Morgunblaðið - 18.01.1981, Síða 25

Morgunblaðið - 18.01.1981, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 pttfp Útgefandi tstMðfrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Áhrifamenn í orkuiðnaði benda nú á, að „næsti vetur hefði orðið svartnætti", ef áform Hjörleifs Guttorms- sonar frá 1978 hefðu náð fram að ganga. Fátt þykir mæla með því, að ráðherr- ann telji sig enn hafa fengið „grundvöll að tillögugerð um skipan raforkumála", svo að notað sé stofnanamál ráðherrans sjálfs. Nú sér fyrir endann á framkvæmd- um við Hrauneyjafoss. Upp- haf þeirrar virkjunar má rekja til ákvarðana við- reisnarstjórnarinnar undir Fjármagnið og Reykjavík Hjörleifur Guttormsson | settist í stól iðnaðar- ráðherra 1. september og tók þá til við að framkvæma „atvinnustefnu" Alþýðu- bandalagsins. Hinn 16. september 1978 ritaði hann Landsvirkjun bréf og mælt- ist til þess, að frestað yrði framkvæmdum við Hraun- eyjafossvirkjun. í viðtali við Morgunblaðið 13. október 1978 sagði Hjörleifur, að hann teldi mögulegt „að hnika allverulega til með framkvæmdir við Hraun- eyjafossvirkjun og draga úr fyrirhuguðum fram- kvæmdahraða". Ráðherr- ann sagði frestunina nauð- synlega til að skapa grund- völl að tillögugerð um skip- an raforkumála! Stjórn Landsvirkjunar hafði sem betur fer vit fyrir ráðherranum og fékk hann ofan af frestunaráformun- um. Næsta haust tekur fyrsta vél Hrauneyjafoss- virkjunar til starfa, ef allt gengur að óskum. Með henni verður bætt úr orku- skorti, sem þegar veldur þjóðarbúinu milljarða tjóni vegna minnkandi fram- leiðslu stóriðjufyrirtækja og reksturs á dísilrafstöðv- um til að anna eftirspurn almennings. Landsvirkjun vakti athygli ráðherrans á þessari hættu strax haustið 1978, vatnsskortur síðan hefur síður en svo dregið úr vandanum. Reynslan sýnir, að ráð- herrann hafði gjörsamlega rangt fyrir sér í þessu fyrsta baráttumáli sínu. forystu Jóhanns Hafsteins á árinu 1971. Enginn veit, hvert verður næsta stórátak í virkjunarmálum og allra síst Hjörleifur Guttorms- son. Síðan hann ritaði bréf- ið fræga 16. september 1978 hefur hann að mestu látið við það sitja að skrifa skip- unarbréf til alls konar nefnda og starfshópa, en ráðherrann hefur nú víggirt sig með 43 nefndum. Aðför ráðherrans að ál- verinu í Straumsvík hófst í desember síðastliðnum með yfirlýsingu hans, um að lokun fyrirtækisins væri besti virkjunarkostur ís- lendinga. Vonandi verða lyktir þess máls þær sömu og árásarinnar á Hraun- eyjafossvirkjun — að aðrir hafi vit fyrir ráðherranum! Svartnætti iðnaðarráðherra Morgunblaðið fagnar því, að í morgunpósti Ríkisútvarpsins skuli hafa verið tekinn upp þráðurinn að nýju í öldrunarmálunum og rifjuð upp þau megin- sjónarmið, sem fram komu hér í blaðinu um þann geigvænlega vanda í nóvem- ber síðastliðnum. Það vefst ekki fyrir nein- um, að leiði umræður um þetta mál til úrbóta þá eru þær kostnaðarsamar. Að mati Skúla Johnsens, borg- arlæknis í Reykjavík, þarf 300 til 350 rúm á sjúkra- stofnunum til að fullnægja þörf fyrir langlegu og hjúkrun aldraðra í borg- inni. Til þess að þessi að- staða skapist þarf mikla fjármuni. Borgarlæknir hélt því fram í viðtali við Morgunblaðið 4. nóvember síðastliðinn, að í stað þess að til Reykjavíkur renni 39% af fjármagni til bygg- ingar sjúkrastofnana þyrfti hlutfallið að vera 55—60% og tók hann þá mið af hlutverki sjúkrahúsa í höf- uðborginni fyrir alla lands- menn. Einnig minnti hann á þá viðurkenndu staðreynd, að á síðustu átta árum hefur íbúum í Reykjavík yfir áttrætt fjölgað um 50% á sama tíma og íbúatala höfuðborgarinnar hefur staðið í stað. Samkvæmt lögum á ríkis- sjóður að standa undir 85% byggingarkostnaðar við sjúkrastofnanir. Fjármála- ráðherra Ragnar Arnalds hælist nú um af góðri stöðu ríkissjóðs undir sinni stjórn og heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra Svavar Gests- son segir ísland einstakt að því leyti, að hér ráði þeir menn ríkjum, sem vilji efla félagslega þjónustu. Hafa þessir háu herrar leitt hug- ann að því, að í byrjun nóvember skuldaði ríkis- sjóður Reykjavíkurborg 1 milljarð króna vegna fram- kvæmda í sjúkrahússmál- um og sú tala hefur alls ekki lækkað síðan? Að til- lögu heilbrigðisráðherra skiptir fjárveitingavaldið framlögum úr ríkissjóði á milli einstakra sjúkrahúss- framkvæmda. Greinilegt er, að öldrunarmálin hafa eng- an forgang við þá skiptingu nú í ár fremur en áður. Rúmar 600 milljónir gkróna af 5200 milljóna gkróna fjárveitingu 1981 renna til B-álmu Borgar- spítalans í Reykjavík, sem á að vera hjúkrunar- og lang- legudeild. Betur má ef duga skal, því vandinn verður ekki leystur með þeirri byggingu einni. | Reykjavíkurbréf Laugardagur 17. janúar >••••••♦♦♦♦«* Ad vera sjálfum sér samkvæmur Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, alþingismaður og Stykkishólmsfari, fjallar um kjaradóm í eigin launamáli og samþingmanna í Þjóðviljanum 8. janúar sl. Þar segir hann orðrétt: „Allt ætlaði sundur að ganga í húsakynnum sáttasemjara ríkis- ins ef almennt . verkafólk færi fram á nokkurra vikna afturvirkni við gerð kjarasamninga, en al- þingismenn fengu tildæmdar stór- felldar kauphækkanir rúmlega hálft ár aftur í tímann ... Kjara- dómur myndi aldrei sýna Dags- brúnarmönnum slíka tillitssemi." Hér gefur Guðmundur til kynna að kjaradómur hafi ákveðið aft- urvirkni kauphækkunar hans og samþingmanna og þykist heldur betur móðgaður fyrir hönd Dags- brúnarmanna. Hinsvegar þegir hann kyrfilega yfir því að hann, allir aðrir þingmenn Alþýðu- bandalags og raunar mikill meiri- hluti þingmanna ákvað (en ekki kjaradómur) frá hvaða tíma úr- skurður þessi skyldi gilda. í 12. grein laga um þingfarar- kaup alþingismanna, sem þing- menn Alþýðubandalags sam- þykktu, stendur: „Kjaradómur skal ákveða þingfararkaup, sam- kvæmt 1. grein, húsnæðis- og dvalarkostnað, samkvæmt 2. grein, og ferðakostnað, samkvæmt 3. grein." I ákvæðum til bráðabirgða í þessum nýju lögum segir orðrétt: „Þegar eftir gildistöku laga þess- ara skal Kjaradómur taka til ákvörðunar þau atriði, sem hon- um ber að úrskurða um sam- kvæmt lögum þessum, og gilda þær ákvarðanir frá 1. mai 1980 til 30. september 1981.“ Þetta ákvæði samþykktu allir þingmenn Alþýðubandalagsins, einnig Guðmundur J., þó hann þykist eftir á móðgaður fyrir hönd Dagsbrúnarmanna vegna aftur- virkni þeirrar, sem ákvæðið felur í sér, og kenni Kjaradómi rang- lega um, annaðhvort af vanþekk- ingu eða einhverju þaðan af verra. I fyrri tilvitnun í orð Guðmund- ar J. þar sem segir „Kjaradómur myndi aldrei sýna Dagsbrúnar- mönnum slíka tillitssemi" ætti því, eða mætti því standa: „Þing- flokkur Alþýðubandalagsins, og undirritaður, myndu aldrei sýna Dagsbrúnarmönnum slíka tillits- semi.“ Engin lög vóru heldur sett af ríkisstjórn Alþýðubandalagsins um „afturvirkni" kauphækkana hjá Dagsbrúnarmönnum. í þeirra tilfelli setti ríkisstjórnin bráða- birgðalög á þennan „samráðsað- ila“ að Olafslögum — um skerð- ingu verðbóta á laun, 1. mars nk., sem nemur 7%, ofan á 2% skerð- ingu samkvæmt Ólafslögum, sam- tals 9%. Það var „tillitssemin" sem hæfði Dagsbrúnarmönnum að dómi ríkisstjórnar þeirrar, sem á líf sitt í stuðningi Guðmundar J. Guðmundssonar, hvort heldur sem sá stuðningur kemur fram í smáferð til Stykkishólms eða handauppréttingu á Alþingi. Tvö andlit sósíalista í 11 ár viðreisnarstjórnar, 1959—1971, var verðbólga vel inn- an við 10% að meðaltalí á ári, enda Alþýðubandaiag utan ríkis- stjórnar. Vinstri stjórnin 1971 — 73, hvar Alþýðubandalagið kom til skjalanna, skilaði þjóðarbúinu í 54% verðbólgu er hún hrökklaðist frá völdum vegna innra ósam- komulags, ári áður en kjörtímabili lauk. Þá tók við völdum ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar, sam- stjórn Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks. Þeirri ríkisstjórn tókst að ná verðbólguvexti niður: úr 54% (miðað við heilt ár) í 26% á miðju ári 1977. Ef sú efnahags- stefna, sem þá réði ferð, hefði náð fram að ganga áframhaldandi, byggjum við í dag við sambæri- lega verðlagsþróun og nú er í helztu nágranna- og viðskipta- löndum okkar, með tilheyrandi jafnvægi og stöðugleika í efna- hags- og atvinnulífi. Síðla 1977 vóru knúðir fram kjarasamningar, sem ekki tóku mið af efnahagsstaðreyndum þjóðarbúsins, eins og þær þá blöstu við, né markmiðum um niðurfærslu verðbólgunnar. Þar með var verðbólguhjólið sett á snarsnúning á ný. Ríkisstjórnin greip til gagnráðstafana, febrúar- og maílaga 1978, sem m.a. fólu í sér skerðingu verðbóta á laun (þó ekki verðbóta á lægstu laun). Jafnhliða vóru bætur almanna- IryKginga hækkaðar og vörugjald lækkað til að auðvelda láglauna- fólki að mæta efnahagsaðgerðun- um. Ef- þessi lög hefðu verið virt hefði aftur náðst taumhald á verðbólgunni með þeim árangri að stefnt hefði í hliðstæða verðlags- þróun hér og í nágrannaríkjum. En því var, því miður, ekki að heilsa. Vinstri öflin í þjóðfélaginu, og þá fyrst og fremst Alþýðubanda- lagið, hófu nú einhverja þá hat- römmustu blekkingarherferð sem um getur í þjóðmálasögunni. Sí- bylja slagorða gekk yfir þjóðina dag eftir dag, viku eftir viku: „Kaupránsstjórn", „Samningar í gildi", „Kosningar eru kjarabar- átta“ o.s.frv. — Æst var til ólöglegra verkfalla, útflutnings- bann sett á (sem stórskaðaði söluhagsmuni þjóðarinnar á freð- fiskmörkuðum) og ekki linnt lát- um fyrr en vísitöluhömlur vóru brotnar á bak aftur. Svo kom ný vinstri stjórn og verðbólgan hélt áfram að vaxa i vermireit Alþýðubandalagsins (Svavar Gestsson, flokksformað- ur, var verðlagsmálaráðherra í skammtímastjórninni 1978/79). Framlenging þeirrar skammtíma- stjórnar var svo núverandi ríkis- stjórn. Þar fullkomnuðu kommún- istar þá „viðleitni" sína eða hitt þó heldur, að vera samkvæmir sjálf- um sér, og gripu til verðbótaskerð- ingar á laun, með bráðabirgðalög- um, og kölluðu „slétt skipti — góð skipti"! Á „kauprán" var ekki minnst!! Svoddan hringlandahátt- ur hét hér áður fyrr á kjarnyrtu alþýðumáli að „detta ofan í kjaft- inn á sjálfum sér“ og má til sanns vegar færa þegar höfð er í huga sú kokvídd sem til þarf að gleypa í einu lagi öll stóryrðin frá tímum ólöglegra verkfalla og útflutnings- banns 1978. Og það hlýtur að þurfa að taka duglega í nefið eftir að menn hafa verið samkvæmir sjálfum sér á svo afgerandi hátt. Gott ef ekki þarf smátúr til Stykkishólms að auki. Olíuhöfn og birgöastöö í Helguvík Skömmu eftir komu bandaríska varnarliðsins til landsins 1951 var lögð olíuleiðsla frá höfninni við Vatnsnes (Keflavík) upp að olíu- tönkum, sem þá vóru reistir upp af Njarðvík, sunnan landamæra Keflavíkur. Þetta var skyndi- framkvæmd, sem gerð var til bráðabirgða. Síðan eru liðin 30 ár. Þetta löngu úrelta tankasafn er í næsta nágrenni vatnsbóla bæði Keflavíkur og Njarðvíkur og staf- ar frá því mikil mengunarhætta fyrir neyzluvatnið. Þar að auki standa þessir gömlu olíutankar, sem aðeins vóru reistir til bráða- birgða, í vegi fyrir skipulagi þess- ara þéttbýlisstaða. Auk mengun- arhættu fyrir vatnsbólin og þeirr- ar nauðsynjar á niðurrifi tank- anna, sem skipulagsástæður skapa, koma a.m.k. tvær veiga- miklar röksemdir enn við sögu: 1. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 2 5 Eftir Tad Szulc utanríkismálasérfræöing New York Times Nýtt átak nauðsynlegt í evrópskum vbrnum París — Vilja Vestur- Evrópubúar halda uppi vörnum gegn Sovétríkjunum? I þessari spurningu felst líklega alvarlegasti vandi i utanríkismálum, sem ríkisstjórn Ronald Reagans kemur til meö aö fást viö, ef litiö er fram hjá hugsanlegri innrás Sovét- ríkjanna í Pólland. Spurningin verö- ur áieitnari, þegar haft er í huga, hve áhuginn á „Evrópuhlutleysi" viröist víöa eiga hljómgrunn. Tilhneiging til hlutleysis hefur rutt sér til rúms á um þaö bil einu ári innan ýmissa NATO-ríkja og mun vafalítiö þróast áfram, ef Bandaríkjamönnum tekst ekki meö einhverjum ráöum aö snúa ofan af hennl. Undanfarnar vikur hef ég rætt ítarlega viö ráöamenn í ýmsum höguöborgum Vestur-Evrópu, ráö- herra, háttsetta embættismenn, þingleiötoga og fræöimenn. Af þeim samtölum má ráöa, aö fyrir hendi sé innan vébanda NATO skortur á vilja til aö verja þennan hluta Noröurálfu á sama tíma og Sovétríkin stórefla hernaöarmátt sinn og ógna þar meö öryggi Atlantshafsbandalagsríkj- anna. Af hálfu Bandaríkjanna er lögö áhersla á sérstakt átak í varnar- skyni, ef til innrásar í Pólland kæmi, auk þess sem unniö er aö alhliöa eflingu varna bandalagsins. Ýmsir evrópskir áhrifamenn eru hins vegar þeirrar skoöunar, aö heppnist Sov- étríkjunum aö brjóta Pólland undir sig meö hervaldi muni þaö enn ýta undir hlutleysishneigö í Vestur- Evrópu. Yfirþyrmandi hernaöar- máttur Sovétmanna mundi þá hafa enn meiri pólitísk og sálræn áhrif. Þótt undarlegt kunni aö viröast eru þaö Frakkar, sem de Gaulle lét hætta þátttöku í hernaöarsamstarfi NATO 1966 (þótt þeir taki enn þátt í bandalaginu), sem eru helstu mál- svarar þess, aö Vesturlönd hervæö- ist án tillits til hættuástandslns í Póllandi. ■k „Viö skulum vera alveg hrein- skilnir og spyrja sjálfa okkur hvaða lönd í Vestur-Evrópu þaö eru, sem vilja verja sig," sagöi einn af helstu ráögjöfum Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseta fyrir skömmu. „í sannleika sagt eru þau sárafá." Þessi embættismaöur og aörir sérfræöingar í vörnum Vestur- Evrópu bentu á það, aö ríkin á noröurvæng NATO — Danmörk og Noregur — væru illa sett og veik fyrir. Þeir sögðu, aö Danir heföu í raun skorast úr leik í varnarkerfi NATO vegna pólitísks þrýstings heima fyrir. Oröiö „Denmarkization" varð til fyrir nokkru og er notaö um þaö, þegar aöili aö NATO hættir að vilja eða geta lagt fram fjármuni sér sjálfum til varnar. í Noregi hefur ríkisstjórnin sætt talsveröri gagnrýni í eigin flokki fyrir aö hafa samiö viö Bandaríkin um birgöastöövar fyrir landgönguliöa á norsku landi. 6 Talsverö átök eru innan Belgíu, Hollands og Luxemborgar — Bene- lux-landanna — um ýmis innan- landsmál og hafa þau neikvæö áhrif á afstööuna til varnarmála. Belgía og Holland hafa þó staðið viö samþykktir innan NATO um útgjöld til hermála. Hins vegar hafa ríkis- stjórnir Belgíu og Hollands neitað aö samþykkja að meöaldrægum kjarn- orkueldflaugum veröi komiö fyrir í löndum sínum. Frakkar tala nú í sérstökum tón um „Scandilux" veik- ina, sem breiöist út í Danmörku, Noregi og Benelux-löndunum. Stjórnmálaupplausnin í Tyrklandi á austurvæng NATO er svo mikil, aö vart er búist viö miklu framlagi þaöan á átakatímum. Grikkir hafa nýlega gengiö aftur til hernaöarsam- vinnu innan NATO, en afstaöa þeirra öll ræöst af samskiptum þeirra viö Tyrki. Þrátt fyrir gífurleg vandamál á heimavelli, viröast ítalskir stjórn- málamenn gefa varnarmálum tölu- veröan gaum. Þeir sýnast ætla að samþykkja, aö Evrópukjarnorku- vopnum og eldflaugum vegna þeirra veröi komiö fyrir í landi sínu. Þessi afstaöa ítala skiptir miklu fyrir bandalagiö í heild. ★ f desember 1979 samþykktu rík- isstjórnir NATO-landanna, aö bandarískum eldflaugum af Persh- ing II gerö og stýriflaugum skyldi valinn staöur í Vestur-Evrópu til mótvægis viö SS-20 eldflaugar Sov- étmanna, sem miöaö er á evrópsku NATO-ríkin. Vestur-Þjóöverjar einir lýstu sig fúsa til aö taka viö þessum nýju eldflaugum en meö því skilyröi, aö a.m.k. eitt meginlandsríki geröi slíkt hiö sama. Ári síöar er þetta mál. ekki komiö alveg á hreint vegna ótta Evrópubúa viö sovéska árás. Neitun Hollendinga var mikið áfall fyrir bandalagiö og Bandaríkin, ítalir eru enn meö fyrirvara og Belgar geta ekki gert upp hug sinn. Vestur-Þjóðverjar eru tregir til þess enn aö láta land sitt veröa einu bækistööina fyrir nýju eldflaugarnar. í einkasamtölum hafa embættis- menn í Bonn þó gefiö til kynna, aö þýska stjórnin muni ekki skjóta sér undan ábyrgö jafnvel þótt svo færi, að ítölum snerist hugur. Samkvæmt áætlunum NATO er ráögert, aö nýju eldflaugarnar veröi tilbúnar til af- hendingar 1983, og frá því ákvörö- unin var tekin hefur eitt ár fariö í umræöur um hvort tekiö skuli á móti þeim eöa ekki. Innan Vestur-Þýskalands hafa orðið nokkrar umræöur, sem leiöa hugann aö því, hvort þar séu menn reiöubúnir til aö leggja mikiö á sig til eigin varna. Á síöasta hausti lýsti Helmut Schmidt kanslari því yfir, aö Vestur-Þjóöverjar gætu ekki náö því markmiöi, sem samþykkt hefur ver- iö innan NATO, aö auka útgjöld til hermála árlega um 3% umfram veröbólgu. Vegna erfiðrar efna- hagsstööu gætu Þjóðverjar aöeins aukiö þessi útgjöld sín um 1,8% á árinu 1981. Þessu var harölega mótmælt af Bandaríkjastjórn og síöar hækkaöi þýska stjórnin sig í 2,8%. Umræöur um framlag Þjóð- verja til varnarmála eiga áreiöanlega eftir aö setja svip sinn á samskipti Schmidts og Reagans á þessu ári. Bretar sýna mikla staöfestu innan Atlantshafsbandalagsins. Ríkis- stjórn Margaret Thatcers hefur á hinn bóginn skorið opinber útgjöld mikiö niður og óvíst er, hve lengi hún getur haldiö hernaöarútgjöldum óbreyttum. Þá er rööin komin að Frökkum, sem ásamt Bretum ráöa yfir eigin kjarnorkuvopnum. Franskir emb- ættismenn leggja mikla áherslu á nauösyn þess, aö vestræn ríki hervæöist. Þeir halda því jafnframt fram. aö Frakkar leggi meira aö sér en eölilegt sé miöaö við aöra, þótt þeir taki ekki þátt í hernaöarsam- starfi NATO. Þessu til sönnunar benda þeir á, aö Frakkar verji 4% af þjóöarframleiöslu sinni til varnar- mála og aðeins Vestur-Þjóöverjar verji hærri fjárhæö í þessu skyni. Frakkar hafi stærsta fastaher í Vestur-Evrópu og séu nú meö sjötta kjarnorkukafbát sinn í smíöum. Því til staöfestingar, aö Banda- ríkjamenn hafi miklar áhyggjur af þróun vamarmála innan NATO, er nægilegt aö vitna til ræöu, sem Harold Brown, varnarmálaráöherra í ríkisstjórn Carters, flutti í desember síöastliönum. Hann sagöi, aö engin bandarísk ríkisstjórn og því síöur bandarískur almenningur eöa þing- menn gætu sætt sig viö þaö ástand, þar sem einhverjar aðrar þjóöir telji þaö hlutverk Bandaríkjamanna aö verja þær og sjálfar þurfi þær ekkert aö leggja af mörkum. Þótt ekki komi til innrásar í Pólland, bendir allt til þess, aö mikilvægasta verkefni nýrrar ríkis- stjórnar í Bandaríkjunum veröi aö efla samaöila si'na í NATO til sjálfs- varnar. Vofa „Evrópuhlutleysisins" læöist um Vestur-Evrópu og Ronald Reagan sér sína sæng uppreidda Evrópumenn tóku gagnrýni Browns illa — framundan er tími nýrra árekstra innan Atlantshafsbanda- lagsins. Keflavík er mikilvæg fiskihöfn og hættuástand hlýtur að skapast, ef olía rennur í höfnina í einhverjum mæli. 2. Allt eldsneyti millilanda- flugs er flutt með bílum frá Reykjavíkurhöfn, um mesta þétt- býli landsins, til Keflavíkurflug- vallar. Af þessum flutningum stafar mikil hætta, svo augljós að óþarfi er að eyða orðum að. Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa látið kanna hvar olíuhöfn og birgðastöð væri bezt fyrirkomið í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Að vel athuguðu máli lögðu sveitar- stjórnarmenn á Suðurnesjum til að slík aðstaða yrði byggð í Helguvík. Hafnarmálastofnunin kannaði þetta mál og á árinu 1977. Niðurstaðan varð Helguvík. Það var loks í október 1979 að þáver- andi utanríkisráðherra, Benedikt Gröndal, skipaði nefnd til að ræða þessi mál við fulltrúa Atlants- hafsbandalagsins. Nefndin skilaði sameiginlegum tillögum 23. maí 1980. Nú liggur fyrir að NATO er reiðubúið til þess að byggja olíu- höfn og birgðastöð í Helguvík á eigin kostnað — og væntanlega einnig í félagi við Islendinga, eftir því sem um semst. Þingmenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks úr Reykjanes- kjördæmi hafa flutt þingsályktun- artillögu, þess efnis, að fela utan- ríkisráðherra að hraða svo sem verða má byggingu olíustöðvar í Helguvík á grundvelli þess sam- komulags, sem undirritað var af nefnd þeirri er utanríkisráðherra skipaði og fulltrúum varnarliðsins í umboði NATO í maímánuði liðins árs. I greinargerð með þeirri tillögu segir: „Byggingartími þyrfti ekki að vera nema 7 ár og hann hefði verið hægt að stytta um eitt ár ef íslenzk stjórnvöld hefðu lagt út, til að byrja með, strax á þessu ári (1980), fyrir jarðvegs- og botnrannsóknum." — Með tillögunni vóru lögð fram eftirfarandi gögn: Bréf til Bruna- málastofnunar ríkisins (frá bæj- arstjórnum í Njarðvík og Kefla- vík), bréf til Samvinnunefndar um skipulagsmál, umsögn Náttúru- verndarráðs um birgðastöð í Helguvík, umsögn Jóns Jónssonar jarðfræðings um sama efni og fundargerðir bæjarráða beggja sveitarfélaganna um málið. Vitað er að Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, hefur fullan skilning á sjónarmiðum Suður- nesjamanna í þessu máli. — Hins- vegar hefur Alþýðubandalagið ris- ið upp á afturfæturna, eins og það gerir gjarnan í orði þegar varnar- liðið á í hlut og horfir þá oft fram hjá því að hagsmunir fleiri aðila koma einnig við sögu, ekki sízt sveitarfélaganna á Suðurnesjum í þessu tilfelli. Hinsvegar virðist ráðherradómur verulega mikil- vægari í augum forystumanna flokksins en það að fylgja eftir á borði oröum sínum um „ísland úr NATO — herinn burt“, enda una þeir sér dável í aðildarstjórn að Atlantshafsbandalaginu! Þess- vegna ætti ekki að þurfa nema smáskammt af festu og einbeitni til að knýja þetta þurftarmál fram sem svo miklu skiptir fyrir sveit- arfélögin á Suðurnesjum. Ekki munu þingmenn stjórnarandstöðu úr Reykjaneskjördæmi láta sinn hlut eftir liggja í skutnum (sam- anber þessa þingsályktunartil- lögu) ef Jóhann Einvarðsson rær nógu duglega frammí. Fjallhátt misrétti Flestir lýðræðissinnar eru sam- mála um það meginatriði að allir þegnar þjóðfélags eigi að vera jafnir fyrir lögum þess; standa jafnt að vígi í samkeppni og samhjálp þjóðfélagsins. Á þessu er nokkur misbrestur. Hér verða tilfærð tvö dæmi misréttis, sem rísa fjallhá í samfélaginu. Hið fyrra er misrétti fólks hvað varðar eftirlaun að ævistarfsdegi loknum. Annarsvegar eru verð- tryggðir lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna sem tryggja aðilum sínum eftirlaun í samræmi við verðlagsþróun. Hinsvegar lífeyr- issjóðir hins almenna vinnumark- aðar, þ. á m. undirstöðuatvinnu- veganna, sem standa langt að baki hinum fyrri, hvað afkomuöryggi aðila þeirra á efri árum varðar. Hér er e.t.v. eitt stærsta misrétti samfélagsins á ferð. Að sjálfsögðu eiga aðilar verðtryggðra lífeyris- sjóða að halda sínum réttindum, sem þeir hafa samið um og tryggt sér, m.a. með iðgjaldagreiðslum. En því markmiði verður að ná að tryggja öllum þegnum þjóðfélags- ins aðstöðu til að eiga aðild að verðtryggðum lífeyrissjóði, þann veg að allir þegnar þjóðfélagsins standi jafnt að vígi í þessu efni: að tryggja sér viðunandi afkomuör- yggi að ævistarfi í þágu þjóðfé- lagsins loknu. Guðmundur H. Garðarsson flutti fyrir nokkrum árum frum- varp á Alþingi, unnið í félagi við Pétur Blöndal stærðfræðing, sem gerir ráð fyrir nýju formi lífeyr- issjóða, gegnumstreymiskerfi, og tryggt getur viðunandi jöfnuð á þessum vettvangi. Eyjólfur Kon- ráð Jónsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa nú endur- flutt frumvarpið, lítið breytt, og enn í samráði við Pétur Blöndal. Sjálfstæðismenn hafa haft forystu um þetta stóra réttlætismál og vonandi líða ekki langir tímar þangað til að þjóðin eignast þá stjórnunarforystu er tryggi því framgang. íbúahlutfall einstakra kjör- dæma hefur breytzt mjög veru- lega frá því síðasta kjördæma- breyting varð gerð 1959. Að sjálf- sögðu eiga allir þegnar þjóðfélags- ins að hafa sem jöfnust áhrif á framvindu þjóðmála og val Al- þingis með atkvæði sínu. Stefnt var að því marki með kjördæma- breytingunni 1959. Mannfjölda- þróun í einstökum kjördæmum síðustu tvo áratugina hefur hins vegar skekkt þetta jafnvægi svo mjög að ekki verður lengur við unað. Vægi atkvæða getur verið fjór- jafnvel fimmfalt í einu kjör- dæmi í samanburði vð annað. Þetta misræmi gengur ekki leng- ur. Tafarlausrar leiðréttingar er þörf. Réttilega hefur verið bent á það að strjálbýlisfólk býr við margs- konar efnahagslegt og menningar- legt misrétti, sem stafar af fjar- lægð frá helztu vöruhöfnum landsins (flutningskostnaður á nauðsynjum sem ríkisvaldið skattleggur ofan í kaupið), fjar- lægð frá stjórnstöðvum þjóðfé- lagsins, helztu menntastofnunum (æðri skólum), menningarmið- stöðvum (söfnum, þjóðleikhúsi), erfiðari samgöngum o.m.fl. (svo sem olíuhitun húsnæðis í sveitum og þorpum). Sjálfgefið er að vinna að leiðréttingu í þessu efni, ef til vill um skattakerfi, en þó fyrst og fremst með því að tryggja sem jafnasta aðstöðu fólks. Þessi að- stöðumunur má þó ekki viðhalda mismunandi atkvæðisrétti, sem fellur undir mannréttindi. Mann- réttindi eiga að vera hin sömu hjá þegnum þjóðfélagsins, hver sem búseta þeirra er. Þau mega aldrei verða verzlunarvara á borði hér- aðarígs. Þennan jöfnuð má e.t.v. tryKgja > áföngum, ef frekar leiðir til samkomulags, en ekki er hægt að humma þetta mál fram af sér lengur. Stjórnarskrárnefnd, sem átti að leggja fram ákveðnar tillögur til úrbóta þegar fyrir nokkru, fann þá frestunarleið, að vísa gagnasöfnun í málinu til þingflokka, þar sem gagnstæð sjónarmið munu ríkj- andi. Það var naumast bezta leiðin til að höggva á ranglætishnútinn. Þingflokkar verða nú að bregðast snarlega við og koma stjórnar- skrárnefnd á sporið á ný, svo hún geti ekki lengur velt á undan sér því ætlunarverki að skila formleg- um tillögum um þetta efni til Alþingis. Þingmenn Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæma geta ekki unað kyrrstöðu í þessu máli fram yfir þinglausnir á vori komanda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.