Morgunblaðið - 18.01.1981, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.01.1981, Qupperneq 17
Níræðis- afmæli ÁRNI HINRIKSSON, einn elsti maður i sjómannastétt, er niræð- ur i dag. Árni, sem er borinn og barnfæddur á Eskifirði, hefur nú um árabil verið vistmaður á Hrafnistu hér i Reykjavik. Hingað til bæjarins fluttist hann árið 1942 og hefur átt hér heima síðan. Hann átti heima að Norðurstíg 3 áður en hann fluttist á Hrafnistu. Árni, sem ber háan aldur mjög vel, var sjómaður í milli 60 og 70 ár. Kommúnistasamtökm vilja samstöðu um stuðning við Pólverja MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar eftirfarandi bréf Kommúnistasamtakanna til allra stjórnmálasamtaka i iandinu: Af málgögnum allra íslenskra stjórnmálasamtaka má ráða að þau taka afstöðu með baráttu pólskra andófsafla sem svo eru nefnd. Ennfremur hafa þau varað við sovéskri innrás í Pólland. Við teljum hættu á sovéskri íhlutun alls ekki hjá liðna og minnum á hve hættuleg hún yrði heimsfriðnum. Það er Ijóst að rétt viðbrögð og öflugur þrýstingur á Sovétríkin mun skipta máli ef til ótíðinda dregur. Samtök okkar vita fullvel að það tíðkast ekki í íslenskum stjórn- málum að flest eða öll stjórnmála- samtök vinni saman að einu ákveðnu máli, þar sem þau þó hafa sömu eða mjög áþekka stefnu. Nægir að benda á stuðn- ingsstarf við afgönsku þjóðina sem dæmi. Samt viljum við fara þess á leit við ykkur að þið takið þátt í víðtæku samstarfi til varnar Pól- verjum ef innrás Varsjárbanda- lagsins í Pólland blasir við eða er þegar orðin. Það getið þið gert með því að hafa samband við öll hin stjórnmálasamtökin áður en baráttuaðgerðir hæfust, með sam- starf í huga. Kommúnistasamtökin lýsa sig reiðubúin til viðræðna um hvað eina sem mætti duga Pólverjum um þessar mundir. Sama gildir raunar um Afganistan eða önnur þau ríki eða fólk sem líður fyrir ásælni risaveldanna. Framkv.nefnd miðstjórnar Kommúnistasamtakanna. Frost hamlar skelfiskveiðum Stykkishólmi, 15. jan. 1981. SKELFISKVEIÐAR haía að und- anförnu verið stundaðar héðan, en þær hófust þegar eftir áramót. En siðustu tvo daga hefur ekki verið unnt að gera neitt, vegna frosthörku. En þannig er mál með vexti, að ef frost fer yfir sjö stig á Celcius, eru skelfiskveiðar bannaðar. En hér var í morgun 15 stiga frost, og báta.-nir eru því í landi eins og er. — Fréttaritari MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 17 Fríða Gylfadóttir Lj<win. KristjAn Steina undir Steinahlíðum Fríða Gylfadóttir heitir stúlkan unga. sem leik- ur Steinbjörgu litlu, dóttur Steinars bónda í Hlíðum undir Steinahliðum, og segir frá í Paradisarheimt. Hvað svo sem segja má um myndina (eða bókina), þá hefur leikur stúlkunnar hitt landsmenn i hjartað, konur töluðu um hana í jólaboðum, blöð hafa átt við hana samtöl og sjónvarpið sýndi okkur hana aukreitis á gamlárskvöld. En hróður hennar hefur borist viðar. í dönsku heimilisblaði, sem kom út nú fyrir jól, á gamansam- ur Dani og kunnur fyrir fyndni í heimalandi sinu, spjall við leik- konuna ungu, einnegin sem hann talar þar við Björn á Leirum og „den verdensberömte forfatter“, eins og hann kallar hann Laxness okkar. í þessu spjalli segir, að Friða sé mjög indæl og ekki skapstygg — i það minnsta á tali við blm. og er óhætt að taka undir það — hýrleg i samræðu og heilbrigð i framkomu. Það sem vantar i þessa mynd, og sennilegast af því Daninn frægi hefur verið upptek- inn af eigin fyndni, er það, að leikkonan okkar unga er svo hláturmild og hlær svo smitandi, að hún gæti jafnvel komið Hjör- leifi Guttormssyni til að hlæja (í Straumsvík)! Eg spurði hana auðvitað fyrst, hvernig það væri að vera ung leikkona. — Þetta er nú frumraunin, segir Fríða (og hlær), svo ég veit ekki hvort ég hef leyfi til að kalla mig leikkonu eftir að hafa verið Steina sumartíma — en kannski unga leikkonu, já. Ég sá það í Mogganum, segir hún, það vantaði ungar stúlkur í sjón- varpsmynd um Paradísarheimt, og fékk hana ömmu mína með mér niður á Sjónvarp. Nei, amma var mér bara til halds og trausts, ég var svolítið feimin í þá daga. Ég var ljósmynduð eins og fleiri stúlkur sem þarna voru sömu erinda, svo mátti ég fara. Um kvöldið var ég aftur á móti hringd á fund Rolfs, leikstjórans, og hann sagði sér litist ágætlega á mig og ætlaði að koma hingað út aftur um vorið og prufu- mynda. Svo kom vorið og Rolf og ég varð Steina. að var á köflum mjög erfitt að vera Steina. En ég hafði ágæta leiðbeinendur, svo þetta hafðist. Eftirminnilegt? Það var allt eftir- minnilegt, sérílagi kannski gatan þarna úti í Utah. Og margt upplifði ég þetta sumar. Það rifjaðist upp fyrir mér um leið og ég horfði á myndina, og það var saga í kringum sérhvern atburð, sérhverja hreyfingu. — Mér fannst mjög aðdáunarvert, hvað þú fórst létt með að sjá af hestinum, sem var þér svo kær; tapa föður þínum, sem þú unnir svo mjög, útí lönd á flakk; fara unglingur uppí til gamals kalls og ala honum barn; koma fyrir rétt og vera spottuð af sveitung- um þínum; hafa samfarir við útlenskan mann útá rúmsjó; missa móður þína á útflytjendaskipi; og ofan á allt þetta sjá af frómum eiginmanni þínum í svartholið. Margur hefði nú bugast í þessum raunum og einhver framið sjálfsmorð. Hvort heldurðu að Stein- björg litla hafi verið einfeldningur eða beinlínis vangefin? — Mér finnst hún hvorugt. Ég held þú misskiljir þetta. Steina er ekkert annað en góð stúlka, sem á góðan föður og skilur ekki fremur en fleiri góðar sálir þann vonda heim sem hún lifir i. Það er allt og sumt. Já, við getum sagt hún sé brot af heimspekingi. Én umfram allt er hún bara góð. — Eins og þú? — Ég veit ekki hvort ég er svo góð. En ég held samt ég reyni að gera sem best úr öllu. Ég er ánægð að vera til. — Heldurðu Steina hafi breytt þér? — Ég veit ekki. Kannski er ég svolítið öruggari með mig heldur en ég var. Minna feimin. Ég var ógurlega feimin. Svo er ég nú ekki eins mikil budda og ég var, segir Fríða og fer að skelli- hlæja. Ég hef lést um 8 kíló. En það var nú ekki Steinu að þakka. Það var krankleiki. — Fannst þér hún góð mynd Para- dísarheimt? — Ég hafði mjög gaman af henni, sérílagi þegar ég sá hana öðru sinni nú um jólin. Mér fannst myndin góð tilbreyting frá amrískum bófahasar. Ég var í fyrstunni svolítið lengi að venjast því, þetta væri ég þarna á skjánum, svo naut ég bara sögunnar eins og almenningur. En það er skrítin tilfinning að sjá sjálfa sig á sjónvarpi. — Heldurðu það verði ekki leiðinlegt um næstu jól — engin Steina etc. — Neinei, hló Fríða: Ég rifja þá bara upp þessi jól! En mér finnst gaman að dansa, segir hún allt í einu og brosir. Ég er núna að læra stepp. Fékk svo mikinn áhuga á steppi eftir að ég sá „Singing in the Rain“. Mér finnst mjög gaman að steppa. Það er svo fjörugt. Ég hef mikla ánægju af músík. Svo hef ég gaman af tungumálum og ferðalögum: Ég nýt þess að kynnast góðu fólki í ólíkum heimi, og hef heimsótt England, Danmörku, Þýska- land og Bandaríkin og ætla víðar. — Þú ætlar ekki að verða leikkona? — Einu sinni ætlaði ég nú það. Þá var ég lítil og átti mér draum. Svo breyttist það með aldrinum, en hann kom aftur þessi draumur og nú er þetta ekki lengur draumur. Mig langar nú svolítið til þess að verða leikkona, en kannski verð ég bara ung leikkona. Það er aldrei að vita. — Og þú hafðir gaman af því að vera Steina eitt sumar? — Já, svo sannarlega. Ég kynntist svo mörgu góðu fólki. Ægilega góðu fólki. Nei, það var enginn vondur og reyndar minnist ég þess ekki, ég hafi nokkru sinni kynnst vondu fólki. Kannski á ég það eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.