Morgunblaðið - 17.01.1981, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
33
Markús örn Antonsson
um land Keldna, sem er umdeild-
asta landið.
4) Það eru afleit vinnubrögð að
taka tvö svæði út úr án samhengis
við nokkurt aðalskipulag. Engin
grein hefur verið gerð fyrir tengsl-
um þessara svæða við heildarum-
ferðarkerfi og heldur ekki hvaða
áhrif byggð þessi muni hafa á
umferðarkerfi borgarinnar.
Við viljum enga ábyrgð bera á
þessum vinnubrögðum og munum
því sitja hjá við tillögu um
Selássvæði.
Varðandi svæðið norður og vest-
ur af Árbæjarhverfi teljum við
mörg atriði óljós og órannsökuð.
Benda má á eftirfarandi:
a) Afmörkun svæðisins er ekki
ljós, og uppi eru hugmyndir um
breytingu á legu Höfðabakka,
sem skerða myndu þetta svæði
mikið.
b) Ólokið er ýmsum umhverfisat-
hugunum, m.a. um tengsl
svæðisins við útivistarsvæði í
Elliðaárdal og hvað verða eigi
um 9000 trjáplöntur, sem
plantað hefur verið á svæðinu.
c) Engar athuganir hafa verið
gerðar á framtíðarþörfum Ár-
bæjarsafns né heldur hvernig
bregðast eigi við hugmyndum
um landsbyggðarsafn og
tæknisafn á þessu svæði.
d) Ekkert samráð hefur verið haft
við íbúa Árbæjarhverfis, en
byggð á þessu svæði raskar
öllum fyrri hugmyndum um
notkun svæðisins.
Við teljum, að öll þessi atriði
þurfi að athuga áður en tekin er sú
mikilvæga ákvörðun að deiliskipu-
leggja svæðið fyrir íbúðarbyggð.
Davíð Oddsson
Við greiðum því á þessu stigi
atkvæði gegn tillögunni um svæð-
ið norður og vestur af Árbæjar-
hverfi.
Engin fram-
tíðarsýn í
skipulagsmálum
Næstur talaði Ólafur B. Thors
(S). Hann sagði, að sér fyndist
ömurlegt að hafa eytt drjúgum
tíma í gerð Aðalskipulags, sem
samstaða hefði verið um hjá
Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og
Framsóknarflokki, og lifa það svo
að sjá það starf sem eytt hefði
verið drjúgum tíma í, ekki skila
árangri, ekkert gerast.
„Alþýðubandalagið hefur alltaf
haft allt aðra skoðun á skipu-
lagsmálum en aðrir flokkar og er
það ekki gagnrýnisefni í sjálfu sér.
En hitt er gagnrýnisvert, að Al-
þýðuflokkur og Framsóknarflokk-
ur hafa látið snúa sér eins og
skopparakringlu, þeir hafa snúist
frá afstöðu í algert afstöðuleysi.
Þetta er athugunarefni fyrir kjós-
endur fyrir næstu kosningar, sem
eru ekki allt of langt undan.
Reykjavík hrekst áfram án
fyrirheits og án takmarks í skipu-
lagsmálum," sagði Ólafur. Hann
sagði, að borg yrði ekki byggð upp
með stundarhagsmuni að leiðar-
ljósi, heldur þyrfti ákveðna fram-
tíðarsýn og á henni ætti að
byggjast heilsteypt starf í skipu-
lagsmálum. Ólafur sagði að á
síðasta kjörtímabili hefði verið
mótuð heildarstefna í skipulags-
Kristján Benediktsson
málum og hafði náðst samstaða á
milli Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks um
það mál. Meirihluti hefði verið
fyrir því hvert stefna skyldi. Nú
væri hins vegar Alþýðubandalagið
alls ráðandi í skipulagsmálum og
ekki væru líkur á að framtíðar-
sýnin yrði að veruleika á næst-
unni.
Ólafur sagðist hafa ákveðnar
efasemdir varðandi svæðin á Ár-
túnsholti og í Selási, sterk rök
mæltu með því að byggja ekki á
þeim svæðum. Ólafur sagði öll rök
mæla því í móti að gert yrði
deiliskipulag af Ártúnsholtinu og
það væri gagnrýnisefni að grípa
til slíkra skammtímalausna. Auð-
velt væri að leysa stundarhags-
muni með þessu móti.
Ólafur kvaðst ekki telja að þær
kynslóðir sem búa myndu í borg-
inni í framtíðinni yrðu borgar-
stjórn þakklátar fyrir að byggja
upp öll opin svæði, eins og núver-
andi meirihluti virtist ætla að
gera. „Það er blekking að verið sé
að leysa mál með þessu rnóti,"
sagði Ólafur, „við erum að skapa
vandamál sem er úr tengslum við
allt skipulag.
Það eru vissulega ömurleg örlög
fyrir okkur sem höfum trúað því
að við værum að vinna Reykjavík
gagn með því að byggja upp
framtíðarsýn í skipulagsmálum.
En nú er engin framtíðarsýn í
skipulagsmálum. Meirihlutinn
skýtur sér alltaf á bak við það að
engin fjölgun sé í borginni, þegar
hann reynir að afsaka aðgerðar-
leysi í skipulagsmálum. Það er
rangur hugsunarháttur. Um þessi
mál þarf að hugsa af metnaði og
bjartsýni fyrir hönd borgarinnar,"
sagði Ölafur B. Thors.
Ýmis atriði óljós
Næstur talaði Magnús L.
Sveinsson (S). Hann sagði að áður
en ákvörðun yrði tekin um íbúðar-
byggð á Ártúnsholti, þyrftu ýmis
atriði að liggja fyrir, en þau lægju
ekki ljós fyrir í dag. Ekki væri
ljóst hversu mikið land Árbæjar-
safn þyrfti í framtíðinni, en á
sínum tíma hefðu verið uppi
hugmyndir um að Landsbyggða-
safn risi á þessu svæði. Ekki væri
enn ljóst hve mikið land slíkt safn
þyrfti. Þá minntist Magnús á
tengsl Höfðabakkavegar við Vest-
urlandsveg og sagði óljóst hvernig
þeim yrði háttað. Þá væri fátt
vitað um tengsl þessa nýja svæðis
við heildarumferðarkerfið. Magn-
ús sagði að sér virtist sem þegar
væri búið að ákveða að á svæðinu
myndi rísa byggð, aðeins forms-
atriðin væru eftir.
Ártúnsholt
skýrt afmarkað
Næstur talaði Sigurður Harðar-
son (Abl). Hann sagði að rök
minnihlutans skiptust eftir þeirra
eigin skilgreiningu í formrök og
efnisrök og hefði minnihlutinn
áhyggjur af heildarskipulaginu.
Hann sagði að það væri út í hött
að halda því fram að svæðin féllu
ekki inn í heildarskipulagið. Það
væri ávinningur fyrir Reykjavík
að byggjast innávið, eins og nú
væri gert, t.d. með þéttingu byggð-
ar, í stað þess að þenjast út
endalaust. Þá sagði Sigurður að
svæðið á Ártúnsholti væri skýrt
afmarkað og myndi byggðin vera í
tengslum við Árbæjarhverfið.
Borgin frekar fyrir
plöntur en fólk
Þá kom í ræðustól Sigurjón
Pétursson (Abl). Hann sagði að
borgin væri frekar fyrir fólk en
plöntur! Ef hagsmunir fólks og
plantna stönguðust á, ætti að
sjálfsögðu að taka hagsmuni
fólksins fram yfir hagsmuni
plantnanna. „Ef fólk þarfnast
landsins, þá ber plöntunum að
víkja," sagði Sigurjón. Þá sagði
hann að svæðið á Ártúnsholtinu
væri illa fallið til útivistar, hann
minntist þess ekki að hafa séð fólk
njóta útivistar á þessu útivistar-
svæði. Sigurjón sagði að fá svæði
innan borgarinnar væru jafnt
skýrt afmörkuð og þetta svæði.
Sigurjón sagði að núverandi
minnihluti hefði lagt áherslu á að
lóðaskortur væri í borginni. „En
lóðaskorturinn lætur á sér standa.
Með því að taka þetta svæði til
deiliskipulags sér minnihlutinn
fram á að unnt sé að bægja
lóðaskorti frá,“ sagði Sigurjón.
Síðan sagði hann að það skyldi
aldrei vera ástæðan fyrir því að
minnihlutinn berðist á móti þessu.
Ef þessu svæði yrði hafnað yrði
lóðaskortur í borginni og spádóm-
ar minnihlutans í þá átt kæmu
fram.
Sigurjón sagðist telja að samráð
ætti að hafa við íbúana um það
hvernig byggðin yrði sett niður, en
ekki hvort ætti að setja byggð
niður á einhverjum stað. Sagðist
hann lofa því að samráð yfir haft
við íbúa Árbæjarhverfis um það
hvernig byggðinni yrði háttað.
Billeg hallærislausn
Þá talaði Markús Örn Antons-
son (S). Hann sagði að meirihlut-
inn teldi að samráð ætti fyrst að
hafa við fólk þegar búið væri að
taka ákvarðanir í málum. Sam-
kvæmt skilgreiningu meirihlutans
stæði valið ekki á milli byggðar og
ekki byggðar, eins og áður hefði
verið talið. Þetta væri hræsni í
málflutningi. Þessi hræsni gæfi
vissulega tilefni til að rifja upp
málflutning Alþýðubandalagsins
þegar tekin var ákvörðun um
byggingu Höfðabakkabrúarinnar.
Það skyldi aldrei hafa verið
grundvallarhugsunin að egna fólk
á móti Höfðabakkabrúnni til þess
síðan að geta sett niður byggð á
skipulögðu útivistarsvæði? Þá vís-
aði Markús á bug þeirri skoðun
meirihlutans að sjálfstæðismenn
hefðu alltaf verið á móti þéttingu
byggðar. Hann sagði að engin
grundvallarskoðun stæði í vegi
fyrir því að taka ýmis svæði til
skoðunar, á það ætti að leggja mat
hverju sinni.
„Það þarf að standa öðruvísi að
skipulagsmálum í borginni en gert
hefur verið. Þessar tillögur meiri-
hlutans eru aðeins innansleikjur.
Það vantar algerlega skipulag og
stjórn í vinnubrögðum hjá meiri-
hlutanum og það er örugglega
verulegur ágreiningur um þessi
mál innan hans. Það verður- að
segja það eins og er, að þetta er
billeg hallærislausn og sá verðug-
asti minnisvarði sem núverandi
meirihluti getur byggt yfir sig í
skipulagsmálum," sagði Markús
Örn Antonsson.
Draumfarirnar
orðnar að martröð
Næstur kom í ræðustól Davíð
Oddsson (S). Hann sagði að til-
gangurinn með þessu öllu hefði
komið glöggt í ljós hjá Sigurjóni
Péturssyni. Byggja ætti á svæðinu
til að forðast lóðaskort. „Aðgerð-
arleysið og sundrungin í meiri-
hlutanum hafa orðið til þess að
Sigurjón getur komið hér upp og
sagt að minnihlutinn væri að
vinna að því að framkalla lóða-
skort í borginni, með því að vilja
fella þessa tillögu. Þetta er ósvífin
fullyrðing hjá Sigurjóni og fyrir
neðan allar hellur. Það á ekki að
koma til þess að málið þurfi að
skoða með þessum hætti. Það á
ekki að koma máli í þann farveg
að hægt sé að segja svona. Hins
vegar hefur Alþýðubandalagið
ráðið ferðinni í skipulagsmálum
með Sigurð Harðarson þar
fremstan í flokki, en Kristján
Benediktsson hefur kallað hann
„óraunsæjan draumóramann" í
skipulagsmálum. Nú hefur meiri-
hlutinn sofið í sjö mánuði, á
meðan átti að endurskoða Aðal-
skipulagið og nú eru draumfarirn-
ar orðnar að martröð. Úrræða-
leysið og draumaruglið hefur orðið
til þess. Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur hafa látið þetta
viðgangast og ber það vott um
getuleysi, máttleysi og skapleysi
hjá þeim. Úrræðaleysi Alþýðu-
bandalagsins og kjarkleysi Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks
hafa skapað það ástand í skipu-
lagsmálum sem nú er. Borgarbúar
verða ekki þakklátir fyrir þetta í
framtíðinni," sagði Davíð Odds-
son.
Skyndileg umhyggja
fyrir trjám
Síðastur talaði Kristján Bene-
diktsson (F). Hann sagði það
skrýtið að minnihlutinn væri allt í
einu farinn að finna til með trjám.
Þegar Fossvogurinn var skipu-
lagður hefðu verið þar stór tré og
þau rifin upp með rótum. Þá sagði
Kristján að nú væri síst minna um
úthlutanir en verið hefði í tíð
minnihlutans og sagði að meðaltal
áranna 1975—1978 vera 432 íbúðir
á ári. Hins vegar hefði núverandi
meirihluti úthlutað 575 lóðum á
árinu 1980 og líkur væru á að
úthlutanir á þessu ári vrðu 500—
550.
Er Kristján hafði lokið máli
sínu var tillagan borin undir
atkvæði og var fyrri hluti hennar
samþykktur með átta atkvæðum
gegn engu (Selás) en síðari hlut-
inn (Ártúnsholt) samþykktur með
átta atkvæðum gegn sjö.
- ój.
Frá
borgarstjórn
Bókun sjálfstæðismanna
í skipulagsnef nd
Á FUNDI skipulagsnefndar
þann 3. marz sl. var sam-
þykkt tillaga frá meirihluta
skipulagsnefndar. þar sem
Borgarskipulagi var falið „að
endurskoða þann þátt aðal-
skipulags Reykjavíkur, er
fjallar um ný byggingarsvæði
og verði því lokið í maí nk“.
Við undirritaðir greiddum at-
kvæði gegn þessari tillögu.
Tillaga meirihluta skipulags-
nefndar var síðan samþykkt í
borgarstjórn þann 6. marz
1980 gegn atkva-ðum sjálf-
stæðismanna, sem m.a. létu
bóka, að 2 mánuðir til endur-
skoðunar væri með öllu
óraunhæfur tími. ef um al-
vöru endurskoðun ætti að
vera að ræða.
Nú eru 7 mánuðir liðnir síðan
endurskoðuninni átti að vera
lokið og enn sér ekkert fyrir
endann á því verki. Borgar-
skipulag hefur að vísu lagt
fram ýmsar lauslegar hug-
myndir, en alla pólitíska for-
ystu hefur skort til að taka
ákvarðanir og móta heildar-
stefnu. Við vísum alveg á bug
þeirri fullyrðingu í tillögu
meirihluta skipulagsnefndar að
ekki hafi verið unnt að ljúka
við gerð aðalskipulagstillögu
vegna óvissu um stöðu borgar-
innar gagnvart landi, sem ekki
er í eigu hennar. Hin raunveru-
lega ástæða er ráðleysi og að
vinstri meirihlutinn í skipu-
lagsnefnd og í borgarstjórn veit
ekki í hvorn fótinn hann á að
stíga. Lítið sem ekkert hefur og
verið í því gert að reyna að
tryggja það land, sem mest
hefur verið deilt um, þ.e. hluta
Keldna. Benda má á, að þrátt
fyrir ákveðin tilmæli í bókun í
skipulagsnefnd þann 20. febrú-
ar 1980, sem voru munnlega
ítrekuð í borgarstjórn þann 6.
marz, hefur borgarstjóri ekki
gert neina grein fyrir því, hvað
gert hafi verið til að ná fram
samningum um þetta land.
Hér liggur nú til afgreiðslu
tillaga um að taka tvö svæði til
deiliskipulagningar, þ.e. svæði
1 norður og vestur að Árbæjar-
hverfi og svæði 13 í Selási. Það
eru að sjálfsögðu afleit vinnu-
brögð að taka tvö svæði út úr
án samhengis við nokkurt
heildarskipulag. Þó að margt
mæli með byggð á þessum
svæðum, sérstaklega svæði 13,
þá er margt enn órannsakað í
sambandi við þau. Svæði 1
hefur t.d. verið hugsað sem
útivistarsvæði í tengslum við
Árbæjarsafn, Ártúnsbrekku og
Elliðaárdal og jafnframt hugs-
að sem stækkunarmöguleiki
fyrir landsbyggðarsafn, sem
starfaði í tengslum við Minja-
safn borgarinnar í Árbæ. Það
mál er enn óathugað. Þá hefur
að því er hvorugt svæðið snert-
ir verið gert grein fyrir tengsl-
um þessara svæða við heildar-
umferðarkerfi og heldur ekki
hvaða áhrif byggð þar muni
hafa á umferðarkerfi borgar-
innar.
Við áteljum vinnubrögð
meirihluta skipulagsnefndar og
ítrekum fyrri sjónarmið, sem
við höfum látið fram koma,
m.a. í ítarlegri greinargerð í
skipulagsnefnd þann 3. marz
1980, þar sem við lýstum
ábyrgð á öllum drætti varðandi
aðalskipulagið á hendur vinstri
meirihlutans í skipulagsnefnd
og borgarstjórn.
Við viljum enga ábyrgð bera
á þessum vinnubrögðum og
tökum því ekki þátt í afgreiðslu
þessarar tillögu.