Morgunblaðið - 03.02.1981, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.02.1981, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 32 „Skjónumálið“ og dóm- arnir sem gleymdust í fyrri grein minni um annað bindi Ættbókar og söku islenzka hestsins á 20. öld eftir Gunnar Bjarnason gerði ég að umtalsefni fyrstu kafla bókarinnar og verð- ur nú haldið áfram þar sem frá var horfið. Einn kafli annars bindisins nefnist Erjur og segir Gunnar þar frá þrenns konar erjum frá árun- um eftir 1960, er fjalta um hross og leiddu til dómsmála. Reifun dóma er vandaverk og þar þarf að fara saman nákvæmni og færni í að skilja aðalatriðin frá auka- atriðum. Við reifun á fyrsta mál- inu, sem reis vegna lausagöngu og töku stóðhesta i Austur-Húna- vatnssýslu, nýtur Gunnar leið- sagnar Hákons heitins Guð- mundssonar, hæstaréttarritara og síðar yfirborgardómara í Reykja- vík, og birtir raunar útvarpserindi Hákons um þessi málaferli. Reif- un Hákons er eins og vænta mátti glögg og skýr. Næst rekur Gunnar erjur, sem risu milli hans og Sigurðar Jóns- sonar frá Brún út af tveimur folöldum, sem leiddu til þess að Sigurður höfðaði meiðyrðamál á hendur Gunnari í kjölfar blaða- greina þeirra um þetta mál. Mál- inu lauk hins vegar með dómssátt. Gunnar birtir vegna þessa máls blaðagreinar, stefnu, greinargerð- ir og ýmis skjöl úr málaferlunum. Sjálfsagt má deila um hversu löng og ítarleg frásögn hæfir þessum málaferlum en væntanlega hafa aðrir atburðir úr lífi Sigurðar frá Brún haft meiri þýðingu fyrir íslenska hrossarækt en þessi málaferli. Seinni grein um Ættbók og sögu Þessi mistök Gunnars rýra verulega reifun hans á dómunum, því það mál, sem fallið hefur niður hjá honum, er jafnan talið aðal- þáttur „Skjónumálsins" og í því réðust raunar úrslitin. Mistökin hafa einnig leitt til þess að Gunnar á í erfiðleikum með að skýra lokaniðurstöðu málsins, þ.e. < hvers vegna beiðni Björns á Löngumýri um innsetningargerð- ina nær ekki fram að ganga, þó Birni sé dæmdur eignarréttur að hryssunni. Skýringin er einfald- lega sú að lokamálið snerist aðeins um eignarrétt yfir hryssunni en ekki var gerð krafa um að innsetn- ingargerðin næði fram að ganga. Það skal þó tekið fram að það er samt ekki síðasti Hæstaréttar- dómurinn, sem fallið hefur niður hjá Gunnari og er rétt að skýra þetta frekar. Upphaflega kvað sýslumaður Húnvetninga upp úr- skurð í málinu í fógetarétti en þeim úrskurði var áfrýjað til Hæstaréttar. Þar er úrskurðurinn ómerktur vegna fyrri afskipta sýslumanns af málinu. (Reifun Gunnars á þessum dómi Hæsta- réttar er ófullkomin og gefur ekki rétt mynd af málinu.) Næst er skipaður setudómari til að fara með málið og hann kveður upp úrskurð. Þennan úrskurð birtir Gunnar og segir á bls. 148, að þessum úrskurði setudómarans hafi Jón Jónsson á öxl áfrýjað og upp af Guðmundi Jónssyni, borg- ardómara, sem setudómara og meðdómendunum dr. G'auki Jör- undssyni, prófessor og Kristni Jónssyni, tilraunastjóra. Á þenn- an héraðsdóm minnist Gunnar ekki en samkvæmt honum var viðurkenndur eignarréttur Björns á Löngumýri á hryssunni á grundvelli hefðar. Sem fyrr sagði, segir Gunnar á bls. 148, að Jón á öxl hafi áfrýjað úrskurði setu- dómarans um innsetningargerð- ina, en þetta var eins og áður var sagt ekki rétt, Jón áfrýjaði þess- um síðasta héraðsdómi. Og það undarlega gerist að Gunnar birtir í bók sinni dóm Hæstaréttar frá 5. febrúar 1971, þar sem dómur héraðsdóms, sem skipaður var fyrrnefndum þremur mönnum, var staðfestur. Þessi mistök skýrast væntan- lega af því að Gunnar hefur við reifun sína á „Skjónumálinu" stuðst við endurrit úr fógetabók- um og endurrit hæstaréttardóma, sem hann hefur átt í fórum sínum. Hann hefur hins vegar ekki kynnt sér hina prentuðu hæstaréttar- dóma, sem einnig hafa að geyma héraðsdómana. Eitt er þó kostur við umfjöllun Gunnars um „Skjónumálið" og það eru teikn- ingar af mörkum Björns á Löngu- mýri og Jóns á öxl, sem birtar eru í bókinni. En talandi um erjur og dóms- mál, þá sakna ég þess að Gunnar, hefur hvorki í fyrsta né öðru bindinu, minnst á þær deilur, sem risu á sínum tíma vegna ætt- færslu á Nasa frá Skarði utan nokkrar línur á tveim eða þrem stöðum. Þessi deila snerist þó um ætt eins frægasta stóðhests lands- ins og var því þáttur í sögunni bak við ættbókina, hversu trúverðug- ur, sem málstaður málshefjanda kann að hafa verið. Hestakaup hafa löngum haft á sér nokkurn ævintýrablæ og víst eru til margar skemmtilegar sög- ur af hestakaupum. Gunnar nefnir einn kafla bókar sinnar Hesta- kaup — íslenzkur póker og safnar þar saman nokkrum sögum og vísum um hestakaup. Þessu efni verða seint gerð tæmandi skil og til þess verður ekki ætlast af Gunnari. Ég hafði gaman af þessum sögum og þær hefðu mátt vera fleiri. Lokakafli starfssögu Gunnars í öðru bindinu lýsir merku starfi, sem unnið hefur verið á Hvann- eyri frá 1951 en það er „kennsla í tamningum", sem þó hefur aldrei orðið formleg kennslugrein við Bændaskólann. Margir þeirra tamningamanna, sem mest hefur borið á síðustu ár hafa einmitt lært í fyrstu til verka á Hvann- eyri. Þetta starf er rétt einn þátturinn í merku starfi Gunnars fyrir hrossarækt og hestamennsk- una. Gunnar birtir í þessum kafla ýmislegt efni, sem hann notaði við þessa kennslu á Hvanneyri en sumt af því hafði áður birst í Búfjárfræði hans, þó þess sé ekki getið, og er það efni birt nú lítið breytt. Gunnar leggur áherslu á þolinmæði, sem verði að sýna hrossum við frumtamningu og verður að teljast vera þarna á mörkunum. Saga sem þessi á auk þess að geta verið mikilvægt heimildarrit fyrir síðari kynslóðir. Liður í því er að geta vel heimilda og vísa til þess hvar frekara efni kunni að vera að finna. Þó Gunnar geti víða heimilda vantar nokkuð á að slíkt sé fullnægjandi. Við getum tekið tvö dæmi. Gunnar getur þess réttilega að miklar blaðadeilur hafi risið í kjölfar lokadómsins í „Skjónumálinu" og tilfærir setningar úr greinum tveggja manna. Hvergi kemur hins vegar fram hvar þessar greinar hafi birst eða aðrar um „Skjónumálið" og við vitum það eitt að annar greinarhöfundur var fyrrverandi sýslumaður og hinn bóndi úr Húnavatnssýslu. Gunnar tekur einnig orðrétt upp lýsingu Steindórs Gunnlaugssonar frá Kiðjabergi á „Stokkhólma- Grána“, sbr. bls. 25—28. Hvergi kemur fram hvar þessa frásögn sé að finna í sínum upphaflega bún- ingi. Einn er sá ljóður á öðru bindinu, sem er sameiginlegur starfssög- unni og ættbókinni en það eru of margar lélegar myndir. Pappír bókarinnar kann þar að ráða einhverju um hversu illa margar myndanna prentast, en í sumum tilvikum er skýringin sú að mynd- irnar hafa verið teknar úr bókum og blöðum en ekki notast við frummyndir. í mörgum tilvikum eru myndir frá fyrstu árum skipu- legrar hrossaræktar hérlendis ekki til, eða þær eru lélegar og frummyndir eru glataðar. En þessar staðreyndir skýra ekki nema hluta af því hversu mynd- irnar eru lélegar. Þeirri hugsun verður vart varist að lítil rækt hafi verið lögð við val myndanna og öflun þeirra. Við getum tekið dæmi. Sú deila, sem reis milli Gunnars Bjarnasonar og Sigurðar frá Brún og Gunnar lýsir í bók- inni, var tilkomin vegna mynd- Fá hross hafa á síðustu áratug- um orðið jafn fræg hér á landi og Löngumýrar-Skjóna. Það er því ekki að ástæðulausu að Gunnar helgar henni nær 25 blaðsíður í bókinni og rekur málaferli, sem spunnust um þessa hryssu. (Við upphaf þessa kafla (bls. 126) verður að gera örlitla athugasemd varðandi réttarsögulegt atriði. Réttur Grágásar féll niður við lögtöku Járnsíðu 1271 — 1273 og það er því ekki rétt að Grágás hafi gilt hér til 1300, en ýmis ákvæði hennar komu í lög aftur með lögtöku Jónsbókar 1281.) Við reif- un sína á „Skjónumálinu" birtir Gunnar fjölmörg gögn og dóma en við þessa reifun hafa Gunnari orðið á mistök. Gunnar segir á bls. 131 að „Skjónumálið" hafi farið tvívegis fyrir Hæstarétt. Þetta er ekki rétt, því málið fór þrívegis fyrir Hæstarétt og má vísa þar til Hæstaréttardóma 1969, bls. 141 — 144 og í sama bindi á bls. 1307— 1311 en þriðja málið er í Hæsta- réttardómum 1971, bls. 108—118. hafi þá beðið „um að honum verði dæmdur eignarréttur yfir Löngu- mýrar-Skjónu". Þetta er ekki rétt, því það næsta sem gerðist í málinú eftir úrskurð setudómar- ans, var að Björn á Löngumýri áfrýjaði og síðar gagnáfrýjaði Jón, og gerðu þeir ýmist kröfu um að innsetningargerðin næði fram að ganga eða henni yrði synjað. Þetta mál var dæmt í Hæstarétti 14. nóvember 1969 en Gunnar minnist ekkert á þennan hæstaréttardóm í reifun sinni. Með þessum dómi beindi Hæstiréttur málinu inn á nýja braut og benti á að ágrein- ingur væri um eignarrétt að hryssunni og réttara væri að reka slíkt mál fyrir hinum almennu héraðsdómstólum. Björn á Löngumýri höfðaði þessu næst nýtt mál og krafðist þess að viðurkenndur yrði eign- arréttur sinn á hryssunni. Þar með hófst það mál, sem jafnan er talið aðalþáttur „Skjónumálsins" frá lögfræðilegu sjónarmiði. Hér- aðsdómur í þessu máli var kveðinn Mjög slælega hefur verið staðið að vali mynda í annað bindi Ætt- bókar og sögu. Þessa mynd tók Vigfús Sigurgeirsson, ljós- myndari af þeim stóðhest- um, sem eftir stóðu á landsmótinu á Þveráreyrum 1954 og er Hreinn lengst til vinstri. Það er kannski besta dæmið um hversu lítil rækt hefur verið lögð við val mynda í bókina að ekki var leitað eftir því að fá þar til birtingar myndir úr safni Vigfúsar en hann tók meðal annars ljósmyndir á landsmótunum 1954 og 1958. gætu ýmis ráð hans vafalaust reynst þeim, sem vilja temja hross sín sjálfir, gott veganesti. Gunnar segir lika frá hestamennskunni á Hvanneyri en þar hefði Gunnar gjarnan mátt birta yfirlit fyrir þá úr hópi nemenda, sem unnið hafa Morgunblaðsskeifuna. Slíkt yfirlit hefði átt heima í þessum kafla. Hugleiðingar Gunnars um gangtegundirnar og þá sérstak- lega töltið eru forvitnilegar, þó ekki sé þar allt nýtt, en þær ættu að glæða skilning manna á þessum atriðum. Sumir hafa fundið ritverki Gunnars það til foráttu að þar skuli blandað saman ættbók og starfssögu hans. Ég er þeirrar skoðunar að síkt geti hins vegar verið kostur enda sé þá sagan til skýringar og fyllingar á ættbók- inni. Þetta form gerir því kröfur til þess að sagan sé rituð með þetta sjónarmið í huga. Fyrsta bindi Ættbókar og sögu uppfyllir að mínum dómi þessa kröfu en sumt af efni annars bindisins birtingar í Morgunblaðinu 26. maí 1965. Þessi mynd er ekki birt í bókinni, þó hún verði að teljast innlegg í þá sögu, sem Gunnar kýs að rekja. Hvað verst hefur tekist til með birtingu á mynd af Pálma Jónssyni frá Nautabúi (bls. 32) og er sú mynd sjálfsagt fengin úr einhverri bók eða blaði (raunar er frummynd af þeirri mynd til). En það er einkennileg tilviljun að einmitt í því sama tölublaði af Morgunblaðinu og myndin, sem varð upphaf deilu þeirra Gunnars og Sigurðar frá Brún, birtist, var einnig birt ágætlega skýr mynd af Pálma frá Nautabúi á hestinum Jökli í tilefni af sigri hans í firmakeppni Fáks. Nefna mætti mörg fleiri dæmi af þessu tagi og í sumum tilvikum er um að ræða myndir, sem farið hafa um mínar hendur og ekki hefur verið hirt um að afla frummynda að, heldur notast við blöð og bækur þar sem þessar myndir hafa birst. Það hefði einnig verið kurteisi gagn- vart þeim ljósmyndurum, sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.