Morgunblaðið - 18.01.1981, Page 1
48 SÍÐUR
14. tbl. 69. árg. _______SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981________________________________Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
1,5 milljónir Irana
haf a misst heimili
Beirút, 17. janúar. AP.
UM 1,5 milljónir írana eru heim-
ilislausir «k atvinnulausir flótta-
menn i sinu eigin landi vcgna
styrjaldarinnar við frak. sagói
Mohammad Ali Rajai, forsætis-
ráðherra írans í sjónvarpsút-
sendingu frá Teheran.
Rajai bað landsmenn að búa sig
undir langt stríð og sagði, að
ríkisstjórnin myndi reyna allt sem
í hennar valdi stæði til að aðstoða
Pólska stjórnin:
Býður frí
ardaga í
Varsjá, 17. jan. AP.
ALMENNUR frídagur var í Pól-
landi í dag. Rikisstjórnin segist
gcta fallist á að fri skuli gefið frá
vinnu tvo laugardaga i mánuði
en telur efnahagsástandið i land-
inu ekki þola fri hvern laugar-
dag.
Óháðu verkalýðssamtökin, Sam-
staða, telja hins vegar að með
samningunum sem gerðir voru sl.
sumar, hafi ríkisstjórnin sam-
þykkt 40 stunda vinnuviku og að
unnið skuli 5 daga í viku.
atvinnulausa og heimilislausa Ir-
ani. Nokkrir flóttamannanna hafa
verið fluttir frá aðalbardagasvæð-
unum til búða við landamæri
Sovétríkjanna og Afganistan.
írakar segjast hafa náð tveimur
írönskum landamærabæjum á sitt
vald á sl. þremur dögum. Ekki var
ljóst af fréttum hvort írakar
hefðu hertekið bæina eða verið
hraktir á brott eftir að hafa ráðist
inn í þá.
tvo laug-
mánuði
maður RSW Prasa útgáfufyrir-
tækisins, að því er pólska frétta-
stofan PAP skýrði frá í dag.
Fyrirtækið gefur út meira en
helming allra tímarita í Póllandi,
meðal annars öll flokksblöðin.
Olszowski hafði áður tekið við
stöðu fréttafulltrúa stjórnmála-
ráðsins og flokksráðsins. Nýja
staðan er talin gefa honum aukna
möguleika til að stjórna frétta-
flutningi í landinu.
Nixon:
Vill ekki láta
upptökurnar
Washinifton, 17. janúar. AP.
LÖGFRÆÐINGAR Richards M.
Nixons fyrrum forseta Randa-
rikjanna hafa sent Þjóðskjala-
safni Bandaríkjanna mótmæli
gegn þvi að safnið afhendi utan-
rikismálanefnd bandaríska
þingsins upptökur af samtölum
Nixons og Alexanders M. Haigs.
Herbert J. Miller, aðallögfræð-
ingur Nixons, segir að þingið hafi
engan rétt til að athuga upptök-
urnar. Hann benti á að Jimmy
Carter forseti hefði opinberlega
lagst gegn því að þingnefnd fengi í
hendur upptökur af fundi örygg-
ismálaráðsins um Iran.
„Það yrði erfitt að vera höfuð
ríkisstjórnar ef þingið mætti að
vild róta í skjölum fyrrum forseta
landsins," sagði Miiler.
Útnefning Haigs í embætti
utanríkisráðherra var samþykkt í
bandaríska þinginu sl. fimmtudag.
I upphafi vildi utanríkismála-
nefndin fá upptökurnar vegna
rannsóknarinnar á starfsferli
Haigs áður en útnefningin í utan-
ríkisráðherraembættið yrði stað-
fest. Hins vegar samþykkti nefnd-
in að halda áfram tilraunum til
þess að komast yfir upptökurnar
einnig eftir staðfestinguna.
Aðeins hluti upptakanna hefur
verið látinn af hendi við þingið og
segir Alan Cranston fulltrúi
demókrata á þinginu að þar komi
ekki fram neinar misfellur á
gerðum Haigs.
Alsirskir læknar til íran
til að flýta fyrir framsali
WashinRton. Teheran, AlKeirshorK. 17. janúar. AP.
ÍRANSKA STJÓRNIN bað alsírsk stjórnvöld um að senda
laknalið til Teheran til að „koma í veg íyrir tímasóun verði
gíslamálið til lykta leitt“, eins og Teheran-útvarpið orðaði það.
Læknarnir héldu áleiðis til Teheran í morgun. Flugvöllurinn þar
er lokaður almennri flugumferð. Talsmaður alsirska utanríkis-
ráðuneytisins staðfesti þessa frétt og sagði, að hlutverk
læknanna væri að flýta fyrir framsali gíslanna. náist lausn á
deilu Bandaríkjanna og íran.
Vinnumálaráðherrann, Janus
Obodowski, sagði í gær að þeim
verkamönnum sem þátt tóku í
verkfallinu sl. laugardag, yrði ekki
refsað að öðru leyti en því að
dregið yrði af launum þeirra sem
næmi dagsvinnu. Óstaðfestar
fréttir herma þó að nokkrir verk-
stjórar sem ekki mættu til vinnu
sl. laugardag, verði lækkaðir í
stöðu.
Nokkrum vestrænum blaða-
mönnum var vísað úr Póllandi í
gær, tæpri viku áður en dvalar-
leyfi þeirra í landinu fellur úr
gildi. Meðal þeirra voru tveir
bandarískir fréttamenn, einn
Frakki, Breti og tveir Svíar, sem
unnu fyrir bandaríska sjón-
varpsstöð. Pólska fréttastofan
sagði ekki frá þessum atburði í
gær og engar skýringar hafa verið
gefnar á atburðinum.
Stefan Olszowski, einn af for-
ystumönnum stjórnmálaráðs Pól-
lands, hefur verið útnefndur yfir-
Alsírskir fjölmiðlar slógu í
fyrsta sinn í dag upp fréttum af
gísladeilunni. Hingað til hafa
þeir verið varkárir í umfjöllun
sinni. Hið opinbera málgagn
stjórnarinnar, E1 Moujahid
spurði í fyrirsögn á forsíðu: „Er
lausn gísladeilunnar á næsta
leiti?" Þetta þykir renna stoð-
um undir, að lausn sé á næsta
leiti og að alsírskir embættis-
menn séu bjartsýnir á lausn.
Bandarísk stjórnvöld sendu
samningsuppkast að deilunni til
Teheran í dag. Jafnframt því að
hafa gert Irönum beint tilboð,
þá hófu bandarísk stjórnvöld
undirbúning að því að láta
„fryst“ fé í bandarískum bönk-
um af hendi. Við framsal er
búist við, að Bandaríkin láti 2,2
milljarða dollara af hendi. íran-
ir kröfðust þess upphaflega, að
fá allt „fryst" fé í Bandaríkjun-
um, en fréttir herma, að þeir
hafi nú sætt sig við, að Banda-
ríkin haldi eftir upphæðum
fyrir gjaldföllnum skuldum ír-
ana.
„Ég er bjartsýnn á samkomu-
lag, en auðvitað er ekki hægt að
fullyrða neitt um lausn. En ef
íranir ganga að samningsdrög-
um okkar, þá ættu gíslarnir að
vera komnir heim til Bandaríkj-
anna fyrir þriðjudag,“ sagði
Jody Powell, blaðafulltrúi
Jimmy Carters forseta. Carter
hefur ekkert látið hafa eftir sér
um hugsanlega lausn, en vitað
er, að hann leggur mikla
áherzlu á að fá bandarísku
gíslana heim áður en hann
lætur af embætti. Á þriðjudag
tekur Ronald Reagan við emb-
ætti forseta Bandaríkjanna.
Það kom á óvart í Teheran í
morgun, að Mohammad Ali
Rajai, forsætisráðherra Irans,
mætti ekki til fundar með
erlendum sendiráðsmönnum, en
sjálfur hafði hann boðað til
þessa fundar. Búist var við, að
Rajai myndi gera grein fyrir
stöðu samninga um gíslamálið.
Þegar Mbl. fór í prentun var
ekki vitað, hvaða ástæður lágu
að baki.
Norðmenn undirrita samn-
ing um birgðageymslur
Frá önnu Bjarnndóttur. (réttaritara
Mbl. I Waahington. 16. janúar 1981.
SENDIHERRA Noregs í Banda-
rikjunum. Knut Hcdemann.
undirritaði I dag fyrir hönd
ríkisstjórnar Noregs samning
við Bandaríkin um liðsauka á
ófriðartímum og birgðageymsl-
ur í Noregi. Robert W. Komer,
aðstoðarvarnarmálaráðherra.
undirritaði samninginn fyrir
hönd Bandaríkjanna.
Gerð samningsins hefur staðið
í fjögur ár. Hann er gerður til að
auka öryggi Atlantshafsþjóð-
anna á norðurslóðum. Sjóher
Sovétríkjanna hefur tekið
stakkaskiptum á undanförnum
árum og er nú mun öflugri en
áður. Ekki þykir lengur öruggt,
að liðsauki gæti borist sjóleiðis
til Noregs á ófriðartímum og því
eru birgðageymslurnar, sem
komizt hefur verið að samkomu-
lagi um, mjög mikilvægar varn-
arkeðju Norður-Atlantshafsins.
Vopnabirgðir, flutningabílar,
olía og fæði verða til staðar fyrir
sveit 10.000 landgönguliða, sem
munu ganga til liðs við norska
herinn, ef í harðbakka slær.
Tekið er fram í samningnum, að
hann breyti ekki stefnu Noregs
varðandi erlend herlið í Noregi
eða geymslu eða notkun kjarn-
orkuvopna á norskri grund.
Knut Hedemann sagði við
undirskrift samningsins, að
Norðmenn vonuðu, að þeir
þyrftu aldrei að biðja um liðs-
auka, heldur að samningurinn
myndi enn frekar hamla gegn
hugsanlegri innrás Sovétmanna
á Norður-Noreg. Birgðageymsl-
urnar munu verða í Þrændalög-
um, en ekki er vitað hvenær þær
verða tilbúnar. Starfsmaður
bandaríska varnarmálaráðu-
neytisins sagði, að samningurinn
breytti ekki mikilvægi eða stöðu
herstöðvarinnar á íslandi, „hann
eykur aðeins öryggi íslands".