Morgunblaðið - 17.01.1981, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
35
þegar bílbeltanotkun var lögbund-
in í Noregi þótti ekki eins sjálf-
sagt að lögbinda hana í Norður-
Noregi vegna þess hve þjóðvegir
þar eru slæmir. Þetta samræmist
mjög skoðunum sem þekktur
læknir lét í ljós á þingi FÍB (1977).
Hann sagði að ástand þjóðveg-
anna hér á landi leyfði vart
lögbindingu bílbelta.
I skýrslu landlæknis segir' „I
dag hafa 28 ríki lögleitt skyldu-
notkun öryggisbelta við akstur."
Síðar segir að í breska þinginu sé
komið fram frumvarp um að
lögbinda öryggisbelti við akstur
og sagt að „Bretland sé með
síðustu löndum í Evrópu til að
lögbinda notkun öryggisbelta við
akstur einkabifreiða". Þetta minn-
ir á áróðurinn sem hafður var í
frammi við breytinguna yfir i
hægri handar akstur. Þá var
fullyrt að Bretland myndi breyta
yfir í hægri handar akstur sem
var einber áróður eins og komið
hefur á daginn.
Áður segir að 28 lönd hafi
lögbundið bílbelti og gefið í skyn
að flest öll lönd í Evrópu sem eru
ca. 26 (auk furstadæmanna) hafi
lögbundið þau. En takið nú vel
eftir; í margnefndum bæklingi
segir: „í allflestum löndum á
vesturhveli jarðar er nú lögboðið
að nota öryggisbelti við akstur.“!
Mér telst svo til að a.m.k. 25—30
lönd tilheyri vesturhveli jarðar
utan Evrópu. Samkvæmt þessu
ættu u.þ.b. 50—60 ríki, að Evrópu
meðtalinni, að hafa lögleitt notk-
un bílbelta. Athugið að þetta er
skýrsla kostuð af hinu opinbera
sem er svona áróðurskennd og
röng. Þess má geta að aðspurt
hafði Umferðarráð ekki á lausu
upplýsingar um hvaða lönd hafi
lögleitt bílbelti.
Bílbeltaáróðursmenn hafa hald-
ið því fram að það væri ekki síður
ástæða til að nota bílbelti í
þéttbýli en strjálbýli. Hvað segir
skýrsla Umferðarráðs um þetta?
1973 urðu 25 dauðaslys hér á landi,
þar af 8 í Reykjavík. 1979 urðu 27
dauðaslys, þar af 5 í Reykavík,
þrátt fyrir að margfalt lengri
vegur sé ekinn í þéttbýli.
Ekki veit ég til að hér á landi
hafi farið fram rannsóknir á
slysum með það i huga hvort
bílbelti muni hafa komið í veg
fyrir slys eða öfugt.
Margir halda því fram, og það
með réttu, að bílbelti geti bjargað
frá dauða í ýmsum tilfellum. Hitt
verður líka að viðurkennast að
þau geta drepið og það er þess
vegna sem ég er á móti því að
lögbinda notkun þeirra og að
menn séu drepnir með iögum.
Gildir þá einu hvort þau gætu
bjargað nokkrum fleiri en þau
myndu drepa.
Á sama tíma og notkun bílbelta
yrði lögbundin, yrðu sennilega
samþykktar fjölmargar undan-
þágur frá skyldunotkun þeirra,
t.d. til leigubílstjóra, sendibif-
reiðastjóra, vörubifreiðastjóra,
lögreglumanna, slökkviliðsmanna
o.fl. o.fl. Sérfræðingar segja að
bílbelti séu gagnslaus þegar komið
er yfir 90 km hraða!
Eg vona að þingmenn flýti sér
hægt í að lögbinda notkun bílbelta
og að þeir litist um og skoði vegi
og líti til veðurs í ýmsum skilningi
áður en til þess kemur.
Nýlega sá ég frétt frá Umferð-
arráði í Morgunblaðinu um að
samþykkt hafi verið í ráði þessu
að mæla með að hvetja til að
öryggisbelti í bílum verði lögbund-
in.
Ályktun Umferðarráðs er í 8
liðum en í engum þessara liða
kemur fram að fram hafi farið
könnun á notagildi bílbelta hér á
landi þegar slys hefur átt sér stað.
Um þessar ályktanir er hægt að
skrifa langa grein. Ég vil spyrja
að lokum hvort hægt sé að setja
lög um mál sem ekki hefur verið
rannsakað í því landi sem þau eiga
að taka gildi í.
Frímerki
eftir JÓN AÐAL-
STEIN JÓNSSON
mundsson fyrir safnið frá 25 ára
ríkis8tjórnarafmæli Kristjáns
konungs X. árið 1937, Sigurður
H. Þorsteinsson fyrir forfrí-
merkjasafn og skildingamerki
og svo Öskjufélagar á Húsavík
fyrir frímerki og bréf með
stimplum úr Þingeyjarsýslum.
Þá gerðist höfundur þessa þáttar
svo djarfur að sýna Danmerkur-
safn frá 1851—1870 innan um
ýmsa danska stórsafnara og
hlaut að vonum einungis þátt-
tökuskjal fyrir. Hins vegar vegn-
aði bók hans íslenzk frímerki í
hundrað ár betur, því að hún
hlaut gyllt silfur í heiðursdeild.
Næsta alþjóðasýning var hald-
in í London 6,—14. maí, LON-
DON 1980. Þar varð þátttaka
okkar hér heima lítil og einungis
í bókmenntadeild. Bókin íslenzk
frímerki í hundrað ár fékk
silfurverðlaun og tímaritið
Grúsk bronsverðlaun. Sigurður
H. Þorsteinsson hafði ætlað að
taka þátt í þessari sýningu, að
því er mér hefur verið tjáð, en
sama óheppni hvíldi hér yfir
honum og mér á INDIA 80: efnið
komst ekki til skila.
Þá var hin mikla alþjóðasýn-
ing Norðmanna, NORWEX 80, í
júní. Frá þeirri sýningu hef ég
nokkuð sagt áður. Þar fékk
bókin Islenzk frímerki í hundrað
ár gyllt silfur í bókmenntadeild
og verðlisti S.H.Þ. íslenzk frí-
merki silfrað brons. Auk þess
fengu tveir bæklingar hans um
ísl. stimpla bronsverðlaun. Á
þessari sýningu var tölustimpla-
safn Mooneys, og hlaut hann
fyrir silfrað brons.
Dagana 24. október til 2.
nþvember sl. var alþjóðasýning
haldin í Buenos Aires í Argent-
ínu. Þar hlaut bókin íslenzk
frímerki í hundrað ár gyllt silfur
og tímaritið Grúsk bronsverð-
laun, en annað var ekki sýnt þar
af okkar hálfu.
Er þá upptalið það, sem mér er
kunnugt um þátttöku íslendinga
í erlendum frímerkjasýningum á
liðnu ári. Verður ekki annað sagt
en þetta hafi verið þó nokkurt
framlag af okkar hálfu.
Á þessu ári verða að sjálf-
sögðu margar frímerkjasýn-
ingar. NORDIA 81 verður haldin
í Helsinki í Finnlandi í maí, og
þar verða íslenzkir safnarar ör-
ugglega með sýningarefni. Síðar
í sama mánuði, eða dagana 22.
til 31. maí, verður alþjóðasýning
í Vínarborg, WIPA 1981. Að því
er ég bezt veit, munu þrír aðilar
héðan taka þátt í bókmennta-
deild sýningarinnar. Allt mun
þetta skýrast betur á næstu
vikum, og er því óþarft að
fjölyrða frekar um það að sinni.
Ahrif gjaldmiðils-
breytingarinnar á
gildi islenzkra
frímerkja til
burðargjalds
Rétt er að vekja hér í þættin-
um athygli manna á síðustu
auglýsingu Póst- og símamála-
stofnunarinnar, þar sem tekið er
fram, að óheimilt sé eftir 30. júní
1981 að nota til burðargjalds eða
póststimpla önnur frímerki en
þau, sem út hafa verið gefin eftir
1. janúar 1973. Þetta táknar það,
að öll eldri frímerki, þar sem
mynt er tilgreind í krónum eða
aurum, falla úr gildi. Hins vegar
geta þeir, sem vilja, notað þessi
merki á póstsendingar sínar til
júníloka. Eins geta menn fengið
þeim skipt á póststöðvum fyrir
gildandi frímerki. í fæstum til-
fellum mun það borga sig, því að
flest eldri merki eru uppseld á
pósthúsum og því komin í hærra
verð meðal safnara en nafnverð-
inu nemur. Yrði þannig beint tap
af því að skipta á þeim og nýjum
eða gjaldgengum merkjum
póstsins.
Ljósm. Eik.
Við upphaf viðureignar íslands og Sovétrikjanna. Sitjandi eru liðsstjórar sveitanna. Yzt til vinstri er
Ingi R. Jóhannsson og við hlið hans Baturinsky, liðsstjóri Rússanna. Karpov er til hægri á myndinni.
Ólympíuskákmótið, 10. umferð:
Rússar voru
erfiðir móther jar
Eftir velgengnina i áttundu
og niundu umferðunum varð nú
ekki lengur hjá þvi komist, að
islenska sveitin mætti einhverj-
um af efstu sveitunum. Það
kann að hljóma ótrúlega, en
eftir niu umferðir á Ólympíu-
skákmótinu var islenska sveitin
aðeins einum vinningi á eftir
hinni sovésku. Svo fór lika, að
andstæðingar okkar i tiundu
umferð urðu Rússar, enda var
bilið á milli sveitanna öllu
breiðara þá, er upp var staðið
frá þeirri viðureign.
Aðalliðinu var nú teflt fram
öðru sinni með Friðrik ólafsson
fremstan i flokki. Skák hans
við Karpov vakti mikla athygli,
ekki fyrst og fremst fyrir það
að þar áttust við forseti Alþjóða
skáksambandsins og heims-
meistarinn, heldur vegna þess
að aðeins nokkrum dögum áður
hafði Friðrik lagt Karpov að
velli á skákmótinu i Buenos
Aires.
Friðrik - Karpov 0-1
Helgi - Geller 0-1
Jón - Balashov 'k-xh
Margeir - Kasparov 0-1
Það var snemma greinilegt, að
heimsmeistarinn hugði á hefndir
og nú tókst honum að færa sér
tímaþröng Friðriks í nyt og
sigra, öfugt við í Buenos Aires,
er Friðrik sneri á hann í eigin
tímahraki.
Hvitt: Friðrik Ólafsson
Svart: Anatoly Karpov
Enski leikurinn
I. c4 - e5,2. Rc3 - Rf6, 3. Rf3
- Rc6, 4. e3 - Bd4, 5. Dc2 -
Bxc3, 6. Dxc3 — De7, 7. a3 —
a5, 8. b3
(Fræðimenn mæla hér með hin-
um hvassa leik 8. b4!? og gefa t.d.
upp framhaldið 8. — axb4, 9.
axb4 — Hxal, 10. Dxal — e4,11.
b5 — exf3, 12. bxc6 — fxg2, 13.
cxd7+ — Bxd7,14. Bxg2 og hvítur
stendur betur. Hætt er þó við, að
hér liggi einhvers staðar fiskur
undir steini, t.d. 8. — d5, 9. cxd5
- Rxd5,10. Db3 - Rb6.)
- d5,9. d4 — exd4,10. Rxd4 —
Rxd4!
(Endurbót Karpovs á skák Nei
og Tals í Tallin 1977, en þá náði
hvítur betri stöðu eftir 10. —
Re5, 11. cxd5 - Rxd5, 12. Dc2 -
0-0,13. Be2.)
II. Dxd4 - c5, 12. Db2 - 0-0,
13. cxd5 — Rxd5, 14. Be2 —
Bf5, 15. (W) - Hfd8, 16. Hel -
Rf6,17. f3?
(Hvíta staðan verður erfið eftir
þennan leik. Staðan var að heita
má í jafnvægi eftir 17. Bd2.)
17. - Bd3!. 18. Bdl
(Yfirráð svarts yfir d-línunni
verða þung á metunum eftir 18.
Bxd3 — Hxd3 eða 18. Bd2 —
Bxe2,19. Hxe2 — Hd3.)
18. - b5,19. e4 - Rd5!
(Þessi riddari á heima á e6.)
20. Bd2 - Rc7, 21. Hcl - Re6.
22. Be3 - Hac8, 23. Be2 - h6,
24. Dd2 - Bxe2,25. Dxe2 - c4,
26. bxc4 - bxc4, 27. Hc3 -
Rd4, 28. Dfl?!
Skák
eftir Margeir
Pétursson
(Friðrik var nú u.þ.b. að lenda í
miklu tímahraki. Bezti mögu-
leiki hans var tvímælalaust 28.
Bxd4, því nú nær Karpov mjög
öflugu frípeði á a-línunni.)
28. - Rb3. 29. Hxc4 - Dxa3.
30. Uxc8 - Hxc8, 31. Da6 -
Ilc2, 32. Da8+ - Kh7, 33. Dd5
(33. e5 bjargaði engu vegna 33.
- Db2, 34. f4 - He2!, 35. De4+
- g6, 36. Hdl - Dc3.)
33. - Db2. 34. Dxf7 - Hxg2+.
35. Kfl - Hg6. 36. Hel - Da2!
og hvítur gafst upp, því hann
ræður ekki við báðar hótanir
svarts, 37. — Dg2 og 37. — Rd2+.
Mjög heilsteypt skák frá hendi
Karpovs, en svo var um tafl-
mennsku Friðriks á mótinu, að
hann virtist aldrei ná sér á strik
og má þar vafalaust kenna því
um, að hann gat aldrei snúið sér
heill og óskiptur að taflmennsk-
unni, því að vandamálin sem
hann þurfti að leysa úr á Möltu
voru mörg og viðamikil.
Geller hélt Helga í járngreip-
um alla skákina, en í biðstöðu-
rannsóknum fannst mannsfórn
sem gaf einhverja möguleika.
Þetta virtist koma Geller meira
en lítið úr jafnvægi, því strax í
öðrum leik eftir bið hugsaði
hann sig um í hálfa klukkustund.
Rússunum hafði því greinilega
yfirsést þessi möguleiki í rann-
sóknum sínum. Geller tókst þó
að átta sig á stöðunni í tíma og
gerði allar jafnteflisvonir okkar
að engu.
Jón náði eina jafntefli sveitar-
innar með því að tefla kóngs-
bragð gegn Balashov, sem tók
enga áhættu. Eftir mikil upp-
skipti var síðan friður saminn.
I minn hlut kom að mæta
nýjustu von Sovétmanna, Garry
Kasparov. Ég var ekki nægjan-
lega vel heima í afbrigðrþví sem
hann beitti gegn Slavneskri vörn
og sá aldrei til sólar.
Rússar náðu því að draga
verulega úr forskoti Ungverja á
okkar kostnað og höfðu nú 27
vinninga á móti 28 vinningum
keppinauta sinna. í tíundu um-
ferðinni urðu Ungverjar að
sætta sig við jafntefli, 2—2, gegn
hollensku sveitinni, þrátt fyrir
að snemma hafi litið vel út eftir
snöggan sigur Sax:
Hvitt: Ree (Hollandi)
Svart: Sax (Ungverjal.)
Benkö-bragð
1. d i - Rf6.2. c4 - c5, 3. d5 -
b5, 4. cxb5 — a6, 5. e3 — e6, 6.
Rc3 - exd5, 7. Rxd5 - Bb7, 8.
e4?
(Betra er 8. Rxf6+ — Dxf6,9. Rf3
- Bd6, 10. Bd2 - Dxb2, 11.
Hcl.)
8. - axb5, 9. Bg5 - Be7, 10.
Rxe7 - Dxe7, 11. 13 - 0-0. 12.
Bxb5 - d5,13. Re2 - dxe4,14.
fxe4 — De5, 15. Dcl — Rxe4,
16. Bf4 - De6. 17. 04) - Rc6.
18. Bc4 - Dg6.19. Rg3 - Rd4.
(Hvítur hefur að vísu mjög
erfiða stöðu vegna hinna
ógnvekjandi riddara á miðborð-
inu, en næsti leikur hans kostar
heilan mann.)
20. Bd3? — Rxg3 og hvítur gafst
upp, því að 21. Bxg6 er svarað
með Rge2+.
Þessi sigur dugði þó ekki til,
því að Portisch og Timman
gerðu jafntefli, svo og Ribli og
Sosonko á meðan Farago tapaði
fyrir Langeweg.