Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
3
Trésmiðafélag Reykjavíkur:
Áskilur sér allan rétt til
aðgerða rými kaupmáttu
STJÓRN og trúnaðar-
mannaráð Trésmiðafélags
Reykjavíkur fordæmir
harðlega síendurtekna
íhlutun stjórnvalda í gild-
andi kjarasamninga, eins
og gert var með setningu
bráðabirgðalaganna um
síðastliðin áramót, segir í
fréttatilkynningu frá fé-
laginu, sem Morgunblað-
inu barst í gær. Samþykkt
félagsins var gerð á fundi,
sem haldinn var 22. janú-
ar.
sem nýgerðir kjarasamningar
tryggðu. Fundurinn telur að því
aðeins verði hægt að una þessum
aðgerðum án mótaðgerða að í
raun verði um sama kaupmátt að
ræða og samningar tryggðu."
Undir lok fréttatilkynningar
Trésmiðafélags Reykjavíkur segir:
„Af framansögðu hefur fundurinn
allan fyrirvara á þessar ráðstaf-
anir stjórnvalda og áskilur sér
fyllsta rétt til nauðsynlegra að-
gerða til þess að tryggja umsam-
inn kaupmátt."
engu höfð. Slík vinnubrögð sem
þessi eru fordæmanleg.
Að vísu eru gefin fyrirheit þess
efnis, að sú skerðing vísitölubóta,
nú í byrjun árs, sem leiðir af
lögunum, skili sér síðar á árinu
vegna afnáms skerðingarákvæða
„Ólafslaga" á vísitölu, með skatta-
lækkun og fleiri fyrirheitum, sem
fram koma í efnahagsáætlun rík-
isstjórnarinnar.
Verkalýðshreyfingin hlýtur að
vera tortryggin á þessar aðgerðir
og að þær skili þeim kaupmætti,
Mjög harður árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða á Skúlagötu við
Frakkastig skömmu fyrir miðnætti á laugardag. ökumaður annars
bilsins slasaðist litils háttar en að öðru leyti slapp fólk án meiðsla og
má það mildi telja. Bilarnir eru stórskemmdir eins og sjá má.
Ljósm. Jón Svnvarsson
í fréttatilkynningu Trésmiðafé-
lagsins segir ennfremur: „Einnig
mótmælir fundurinn þeim vinnu-
brögðum stjórnvalda, að þrátt
fyrir marggefnar yfirlýsingar
þeirra um samráð við verkalýðs-
hreyfinguna eru slík samráð að
Eftir að veiða
45 þús. tonn af
loðnu í vetur
ALLS eiga nú 24 loðnuskip eftir að
fylla kvóta sinn á þessari vertíð, en
7 þeirra eru nú í siðustu veiðiferð.
Eftir er að veiða um 45 þúsund
tonn upp í kvótann, sem ákveðinn
var 460 þúsund tonn i október.
Loðnuskipin hafa undanfarið feng-
ið afla út af Héraðsflóa og siðan
síðdegis á laugardag hafa eftirtal-
in skip tilkynnt afla til Loðnu-
nefndar.
Laugardagur: Víkurberg 550.
Sunnudagur: Sæbjörg 600, Kap II
630, ísleifur 350, Ársæll 390, Huginn
500.
Mánudagur: Magnús 500, Þórður
Jónasson 400.
Verðfall á ufsa
í V-Þýzkalandi
MARKAÐUR fyrir ísfisk hefur
verið mjög lélegur í Bretlandi að
undanförnu vegna mikils framboðs
af fiski frá meginlandi Evrópu. Nú
hefur markaðurinn i V-Þýzkalandi
ejnnig fallið mjög og i gær fengust
5,46 krónur fyrir kíló, en fyrir
áramót var algengt að skip frá
íslandi fengju 7—8 krónur fyrir
kiló af ufsa. Undanfarið hafa
franskir togarar landað miklu af
ufsa i Þýzkalandi og hefur það haft
þessi áhrif til verðlækkunar.
Efnahagsaðgeröir ríkisstjórnarinnar hafa í för með sér aö hagur
álméftnirigs mun þi-erígjast; í bíli.aÖ minnstá jKosti Bansínyerö rhun aö
öllurn líkinþum fafj9 í, 1;Ö kr. fyrir, árslok eÖa,1000 ater. pér! iítftr '
Á miðvikudag landar togarinn
Vigri 90 tonnum af ufsa í Þýzka-
landi, en samtals landar skipið 235
tonnum. Slæmt útlit er með sölu á
ufsanum, en heldur betra útlit með
sölu á karfa og öðrum fiski í afla
skipsins. Fram til 16. febrúar landa
5 íslenzkir togarar í Þýzkalandi, en
á miðvikudag er eitt skip bókað með
löndun í Bretlandi og síðan landa
ekki fleiri íslenzk skip þar í landi
fyrr en 18. febrúar.
já hver hagiir er aö því aö eiga sparneytnasta bílinn á
:::
Hagstætt verö og greiðslukjör.
Fullkomin varahluta- og verkstæöi
»nasta.cí ^ |
t áijá -
■ *$•• •••
4 bílar skemmdir
SKEMMDARVARGAR voru enn
á ferðinni um helgina og voru
tilkynntar skemmdir á fjórum
bílum til lögreglunnar. Tveir bílar
voru skemmdir við Borgarbílasöl-
una í Skeifunni og þriðja bílnum
stolið og einnig voru bílar
skemmdir við Suðurgötu og Hóla-
vallagötu. Allar upplýsingar eru
vel þegnar hjá lögreglunni, sem
vinnur að rannsókn málanna.
Charade