Morgunblaðið - 17.01.1981, Síða 38

Morgunblaðið - 17.01.1981, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 Móðir okkar. + SOFFÍA BJARNADÓTTIR, Hólagötu 7, Y-Njarövík, andaðist aöfaranótt 15. janúar í Landspítalanum. Guölaugur Borgarsson, Valgeir Borgarsson, Pétur Borgarsson. Systir mín. + GUONY G. NIELSEN, andaöist að heimili sínu í Kaupmannahöfn 14. þessa mánaöar. Júlía Guönadóttir. + Eiginkona mín og móöir okkar, ANNA ÓLAFSDÓTTIR, Asvallagötu 6, andaöist t Landspítalanum 16. janúar 1981. Marinó Guömundason, Olafur Marínósson, Guörún Marinósdóttír. Móöir mín, GUÐJÓNA KRISTÍN NIKULÁSDÓTTIR FORSTER, Parma Ohio, USA, andaöist þann 25. desember 1980. Jaröarförin hefur fariö fram. Sigríóur Helgason. SIGURGRÍMUR JÓNSSON bóndi, Holti, Stokkseyrarhreppi, lést 15. janúar á sjúkrahúsi Selfoss. Börnin. Stjúpfaöir minn, ÞORKELL ÓLAFUR GUDMUNDSSON frá Felli, Árneshreppi, andaöist aö heimili sínu, Framnesvegi 58B, Reykjavík, fimmtudag- inn 15. janúar. Sólveig ívarsdóttir. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, MARÍA ÁRNADÓTTIR, Bólstaó, Garðabæ, lézt aö elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi aöfaranótt 11. janúar. Jaröarförin fer fram frá Garöakirkju mánudaginn 19. janúar kl. 2. Guömundur Guömundsson, Helga Guömundsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson, Bragi Guömundason, Katrín Karlsdóttir, Árnheiöur Guömundsdóttir, Ágúst Hafberg og barnabörn. Minning: Marel 0. Þórarins- son Eyrarbakka Fæddur 9. mars 1898 Dáinn 11. janúar 1981 í dag er gerð frá Eyrarbakka- kirkju útför tengdaföður míns Marels Oddgeirs Þórarinssonar, Einarshöfn Eyrarbakka, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu 11. janúar sl. Marel var fæddur að Nýjabæ á Eyrarbakka, sonur hjónanna þar, Kristínar Guðmundsdóttur og Þórarins Bjarnasonar. Var hann yngstur systkina sinna sem nú eru öll látin, en þau voru: Kristinn fæddur 1879, Guðfinnur Kr. f. 1882, Ingveidur f. 1884, Kristín María f. 1886, og Bjarnfinnur f. 1890. Ólst Marel upp á Eyrar- bakka og bjó þar alla tíð. Árið 1925 giftist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Sigríði Þór- unni Gunnarsdóttur, og hófu þau þá búskap í Einarshöfn og bjuggu þar aila tíð síðan eða í 55 ár. Eignuðust þau 3 börn, og eru þau: Ingibjörg Jóna gift Friðþjófi Björnssyni, og eiga þau 5 börn sem öll eru uppkomin, Guðfinnur vél- stjóri, sem lést árið 1963, ókvænt- ur, og Guðni vélvirki, giftur Jónu Ingvarsdóttur, og eiga þau 4 börn. Sumarið 1963 urðu þau fyrir þeirri miklu sorg að Guðfinnur sonur þeirra drukknaði er hann tók út af síldarbáti, aðeins 37 ára að aldri. Marel var einn af þeim dug- miklu mönnum sem vaxnir voru upp við hörð lífskjör og harða lífsbaráttu upp úr aldamótunum, og eins og algengt var á þeim tíma byrjaði hann ungur að vinna fyrir sér og lagði fyrir sig sjómennsku sem hann stundaði í tæpan aldar- fjórðung. Byrjaði hann 16 ára gamall á skútum, og var síðan á bátum frá Eyrarbakka, Þorláks- höfn og víðar, og seinna á Kveld- úlfstogurum í mörg ár. Þetta var á þeim árum þegar lítið var um atvinnu hjá mörgum og skipspláss því eftirsótt og fengu ekki nema harðduglegustu menn. Voru þeir mikilvægir máttarstólpar þjóðfé- lagsins sem færðu þjóðinni dýr- mætan gjaldeyri á erfiðum tím- um. Eftir að Marel hætti sjó- mennsku stundaði hann ýmis störf í landi, var m.a. 16 ár verkstjóri á Vinnuheimilinu á Litla-Hrauni, og í 15 ár í Plastiðj- unni á Eyrarbakka. Marel var mannkostamaður, traustur og verklaginn. Trú- mennska í starfi var honum í blóð borin, naut allsstaðar trausts og + GRÍMUR BJARNASON fyrrum tollvöröur, andaöist 11. þ.m. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Ólöf Guömundsdóttir og synir. + Faðir minn, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR Þ. BJÖRNSSON fyrrverandi loftskeytamaöur, Leifsgötu 27, andaöist aö Hrafnistu 15. janúar. Einar B. Sigurösson, Sigríöur M. Siguröardóttir og barnabörn. + Innilega þökkum viö öllum þeim sem sýndu okkur hjálpsemi og hlýhug viö andlát og jarðarför GÍSLA GUÐNASONAR húsvaröar, Lyngheiði 7, Selfossi. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki á deild E6 Borgarspítalanum fyrir umönnun og alúö í veikindum hans. Fyrir hönd aðstandenda, J6na vigfúsdóttir. + Þökkum af alhug öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar unnustu minnar, móöur og dóttur, BRYNDÍSAR LEIFSDÓTTUR, Mávabraut 5B, Keflavík. Alúöarþakkir til lækna, starfsfólks gervinýra Landspítalans og allra þeirra, er veittu henni aöstoö og styrk. Ingólfur H. Matthíasson, Rut Ingólfsdóttir, Alda Guömundsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför systur okkar, JÓRUNNAR JÓNSDÓTT'JR frá Birkibóli. Sérstakar alúöarþakkir færum viö Bessý Bachmann, forstööukonu Dvalarheimilis aldraöra í Borgarnesi og öllu starfsfólki þar. Elías Jónsson, AAalsteinn Jónsson, Hólmfríöur Jónsdóttir, AAalheiður Jónsdóttir, Ólöf Jónsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og jaröarfarar, GUDBJARGAR JÓNASDÓTTUR Skióbakka. Erlendur Árnason, Árni Erlendsson, Laufey Hauksdóttir, Ragna Erlendsdóttir, Siguröur Helgason, Sigríöur Erlendsdóttir, Albert Halldórsson og barnabörn. var vel látinn af starfsfélögum sínum, enda umgengnisgóður. Hann var margfróður og fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og í umræð- um um þjóðfélagsmál var alltaf gaman að skemmtilegu innleggi hans og skarplegum athugasemd- um. Hann taldi sig hafa verið gæfumann í lífinu, og að mesta gæfuspor hans hafi verið þegar hann giftist Sigríði eiginkonu sinni sem hann dáði alla tíð og virti. Trúin, vonin og kærleikurinn voru þeirra leiðarljós. Á heimili þeirra ríkti alltaf glaðværð, hlýja og gestrisni þar sem allir voru velkomnir og alltaf var til reiðu matur og kaffi með margrómuðu meðlæti Sigríðar fyrir alla þá sem að garði bar. Marel lifði mikið fyrir fjöl- skyldu sína, og allt sem hann tók sér fyrir hendur og vann að, fannst mér alltaf gert með því markmiði að Sigríði konu hans og þeirra nánustu liði sem best. Árið 1972, þá 74 ára, hætti Marel að vinna, að læknisráði. Reyndar taldi hann sig geta unnið lengur, en gaf sig þegar læknirinn sagði: „Heldurðu Marel minn að þú sért ekki búinn að leggja þinn skerf í þjóðarbúið?" Það var hann ábyggilega búinn að gera. Alla tíð fylgdist hann vel með útgerðinni og aflabrögðum bát- anna á Bakkanum, og göngutúr- arnir hans nú seinustu árin voru oftast í fiskvinnsluhúsin og vestur á bryggju til að fylgjast með því sem var að gerast. Einnig hafði hann mikla ánægju af að fara í „Opið hús“ fyrir aldraða á Eyrar- bakka nú síðustu árin. Nú á kveðjustund kveð ég Marel með þakklæti fyrir skemmtilega samfylgd á lífsleiðinni en þó mest fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Einnig flytur Jóna tengdadóttir hans honum þakkir fyrir allt sem hann gerði fyrir hana og hennar fjöl- skyldu. Þér Sigríður mín og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og vona að huggun harmi gegn verði sú góða minning sem við öll eigum um hann. Friðþjófur Björnsson. Kveðja frá barnabörnum í dag kveðjum við afa Marel í hinsta sinn. Nokkur orð megna ekki að lýsa hvernig okkur er innanbrjósts nú, en ótal hlýjar minningar um dvöl okkar hjá honum og ömmu austur á Eyrar- bakka bera vott um hve sterkan þátt hann hefur átt í lífsmótun okkar. Aldrei vorum við í meiri tengslum við atvinnulífið en aust- ur á Bakka hjá afa. Það var sama hvort í hlut átti sjósókn eða bústörf, jarðrækt eða iðnaður, allsstaðar opnaði hann augu okkar fyrir nauðsyn þessara landstólpa og tók hann sjálfur virkan þátt í mótun þess samfélags sem hann unni og nú kveður, samfélags.sem á honum mikið að þakka. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið hlutdeild í lífi hans, þar sem mannkærleikur og hjartahlýja voru ávallt í fyrirrúmi. Við þökk- um algóðum Guði fyrir að hafa átt ástvin sem afa á Eyrarbakka. Farðu sæll. Sverrir Friðþjófsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.