Morgunblaðið - 03.02.1981, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
Peninga-
markaöurinn
GENGISSKRANING
Nr. 22 — 2. febrúar 1981
Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
1 Bandaríkiadollar 6,230 6,248
1 Stnrtingspund 14,703 14,745
1 Kanadadollar 5,220 5,235
1 Dónsk króna 0,9606 0,9634
1 Norsk króna 1,1500 1,1533
1 Ssansk króna 1,3689 1,3729
1 Finnskt mark 1,5614 1,5659
1 Franskur franki 1,2811 1,2848
1 Balg. franki 0,1842 0,1847
1 Svissn. franki 3,2550 3,2644
1 HoHensk ftorina 2,7235 2,7314
1 V.-þýrkt marfc 2,9582 2,9668
1 HÍMak lira 0,00625 0,00626
1 Auaturr. Sch. 0,4181 0,4193
1 Portug. Eacudo 0,1123 0,1126
1 Spánskur posati 0,0755 0,0757
1 Japanskt yan 0,03066 0,03075
1 Irakt pund 11,019 11,151
SOR (aératök
dráttarr.) 30/1 7,7512 7,7736
V
r N
GENGISSKRANING
FERÐAMANNAGJALDEYRIS
2. febrúar 1981
Nýkr. Ný kr.
Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 6,853 6.873
1 Stsrtingspund 18,173 16,220
1 Kanadadollar 5,742 5,759
1 Dónsk króna 1,0566 1,0597
1 Norsk króna 1,2650 1,2686
1 Ssensfc króna 1,5058 1,5102
1 Finnskt mark 1,7175 1,7225
1 Franskur franki 1,4092 1,4133
1 Betg. franki 0,2026 0,2032
1 Svissn. franki 3,5805 3,5906
1 Hottensk florina 2,9959 3,0045
1 V.-þýzkt mark 3,2540 3,2635
1 ítólsk líra 0,00688 0,00689
1 Austurr. Sch. 0,4599 0,4612
1 Portug. Escudo 0,1235 0,1239
1 Spénskur pasati 0,0831 0,0833
1 Japansktyen 0,03373 0,03383
1 írskt pund 12,121 12,156
v 7
Vextir:
INNLÁNSVEXTIR:.
(ársvextir)
1. Almennar sparisjóðsbækur.......35,0%
2.6 mán. sparisjóösbækur ...........36,0%
3.12 mán. og 10 ára sparisjóösb...37,5%
4. Vaxlaaukareikningar, 3 mán.......40,5%
5. Vaxtaaukareikningar, 12 mán.....46,0%
6. Ávfeana- og hlaupareikningur....19,0%
7. Vfeitölubundnir sparifjárreikn. 1,0%
ÚTLÁNSVEXTIR:
(ársvextir)
1. Víxlar, forvextir ..............34,0%
2. Hlaupareikningar................36,0%
3. Lán vegna útflutningsafuröa.... 8,5%
4. Önnur endurseijanleg afurðalán ... 29,0%
5. Lin meö ríkisábyrgö.............37,0%
6. Almenn skuldabréf...............38,0%
7. Vaxtaaukalán....................45,0%
8. Vfeitökibundin skuldabréf ...... 2,5%
9. Vanskilavextir á mán............4,75%
Þess ber aö geta, aö lán vegna
útflutningsafuröa eru verðtryggð
miöaö viö gengi Bandaríkjadollars.
Lífeyrissjódslán:
Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkis-
ins: Lánsupphæö er nú 80 þúsund
nýkrónur og er lánið vísitölubundiö
meö lánskjaravísitölu, en ársvextir
eru 2%. Lánstími er altt að 25 ár, en
getur veriö skemmri, óski lántakandi
þess, og eins ef eign sú, sem veð er í
er lítilfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt
lánstímann.
Lifeyrissjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aðild
aö lífeyrissjóönum 48.000 nýkrónur,
en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3
ár bætast viö lánið 4 þúsund ný-
krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5
ára aöild aö sjóönum. Á timabilinu
frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö
höfuöstól leyfilegrar lánsupphæöar 2
þúsund nýkrónur á hverjum ársfjórö-
ungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er
lánsupphæöin oröin 120.000 nýkrón-
ur. Eftir 10 ára aöild bætast viö eitt
þúsund nýkrónur fyrir hvern ársfjórö-
ung sem líöur. Því er í raun ekkert
hámarkslán í sjóðnum. Fimm ár
veröa aö líöa milli lána.
Höfuðstóll lánsins er tryggður meö
byggingavísitölu, en lánsupphæðin
ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til
25 ár aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala fyrir febrúar-
mánuö 1981 er 215 stig og er þá
miöaö við 100 1. júní '79.
Byggingavísitala var hinn 1. janú-
ar síðastliöinn 626 stig og er þá
miöaö viö 100 í október 1975.
Handhafaskuldabréf r fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru
nú 18—20%.
Fyrir austan íjall kl. 22.35:
Um málefni fatlaðra
Gunnar Kristjánsson
Á dagskrá hljóövarps kl. 22.35 er
þátturinn Fyrir austan fjall í
umsjá Gunnars Kristjánssonar
kennara á Selfossi.
— í þessum þætti tek ég fyrir
málefni fatlaðra, sagði Gunnar, —
og ræði við Brynleif Steingrímsson
héraðslækni um það sem viðkemur
sjúkrahúsum eða heilbrigðiskerf-
inu í þeim málum. Þá tala ég við
Árna Guðmundsson, fulltrúa Al-
mannatrygginga hjá sýslumanns-
embættinu, um bótakerfið. Að síð-
ustu ræði ég við blindan mann,
Ragnar Magnússon, en hann missti
sjónina, þegar hann var kominn á
fullorðinsár og varð þá að aðlagast
nýjum lífsháttum. Hann var
starfsmaður hjá Landsbankanum
áður, en starfar nú sem sjúkra-
nuddari og hefur þannig tekist að
komast aftur út á vinnumarkað-
inn. Við spjöllum saman um áhrif
þessarar fötlunar á hans líf.
Á dagskrá sjónvarps kl. 20.45 er bresk heimildamynd, Styrjöldin á
austurvfgstöðvunum. Fyrsti hluti af þremur. Nú eru u.þ.b. 40 ár liðin frá
því að þýski herinn réðst inn í Rússland. í ljós kom þegar á leið, að
Þjóðverjar höfðu vanmetið tvennt: andstæðing sinn í austri og landið
sem hann bjó í, þ.e. hinar gífurlegu fjarlægðir sem þurfti að yfirvinna.
Þýðandi og þylur er Gylfi Pálsson.
Jón Steinnr GunnUugsson Hannes Hólmateinn Gias- Ragnar Árnaaon
uraraon
Umræðuþáttur í sjónvarpi kl. 22.00:
Hljóta ríkisumsYÍf
ávallt að aukast?
Á dagskrá sjónvarps kl. 22.00 er
umræðuþáttur: Hljóta rikisumsvif
ávallt að aukast? Stjórnandi Jón
Steinar Gunnlaugsson. Þátttakend-
ur eru Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson sagnfræðingur, Ragnar
Árnason lektor og Vilmundur
Gylfason alþingismaður. Einnig
koma fram í þættinum Eysteinn
Jónsson, fyrrum ráðherra og
Sveinn Jónsson endurskoðandi.
— Enginn ágreiningur er um
það að rikisumsvif hafa aukist hér
á landi, sagði Jón Steinar, en við
munum m.a. leiða talið að því,
hvort til staðar sé eitthvert lögmál
fyrir stjórnkerfi eins og okkar, að
það hljóti alltaf að gerast. Einnig
er það spurning, hvort menn telja
þetta æskilegt eða óæskilegt, og þá
af hverju. Þá var ætlunin að rekja
það nokkuð hvernig þetta hefur
þróast hér á landi. Sveinn Jónsson
lýsir í því sambandi þróun skatt-
heimtu hjá okkur. Þá verður rætt,
hvort menn vilja breyta þessu
eitthvað og hvað þeir telja hægt að
gera til þess, t.d. hvort nauðsynlegt
sé að gera breytingar á stjórnskip-
unarreglum, formreglum lýðræðis-
ins, til að hafa áhrif á þróunina.
Stundum hefur verið talað um, að
það gæti verið heppilegt að kjósa
framkvæmdarvaldshafa beinni
kosningu og þing sérstaklega, og
afnema þingræðisregluna, þannig
að ríkisstjórn þyrfti ekki að styðj-
ast við þingið. Þannig gæti þingið
veitt framkvæmdarvaldinu aðhald
meira en nú er. Um þetta spyr ég
Eystein, þ.e.a.s. hvort hann gæti
hugsað sér þessa skipan mála.
Vilmundur Gylfason
Eysteinn Jónsson Svelnn Jónsson
Útvarp Reykjavík
ÞRIÐJUDKGUR
3. íebrúar
MORGUNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Bæn.
7.16 Leikfimi.
7.25 Morgunpósturinn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Morgunorð: Sigurveig Guð-
mundsdóttir talar. Tónleik-
ar.
8.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur frá kvöldinu áður.
9.00 Fréttir.
9.05 Samræmt grunnskóla-
próf i dönsku.
9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 bingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Sjávarútvegur og sigling-
ar. Umsjónarmaður: Ingólf-
ur Arnarson.
10.40 íslensk tónlist
Sinfóniuhljómsveit íslands
leikur Konsert fyrir Kamm-
erhljómsveit eftir Jón Nor-
dal; Bohdan Wodiczko
stjórnar.
11.00 „Man ég það, sem löngu
leið“ Ragnheiður Viggós-
dóttir sér um þáttinn. Lesið
úr „Skammdegisgestum“,
bók eftir Magnús F. Jónsson.
11.30 Morguntónleikar
Leontyne Price syngur lög
eftir Robert Schumann. Dav-
id Garvey leikur með á pí-
anó/ Victoria de los Angeles
syngur Shéhérazade eftir
Maurice Ravel með hljóm-
sveit Tónlístarskólans í Par-
Í8; Georges Prétre stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Þriðjudagssyrpa — Jónas
Jónasson.
SÍDDEGID
15.20 Miðdegissagan: „Tvennir
timar“ eftir Þorstein Ant-
onsson
Höfundur byrjar lesturinn.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar. Fíl-
harmoniusveitin í New York
leikur tónverkið „Vor í App-
aiakiufjöllum“ eftir Cop-
land; Leonard Bernstein
stj./ Fílharmoniusveitin i
Osló leikur Sinfóniu nr. 1 i
D-dúr op. 4 eftir Johan
Svendsen; Miltiades Caridis
stj.
17.20 Útvarpssaga barnanna:
„Gullskipið" eftir Hafstein
Snæland. Höfundur les (6).
17.40 Litli barnatíminn. Finn-
borg Scheving stjórnar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
KVÖLDID______________________
19.35 A vettvangi.
Stjórnandi þáttarins: Sig-
mar B. Hauksson. Samstarfs-
maður: Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir.
20.00 Poppmúsik.
20.20 Kvöldvaka.
a. Kórsöngur: Árnesingakór-
inn í Reykjavík syngur ís-
lenzk lög. Söngstjóri: Þuríð-
ur Pálsdóttir. Pianóleikari:
Jónina Gisladóttir.
b. Björn Eyjólfsson frá Her-
dísarvik. Skúli Helgason
fræðimaður flytur síðari
hluta frásöguþáttar sins.
c. Kvæði eftir Örn Arnarson.
Úlfar Þorsteinsson les.
d. Vitabygging á Iláadrang.
Vigfús ólafsson kennari seg-
ir frá.
21.45 Útvarpssagan: „Mín lilj-
an fríð“ eftir Ragnheiði
Jónsdóttur. Sigrún Guðjóns-
dóttir lýkur lestri sögunnar
(11).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Að austan. Umsjón:
Gunnar Kristjánsson kenn-
ari á Selfossi. í þættinum er
meðal annars rætt við Bryn-
leif Steingrímsson héraðs-
lækni og Ragnar Magnússon
um aðstöðu fatlaðra.
23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar-
maður: Björn Th. Björnsson'
listfræðingur. Shirley Booth
flytur tvo einleiksþætti eftir
Dorothy Parker: „Konuna
með lampann" og „Boðið upp
í vals“. Leikstjóri: Howard
Sackler.
23.45 Kvöldtónleikar: Frá tón-
listarhátíð i Schwetzingen í
fyrrasumar. Arleen Angér
syngur með útvarpshljóm-
sveitinni i Stuttgart. Stjórn-
andi: Paul Sacher.
a. „Se tutti i mali miéi“ (K83)
eftir Wolfgang Amadeus
Mozart.
b. Kansóna og rómanza eftir
Werner Egk.
23.45 Fréttír. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
3. febrúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá
20.35 Frá dögum goðanna
Lokaþáttur. Orfeifur
Þýðandi Kristin Mántylá.
Sögumaður Ingi Karl Jó-
hannesson.
20.45 Styrjöldin á austur-
vigstöðvunum
Bresk heimildarmynd í
þremur hlutum. Fyrsti
hluti. Stjúrnarfar óttans
Senn eru liðnir fjórir ára-
tugir, siðan þýski herinn
réðst inn í Rússland. Styrj-
öldin á austurvigstöðvun-
um var háð af mikilli
grimmd og miskunnarleysi
af beggja hálfu, og þar
voru ekki aðeins ráðin ör-
lög Þýskalands. heldur
allrar Áustur-Evrópu.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
21.35 Óvænt endalok
Á puttanum
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
22.00 Iiljóta ríkisumsvif
ávallt að aukast?
Umra-ðuþáttur.
Stjórnandi Jón Steinar
Gunnlaugsson lögfra-ðing-
ur.
Þátttakendur ilannes
Hólmsteinn Gíssurarson
sagnfræðingur, Ragnar
Árnason iektor og Vil-
mundur Gylfason alþingis-
maður.
Einnig koma fram i þættin-
um Eysteinn Jónsson. fyrr-
um ráðherra, og Sveinn
Jónsson endurskoðandi.