Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 32

Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 32
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 HÖGNI HREKKVlSI ,h&6m\,ekki m w míiramk\’ ást er... ... að lofa honum stundum að komast að í baðherberginu. TM Reg U.S. Pat Off —«11 ríghts r< c 1978 Los Angetes Times Syrxlicate Hugsaöu þér. á mortrun eru það Kesturinn hér við hliðina á yður fimm ár síðan. — bað er alveg neitar að horða súpuna. 'ann yfirgengileKt hve timinn er afþakkaði þetcar hann heyrði til fljótur að líða? yðar! COSPER Ef ég má nota símann, skal ég hrinRja strax á múrara og trésmið! Tvö rit sem láta lítið yfir sér Skúli Maxnússon. Keflavík, skrifar: „Agæti Velvakandi. Skömmu fyrir sl. áramót komu út tvö tímarit sem mér finnst ástæða til að drepa á. Orsökin til þess er sú, að rit þessi láta lítið yfir sér, en eru grundvöllur að merku starfi og hafa vafalaust ekki mikla útbreiðslu enn sem komið er. Safnamál Fyrra ritið er Safnamál, sem gefin eru út af Héraðsskjala- og bókasöfnunum á Sauðárkróki. Er það fjórði árgangur ritsins sem nú kemur út. í Safnamálum er að finna marg- víslegar upplýsingar um störf safnanna á Sauðárkróki og þar er birtur gamall fróðleikur varðandi skagfirska sögu og menningu. Birtar eru gamlar ljósmyndir, þar sem lesendur eru beðnir að láta frá sér heyra ef þeir þekkja viðkomandi fólk á myndum. I fyrri árgöngum hafa og birst fleiri slíkar myndir, enda er ljóst, að slíkt hefur orðið til bjargar ýms- um fróðleik, sem ella hefði glatast. Safnamál eru 36 síður í litlu broti og frágangur hinn besti. Það sem koma skal A Sauðárkróki er komin mjög góð aðstaða til notkunar safn- anna. I Safnahúsinu er skjala- og bókasafn, þar sem þeir Hjalti Pálsson og Kristmundur á Sjávar- borg ráða ríkjum. I kjallara Safnahússins er að- staða fyrir gesti til dvalar á meðan þeir þurfa að nota gögn safnanna. Er slík aðstaða senni- lega fágæt í söfnum hérlendis, en er vissulega það sem koma skal. Ljóri Ljóri heitir seinna ritið sem mig langar að ræða um. Það er nýtt af nálinni, 1. tbl. 1. árgangs. Er því ætlað það hlutverk að vera fréttablað minjasafna og málgagn safnmanna. Ennfremur að birta skrif um safnamál eftir því sem þarf. Aðstandendur Ljóra eru aðal- lega starfsmenn Þjóðminjasafns, en í ritnefnd eru: Árni Björnsson, Guðmundur Olafsson og Lilja Árnadóttir. Rit eins og Ljóri á tvímælalaust rétt á sér, og hefði átt að vera komið út fyrr. En það kemur í kjölfar meiri umræðna um minjar og minjavörslu, en áður var, og um leið og ungu fólki með menntun á þeim sviðum hefur fjölgað. Skúll Magnússon Meðal efnis Ljóra má nefna grein um safnmannafund í Árbæ, grein um safnastofnanir og fjórð- ungsminjaverði eftir Gunnlaug Haraldsson. Ennfremur þörf hugvekja um starfsemi Þjóð- minjasafnsins og fjárþörf þess. Skrifað er um rannsóknir á Stóru-Borg og í Gautavík eystra. Árni Björnsson ræðir um munn- lega geymd heimilda og Nanna Hermannsson um safnahús. Yrði til að efla lít- il ok févana byggðasöfn Ég tel, að greinar þeirra Gunn- laugs um safnastofnanir, og Guð- mundar Ólafssonar um Þjóð- minjasafnið séu hinar þörfustu hugvekjur þessa rits. Þar tengist saman sá vettvangur sem söfnun og varðveisla minja byggir á. Bagalegast er féleysið og ljóst er, að nauðsyn er á að efla mjög samvinnu byggðasafna og Þjóð- minjasafns til mótunar á ákveð- inni stefnu í þessum málum. Forðast ber þó of mikla miðstýr- ingu frá Reykjavík, og hygg ég, að fjórðungsminjaverðir geti e.t.v. orðið þar nokkur hemill á. Hug- myndin um slíka minjaverði er góð, og framkvæmd hennar yrði vafalaust til að efla mjög hin litlu og févana byggðasöfn. í þágu skóla og almennings Aðalatriðið hlýtur þó að verða endurskoðun núverandi þjóð- minjalaga. Sérstaklega þarf að koma fjármálum safnanna á traustari grundvöll. Um leið þarf að sjá til þess, að ungt fólk, með sérmenntun á sviði þjóðhátta- og fornleifafræði, fái störf við sitt hæfi. Með tilkomu laga um héraðs- bókasöfn um 1956 varð skjótt breyting á högum lestrarfélaga og bókasafna í landinu. Áður flutu slík söfn á áhuga viðkomandi héraðsmanna og valt þá vitanlega á ýmsu um framkvæmdir. En í kjölfar bókasafnslaga urðu víða til mjög góð héraðsbókasöfn, sem gegna mikilvægu hlutverki á sín- um svæðum, bæði í þágu skóla og almennings. Kjörinn Krundvöllur Svipaða sögu er að segja um minjasöfn, þau eru háð misjöfnum skilningi sveitarstjórna og bera þess víða merki. Með stöðugt breyttum atvinnuháttum verður því brýnni þörf fyrir endurskoðun laga um minjasöfn. Munurinn er hins vegar sá, að þegar lög um almenningsbókasöfn voru sett, var lítið um sérmenntaða bókaverði, en í dag er aftur á móti hópur ungs fólks með menntun í þjóð- hátta- og fornleifafræði, sem ekki fær störf við hæfi. Því er mikil hætta á, að starfskraftar þessa fólks komi ekki að neinum notum, að það leiti annað, ef ekki verður breyting á. Er þá illa farið. Ég held, að stofnun safnmanna- félags og útgáfa Ljóra sé þarft framlag, og kjörinn grundvöllur til að efla umræðu um þessi mál, sem aðkallandi er að taka til endurskoðunar." Fullyrðingar og skýringar Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Það er eitt aðaleinkennið á skrifum Christians G. Favre, sem verið hafa að birtast í Velvakanda og Lesbók að undanförnu, hve mörkin eru þar óljós milli þess, sem maðurinn heldur fram frá sjálfum sér, og þess sem hann hefur eftir öðrum — því sem var fyrir 500 árum, fyrir 2500 árum, 5500 árum og hver veit hvað langt aftur. Hann er t.d. að fræða okk'jy . i - . , . ' ~e' "°rið rauður á a þvi að Adam nai. . . hörund og komið frá rauðri plán- etu, en það kemur ekki skýrt fram, hvort hann heldur þetta sjálfur, eða hvort hann ætlar fornum riturum að hafa haldið það. Og hann segir að Forn-Egyptar hafi verið að reisa Pýramídann mikla J. 500 ár“, með tilhjálp „Guða“ (framfaramannkyns í öðru sól- hverfi), en hann skýrir á engan hátt hvernig „áætlunarfluginu" milli Guða og Egypta hafi verið háttað, né hvernig hann kemur því heim við afstæðiskenningu sína að slíkt hafi getað gerzt, né heldur skýrir hann frá því, hann heldur sjálfur um slíkar heini- sóknir í nútíðinni. Það skyldi þó aldrei vera að hann aðhylltist skýringar Nýalssinna í þeim efn- um? Ef svo skyldi vera, þá væru allar deilur um þetta af misskiln- ingi sprottnar, og yrði þá að taka málið allt upp að nýju. En á meðan skoðanir hans og skýringar koma ekki fram, VSrður UÖ hsláá sig við heimildagagnrýnina, og þar sýnist mér Christian standa ',<*Öið höllum fæti. Uai.v. Einkennilega miKio . nöp við allt grískt Það sem á hinn bóginn einkenn- ir skrif þessa manns — sem ég hef lesið vegna þess að þau standa í mínum eftirlætisdálkum — er sú rótgróna óvild, sem hann virðist bera til svo margra þekktra manna úr mannkynssögu, sem hann minnist á: Chúfú eða Keops, sem Pýramídinn mikli er kenndur, verður hjá honum „hégómlegur konungur“ (sem eignaði sér verk geimfaranna!) — en Keopsnafnið á þessum sama faraó, 2000 árum síðar þannig ritað, kallar har.r. afbökun, líklega mest af því að það er grískt. Christian virðist vera einkennilega mikið í nöp við allt grískt, fyrst við heimspeki Plat- óns, sem hann segir að „erlendis" þyki tilheyra „forneskjulegum hugsunarhætti", síðan við Pýþag- óras, sem hann telur fásinnu að vitaö riafí L'm hnattlögum jarðar. Og þó að' hann láti eftir Fílólási Pýþagórasarsinna, að hann hafi vitað slíkt, þegir hann alveg um það sem meira er, vitneskju hins sama um hreyf- ingar jarðarinnar. Og um Arist- arkos — Kópernikus forn.aldar — !æíur hann það heita auk annars, að „kerfi hans var allt of flókið“ o.s.frv. Til þess er þetta allt of vel viðurkennt - b ' náttúrlega hægt, í þess- j* “ . , *'"iaður á þá um anda, að bera u..„ skoðun merkustu fræðimanna, ao Pýþagóras hafi vitað eitthvað um hnattlögun jarðar og um heims- fræði yfirleitt. En ég er hræddur um að gagnrýnandinn komist ekki langt með þær rengingar að svo stöddu. Til þess er þetta allt of vel viðurkennt (sjá til dæmis Encycl- opedia Britannica). Hann yrði þá a.m.k. að geta skýrt hvernig það

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.