Morgunblaðið - 03.02.1981, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
Baráttan stend-
ur um Gro
og Rolf Hansen
Frá Jan Erik Lauré,
Fréttaritara MorgunblaÖHÍns
iOsló.
HRÍÐIN um það hver skuli
taka við forsætisráðherraemb-
ætti af Odvar Nordli hefur
staðið innan Verkamanna-
flokksins i allan da«. Á morg-
un, þriðjudag, verða úrslitin
kunngjorð og á miðvikudag
tekur ný ríkisstjórn við völdum
i Noregi. Á mánudagskvöld var
ekki búið að taka neina ákvörð-
un, en flest bendir til þess að
fyrsta konan sé i þann veginn
að setjast i forsætisráðherrastól
i Noregi. Það er Gro Harlem
Brundtíand. en baráttan stend-
ur milli þeirra Rolf Hansens
umhverfismálaráðherra.
Ekki er annað að sjá en
Bjartmar Gjerde, fyrrum olíu-
og orkumálaráðherra, hafi verið
tekinn af dagskrá í þessu sam-
bandi, og ber flestum saman um
að honum hafi verið hafnað af
því að hann hafi hafnað Verka-
mannaflokknum þegar hann
sagði af sér ráðherraembætti í
fyrrahaust. Altalað er að um sl.
áramót hafi ýmsir áhrifamenn í
flokknum lagt að Odvar Nordli
með að segja af sér og víkja fyrir
Gjerde, en þá hafi hinn síðar-
nefndi ekki verið til taks þar sem
hann hafi stefnt að því að fá
embætti útvarpsstjóra. Er talið
að með þessum hætti hafi Gjer-
de sjálfur útilokað sig frá for-
sætisráðherraembættinu.
í allan dag hafa verið stanz-
lausir fundir innan Verka-
mannaflokksins og norska Al-
þýðusambandsins, þar sem reynt
hefur verið að ná samstöðu um
eftirmann Nordlis. Ekki lítur út
fyrir að lát verði á þessu annríki
á þriðjudag, en þá koma saman
miðstjórn flokksins, landsstjórn
hans og þingflokkurinn. Sex
manna nefnd, skipuð Nordli,
Reiulf Steen, Gro Harlem
Brundland, Tor Halvorsen,
formanni Alþýðusambandsins,
og Ivar Leveraas, sem er fram-
kvæmdastjóri Verkamanna-
flokksins, á að gera tillögu um
nýjan forsætisráðherra.
Sagan segir að í nefndinni sé
meirihluti fyrir því að gera
tillögu um Rolf Hansen. Hann er
dæmigerður flokkspólitíkus og
hefur orð á sér fyrir áreiðanleika
og skilning á nauðsyn þess að
rækta óbreytta flokksmenn. Sá
ljóður þykir helztur á ráði hans
að hann sé ekki líklegur til að
laða kjósendur að flokknum, —
til þess er hann ekki talinn
nægilega þekktur meðal almenn-
ings, auk þess sem hann þykir
nokkuð daufgerður. Rolf Hansen
var tiltölulega óþekktur þegar
hann varð varnamálaráðherra
árið 1976, en ekki leið á löngu
þar til hann hafði getið sér orð,
sem einn af „sterku mönnunum"
í stjórninni. Hann er nú um-
hverfismálaráðherra, en við því
embætti tók hann af Gro Har-
Gro Ilarlem Brundtland og Rol(
um.
lem Brundtland. Ýmsir eru
þeirrar skoðunar að þeir Nordli
og Hansen séu um margt líkir.
Á sama hátt og forsetinn á
Islandi er sjaldnast kallaður
annað en Vigdís eru fáir í Noregi
sem kalla þá konu, sem telja má
að taki við forsætisráðherra-
embættinu, annað en Gro. Hún
þaut upp á stjörnuhimin stjórn-
málanna eins og halastjarna
þegar hún varð umhverfismála-
ráðherra árið 1974, en nokkrum
mánuðum síðar varð hún vara-
formaður Verkamannaflokksins.
Árið 1979 lét hún af ráðherra-
embætti til að fara í „forsætis-
ráðherraskólann" í Stórþinginu,
þar sem hún hefur verið vara-
formaður þingflokksins og for-
maður utanríkismálanefndar
þingsins, en í Stórþinginu er til
þess tekið hversu vel hún hefur
leyst störf sín af hendi.
Það, sem sennilega ræður úr-
slitum um að Gro Harlem
Brundtland verði falið forsætis-
ráðherraembættið, eru vinsældir
hennar meðal kjósenda. Niður-
stöður skoðanakönnunar, sem
birtar voru í síðustu viku, bentu
til þess að 54% kjósenda Verka-
Hansen, sem styrrinn stendur nú
mannaflokksins vildu fá hana í
forsætisráðherraembættið.
Könnunin benti eindregið til
þess að hvorki Bjartmar Gjerde
né Rolf Hansen ættu minnstu
möguleika þar sem hún væri
annars vegar.
Alls staðar að streyma nú inn
áskoranir flokksmanna um að
Gro Harlem Brundtland taki við
embætti forsætisráðherra. Þessi
mikli stuðningur mun a.ö.l. reyn-
ast of mikill þrýstingur til að sex
manna nefndin geti staðizt
hann. Verði Gro Harlem
Brundtland ekki fyrir valinu má
búast við miklum mótmælum, og
mótmæli og deilur er nokkuð
sem Verkamannaflokkurinn vill
fyrir hvern mun forðast. Það er
einmitt óeiningin í flokknum,
sem gerir það að verkum að
saxazt hefur á fylgið að undan-
förnu, en á skömmum tíma
virðist það hafa farið úr rúmlega
40% niður í 31%. Vinsældir Gro
Harlem Brundtlands og auglýs-
ingagildið sem flokkurinn fengi
með því að velja konu til forystu
gæti reynst vera það sem flokk-
urinn þarf á að halda til að auka
fylgi sitt á ný.
íkorninn Twiggy er eftirlæti allra og aðalstjarnan á
mikilli íþrótta- og skemmtisýningu sem fram fer í
Kansas City í Bandarikjunum. Lítill, fjarstýrður bátur
dregur Twiggy um tjörnina og þykir leikni hennar á
skíðunum vera með mestu ólíkindum. ap - »ím»mynd
num á ný?
herra, en hagsmunir þessara
tveggja ráðherra rákust iðulega á.
Fyrir kom að ósamlyndi þeirra
komst á ‘almannavitorð, og í eitt
skiptið mun Gjerde hafa krafizt
þess að Gro væri látin víkja svo
vinnufriður fengist og Verka-
mannaflokkurinn gæti markað
heildarstefnu í orku- og umhverf-
ismálum.
í seinni tíð fer það orð af
konunni að hún sé þjálli viðskiptis
og meiri málamiðlunarmanneskja
en áður, og má eflaust þakka það
þeirri reynslu sem hún hefur
fengið á þingi.
H vetja til
vopnahlés
Lima. 2. febr. — AP.
PERÚ og Ekvador hvöttu í dag til
vopnahlés á hinu umdeilda svæði á
landamærum rikjanna eftir fimm
daga átök en itrekuðu jafnframt
kröfur sinar til landsins. Perúmenn
segjast hafa rekið Ekvadormenn af
höndum sér og þeir siðarnefndu
viðurkenndu i dag. að þeir hefðu
látið undan siga á einum stað.
Ríkisstjórnir beggja landanna
hafa sent utanrikisráðherra sína til
Washington en í dag verður efnt til
fundar þar hjá Samtökum Ameríku-
ríkja, sem munu reyna að koma á
sáttum milli þjóðanna.
Perú og Ekvador hafa um rúmlega
40 ára skeið deilt um yfirráðin yfir
70 fermílna landsvæði í Condor-
fjöllum. 1941 kom til blóðugra átaka
milli þeirra þar sem meira en 500
manns féllu eða særðust. Árið 1942
gerðu þau samning með sér fyrir
milligöngu Argentínu, Brazilíu,
Chile og Bandaríkjanna og sam-
kvæmt honum fengu Perúmenn full
yfirráð yfir landsvæðinu. Ekvador
ógilti þennan samning árið 1951 og
báru því við, að þeir hefðu undirritað
hann nauðugir viljugir.
Time um gíslamálið:
CIA-menn pyntað-
ir og í einangrun
New York, 2. (ebrúar. — AP.
AÐ SÖGN Time timaritsins
bandariska, þá fundu námsmenn-
irnir, sem tóku handariska sendi-
ráðið i Teheran herskildi þann 4.
nóvember 1979. skjöl sem bentu
til að tveir gislanna væru CIA
njósnarar og hið sama gilti lík-
lega um þann þriðja. Að sögn
Time, þá fundu námsmennirnir
skjöl sem bentu til að William
Daugherty og Malcolm Kalp væru
njósnarar svo og Tom Ahern.
Þessir þrír fengu verri meðferð í
gíslingunni í íran en aðrir gíslar.
Kalp var tvívegis misþyrmt og
honum var haldið í einangrun
langtímum saman, raunar lengst-
an hluta prísundarinnar í Iran.
Eftir sendiráðstökuna, þá gaf
bandaríska utanríkisráðuneytið út
starfsheiti gíslanna, en þessir þrír
voru ekki nefndir í þeim lista.
Time segir, að tekist hefði að
eyðileggja flest skjöl áður en
námsmennirnir náðu til þeirra, en
þrátt fyrir það, þá féllu ýmis
mikilvæg skjöl námsmönnunum í
hendur.
Að sögn tímaritsins, þá náðu
námsmennirnir ekki í skjöl um
samstarfsmenn CIA í Iran, þar
sem slík nöfn eru í tölvum í
Virginíu. Hins vegar komust þeir
yfir nafnalista um írani, sem
heimsótt höfðu sendiráðið. Margir
þessara Irana voru handteknir og
sumir teknir af lífi, að sögn Time.
Þá sagði tímaritið, að mikilvæg
skjöl hefðu verið skilin eftir í einni
þyrlunni, sem skilin var eftir í
eyðimörkinni í Iran eftir mis-
heppnaða björgunarleiðangurinn.
Þetta varð til þess, að nokkrir
samstarfsmenn Bandaríkjanna í
íran urðu að yfirgefa landið í
hasti.
43
/ stuttu máli
2,5 milljarðar
Biblía
prentaðar
Lundúnum, 2. febrúar. — AP.
BIBLÍAN í heild sinni er nú
fáanleg á 275 tungumálum, að
>ví er alþjóða biblíufélagið í
Lundúnum skýrði frá í dag.
Þýðingar úr Biblíunni birtust í
fyrsta sinn á 27 tungumálum á
síðastliðnu ári. Nú er hægt, að fá
þýðingar — þó ekki Biblíuna í
heild sinni, á 1710 tungumálum.
Biblían er því langútbreidd-
asta bók veraldar. Talið er, að
prentaðir hafi verið 2,5 milljarð-
ar eintaka af Biblíunni.
Tilraunaferð
geimskutlunnar
frestað
Kanaveralhbfða 2. febrúar. — AP.
TILRAUNAFERÐ geimskutl-
unnar bandarísku hefur verið
frestað um að minnsta kosti
mánuð. Geimskutlan átti að fara
tilraunaferð sína þann 17. marz
næstkomandi. Þegar hafa orðið
miklar tafir á ferðinni langþráðu
vegna tæknierfiðleika og bilana.
Stuðningsmenn
Karmals
felldir
Nýju Delhi. 2. febrúar. — AP.
Á MILLI 15 og 20 stuðningsmenn
stjórnar Babrak Karmals í Af-
ganistan eru myrtir á degi hverj-
um í borginni Kandahar, næst
stærstu borg landsins, að því er
heimildir þaðan segja. Allir þeir,
sem sýna Karmal-stjórninni
stuðning í verki, geta átt laun-
sátur á hættu, að því er ferða-
menn, sem nýlega komu frá
borginni skýrðu frá í Nýju Delhí.
Flestir þeirra, sem falla, eru
meðlimir í flokki Karmals.
Stöðugt finnast
skipbrotsmenn
álífi
Jakarta. Indónesíu. 2. febrúar. — AP.
UM HELGINA fundust 87 skip-
brotsmenn á lífi af indónesíska
farþegaskipinu Tampomanes 2.
Tala látinna er nú 143 en týndir
eru 284. Skipstjóri á Tampoman-
es 2, Abdul Rivai, hélt því fram í
blaðaviðtali um helgina, að
orsakir eldsins, sem upp kom í
skipinu hefðu verið af manna-
völdum. Adam Malik, varaforseti
landsins sagði hins vegar, að
slíkt kæmi ekki til greina, en
bætti við að nákvæm rannsókn
færi fram.
Um borð í skipinu voru 1184.
Skipið lét úr höfn þann 24.
janúar og daginn eftir kom eldur
upp í skipinu. Þremur dögum
síðar sökk skipið, en það var
tæplega 2500 tonn að stærð.
Forseti S-Kóreu
í Washington
Washinitton. 2. febrúar. — AP.
CHUN Doo-Hwan, forseti
S-Kóreu kom í gær í opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna. Al-
exander Haig, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, tók á móti hon-
um við komuna. Doo-Hwan átti í
dag fund með Ronald Reagan,
forseta Bandaríkjanna.
Khomeini lýsir
yfir hlutleysi
Teheran. 2. febrúar. — AP.
ALI AKBAR Rafsanjani, tals-
maður íranska þingsins hvatti í
dag ayatollah Khomeini til að
taka afstöðu með harðlínuklerk-
um gegn Bani-Sadr, forseta
landsins. Bani-Sadr, forseti, hef-
ur ásakað þingið um að reyna að
einangra sig. Hins vegar lýsti
Khomeini því yfir í dag, að hann
tæki ekki afstöðu til deiluaðila og
hvatti þá til að standa vörð um
íslömsku byltinguna.