Morgunblaðið - 18.01.1981, Page 39

Morgunblaðið - 18.01.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 39 Ur Hamrahlíð til Bolivíu Úr Hamrahlíð til Bolivíu Ung menntðskólastúlka, Ásdís Rósa Magnúsdóttir, er á förum til Bolivíu. Það þótti okkur nokkrum tíöindum sæta og spurðum hana hvernig á því stæði að hún legöi í slíkt stórræöi ein síns liðs. — Nú, maður fær áhuga á að sjá framandi lönd, þegar lesiö er um krakka, sem eru að fara sem skiptinemar. Mig er búiö aö langa til þess í mörg ár. Og þegar ég sá auglýsingu frá AFS, sem er alþjóö- legt starf til menningarskipta og hefur lengl séö um dvöl ungs fólks á heimilum í öörum löndum — Sigurður Magnússon »Ég lít til nýrra Um sfðustu áramót lét Sig- urður Magnússon af störfum sem skrifstofustjóri íþrótta- sambands tslands og hóf starf sem framkvæmdastjóri hjá > Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra. Sigurður hefur starfað hjá ÍSÍ um 10 ára skeið en áratuginn þar á undan gegndi hann framkvæmdastjórastarfi hjá Kaupmannasamtökunum. I samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður að skrifstofa ÍSÍ í Laugardal hefði á síðastliðnum áratug tekið miklum breytingum og framförum. „Hún virkar sem þjónustuaðili fyrir sérsambönd- in innan ÍSt sem nú eru 17, auk þess að annast um málefni sjálfs íþróttasambandsins. Þegar ég réðist til ÍSÍ var mér m.a. ætlað að vinna að því að efla og auka áhuga almennings fyrir alhliða íþróttaiðkun og útivist undir kjörorðinu TRIMM. Að liðnum þessum áratug er vissulega ánægjulegt að sjá hversu mikil breyting hefur orðið á í þessum efnum. Félagatala íþrótta- og ungmennafélaganna hefur stór- lega aukist og almenn þátttaka í hverskyns útivist og hreyfingu hefur margfaldast. Aðgerðir ÍSÍ eiga sinn góða þátt í þessu þótt margt fleira komi til og margir hafi lagt hönd á plóginn. Síðast en ekki sízt vil ég nefna tilkomu íþrótta fyrir fatlað fólk. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá ÍSÍ að eflingu almennings- íþrótta, koma ég auga á, að hér var um að ræða mikinn fjölda fólks er fór á mis við það sem var að gerast, en hafði e.t.v. meiri þörf fyrir hreyfingu og útiveru en nokkrir aðrir. ÍSÍ létt sig þennan þátt varða og varð það mitt hlutskipti á vegum sambandsins að hafa á hendi forystu í þessu brautryðjenda- starfi. Þegar svo íþróttasam- band fatlaðra var stofnað var ég kjörinn fyrsti formaður þess. Margur hefur orðið til þess að sýna íþróttastarfsemi fatlaðra ómetanlegan stuðning og fatlað fólk hefur sjálft sýnt mikinn áhuga, kjark og dugnað. Annars er ómögulegt að gera þessum málaflokki skil í stuttu máli. Aðalatriðið er að þessi jákvæða starfsemi hefur náð að festa rætur. Fatlaða fólkið, sem vegna fötlunar sinnar á sífellt á hættu að einangrast, hefur nú fengið nýtt viðfangsefni, eitthvað til að hugsa um, tala um og hlakka til. I stað þess að hima utan við og bíða eftir að tíminn líði, hefur það öðlast þátttöku í lifandi Ljósmynd Knstján með bjartsýni viðfangsefna“ starfi, íþróttalegu og ekki síður félagslegu." Hvernig likar þér fram- kvæmdastjórastarfið sem þú hefur nýlega tekið við hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra? „Þetta félag og starfsemi þess hefur löngum höfðað til mín og því er þetta starf mjög áhuga- vert fyrir mig. Félagið stendur að ýmsu leyti á vegamótum eftir nærri þrjátíu ára starf. Miklar byggingarframkvæmdir eru hér í gangi sem munu bjóða upp á nýja og betri möguleika í þágu fatlaðra. Uppbygging félagsins og byggingarframkvæmdir byggjast á hugsjón, forsjálni og fyrirhyggju þeirra sem verið hafa í forystu á liðnum áratug- um. Styrktarfélagið nýtur vel- vilja og virðingar ótal einstakl- inga og samtaka víðsvegar um landið. A þessum nýja vinnustað mín- um er velviljað og þægilegt samstarfsfólk eins og í mínu fyrra starfi hjá íþróttahreyf- ingunni. Slíkt er í sjálfu sér ómetanlegt. Ég lít því með bjartsýni til nýrra viðfangs- efna,“ sagði Sigurður lokum. Átdís Róm Magnúsdóttir Islendinga erlendis og útlendra krakka hér — þá sótti ég um að komast til einhvers lands í þriöja heiminum. Mest langaöi mig þá til Miöausturlanda eöa Asíu. Ein stelpa, Kristín Valgeirsdóttir, hefur veriö í slíkum nemendaskiptum í Malasíu. AFS tók upplýsingar um mig og sendi út og ég held aö leitaö hafi verið að fjölskyldu, sem þótti eiga viö mig og ég viö hana. Svo kom boöiö um aö fara til Bolivíu til fjölskyldu þar. Ég veit ekki enn mikiö um þau, en fæ bráöum meiri upplýsingar. Maöurinn er doktor í bæ, sem heitir Tarija og er nokkuö langt frá höfuöborginni. Þarna er töluö spænska, lítiö um ensku, svo ég verö aö demba mér í spænsk- una. Ég verö þarna í eitt ár og á aö vera þar í skóla. — Ég geri mér ekki grein fyrir því hvernig þetta veröur, en ég er ekkert hrædd, aöeins svolítið kvíö- in. Ein stúlka fór á vegum þjóð- kirkjunnar til Bolivíu fyrir nokkrum árum og ég hefi talaö viö hana. Einnig var hér um jólin í heimsókn stelpa frá Bolivíu, sem er í námi i Bandaríkjunum. Og ég hlakka bara til að kynnast framandi þjóöum. Ég veit að fólk í svo ólíkum löndum hugsar ööruvísi og ég get átt von á dálitlum erfiöleikum og leiöa meö- an ég er aö venjast því, en þetta veröur eins og ævintýri og góö reynsla. Foreldrar Ásdísar Rósu eru Magnús Skúlason geðlæknlr og Geirlaug Björnsdóttir meinatæknir, og hún segir að þeim lítist bara vel á þetta. Hún er ekki alveg óferöa- vön, hefur tvisvar sinnum farið meö mömmu sinni til Kanada, í heim- sókn til afa síns Björns Jónssonar læknis og einnig meö henni og bróöur sínum í ferö um Skotland og írland. Og þegar hún kemur aftur tekur hún aftur til viö námiö í Hamrahlíöarskóla, væntanlega reynslunni ríkari. fclk f fréttum Guðmundur Sigurðsson. Verðlagsstofnun: Forstööu- maður hagdeildar GUÐMUNDUR Sigurðsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður nýstofn- aðrar hagdeildar hjá Verðlags- stofnun. Guðmundur er 34 ára gamall, fæddur í Reykjavík 1946, sonur Gunnhildar Guðmundsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar trésmiðs. Hann varð stúdent frá MR 1967 og lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1972. Að loknu prófi hóf hann störf við Ráðgjaf- arþjónustu Kjartans Jóhanns- sonar en sl. 3 ár hefur Guðmund- ur starfað hjá Hagvangi. Biginkona Guðmundar er Blisabet Halldórsdóttir bóka- safnsfræðingur og eiga þau einn Tískuspá sumarsins 1981 Það er einatt forvitnilegt og dálítið skemmtilegt, að lita augum sköpunarverk tiskufrömuða úti í heimi. þegar þeir „gefa línuna" vor og haust. Ósjálfrátt hafa þeir áhrif, það sem framleitt verður i fjöldaframleiðslu, og selt i venjulegum verslnnum viða um heim. ber keim af módelum þeirra að einhverju Ieyti. Myndir þær, sem hér fylgja með, eru einmitt af flíkum þeim, sem gerðar hafa verið til notkunar næsta sumar og sýndar á tískusýningum í París, Mílanó, London og New York nú nýlega. Eins og sjá má, hafa skotið upp kollinum allar tegundir af sniðum á buxur, t.d. Bermunda-buxur svokallaðar, (sléttar, ná niður á hné), buxur, sem ná niður fyrir hné og aðrar niður á mjóalegg. Víðu léreftsbuxurnar minna um margt á gamaldags nærbrækur, sem maður hefur séð í kvikmyndum og á myndum. Það er óhætt að segja, að flestir ættu að geta fundið fyrirmynd við sitt hæfi, þar sem sniðin virðast óvenju margbreytileg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.