Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
27
eftir JOHN C. AUSLAND
Ronald Reagan gaf út ævisögu
sína 1964. Hann valdi henni
nafnið: Hvar er hinn hlutinn af
mér? Með bókarheitinu vísaði
hann til setningar, sem hann
sagði í einni af kvíkmyndum
sínum, þar sem hann vaknaði og
sá, að fæturnir höfðu verið
teknir af sér. Eftir 20. janúar
mun allur heimurinn fá tækifæri
til að kynnast svarinu við spurn-
ingunni.
Frá því á kjördaginn 4. nóv-
ember hafa blöð um heim allan
velt því fyrir sér, hvers konar
forseti Reagan verði. Hinir van-
trúuðu hugga sig við það, að
hann muni safna að sér góðum
ráðgjöfum. Menn mega þó ekki
gleyma því, að samkvæmt
bandaríska stjórnkerfinu verður
forsetinn sjálfur að taka erfið-
ustu ákvarðanirnar. Á þetta
einkum við um þau fyrirmæli,
sem forsetinn gefur sem æðsti
maður alls bandaríska herafl-
ans. Þegar hann semur þau,
berast honum venjulega ólík ráð.
Mér finnst hins vegar engin
ástæða til að ætla, að Reagan
verði óvarkár í ákvörðunum sín-
um. Skömmu eftir að hann sest í
embætti verða honum kynntar
kjarnorkustríðsáætlanir Banda-
ríkjanna. Sú reynsla hefur djúp-
stæð áhrif á menn og fyllir þá
aðgát. Hann mun vafalítið ekki
falla frá þeirri venju Banda-
sem fjallar um jafn umdeild mál
og dauðarefsingu, fóstureyð-
ingar og samruna kynþátta.
I utanríkismálum munu fjög-
ur meginviðfangsefni setja svip
sinn á ríkisstjórn Reagans.
Vegna þeirrar spennu, sem
umlykur gíslana í íran er
ómögulegt að sjá fyrir, hvernig
málinu verður háttað 20. janúar.
Hafi gíslunum ekki verið sleppt
blasa þrír kostir við Reagan:
Hann getur látið slakna á spenn-
unni, hert á samningum um að
gíslunum verði sleppt, eða aukið
þrýstingin á írönsku stjórnina.
Ég hallast að því, að hann velji
siðasta kostinn og hvetji banda-
menn Bandaríkjanna til lið-
veislu. Dragi Iranir gislana fyrir
dóm, fer allt á annan endann í
Bandaríkjunum og líklegt er, að
til hernaðarátaka komi. Ekki er
unnt að útiloka þann möguleika,
að gíslarnir týni lífi-
Sjónarmið nánustu samstarfs-
manna Reagans varðandi
SALT-samningana eru ekki
samræmd. Hitt er ljóst, að efling
bandaríska kjarnorkuheraflans
mun hafa forgang. Ef til vill
verður rætt við Sovétmenn um
það, hvernig með SALT 2-sam-
komulagið skuli fara, en það
verður ekki fyrr en síðla árs að
nýja stjórnin hefur mótað við-
ræðugrundvöll til að hefja ein-
hverja samninga.
RONALD REAGAN
"Tho nrktml ('hri*tni«» gifl «f «11!.
Vjtt 5.T *,» -n
Thr no*
rcvtlulionan mIIw ou
Van Heusen
Oentur) shirU
won*t
wrinkle.
ever!
ríkjamanna að nota herstyrk til
að sýna vald sitt. Hann gæti
einnig talið nauðsynlegt að láta
reyna á þennan styrk í átökum.
Að hætti fyrirrennara sinna
mun hann halda sig eins langt
frá kjarnorkuhnappnum og
nokkur kostur er.
Þótt svo kunni að líta út á
yfirborðinu, er fjarri því, að
forsetinn hafi fullmótaða stefnu,
þegar hann sest að í Hvíta
húsinu. Umþóttunartíminn frá
því að forseti er kjörinn, þar til
hann sest í embætti, er venju-
lega notaður til þess eins að
ákveða, hvaða menn fari með
völdin og móti stefnuna eftir 20.
janúar.
Ég efast ekki um, að Alexand-
er Haig muni ráða mestu um
mótun utanríkisstefnunnar. Með
hliðsjón af reynslu hans í varn-
armálaráðuneytinu og Hvíta
húsinu, tel ég vist, að hann verði
öflugur utanríkisráðherra. Inn-
an veggja Hvíta hússins er rétt
að hafa auga með Edwin Meese,
nánasta ráðgjafa Reagans. Á
umþóttunartímanum hefur hann
verið önnum kafinn við að skapa
sér sess sem aðstoðarforseti.
Vald Bandaríkjaforseta er
vissulega mikið. Forsetinn verð-
í arf frá Carter fær Reagan
ágreining innan Atlantshafs-
bandalagsins um það, hvernig
verka- og kostnaðarskiptingu
skuli háttað meðal bandalags-
þjóðanna. Bandaríkjamenn vilja
einfaldlega ekki einir standa
undir því að verja hagsmuni
iðnríkjanna við Persaflóa og
bera jafnframt meginþungann
af vörnum Vestur-Evrópu.
Of snemmt er að slá nokkru
föstu um það, hvernig Reagan
mun fara með mannréttindamál.
Rangt er að halda því fram, að
hann ætli með glöðu geði að
styðja hvern einasta hægrisinn-
aðan einræðisherra. Jimmy
Carter var ekki fyrsti
Bandaríkjamaðurinn, sem hafði
áhyggjur af mannréttindamál-
um. Hann setti þau hins vegar á
oddinn í fyrsta sinn. Reagan
mun ekki hverfa frá því megin-
sjónarmiði, að mannréttinda-
málum verði haldið hátt á loft. Á
staðfestu hans mun hins vegar
reyna í hverju einstöku tilviki
fyrir sig.
Ráð mitt. p'vl 'petta: Festið
oryggisbeltin og búið ykkur und-
ir athyglisverða en hrjúfa ferð.
(Birtiat einnifl í Aftenpotten)
ur þó að deila valdi sínu með
þinginu, einkum varðandi tekju-
öflun og útgjöld auk þess sem
engin löggjöf nær að sjálfsögðu
fram nema með samþykki þings-
ins.
Með meirihlutavaldi sínu geta
repúblikanar „skipulagt" öld-
ungadeildina að sínu höfði í
fyrsta sinn um nokkurra ára-
tuga skeið. í þessu felst, að
repúblíkanar verða formenn í
nefndum, sem eru mun valda-
meiri en tíðkast til dæmis í
þingum Norðurlanda. Starfslið
nefndanna, sem hefur mjög mik-
il áhrif, verður einnig að mestu
skipað af repúblikönum.
I utanrikismálum er
ekki alveg einlit. Charles Percy,
talsmaður slökunarstefnunnar,
verður formaður utanríkismála-
nefndarinnar. John Tower, harð-
ur málsvari aukinna hernaðar-
útgjalda, verður formaður varn-
armálanefndarinnar. Barry
Goldwater verður formaður
nefndar þeirrar, sem fylgist með
starfsemi leyniþjónustunnar,
CIA.
Strom Thurmond verður
áhrifamesti öldungadeildarþing-
maðurinn í innanlandsmálum.
Hann er suðurríkjamaður og
ákaflega íhaldssamur i skoðun-
um. Hann verður formað'jr
dómstólo- "g rettarfarsnefndar-
innar (Judiciary Committee),
Kaffisala í
Kirkjubæ
KAFFISALA verður í Kirkjubæ
eftir messu í kirkju Óháða safnað-
arins á sunnudag til ágóða fyrir
Bjargarsjóð.
Bjargarsjóður er líknarsjóður
safnaðarins og eru árlega veittir
úr honum styrkir.
t>BNKnSTRIK--
íW.fóWtoí/N
/w \iim ó/scaw
0'/?sTAIM4, áo0f?(/v, 06
bfólA VlOWOVl W
VA0 SE' VlR? AQ
Leiðrétting
í FRÉTT af högum Alþýðuleik-
hússins í gær, var Lárus Ýmir
Óskarsson gerður að leikhús-
stjóra, sem er ekki rétt. Hann er
hættur því starfi, og eru Ólafur
Haukur Símonarson og Sigrún
Valbergsdóttir nú leikhússtjórar.
Ennfremur var í þessari frétt
talað um, að „styrktarmenn" Al-
þýðuleikhússins væru fleiri en 50
talsins, en engir slíkir munu vera
til, aftur á móti eru það meðlimir
Alþýðuleikhússins sem eru fleiri
en 50, og var átt við þá í fréttinni.
Mbl. biður velvirðingar á þessum
misskilningi.
Harðneskjutíðarfar
í Skagafirði
Bff á Iloföastrond. 15. janúar 1981.
Harðneskjutiðarfar hefur verið
hér síðan fyrir jól. Nú er sannkölluð
isaveðrátta. enda er okkur sagt að is
sé nólægt og að hann sé á leið til
lands. í gær var stórhrið af norðri
og frost. Mjólkurbill braust þó
áfram á leið úr Fljótum. þar sem
ekki var mjog mikil fOnn á aðalveg-
um.
í dag er stillt og bjart yfir, en
frostið er 20 gráður. Frostreykur er
mikill á sjónum, og þar sem kyrrt er
hefur myndast lagís. Snjór er ekki
mikill og hrossum ekki gefið inni, en
mörgum full gjöf úti.
Mjólkurframleiðsla eykst ekki
ennþá og er í lágmarki miðað við það
sem áður var.
Þar sem frostar og kuldar hgyjjj
eru öll d'.JSjliap'ki sem úti eru, treg til
gangs og eru nokkur vandræði af því.
Um jólin og um áramótin voru
togarar í höfn, en síðan hefur
tíðarfar á djúpmiðum torveldað mjög
veiðar. En smærri bátar stunda ekki
sjó á þessum tíma árs.
— Björn í Bæ.