Morgunblaðið - 18.01.1981, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981
HÖGNI HREKKVÍSI
mnn kvj /le b'im im tiidi smfRI..'
ást er...
... að vera jafn
blíður og sterkur.
t • •_>
TM Rm U.S. Pat. Ofl.-all rights reserved
® 1980 Los Angeles Times Syndicate
Ég held að skýringin hljóti að
vera sú að tæmd hafi verið <
vitlaus olíuflaska! 1239
COSPER
Konan yðar varð íyrir slysi í
bíllinn skemmdist víst ekki neitt!
Áfengisvarnardeild Heilsu-
vemdarstöðvar Reykjavíkur
Kristin Sveinsdóttir skrifar:
„Á nýliðnu ári fóru fram í
fjölmiðlum opinskáar umræður
um alkóhólisma og batavonir
alkóhólista. Mörgum eru í fersku
minni kvikmyndirnar „Komdu
aftur Sheba litla" og „Ég ætla að
hætta á morgun", svo og viðtals-
og fræðsluþættir Helgu Ágústs-
dóttur og Magnúsar Bjarnfreðs-
sonar „O, mín flaskan fríða" í
sjónvarpi. Þykir sumum nóg kom-
ið af svo góðu en aðrir fá sig seint
fullsadda, eins og gengur.
Einn er sá þáttur, sem minna
hefur verið rætt um en lítillega
var kynntur í þættinum „Ó, mín
flaskan fríða“, en það er starfsemi
Áfengisvarnadeildar Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur að Lág-
múla 9. Langar mig til, í stuttu
máli, að skýra frá þvi starfi, sem
þar er unnið og hvert markmið
deildarinnar er.
Aðstoð, fræðsla og
fyrirbyKgjandi starf
Markmið deildarinnar er tví-
þætt. Annars vegar er þjónusta
við þá, sem komnir eru í vanda
vegna drykkju eða vímuefna-
neyzlu sinna nánustu, hins vegar
er almenn fræðsla og fyrirbyggj-
andi starf. Að þessum markmið-
um vinnur deildin í nánu sam-
starfi við SÁÁ. Til deildarinnar
leita: 1. Makar alkóhólista, sem
margir hverjir eru andlega niður-
brotnir eftir margra ára eða
áratuga sambúð við virka alkóhól-
ista. 2. Foreldrar barna (sem sum
hver eru undir 12 ára aldri) og
unglinga, sem hneigzt hafa til
neyzlu áfengis og/eða annarra
vímugjafa. 3. Börn alkóhólista
(allt niður í 7 ára aldur), sem eru
algjörlega varnarlaus gagnvart
drykkju foreldranna, annars eða
beggja. 4. Sambýlisfólk, vinir, at-
vinnurekendur og aðrir, sem málið
varðar.
Hjálpartæki fyrir að-
standendur alkóhólista
Hvaða hjálp getur starfsfólk
deildarinnar veitt þessu fólki og
hvernig fer sú þjónusta fram?
Umfangsmesta starfsemi deild-
arinnar er fjölskyldunámskeiðin
sem, eins og nafnið bendir til, eru
ætluð sem hjálpartæki fyrir að-
standendur alkóhólista. Tvö slík
námskeið eru rekin samhliða, ann-
að síðdegis, hitt á kvöldin. Hvert
námskeið stendur í 4 vikur, þrjár
stundir í senn þrisvar í viku.
Framhaldsnámskeið eru rekin
fyrir þá, sem búa við hvað erfið-
astar aðstæður. Opnir fræðslu- og
kynningarfundir eru haldnir 1
kvöld í viku. Eru þeir ætlaðir
aðstandendum alkóhólista (og
annarra vímuefnaneytenda) og
öðrum, er málið varðar.
Viðtalsþjónustu veita ráðgjafar
deildarinnar samkvæmt tíma-
pöntunum. Leiðbeiningar eru
veittar félagasamtökum, stofnun-
um og öðrum, er þess æskja.
Fjöldi þátttakenda á námskeið-
um deildarinnar á árinu 1980 var
440 manns. Á kynningarfundi
komu 520 manns. Viðtöl á árinu
voru u.þ.b. 720 fyrir utan eitt eða
fleiri viðtöl við hvern einstakan
þátttakanda á námskeiðunum.
1200—1500 manns fengu einhvers
konar þjónustu hjá deildinni á
síðasta ári.
Hjálpin gctur
komið of seint
Biðlistar hafa myndast á bæði
fjölskyldunámskeiðin. Biðtími eft-
ir að komast á kvöldnámskeið er
u.þ.b. 12 mánuðir og á síðdegis-
námskeið 6 mánuðir. Þeir, sem
gerst þekkja vita, að svo langur
biðtími hefur í för með sér geysi-
lega mikið álag á þær fjölskyldur
og einstaklinga, sem til deildar-
innar leita. Af sömu sökum er álag
á starfsfóik deildarinnar óeðlilega
mikið. Eins og gefur að skilja er
mjög erfitt að vísa frá fólki, sem
er í nauðum statt, og benda því á
hina löngu biðlista. Fái það ekki
hjálp fyrr en eftir 6—12 mánuði,
getur hún komið of seint.
Alkóhólismi er fjöl-
skyldusjúkdómur
Ekki er öllum ljós tilgangur
þess að fræða og hjálpa aðstand-
endum alkóhólista og annarra
vímuefnaneytenda. Flestir vita, að
hægt er að hálpa alkóhólistanum
til að hætta að drekka, vilji hann
það sjálfur. En takmarkinu er
ekki þar með náð. Alkóhólismi er
fjölskyldusjúkdómur þar sem allir
meðlimir fjölskyldunnar hafa
sýkst að meira eða minna leyti.
Tjáskipti á heimili alkóhólista,
jafnvel þótt hann sé hættur að
drekka, eru oft bágborin. Uppeldi
og eftirlit barna hefur farið for-
görðum og fjármálin eru í óreiðu.
Hjónabönd rofna og heimili
leysast upp vegna ofneyzlu áfengis
og hjónaskilnaðir eru tíðir, einnig
eftir að alkóhólistinn hættir
drykkju. Þetta er þjóðfélaginu
Ætti að heita
„Boltaíþróttir“
1430-2743 og 7608 - 3479
skrifa:
„Kæri Velvakandi:
Við erum hérna tvær sem ætl-
um að leyfa okkur að skrifa aðeins
um þessa „dásamlegu" sjónvarps-
dagskrá okkar. Fræðslu- og um-
ræðuþættir virðast mjög í háveg-
um hafðir, því að varla opnar
maður fyrir sjónvarpið án þess að
það sé í minnsta lagi einn slíkur
þáttur á kvöldi og þá yfirleitt á
besta tíma eða um níu-tíuleytið.
SKólakrakkar virðast ekki eiga að
fá að njóta að horfa á þá þætti
sem þeir hafa áhuga á (m.a. hina
ýmsu framhaldsþætti) vegna þess
að þeir eru allajafna sýndir síðast
á dagskrá og það er slæmt fyrir
krakka sem þurfa að mæta
snemma í skólann að þurfa að
vaka svo lengi frameftir. Væri
ekki skynsamlegra að deila þessu
betur niður?
Ber ekki nafn með rentu
Fyrir nokkru var talað um að
Bjarni Felixson hefði nær ein-
göngu fimleika í þáttum sínum.
En eftir að hafa sest niður og
horft á nokkra þætti, getum við
ekki betur séð en þættirnir séu
eingöngu byggðir upp á hinum
ýmsu boltaíþróttum. Hvar eru
hesta-, skauta-, skíða-, frjáls-
íþróttir og allt hitt? Jú, jú, oft
slær hann botninn í þessa þætti
með fimm mínútna bút af ein-
hverju af þessu, en það er allt og
sumt. „íþróttir" eins og þátturinn
kallast ber því ekki nafn með
rentu, hann ætti að heita „Bolta-
íþróttir" eða eitthvað í þá áttina.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.“
Þessir hringdu . . .
Vantar sér-
stakan sálma-
lagaþátt
Hlustandi á Norðurlandi
hringdi og kvað við hæfi að þakka
það sem vel væri gert: — Mig
langar til að færa Ríkisútvarpinu
þakkir fyrir hinar örstuttu helgi-
stundir sem það hefur tekið upp.
Ég er þess fullviss að þær verða
mörgum til góðs og ná til fleiri
hlustenda en áður var um svipaða
þætti, enda fleiri komnir á fætur
um hálfníuleytið. Þá finnst mér
æskilegt að fá sérstakan sálma-
lagaþátt í útvarpinu, því að það er
málefni sem varðar allstóran
hluta þjóðarinnar. Þar væri hægt
að leika gömlu og góðu sálmana og
kynna nýja. Það var ákaflega
vinsælt þegar Páll ísólfsson var
með Þjóðkórinn. Þennan þátt
mætti hafa með svipuðu sniði og
hvetja fólk til að taka undir.
Er einn ekki nóg?
H.M. hringdi og undraðist að
lesa um það frétt í Mbl. 14. janúar
að ráðinn hefði verið nýr bílstjóri
að forsetasetrinu í júní í sumar. —
Éinn bílstjóri hefur dugað á
Bessastöðum frá 1969 og ég hélt að
þar hefði fækkað frekar en hitt.
Hver er skýringin?