Morgunblaðið - 17.01.1981, Page 26

Morgunblaðið - 17.01.1981, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 Sameining Laxárvirkjunar við Landsvirkjun: Borgarstjórn sam- þykkti samkomulagið BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á fimmtudagskvöld samkomuiag um sameiningu Laxárvirkjunar við Landsvirkj- un. Atkvæði féllu þannig að 14 borgarfulitrúar voru samkomu- laginu samþykkir, en einn var þvi andvígur, Albert Guðmunds- son. Samkomulagið er m.a. þess efn- is að sameining fyrirtaekjanna mun eiga sér stað vorið 1983, við endalok yfirstandandi kjörtíma- bils stjórnar Landsvirkjunar. Eignarhlutdeild hvers aðila í þessu nýja fyrirtæki er þannig: Ríkið mun eiga 48,40%, Reykja- víkurborg 45,95% og Akureyrar- bær 5,65%. Ríkið áskilur sér rétt til þess að auka hlutdeild sína í fyrirtækinu í 50%, með því að leggja fram fjármuni, eða yfirtaka skuldir að upphæð 6.889 milljónir gkr., háð vísitölu byggingarkostnaðar 1.11. 1980. Þá var á fundinum samþykkt heimild til Landsvirkjunar fyrir erlenda lántöku. Samþykkt var að taka tilboði frá Scandinavian Bank í London að upphæð 60 milljónir Bandaríkjadala. Tilboð banka þessa var hið hagstæðasta að mati borgarinnar, en yfir tuttugu tilboð bárust. Fostrur voru meðal áheyrenda á fundi borgarstjórnar, þegar mál þeirra voru rædd. Á myndinni má einnig sjá fulltrúa kaupmanna, en þeir fylgdust með umræðum um tillögu til rýmkunar á afgreiðslutima verslana. Ljósm. Mbl. Emilia. Eyþór Fannberg, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar: Afgreiðslutími verslana: Borgarstjórn samþykkir rýmkun á afgreiðslutíma SAMÞYKKT var í borgarstjórn á fimmtudagskvold tiiiaga nefndar um breytingu á afgreiðslutima versiana. Tillaga nefndarinnar er þess efnis að mánudaga til föstudaga verði heimilt að hafa versjanir opnar á timanum 8— 18. Á laugardögum verði heimilt að hafa verslanir opnar á timan- um 8—12 á tímabilinu 1. jan. til 1. júní og á timabilinu 1. sept. til 31. des. Þá verði og heimilt að hafa verslanir opnar allt að 8 stundir á viku á eftirfarandi tímum: Frá mánudegi til föstudags kl. 18—22. Þó mega verslanir ekki nýta sér þessa heimild á fleiri dögum en 2 í hverri viku. Þá er í tillögunni ákvæði um vörusýningar og er það þess efnis að borgarráð geti, að höfðu sam- ráði við Kaupmannasamtök ís- lands og Verslunarmannafélag Reykjavíkur, heimilað smásölu- verslunum að halda vörusýningar á sölustað, utan venjulegs af- greiðslutíma, enda fari engin sala fram. Tillaga þessi var samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Heimild verslana til að hafa opið er rýmri samkvæmt þessari tillögu en áður var. Messað í báðum kirkj- um Akureyrar í dag Akureyri, 16. janúar. GUÐSÞJÓNUSTUR verða í báð- um kirkjunum í Akureyrar- prestakalli, Akureyrarkirkju og Lögmannshlíðarkirkju. klukkan 14.00 á sunnudag. Þar verður Styrktartónleikar T ónlistarf élagsins TÓNLISTARFÉLAGIÐ mun efna til fjórðu tónleika sinna á þessu starfsári fyrir styrktarfélaga í dag, laugardaginn 17. janúar. Þar munu þau Manuela Wiesler og Claus-Christian Schuster leika á flautu og píanó. Á efnisskrá eru rómantísk verk frá tímabilinu 1824 til 1945. Höfundar verkanna eru Carl Reinecke, Bohuslav Mar- tinu, Ferruccio Busoni og Franz Schubert. minnzt upphafs alþjóðiegrar bænaviku. í Lögmannshlíðarkirkju messar sr. Birgir Snæbjörnsson, en í Akureyrarkirkju koma fram full- trúar fimm trúfélaga. Jóhann Púrkhus deildarstjóri, fulltrúi Sjónarhæðarsafnaðarins, flytur predikun, en Skúli Torfason, tannlæknir, í Aðventistasöfnuði, og Vörður Traustason, lögreglu- maður, í Hvítasunnusöfnuðinum, og sr. Franz van Hoof, kaþólskur prestur á Akureyri, lesa biblíu- texta. Séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, þjónar fyrir altari. Fulltrúar sömu trúfélaga komu fram vegna bænavikunnar á síð- asta ári, en þá í Lögmannshlíðar- kirkju. Sv.P. Osanngjarnir samn- ingar endurskoðaðir „ÞAÐ ER sameiginiegur skiln- ingur samningsaðila, að hafi ein- hverjir þættir samninga Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar og borgarinnar verið byggðir á röngum forsendum og séu þess vegna óréttlátir, verði þeir endurskoðaðir,“ sagði Eyþór Fannberg, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkur, er Mbl. spurði spurði hann um viðbrögð Starfsmannafélagsins. eftir að fóstrur höfðu fellt samn- ingana og uppsagnir komi til framkvæmda 1. febrúar hafi við- unandi lausn ekki fundizt fyrir þann tima. Hann sagði einnig að hann vildi sem minnst tjá sig um þetta mál að svo stöddu, þar sem fóstrur hefðu ekki haft samband við hann, og því væri ekki hægt að segja til um framvindu mála. Á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöldið var samþykkt tillaga um að vísa ákvörðun um tímafjölda fóstra til borgarráðs. Ein ástæða fyrir óánægju fóstr- anna mun vera sú að þær telja sig ekki fá nógu marga tíma til undirbúnings starfi sínu. Tillaga frá Albert Guðmundssyni í borgarstjórn: Sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar hafnað Þess í stað stefnt að stofnun Suðurlandsvirkjunar ALBERT Guðmundsson borgar- fulltrúi lagði til á borgarstjórn- arfundi sem haldinn var á fimmtudagskvöidið, að samkomu- lag um sameiningu Laxárvirkj- unar við Landsvirkjun yrði fellt, en þess í stað yrðu teknar upp viðræður af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar annarsvegar og Sunnlendinga hinsvegar um Suðurlandsvirkjun. Tillaga Al- berts er svohljóðandi: „Borgarstjórn hafnar því sam- komulagi um sameiningu Laxár- virkjunar við Landsvirkjun, sem borgarráð hefur vísað til af- greiðslu borgarstjórnar, skv. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. janúar 1981. Þess í stað verði af hálfu ríkisins og Reykjavíkur- borgar teknar upp viðræður við byggðarlög Sunnlendingafjórð- ungs um stofnun Suðurlandsvirkj- unar, sem yfirtaki rekstur Lands- virkjunar, svo og eignir Lands- virkjunar, aðrar en skrifstofu- bygginguna við Háaleitisbraut í Reykjavík, en hlut Reykjavíkur- borgar í húseigninni kaupi Ríkis- sjóður og afhendi, ásamt starf- semi þeirri, sem þar er innt af hendi til Orkustofnunar eða Raf- magnsveitna ríkisins. Suðurlands- virkjun yfirtaki, til eignar og rekstrar dreifikerfi það á svæði sínu, sem nú er í eigu RARIK. Stjórn Suðurlandsvirkjunar, skv. tillögu þessari, ef samþykkt verð- ur, skal skipuð fulltrúum Reykja- víkurborgar, sýslu- og bæjarfé- laga í Sunnlendingafjórðungi, svo og ríkisins. Eðlilegt er að samið verði við Rafmagnsveitu Reykja- víkur um rekstur Suðurlands- virkjunar, að einhverju eða öllu leyti. Nánari ákvæði verði í frum- varpi sem flutt verður í þessum mánuði, ef tillaga þessi verður samþykkt." Með þessari tillögu Alberts fylgdi svofelld greinargerð: „Eðlilegt er að þeir sem búa á orkuöflunarsvæði Landsvirkjunar eigi nókkra aðild að virkjuninni. Með tillögu þessari er lagt til, að Landsvirkjun verði framvegis sameign ríkisins og byggðarlag- anna í Sunnlendingafjórðungi og myndi einn hlekk í traustri keðju byggðarafveitna og, eða, orkubúa í öllum landsfjórðungum. Suður- landsvirkjun sjái um áframhald- andi vatns- og gufuvirkjanir á virkjunarsvæði sínu, fyrst og fremst til að fullnægja núverandi og framtíðar orkuþörf í Sunnlend- ingafjórðungi, svo og til sölu til annarra orkuveitna, eftir því sem hagkvæmt þykir. Suðurlandsvirkjun yfirtakí orkusölusamning Landsvirkjunar til Grundartangaverksmiðjunnar, þótt verksmiðjan sé staðsett utan Sunnlendingafjórðungs." Þessi tillaga Alberts var felld með 14 atkvæðum gegn 1. Ljósm. Mbl. Krintinn Forráðamenn Breiðholtsleikhússins á sviðinu í Fellaskóla: Hilmar Ilauksson, þýðandi „Plútus“, Geir Rögnvaldsson, leikstjóri, Jakob S. Jónsson, frkv.stj. leikhússins og Þórunn Pálsdóttir, leikari. Breiðholtsleikhúsið stof nað NÝTT atvinnumannaleikhús hefur nú verið stofnsett á höfuð- borgarsvæðinu. Breiðhoitsieik- húsið heitir það og hefur aðset- ur i Fellaskóla. Þar verður frumsýnt í miðri næstu viku fyrsta leikrit hins nýja leik- húss, Plútus, eftir Grikkjann Aristofanes, samið 388 f. Kr. Þau sem standa að Breið- holtsleikhúsinu eru Jakob S. Jónsson, Geir Rögnvaldsson og Þórunn Pálsdóttir. Þau sögðu hugmyndina að stofnun leik- hússins hafa kviknað sl. haust, en þá tókum við að ræða málin, sagði Jakob S. Jónsson en menn- ingarstarfsemi er mjög bágborin í þessu stærsta hverfi borgar- innar og ekkert leikhús. Leik- húsarekstur í úthverfum hefur gefist mjög vel erlendis, ýmisleg nýlunda fylgir slíkri starfsemi og venjulega skapast góð tengsl við áhorfendur. Við héldum fund með Framfarafélagi Breiðholts og þar var svo mikill áhugi fyrir stofnun leikhúss og eindreginn vilji að það dafnaði, að við réðumst í þetta stórfyrirtæki. Við höfum slegið okkur fyrir stofnkostnaði, ekki fengið neinn styrk, en erum þess samt fullviss að leikhúsið beri sig. En það er auðvitað undir aðsókn komið. Starfsemi leikhússins stendur alfarið og fellur með aðsókninni. Við erum samt bjartsýn mjög, því alls staðar höfum við mætt velvilja. Breiðholtsleikhús-menn kváðu leikhúsinu ekki ætlað annað hlutverk en að skemmta áhorfendum með vönduðum sýn- ingum — engin pólitík, enginn áróður væri í Breiðholtsleikhús- inu, þar væri engu þröngvað uppá áhorfendur; þeirra væri aftur á móti skilningurinn. Leikhúsinu væru samt settar ákveðnar skorður í sambandi við verkefnaval, svo sem af stærð húsnæðis, fjárhagsgetu o.fl. Forráðamenn Breiðholtsleik- hússins vildu koma á framfæri þökkum fyrir mjög ánægjulegt samstarf við skólastjóra og ann- að starfsfólk Fellaskóla. Þau kváðu salinn í skólanum mjög skemmtilegan og sérílagi til sýn- inga á verki sem Plútus. Plútus verður frumsýndur nk. miðviku- dagskvöld. Sýningar í Breið- holtsleikhúsinu verða tvisvar í viku, miðvikudags- og sunnu- dagskvöld í Fellaskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.