Morgunblaðið - 18.01.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.01.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 35 Kristján Tómasson Eskifirði - Minning Fæddur 21. júní 1894. Dáinn 12. janúar 1981. Kristján var fæddur á Eskifirði, sonur Guðbjargar Eiríksdóttur og Tómasar Magnússonar útgm. þar. Á Eskifirði ólst hann upp. Kvænt- ist móðursystur minni Guðrúnu Árnadóttur, Halldórssonar útgm. Árnasonar bónda að Högnastöð- um og konu hans Guðnýjar Sig- urðardóttur ættaðrar af Héraði. Vettvangur Kristjáns var Eski- fjörður alla tíð. Þar stundaði hann venjuleg störf sem til féllu, sjó- mennsku, skipstjórn, síðar versl- unarstörf og bankastörf, þar til kraftar voru þannig að hann fann að lengur var ekki hægt að halda áfram fullum störfum. Að vinna ekki sinn dag og afkasta ekki því sem honum fannst húsbónda sín- um vera hagur í, átti ekki við Kristján og því vildi hann heldur draga sig í hlé í tíma. Kristján ólst eins og flestir þeirrar tíðar upp við allt af skornum skammti og þá sérstak- lega menntun, en snemma fór hann að bjarga sér sjálfur og æfði sig sem mest hann mátti. Því lærði hann vel að draga til stafs og hafði sérstaklega góða og fagra rithönd. Reikning lærði hann líka og varð þetta til þess að honum gekk betur að fá störf sem þessar- ar kunnáttu kröfðust. Það var þröngt búið á Hlíðar- enda þegar ég man fyrst og þegar þau byrjuðu búskap Kristján og Guðrún. Eitt herbergi var nóg og eldunaraðstaða. I þessu húsi munu þá hafa búið 5 fjölskyldur. Afi var vinmargur og komu því margir utan úr sveit til að gista og var þá aldrei sparað að láta gesti nátta með öðrum og þótti ekki tiltöku- mál. Aldrei heyrðist kvörtun eða vanþakklæti. Nei, menn voru svo hjartanlega þakklátir fyrir hvað lítið sem var. Um 1922 að mig minnir var svo hafist handa um að bæta úr húsnæði enda fóru þá börnin að koma í heiminn. Tveir móður- bræður mínir, Björn og Friðrik, byggðu hús saman rétt fyrir ofan götuna og Guðrún og Kristján litlu ofar. Kölluðu þau þann stað Sigurhæð, enda mikill sigur unn- inn þegar búið var að koma þessum áfanga upp. Þótt þetta frændfólk mitt flytti um set var enginn greinarmunur gerður á heimilum. Þetta var allt ein kær- leikskeðja eða svo er það enn i mínum huga. Þegar Kristján hætti sjó- mennsku byrjaði hann á verslun- arstörfum og þjónaði í þeirri grein lengst Markúsi Jensen sem þá rak umsvifamikla verslun á Eskifirði. Margþætt störf vann hann þar og var einn af þeim fyrstu sem lærði á bifreið og ók lengi með varning upp á Jökuldal og víðar. Þegar hann hætti verslunar- störfum gerðist hann starfsmaður hjá útibúi Landsbankans á Eski- firði og þar var hann til þess er hann gat ekki að sínum dómi þjónað svo sem hann vildi. Krist- ján kom sér vei og sýnir það best að útibússtjórarnir vildu njóta starfs hans sem iengst og horfðu ekki á neinn lögaldur. Enda mat Kristján það að verðleikum. Kristján var snyrtimenni hvar sem hann fór. Og allt það sem hann fékkst við var vel frá gengið. Heimili hans bar þess gleggstan vott. Kristján átti góða vini og kunningja og oft hafði hann glað- an hóp í kringum sig og þá var sælst til að vera nærri. í hreppsnefnd var Kristján eitt kjörtímabil, en vænst held ég honum hafi þótt um að starfa fyrir Slysavarnafélagið enda var hann með fyrstu stofnendum Brimrúnar á Eskifirði og sá um allt sem tilheyrði, svo sem happ- drætti o.fl. Á heimili hans var jafnan gestkvæmt og þar áítu margir athvarf að ég tala nú ekki um þá sem liðu og áttu bágt. Þar var Guðrún fljót að rétta hjálparhönd. Ég saknaði þessa vinahóps á Hlíðarenda þegar ég flutti burt fyrir tæpum 40 árum. Sannarlega ætlaði ég mér dvöl á Eskifirði en ekki annarsstaðar. En þegar ég kom austur þá var Sigurhæð alltaf svo vinaleg og fagnandi. Já, þar eru margir sólargeislarnir tengdir minningum liðinna daga. Þau Guðrún og Kristján eignuð- ust 2 börn, Guðnýju og Arnar. Guðnýju misstu þau uppkomna en Arnar dvaldi hjá þeim alla tíð. Guðrún lést fyrir 4 árum. Nú verður svipminna að koma austur þegar Kristján er horfinn yfir landamærin. Ég ræddi við hann á nýársdag og við vorum sammála um að hittast í sumar. Þrátt fyrir háan aldur og starfs- dag kom mér ekki í hug að svo skammt væri í andlát hans. En góðu starfi hafði hann skilað og gefið samferðamönnum gott for- dæmi. Hann var sannur maður. Til þess þurfti hann engan hávaða. Fullum sönsum hélt hann til dánardags. Kristján verður mér og mínum ógleymanlegur. Tryggð hans við okkur var slík að betur varð ekki á kosið. Því vil ég með þessum orðum minnast hans, allra hans velgerða og þeirra hjóna, þess sem hann var sveitungum sínum og seinast en ekki síst manns sem ekki mátti vamm sitt vita. Með slíkum var gott að eiga samleið. Guð blessi hann um alla eilífð. Árni Helgason Áskriftartónleikar Kammersveitar Reykjavíkur MÁNUDAGINN 26. jan. nk! efnir Kammersveit Reykjavikur til sinna þriðju áskriftartónleika á þessu starfsári. Sérstök ástæða er til að benda tónlistarunnendum á þessa tón- leika, því verkin, sem þar verða flutt, eru talin meðal athyglis- verðustu kammerverka sem samin hafa verið, en þau eru Klari- nettkvintett op. 115 í h-moll eftir Johannes Brahms og Pierrot luna- ire eftir Arnold Schönberg. Bandaríski hljómsveitarstjórinn og fiðlusnillingurinn Pauí Zu- kovsky stjórnar og leikur einnig með á þessum tónleikum. (Fréttatilkynnlng) Veiðiferðin sýnd að nýju UM IIELGINA hefjast að nýju i Austurhæjarbiói sýningar á Veiðiferðinni, kvikmynd Andrés- ar Indriðasonar og Gísla Gests- sonar. Myndin, sem var frumsýnd í marz sl., hefur verið sýnd um allt land, og hafa um 65 þúsund manns séð hana. Veiðiferðin var tekin á Þingvöll- um og kemur mikill fjöldi leikara við sögu, auk barna í nokkrum stórum hlutverkum. Myndin verð- ur sýnd í Austurbæjarbíói í dag og næstu daga. NUDDSTOFA HILKE HUBERT AUGLÝSIR: Heilsunudd, partanudd, hita- lampi, háfjallasól á Hverfis- götu 39 Upplýsingar og tímapantanir í síma 13680 mánud. —föstudaga 14.30—18.30 nema þriöjudaga 13.00—17.00. Bifreiðaeigendur takið eftir Frumryövörn og endurryövörn spara ekki einungis peninga, heldur eykur öryggi yöar í umferöinni. Endurryövörn á bifreiöina viöheldur verögildi hennar. Eigi bifreiöin aö endast, er endurryövörn nauösynleg. Látið ryðverja undirvagninn á 1—2ja ára fresti. Látið ryðverja að innan á 3ja ára fresti. Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu. BÍLARYÐVÖRNhf Skeifunni 17 8 81390 (Kjötskrokkar Nauta- kjöt V4 skrokkar, flokkur U.N.I. Ung- naut í I. gæöaflokki ca. 70 kg ca. 2ja ára. 34.15 kr. kg. Pakkað. Út- beinaö. Merkt. Folalda- kjöt V4 skrokkar flokkur FO lí 1. gæðaflokkur (9 mánaöa). Verö 19.80 kr. kg. Pakkað. Útbeinað. Merkt. Svína- kjöt V4 skrokkar Flokkur SV I A Grísa- kjöt I. gæðaflokkur ca. 25. kg. skrokkar Verö 34.00 kr. kg. Pakkað. Skorið eftir ósk kaupanda. Merkt. Lambaskrokkar Allt pakkaö í plastpoka og skipt á slögum og tilbúin rúllupylsa. V4 skrokkar Dl Verð 28.55 C3. 12,5—17 kg. ’/z skrokkar Dll Verð 27.45 ca. 10—12 kg. ’/2 skrokkar Dlll Verð 24.15 ca. 9—10 kg. DS4®in^Q[II)©Tr®Œ)0R£l LAUGALÆK a. elmi 86511.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.