálapökkum, er kosta
nýja skatta á launþega og fyrir-
tæki. Það verður að taka upp þá
stefnu sem núverandi ríkisstjórn
hafnaði við síðustu samninga að
greiða fyrir samningum með
skattalækkunum. Þannig má auka
ráðstöfunartekjur einstakl-
inganna, launþeganna. Gamla að-
ferðin leiðir einvörðungu til rýrn-
andi verðgildis ný-krónanna í
launaumslögunum. Það er Har-
aldssláttan. Sennilega þarf á
tveimur næstu árum að skera
opinber útgjöld niður um 4,5% til
þess að auka með þeim hætti
ráðstöfunartekjur einstaklinga og
koma í veg fyrir verðþensluöldur
og kjaraskerðingu af völdum
óraunhæfra kjarasamninga.
Góðir fundarmenn!
Fyrir tæpum 60 árum setti
prófessor Guðmundur Finnboga-
son fram kenningu um stjórnar-
bót, er m.a. var í því fólgin, að
ríkisstjórnir féllu ekki á stund-
armati þings eða þjóðar við kosn-
ingar. Þær ættu að fara frá þegar
sérstakur vísitölureikningur um
árangur stjórnarstarfsins væri
kominn niður fyrir ákveðið vísi-
tölumark. Það yrði stjórnarinnar
veggskrift. Þessar stjórnarbótar-
tillögur hafa ugglaust á sínum
tíma verið afgreiddar með ein-
hverjum þeim orðum, er þá höfðu
sömu merkingu og orðin snar-
geggjuð hugmynd hafa nú um
stundir. Samt er það svo, að
vísitölukerfi, að vísu annars konar
en stjórnarbót Guðmundar Finn-
bogasonar var reist á, hafa orðið
æði mörgum ríkisstjórnum að
fótakefli. Dansinn í kringum vísi-
tölurnar hefur reynst erfiðari en
jólatrésdansinn. Það myndi horfa
til mestra heilla ef okkur auðnað-
ist að ganga út úr hugmyndafræði
Milton Friedmans um vísitölu-
tryggt þjóðfélag. En til þess að
það megi verða, þarf meira en
sterka ríkisstjórn. Það þarf einnig
samstöðu þeirra, sem sameigin-
legra hagsmuna hafa að gæta í
atvinnulífinu, launþega og fyrir-
tækja.
ENDURSKOÐUN hefur staðið yfir
undanfarna mánuði á auglýsingu
um nÍoaríeHingn eða endurgreiöslu
tolls og/eða sölugjalds af ýmsum
aðföngum til samkeppnisiðnaðar,
en helztu breytingar sem felast í
hinni nýju auglýsingu eru m.a. þær.
að tekin eru upp tollskrárnúmer
yfir fjölmarga nýja vöruflokka, auk
þess sem gildissviði auglýsingarinn-
ar hefur verið rýmkað að ýmsu
leyti, segir i frétt frá ríkisstjórn-
inni.
Þá segir ennfremur, að í stað þess
að gera eingöngu ráð fyrir niðurfell-
ingu gjalda af ýmsum varahlutum
við tollafgreiðslu sé nú jafnframt
gert ráð fyrir því, að iðnfyrirtæki
geti sótt um endurgreiðslu gjalda af
varshluíum. sem þau hafa keypt af
innlendum birgðum. Þa eru fílld
niður aðflutningsgjöld vegna við-
gerða erlendis sem fram fara á
ábyrgðartíma véla og tækja, sem
ívilnana geta notið samkvæmt
ákvæðum auglýsingarinnar.
Endurskoðun þessi hefur farið
fram á vegum fjármálaráðuneytisins
og iðnaðarráðuneytisins, en höfð um
hana samvinna við Félag islenzkra
iðnrekenda og Landsamband iðnað-
armanna. Segir, að hafður hafi verið
til hliðsjónar vörulisti yfir þá vöru-
flokka, sem fyrirsvarsmenn þessara
samtaka töldu nauðsynlegt að teknar
yrðu inn í fyrrnefnda auglýsingu.
Fullyrt er í frétt ríkisstjórnarinn-
ar, að þær oreýtÍr.2ar’ sem gerðar
hafa verið á eldri auglýsingu, seu ti!
verulegra hagsbóta fyrir iðnaðinn.
Áætlað sé að útgjöld fyrirtækja í
samkeppnisiðnaði lækki um 15 millj-
ónir nýkróna á árinu 1981 vegna
þessarar ráðstöfunar, eða sem svarar
til 1500 milljóna gamalla króna, og
var gert ráð fyrir tekjurýrnun ríkis-
sjóðs sem þessu nemur við gerð
fjárlaga 1981.