Morgunblaðið - 18.01.1981, Page 37

Morgunblaðið - 18.01.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 37 Elínborg Gísladótt ir - Minningarorð Fædd 11. júli 1897. Dáin 6. janúar 1981. Mánudaginn 19. janúar verður til moldar borin frá Dómkirkj- unni, heiðurskonan Elínborg Gísladóttir, Ránargötu 4, Rvk. Hún lést á Borgarspítalanum 13. dag jóla. Elínborg (Ebba) Gísladóttir var fædd 11. júlí 1897 að Mosfelli í Grímsnesi dóttir prestshjónanna þar, séra Gísla Jónssonar og konu hans frú Sigrúnar Kjartansdóttur. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á umsvifamiklu menningarheimili í stórum systkinahópi og hlaut þar mikið og gagnlegt veganesti, því prestshjónin voru annáluð fyrir samheldni, gjafmildi og gestrisni, höfðu bæði góða söngrödd og hann svo, að fyrir altari þótti hann bera af flestum, málamaður var séra Gísli talinn mjög góður. Hann kenndi piltum undir skóla og sagði mér nú látinn, aldinn vinur, að piltum sem gekk illa að nema latínu hefði verið komið til hans. Séra Gísli lést um aldur fram árið 1918. nGanga gullfætt um ffötur bláar og læóast léttfætt ljÓHÍn uppsala. varaat smáatjörnur aö vekja aofandi foldina fögru faömi nætur í.“ Þegar ég las þetta Ijóð eftir Heine í þýðingu Jónasar Hall- grímssonar um fegurð himinsins, þá fannst mér blærinn á því eiga svo vel við hana Ebbu. Hún sem alltaf var svo ljúf, glöð og góðleg, þegar hún hljóp léttfætt um göt- urnar oft í einhverjum góðgerða- erindum. Ég hugsa að hún fái vængi þegar hún kemur til æðri heima. Ebba var mörgum góðum kostum búin. Kærleiksþel hennar til allrar tilverunnar var hennar aðall, eng- an mann heyrði ég hallmæla þessari konu, aldrei heyrði ég hana sjálfa tala um að hafa gefið eða nokkurt góðverk gert, sem þó voru ótalin og enginn veit um. Nægjusemi, fórnfýsi og óvenjuieg gjafmildi voru meðal hennar mörgu góðu kosta. Hún var barn- góð með afbrigðum. Þegar hún var áttræð stóð upp lítill frændi henn- ar mjög hátíðlegur og sagði: „Hún Ebba er svo góð.“ Að vísu voru fluttar fleiri góðar ræður en þessi verður ógleymanleg, því barnið var svo snortið. Hún var óvenju- lega músikölsk og á því sviði hafði hún frábæra hæfileika að dómi þeirra sem vit hafa á. Hún var síspilandi á píanóið sitt. A spítalanum spilaði hún á náttborðið. Konan sem lá með henni spurði, hvað hún væri nú að spila. „Polka," var svarið. Ebba vann á Landsímanum í 40 ár. Hún þótti fádæma góður starfsmaður svo annálað var. Minni hefir hún haft mjög gott, því svo vel mundi hún öll síma- númer í bænum, að hún svaraði ætíð á stundinni ef spurt var. Fyrir nokkrum árum var tekið við hana stutt viðtal í Ríkisútvarpinu, um starf hennar hjá Landsíman- um og þótti það með ágætum létt og gott. Ebba bjó með Ingibjörgu (Böggu) systur sinni, en það er eins og einni ágætri vinkonu þeirra mæltist einu sinni: „Það er nú eiginlega ekki hægt að nefna aðra þessara systra nema nefna báðar." Saga þeirra er merkileg og mætti skrifa ágæta bók um þeirra lífsferil. Þær gerðu erfiðleikana að skapandi afli. Kristnar voru þær í orðsins fyllstu merkingu, því kristindómurinn er leiðin gegnum erfiðleikana en ekki framhjá þeim. Heimili þeirra systra að Rán- argötu 4 var sérstakt kærleiks- heimili. Þar komu ungir og aldnir með sorgir sínar og gleði og þar hafa margir átt griðastað ekki síður þeir sem minna máttu sín. Já, þar hefir margan gest að garði borið og Drottinn hlýtur að hafa blessað brauðið. Hvergi skemmti maður sér betur en á þessu heimili. Það var spilað og sungið og veitt af mikilli rausn á afmæl- um og tillidögum. Sérstaklega verður samt minnisstætt afmælis- hófið í apríl á sl. ári, afmælið hennar Böggu, þegar Ebba systk- inabörn hennar tvö spiluðu 6-hent á píanóið, verk sem þau höfðu æft saman um veturinn. Það verður ógleymanleg ánægjustund. Stuttu síðar duldist nú engum að Ebba gekk ekki lengur heil til skógar, þó hún léti nú í fyrstu engan bilbug á sér finna. Hún fór á spítala um stundarsakir, kom heim aftur en heilsan og kraftarn- ir voru þrotnir. Hún lá að mestu leyti rúmföst heima. Ebba vildi vera heima hjá Böggu svo lengi sem unnt var, en hún annaðist hana af mikilli umhyggju, þó farin sé að heilsu sjálf og aldrei var kvartað, það var þeirra systra háttur. Hún lagðist á Borgarspít- alann 11. nóv. Þar var hún þakklát og glöð fyrir alla þá góðu umönn- un, sem hún naut þar til hinstu stundar og þar var hún dáð sem góður sjúklingur. Kynni mín af Ebbu frænku veittu mér víðari sýn í mati á manngildið og þá minningu vil ég vel geyma. Minningarnar um hana eru hugljúfar eins og vorið og litríkar eins og haustlitirnir geta fegurstir orðið en aldrei hefi ég séð þá fegurri en í haust, síðasta haustið hennar hér í heimi. Ljósið er slokknað en bjarminn lifir með okkur, sem fengum að njóta þess. Bið þér Bagga mín og allri fjölskyldunni Guðs blessun- ar. Ágústa Júlíusdóttir. Elínborg Gísladóttir, eða Ebba eins og hún var alltaf kölluð, fæddist árið 1897 að Langholti í Meðallandi. Hún var dóttir Sig- rúnar Kjartansdóttur og séra Gísla Jónssonar. Árið 1900 fluttist fjölskyldan, hjónin og börnin tíu, að Mosfelli í Grímsnesi. Þar fædd- ist svo yngsta barnið 1918. Sama ár drukknaði séra Gísli. Sigrún amma flutti þá niður á Eyrar- bakka og síðan til Reykjavikur með börnin árið 1921. Á heimilinu var mikill gestagangur og gert vel við gesti, þrátt fyrir nauman fjárhag. Þar var spilað og sungið því tóniistin var fjölskyldunni kær. Ebba tók próf úr Kvennaskólan- um 1915. Þegar fjölskyldan flutt- ist til Reykjavíkur byrjaði Ebba að vinna á símanum. Þetta var auðvitað fyrir daga sjálfvirka sím- ans, svo þetta var býsna erilsamt starf. En Ebbu líkaði það vel, því þar var gjarnan líf og fjör. í starfið völdust oft hressar stúlkur, enda þótti starfið spennandi á þessum tíma. Ebba vann á síman- um í 40 ár. Hún minntist þess tíma alltaf með mikilli ánægju og hlýju. Systkinin tindust að heiman. Ebba bjó áfram . heima ásamt Ingibjörgu, Böggu, systur sinni. Mæðgurnar þrjár bjuggu lengi saman á Ránargötunni. Sigrún amma lézt árið 1957. Síðan hafa þær systur búið þarna saman og hlúð hvor að annarri. Eftir að Ebba veiktist síðastliðið vor og fram á haust, þegar hún fór á spítala, stundaði Bagga systur sína af alúð, eins og hennar var von og vísa. Eftir að Ebba komst á ellilaun sat hún svo sannarlega ekki auð- um höndum. í nágrenni við hana bjó margt gamalt fólk. Og hún skemmti sér við að hlaupa fyrir þetta fólk í sendiferðir út um allan bæ. Því Ebba gekk ekki eins og annað fólk, heldur hljóp hún og tifaði. Það eltist aldrei af henni. Upp úr kl. 5 fór hún upp á Vesturgötu 28, þar sem Bagga rak búð um margra ára skeið. Þar nartaði hún kannski í súkkulaði- bita og hressti sig á kaffisopa, áður en hún tók til höndunum og hjálpaði til i búðinni. Og svo var skrafað og skeggrætt við gesti og gangandi. Ebba átti gott með að tala við fólk og alveg áberandi létt með að tala við ungt fólk, svo það hefði gaman að. Hún var örlát og það voru ekki sízt ungir ættingjar og annað ungviði sem naut góðs af því. Systurnar Ebba og Bagga voru einkar gestrisnar, og þegar von var á gestum bakaði Ebba gjarnan matarmiklar flatkökur, sem ýmsir kunnu vel að meta. Bagga bætti síðan við ýmsu öðru góðgæti. Þá var þess yfirleitt ekki langt að bíða að einhver nefndi við Ebbu að setjast við píanóið. Hún var nefni- lega einkar góður píanóleikari og músikölsk fram í fingurgóma. Auðvitað spilaði hún helzt dillandi lög. Og þegar henni var hrósað fyrir spilamennskuna hló hún og fussaði. Hún gerði nú ekki mikið úr þessum hæfileikum sínum, o sussu nei ... Margir muna víst góðar stundir hjá systrunum á Ránargötunni, þegar Ebba sat við píanóið og Bagga hélt góðgæti að gestum. Við systkinin söknum kærrar frænku og félaga, en einhvern veginn er það svo, að kynni af jafn ljúfri og lífsglaðri konu og Ebba var, halda áfram að gera þeim til góða, sem þeirra nutu. Slík kynni eru eitt af því sem gera lífið létt, þrátt fyrir áföll og ástvinamissi. Sigrún Daviðsdóttir Ólafur Davíðsson + Þökkum af alhug öllum þelm, nær og fjær, sem auösýndu okkur samúö og vlnarhug viö andlát og útför hjartkæru móöur okkar, systur, tengdamóöur og ömmu, ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki á 4. hæö Sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfiröi. Hulda Þorbjörnsdóttir, Olga Þorbjörnsdóttir, Jón Þorbjörnsson, Marínó Þorbjörnsson, Helga Pugh og barnabörn. Elín Friðjónsdóttir, Una Jónsdóttir, KO*J»W aftur Almenna bókafélagið eftir Þór Whitehead. ófriður í aðsigi er fyrsta bindi ritverksins tsland í síðari heimsstyrjöld eftir Þór Whitehead. Meginefni þess er samskipti íslands við stórveldin á tímabilinu frá því Hitler komst til valda í Þýskalandi (1933) og þangað til styrjöld braust út (1939). Þjóðverjar gáfu okkur því nánari gaum sem nær dró ófriðnum, og valdsmenn þar sendu hingað einn af gæðingum sínum, SS-foringjann dr. Gerlach, til að styrkja hér þýsk áhrif. í Reykjavík starfaði deild úr þýska nasistaflokknum, og var henni stjórnað frá Berlín. íslenskum stjórnvöldum var ljóst, hvað var á seyði, en gátu lítið aðhafst, enda stóðu þau andspænis kreppu og markaðshruni, sem Þjóðverjar reyndu að notfæra sér. Þau leituðu á náðir stórvelda, sem voru þeim skapfelldari en Hitlers-Þýskaland, en róðurinn var þungur. Bókin, sem og ritverkið í heild, er byggð á tíu ára rannsóknum höfundar á heimildum, er varða ísland, í mörgum löndum, bréfum, leyniskýrslum og viðtölum við erlent og íslenskt fólk, sem þátt tók í atburðunum eða stóð nærri þeim. Mun margt af því sem bókin upplýsir sannarlega koma lesendum á óvart. Umsagnir um bókina Austurstræti 18, simi 25544. Skemmuvegi 36, Kóp., simi 73055. Árni B*rgmann sagir { Þjóöviljanum 19/12 ’80. .Sérfróöir menn um tím- ann milli styrjalda þurfa vitaskuld aö fjalla um einstök atriöi í slíku verki. Hinu mó slá föstu, aö sæmilega forvitinn les- andi, hvorki beinlínis fróöur né heldur fóvís, mun sækja margan fróö- leik í verk Þórs White- heads, fylla upp í margar gloppur Þór hefur viöaö aö miklu efni og merki- legu og reiöir þaö fram f mjög læsilegri frásögn, sem krydduö er ýmsum þeim smámunum sem styrkja tengsli lesandans viö tíöarandann." Jón Baldvin Hannibals- aon segir í Alþýöublað- inu 30/12 ’80. „Rit dr. Þórs Whiteheads, „Ófriöur f aösigi**, um efnahagsvandamál og utanríkispólitík íslendinga á millistriösárunum, ætti aö vera skyldulesning öll- um þeim er viö stjórnmál fást á íslandi. Sérstak- lega væri bókin holl lesn- ing öllum þeim íslending- um, sem enn híma í heimi goösagna og óskhyggju varöandi stööu íslands f heiminum og samskipti þjóöarinnar viö erlenda aölla.“ Halgi Skúli Kjartanaaon aagir í Halgarpóstinum 19/12 '80. „Ég sé ekki aö hann fremji hlutdrægnisbrot af því tagi aö rangfæra efni eöa leiöa lesendur á villi- götur, heldur túlki hann eigin viöhorf á þann opinskáa hátt aö lesend- um sé vorkunnarlaust aö meta hverju þeir eru ósammála og taka álykt- unum Þórs meö fyrirvara samkvæmt því. Ef seinni bindin veröa þessu fyrsta ekki til skammar, er hér aö birt- ast næsta einstætt stór- virki f íslenskri sagn- fræöi"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.