Morgunblaðið - 18.01.1981, Síða 32

Morgunblaðið - 18.01.1981, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR BRAUÐ Mjög víða í nágrannalönd- unum eru menn farnir að hafa áhyggjur af daglegu brauði. Það hafa orðið svo- kallaðar framfarir í brauð- bakstri, eða öllu heldur brauðframleiðslu, þannig að það er auðvelt að baka brauð á ódýran hátt í stórum stíl. En hvílík afturför í bragði og áferð ... Mér skilst þó að engin nágrannaþjóð sé eins illa á brauðvegi stödd og Bretar. Það er sagt að enskt brauð sé svo vont, að sé fuglum boðið upp á mola kroppi þeir fyrst tortryggnir í þennan frauðkennda massa en forði sér síðan hið snarasta. Hjá bökurum, sem heyra til versl- unarkeðjum, og í stórmörk- uðum er hægt að velja á milli ýmissa brauðtegunda. Þegar einhver þeirra hefur verið keypt og brauðhnífurinn er svo mundaður til að komast í gegnum brauðskorpuna, kemur í ljós að það er engin skorpa. Og hnífurinn rennur fyrirstöðulaust í gjgnum allt brauðið. Jafnt að utan sem innan er brauðið nábleikt. Það er auðvelt að skera brauðið í þunnar sneiðar, svo hægt sé að rista það, því ristað brauð er nánast þjóð- arréttur á Bretlandseyjum. Reyndar selst mest af skornu brauði. Brauðið á að geta geymzt a.m.k. í viku. Og það gerir það líka auðveldlega, en það er bakað með sérstakri að- ferð, sem kallast Chorley- wood Baking Process. í brauðið er notað svo mikið vatn, að líklega skemmist brauðið ekki fyrr en vatnið i því fer að fúlna. Lýsingarnar á því hvernig sé að borða þetta brauð, eru ekki fýsilegar. Annaðhvort bráðni brauðið á tungunni, eða það festist við góminn, svo að það þurfi að skafa það burtu. Brauðið er nábleikt eins og ég sagði áðan. Til þess að svo megi verða er kornið ekki malað í eiginlegum skilningi, heldur er það muiið milli stálvalsa. Hvítt sterkjuduftið er síðan skilið frá næringar- efnunum, sem fylgja kími og klíði, en það góðgæti er notað í dýrafóður. Þetta snauða duft er svo efnabætt með alls kyns vítamínum og annarri framleiðslu efnaiðnaðarins, og svo er þetta allt bætt enn frekar með bleikiefnum, ef enn skyldi votta fyrir ein- hverjum lit. Úr þessu er svo brauðið bakað ásamt nógu af vatni, eins og áður sagði. Deigið er mótað í franskbrauð og formbrauð, alls konar bollur og snittubrauð, sem eru kennd Frökkum. En þetta er sem sagt allt úr sama deig- inu. Þessu er svo pakkað og það sent út um allt land. Ef Bretar vilja annað brauð þurfa þeir að leita uppi bakarameistara, sem baka sjálfir. Og þá rifjast upp að það er erfitt að skera nýtt brauð í svo þunnar sneiðar að þær komist í brauðristina. En það er alvörubrauð og bragðast vel og fer vel í munni og veitir tönnunum verkefni. Og svo er líka hægt að leita uppi erlenda bakara, sem baka brauð ættuð frá heimalöndum sínum, t.d. danskt rúgbrauð og flöt, líb- önsk brauð. En nú stendur þetta von- andi til bóta, því brezka blaðið Sunday Times hefur hafið herferð fyrir góðu brauði. Lesendur blaðsins tóku hressilega við sér þegar blaðið fór af stað og stuðn- ingsbréfin streymdu inn. Herferðin hófst með grein, þar sem m.a. sagði að þegar sezt væri inn á veitingahús á Spáni, Ítalíu eða Frakklandi, væri gjarnan borin fram karfa með brauði, meðan beðið væri eftir matnum. Fólk nartar í það, finnst það gott og biður jafnvel um meira. Ef boðið væri upp á ensk verksmiðjubrauð mætti nánast líta á það sem móðg- un. En í Bretlandi hefur verið til mikið af góðu og hefð- bundnu brauði, einkum heil- hveitibrauði, því þar hefur löngum verið. ræktað hveiti. Við höfum ekki á jafngóðri hefð að byggja, því hér hefur aldrei verið ræktað korn að ráði og kornskortur háði okkur frameftir öldum. Við verðum því að reyna að læra og taka það bezta upp eftir öðrum. Hér baka bakarar brauð, þó fjöldaframleidd brauð þekkist líka. Æ fleiri baka nú að einhverju leyti úr tilbún- um innfluttum mjölblöndum. En það skiptir máli hvernig farið er að við baksturinn, því bráuðin eru samt sem áður misjöfn eftir bakaríum. En það er kannski affarasæl- ast að baka úr eigin mjöl- blöndum. Ég hef áður nefnt að það skiptir máli, að brauð sé látið lyfta sér í nokkrar klst. Þá brotnar niður efni í mjölinu, fýtín, sem annars hindrar líkamann í að taka upp næringarefni. En allt þetta brauðmál lá mér á hjarta, áður en ég komst að brauðuppskriftinni. Þetta er sannkallað hátíða- brauð, mjög gott með hvers konar mat, t.d. léttsteiktu kjöti eða glóðarsteiktu, fisk- réttum, með osti, á kaffiborð, eða kvöld- eða síðdegisteinu eða við önnur tækifæri. Góð sulta með er ekki illa til fundin, þegar það hentar. En það er ekki sízt osturinn sem á vel við ... Það er tilvalið að nota valhnetur eða heslihnetur.en möndlur koma einnig vel til greina. 4 dl. vatn 20—30 gr pressuger, eða álíka af þurrgeri 2 msk hunang 1 dl matarolía 50—100 gr gróft saxaðar valhnetur eða heslihnetur 2 dl rúgmjöl 3 dl heilhveiti 10—12 dl hveiti, helzt óhvíttað 1. Ég nota kalt vatn, því ég læt brauðið lyfta sér lengi, en ef ykkur liggur á, þá velgið vatnið. Heitara en 37° er ekki æskilegt að það sé. Ef þið notið þurrger, þá farið eftir leiðbeiningum á pakkanum. Hellið vatninu í skál og myljið gerið út í. Bætið í hunanginu, olíu, og um 1 dl af heilhveitinu. Ef þið hafið tíma, er ljómandi að láta þessa blöndu standa í um 30 mín. meðan gerfrumurnar eru að fjölga sér og undirbúa verk sitt. 2. Þegar gerið er uppleyst, bætið þá hnetunum í og síðan rúgi og heilhveiti. Hellið síð- an um 10 dl af hveiti í, hnoðið eða hrærið deigið í hrærivéi, þar til deigið loðir vel saman og festist ekki við. Látið nú deigið lyfta sér, helzt í 2 klst., en gjarnan lengur, eða í allt að V4—1 sólarhring. Breiðið yfir skálina eða hafið deigið í plastpoka. 3. Hnoðið deigið þegar það hefur lyft sér vel. Bætið við hveiti, ef með þarf, en deigið á ekki að vera of þurrt. Mótið nú deigið eins og ykkur lízt bezt og setjið það á plötu. Þið getið t.d. mótað það í lengjur eins og snittubrauð eða í smábrauð. Það fer vel á því að búa til 15—20 cm mjóar lengjur og hnýta á þær hnút. Svona hnútabrauð líta sér- staklega vel út. Látið brauðið lyftast í um 30 mín., eða þar til deigið er greinilega vel útblásið. Ef ykkur sýnist svo, getið þið penslað brauðin með mjólk, áður en þau fara í ofninn. 4. Setjið ofninn á 250°. Bakið brauðið í miðjum ofni í um 15—20 mín. eftir stærð. Dragið nú ilmandi hnossgæt- ið út og berið fram. Brauðið er bezt volgt. Því miður er ekki alltaf auðvelt að fá óbleikt hveiti, þ.e. hveiti sem ekki hefur verið hvíttað. Nutana hveiti er þó þannig. Það fæst m.a. í Náttúrulækningabúðinni, Kornmarkaðnum og í Slátur- félagsbúðum og e.t.v. á fleiri stöðum. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæöi : i boöi í *-4 ^ 4 —i iö 4 arA I Keflavík — Raöhús Tll sölu glœsllegt raöhús viö Miögarö f Garöahverti ásamt btskúr. Eignamiölun Suöumasja, Hafnargðtu 57, Kaflavfk, afmi 38611. Keflavík Til sölu glæsileg ný 3ja herb. Ibúö f 4ra fbúöa húsi viö Hring- braut. Fasteignasala Vilhjtlma Þórhallsaonar, Vatnsnesvegi 20, Keftavfk, sfmi 1283, sölumaöur heima 2411. barnagæzla Okkur vantar góöa konu til aö koma heim og gæta okkar hálfan daginn. Vlö erum tveir drenglr 6 ára og 3ja mánaöa og búum f Seljahverfl. Uppl. f sfma 77075. tapaö fúndíö -7\4 a Gleraugu með glærri umgjörð hugsanlega í svörtu hulstri töp- uöust f Reykjavfk í sl. viku. Finnandi vinsamlega hringlö f sfma 27196 eftir kl. 7 á kvöldln. 22ja óra stúlka öskar eftir atvlnnu. get byrjaö strax, helst f Hafnarfiröl. Uppl. f sfma 53316. Afgreiöslustúlka óskast (ekki yngri en 25 ára) til afgreiöslustarfa f kvenfataversl- un. Upplýslngar f sfma 36054 eftir kl. 6.30 e.h. IOOF 3 = 16201198 = Sk. M.T.W. □ MÍMIR 59811197 = 1Frl. □ AKUR 59811197=7 RÓSARKROSSREGLAN * M e R C T——7 7 V ATLANTIS PRONAOS 1801812030 Kristilegt félag heilbrigðisstétta Afmællsfundur félagslns veröur mánudaginn 19. janúar kl. 20.30 f Laugarneskirkju. Efnl: Strengjakvartett lelkur. Einsöngur. frásagnlr: Pátur Þorsteinsson og séra Magnús Björnsson. Hugleiölng séra Árni Bergur Sigurbjörnsson Kaffi- veltlngar. Allt starfsfólk á hell- brigölstofnunum velkomiö. Stfórnin. Krossinn Almenn samkoma f dag kl. 4.30 aö Auöbrekku 23, Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir. Heimatrúboðið Austur- gata 22, Hafnarfiröi Almenn samkoma í dag kl. 5. Allir hjartanlega velkomnir. K.F.U.K. og K Samkoma á vegum kristniboös- sambandsins f kvöld kl. 20.30 aö Amtmannsstfg 2 b. Elsa Jocob- sen krlstniboöl fré Færeyjum tal- ar. Alllr velkomnir. Ffladelfía Safnaöarguösþjónusta kl. 14. Almenn guösþjónusta kl. 20. Guösþjónustan veröur á vegum Gidion félaga. Fjölbreyttur söng- ur. Kærlelksfórn til Gldion. Hörgshlíð Samkoma f kvöld kl. 8. Elím, Grettisgötu 82 Sunnudagaskóll kl. 11.00. Al- menn samkoma kl. 17.00. Alllr eru velkomnlr. Kristniboösfélag karla Reykjavík Fundur veröur f kristniboöshús- Inu Betanfa, Laufásveg 13 mánudagskvöldlö 19. janúar kl. 20.30. Slgurbergur Árnason sér um fundarefnl. Alllr kartmenn velkomnlr. Stjómin. Enskunámskeiö (talæfingar) byrja aftur 2. febrúar aö Ara- götu 14. Innrltun veröur á sama staö laugaraginn 24. janúar kl. 15—17. Gamllr nemendur eru beönir aö koma sem fyrst til þess aö tryggja sér þátttöku. Upplýsingar í sfma 13669 fyrir hádegi og 18038 eftlr kl. 17. Stjórnin. NÝTT SÍMANÚMER Á AFGREIÐSLU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.