Morgunblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr.
eintakiö.
W allenberg-
vitnaleiðslurnar
Síðast liðinn fimmtudag hófust í Stokkhólmi tveggja daga
„réttarhöld" þar sem reynt verður að sanna svo óyggjandi sé
að Raoul Wallenberg, saenskur sendiráðsmaður, sem hvarf í
Budapest í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, sé enn á lífi og sitji
bak við lás og slá í Sovétríkjunum. Wallenberg ávann sér
heimsfrægð fyrir að bjarga a.m.k. 20.000 ungverskum gyðingum,
sem ella hefðu hafnað í gasklefum nazista, en hann þótti sýna
óvenjulega dirfsku við þau björgunarstörf.
Eftir að Sovétherinn náði Budapest var Wallenberg tekinn í
það sem kallað var „verndargæzla". Skömmu síðar neituðu
Sovétmenn allri vitneskju um Wallenberg. Það var ekki fyrr en
tólf árum síðar, 1957, að Andrei Gromyko, sem þá var
aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna svaraði síendurtekn-
um fyrirspurnum Svía með því að upplýsa að hinn löngu týndi
sendiráðunautur hefði dáið úr hjartaslagi í Lubyanka-fangels-
inu í Moskvu þegar á árinu 1947. Síðan hefur öllum tilraunum
sænskra stjórnvalda til þess að fá vitneskju um afdrif
Wallenbergs verið svarað með algjörri þögn.
Það er Raoul Wallenberg-stofnunin, ásamt hinni alþjóðlegu
Sakharovnefnd, sem efnir til Wallenberg-vitnaleiðslanna. Þær
hófust í fyrradag í Grand Hotel í Stokkhólmi að viðstöddu
fjölmenni. Þeim er ætlað að varpa ljósi á örlög þessa sænska
stjórnarerindreka, sem hvarf í fangabúðum Sovétríkjanna fyrir
36 árum. Ola Ullsten, utanríkisráðherra Svía, lýsti því yfir við
upphaf vitnaleiðslanna, að sænska stjórnin hefði aldrei tekið
gildar yfirlýsingar Sovétstjórnarinnar um að Wallenberg hafi
endað ævi sína í fangelsi í Moskvu 1947. Meðal fulltrúa í hinni
alþjóðlegu dómnefnd í Stokkhólmi eru Simon Wisenthal, hinn
heimskunni leitarmaður að þýzkum stríðsglæpamönnum, og
Jurij Novikov, landflótta geðlæknir frá Sovétríkjunum.
Það sem mesta athygli hefur vakið varðandi þessi „réttar-
höld“ eru staðhæfingar ýmissa kvenna og karla, sem kynnst
hafa sovézkum fangabúðum af eigin raun, þess efnis að
Wallenberg sé geymdur í sérstökum búðum fyrir fanga, sem
yfirvöld í Kreml hafa lýst opinberlega látna, einskonar „fangelsi
fyrir framliðna".
Sovézka fréttastofan Tass hefur fordæmt þessar vitnaleiðslur
og telur þær ögrunaraðgerðir. En þær vekja engu að síður
alheimsathygli. Wallenberg-málið hefur enn á ný ýtt duglega
við samvizku heimsins. Það er þó aðeins eitt dæmi af
ótalmörgum, sem öll vitna á einn veg um þá þjóðfélagsgerð, sem
þróast hefur á grunni sósíalismans í ríkjum A-Evrópu.
Einstaklingurinn, réttur hans og velferð, skipta ekki miklu máli
í þessu forysturíki sósíalismans í veröldinni.
Samstaða lýðræðisafla
För Lech Walesa og fleiri leiðtoga pólskra verkamanna í
páfagarð hefur vakið verðskuldaða athygli. „Við erum ekki
stjórnmálahreyfing," sagði hann við páfa, „höfum aðeins
skuldbundið okkur til að berjast fyrir réttindum einstaklingsins,
sem eru allsstaðar hin sömu, þrátt fyrir öll landamerki."
Pólskir verkamenn og bændur standa nú í ströngu í baráttu
fyrir réttindum, sem þykja sjálfgefin á Vesturlöndum. Spurn-
ingin er hinsvegar, hvort almenningur í V-Evrópu og N-Amer-
íku gerir sér nægilega grein fyrir vægi þessara réttinda, vegna
þess að þau þykja svo sjálfsögð, eða þeirri hættu, sem getur
verið á glötun þeirra. Meirihluti mannkyns og þjóða býr hvorki
við lýðræði né þingræði, í vestrænum skilningi þeirra orða, og
þjóðfélagsgerð alræðisins hefur sótt í sig veðrið á næstliðnum
árum. Um 100 milljónir manna í Angóla, Eþíópíu, Afganistan,
Mosambique, Laos, Kambódíu o.fl. ríkjum hafa þannig lotið að
miðstýrðu eins flokks kerfi á sl. sex árum.
Hættan, sem steðjar að þjóðfélagsgerð þingræðis og lýðræðis,
kemur ekki einungis utan frá, enda gegn henni spornað með
varnar- og samtakamætti Atlantshafsríkja. Hún stafar einnig
innan frá: af værukærð borgaralega þenkjandi fólks og
stjórnmálaöflum, sem stefna leynt og ljóst að því að breyta
þjóðfélagsgerð okkar að sósíalískum stjórnarháttum. Þess
vegna er þörfin á samstöðu lýðræðisafla ekki einungis
nauðsynleg út á við, heldur ekki síður á heimavettvangi.
Hjörtur Pálsson, dagskrár-
stjóri.
Sigmar B. Hauksson, stj. „Á
vettvangi“.
Vilhjálmur Hjálmarsson, form.
útvarpsráðs.
Gagnrýnin í Ríkisútvarpi:
Engin ákvörðun tek-
in um áframhald!
— segir dagskrárstjóri
Fyrir skemmstu sendi Félag islenskra leiklistargagnrýnenda
frá sér yfirlýsinjíu, þar sem því er fagnað, að „gagnrýni um íeikhús
og bókmenntir“, eins og það er orðað, skuli nú flutt reglulega í
hljóðvarpi. Ilér mun átt við listgagnrýni í útvarpsþættinum „Á
vettvangi“, sem sendur er út eftir kvöldfréttatima kl. 19, virka
daga.
— Það hefur engin ákvörðun
verið tekin um það, hvort slík
gagnrýni verði um alla framtíð,
sagði Hjörtur Pálsson, dagskrár-
stjóri útvarps í samtali við Mbl.
Hún er í útvarpsþætti, sem
ábyggilegt er að verður ekki
óbreyttur til eilífðarnóns, en á
meðan sá þáttur er í óbreyttu
formi, lifir gagnrýnin. Útvarpið
hefur m.a. því hlutverki að
gegna, að fjalla um menning-
armál og listir og það ræðst af
ýmsu með hverjum hætti það er
gert. Enginn hefur sjálfsagt bú-
ist við því að útvarpið fitjaði
ekki upp á nýjungum í þeim
efnum. Annars vil ég ekki kalla
þessa listgagnrýni í þættinum
„Á vettvangi" sérstaka nýjung.
Gagnrýni hefur áður verið hald-
ið uppi í útvarpi með öðru formi.
Nei, ég held þessi gagnrýni
hafi alla jafna líkað vel, a.m.k.
hefur okkur útvarpsmönnum
ekki borist neinar kvartanir þar
að lútandi, nema frá aðilum sem
telja sig hafa orðið fyrir barðinu
á gagnrýninni og á ég þar við
leikhúsgagnrýnina, sem öllum er
kunn, sagði dagskrárstjóri út-
varps, Hjörtur Pálsson.
Sigmar B. Hauksson umsjón-
armaður þáttarins „Á vett-
vangi", kvað leiklistargagnrýni
hafa byrjað í útvarpi í Morgun-
pósti hans og Páls Heiðars
Jónssonar fyrir einu ári eða svo.
— Þegar „Á vettvangi“ kom í
stað Víðsjár, sagði Sigmar, þá
var mér falið að sjá um menn-
ingarþætti svokallaða í útvárpi.
Bæði ég og dagskrárstjóri erum
ákveðið þeirrar skoðunar, að
gagnrýni eigi heima í hljóðvarpi,
sem öðrum fjölmiðlum. Þess
vegna er hún tilkomin gagnrýnin
í mínum þætti, sem Félag leik-
listargagnrýnenda hefur nú
fagnað opinberlega.
— Ákvörðunin um gagnrýni í
hljóðvarpi er semsé ekki tekin í
samráði við útvarpsráð?
— Já, það má segja það.
Annars hefur það komið skýrt
fram, held ég mér sé óhætt að
segja, að útvarpsráð sé fylgjandi
slíkri gagnrýni í hljóðvarpi. í
haust er leið, flutti Jón Viðar
Jónsson harða gagnrýni á starf-
semi Þjóðleikhússins, sem for-
maður Þjóðleikhúsráðs, Harald-
ur Ólafsson, mótmælti harðlega
í bréfi skrifuðu útvarpsráði. I
bréfinu var því jafnvel hótað að
láta á það reyna fyrir dómstól-
um hvort útvarpinu væri leyfileg
þvílík gagnrýni. Útvarpsráð
svaraði þessu bréfi og þar kom
fram, að útvarpsráð er fylgjandi
-slíkri gagnrýni í hljóðvarpi.
— Hverjir eru þessir gagn-
rýnendur?
— Ég vil fyrst taka það fram,
sagði Sigmar, að aðalvandamálið
við gagnrýni sem þessa er að fá
til hennar hæft fólk og það held
ég mér hafi tekist: Jón Viðar
Jónsson, leikhúsfræðingur, fjall-
ar um leiklist, Vésteinn Ólason,
lektor, og dr. Eysteinn Sigurðs-
son um bókmenntir, Ásgeir Ás-
geirsson, enskmenntaður sagn-
fræðingur, og Guðmundur
Magnússon B.Á. sjá um sagn-
fræðileg efni og þarað lútandi rit
og Ingibjörg Haraldsdóttir um
kvikmyndagagnrýni. Þetta fólk
allt er ráðið til útvarpsins, eða
þáttarins, líkt og gagnrýnendur
dagblaðanna. Og ég vil taka það
fram að okkar gagnrýni er ekki
aðeins fyrir jól, heldur átta
mánuði ársins. I kvöld byrjar
tónlistargagnrýni í höndum
Leifs Þórarinssonar, eftir 10
daga eða svo myndlistargagn-
rýni og væntanlegur er annar
leiklistargagnrýnandi.
— Hvað ræður vali bóka í
þessa gagnrýni?
— Bækurnar eru valdar af
gagnrýnendunum í samráði við
stjórnendur þáttarins, og eins er
með annað sem gagnrýnt er.
— Og hvað ræður ykkar vali á
bókum?
— Það er margt sem kemur
þar til. Við stefnum að því að
fjalla um sem flestar frumsamd-
ar bækur á íslensku. Og við
reynum að taka umtalaðar bæk-
ur til umfjöllunar, en eins og ég
segi, það kemur margt til, sagði
Sigmar B. Hauksson.
Viihjálmur Iljálmarsson,
formaður útvarpsráðs, vildi ekk-
ert láta hafa eftir sér um þetta
mál, það hefði sér vitandi ekki
verið fjallað um það í útvarps-
ráði, utan gagnrýnin á Þjóðleik-
húsið og verkefnaval þess, frá
því í haust.
ólafur R. Einarsson fyrsti
varaformaður útvarpsráðs, sagði
Mbl. að þessi listgagnrýni hefði
ekki sérstaklega verið rædd í
útvarpsráði, að undanskilinni
gagnrýni Jóns Viðars Jónssonar
á leikriti Þjóðleikhússins Dagur
og nótt. — Þá leit útvarpsráð svo
á, sagði Ólafur, að sjálfsagt væri
að halda uppi slíkri gagnrýni, en
það var lagt til við Sigmar, hann
fengi sér fleiri hæfa menn til
gagnrýninnar, svo þar væru ekki
æviniega á ferð þeir sömu, en
Sigmari hefur reynst það mjög
erfitt.
Okkur ber að fjalla um menn-
ingarleg efni út frá ýmsum
hliðum. Og mér finnst rétt að
halda uppi slíkri gagnrýni, sem
hér um ræðir. Fram til þessa
hafa bækur verið kynntar í
útvarpi með fréttatilkynningum
bókaforlaganna og ennfremur í
þættinum „Á bókamarkaðnum".
En hér er semsé farið inn á
nýjar brautir, sem eru að vissu
leyti vandmeðfarnar, en engu að
síður tel ég rétt, við freistum
þess að halda uppi slíkri gagn-
rýni, sagði varaformaður út-
varpsráðs.
Grunnskólakennarar í Reykjavík:
Kjarasamningurinn haldi fullu
gildi sínu út samningstímann
FUNDUR fulltrúaráðs Stétt-
arfélags grunnskólakennara
í Reykjavík, S.G.R., sem hald-
inn var 12. janúar síðastliö-
inn, mótmælir harðlega að
enn einu sinni skuli rikisvald-
ið einhliða rifta kjarasamn-
ingum opinberra starfs-
manna nokkrum mánuðum
eftir undirritun þeirra.
I ályktun fulltrúaráðs
S.G.R., sem samþykkt var
samhljóða segir: Kjarasamn-
ingur sá, sem gerður var í
ágúst síðastliðnum milli
B.S.R.B. annars vegar og fjár-
málaráðherra fyrir hönd ríkis-
sjóðs hins vegar, var af fjár-
málaráðherra talinn raunhæf-
ur miðað við ástand efna-
hagsmála þjóðarinnar.
Oll launþegafélög, sem síðar
hafa samið um kjarabætur eða
verið dæmdar þær, hafa feng-
ið mun meiri launahækkanir
en félög innan B.S.R.B. náðu
fram í sínum samningi.
Það er því krafa fulltrúa-
ráðs S.G.R., að kjarasamning-
urinn, sem undirritaður var í
ágúst síðastliðnum haldi full-
komlega gildi sínu út samn-
ingstímann.