Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 43

Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 25 r vinur. „Ég er ekki Þjóðverji heldur „Bæjari" og það er stór munur á því,“ bendir hann á. Þegar áhorf- endur í Hamborg hrópuðu allir í takt „Bæjara svín" þegar hann — í heimsmeistarakeppninni gegn DDR — mótmælti með að skyrpa á móti þeim. Þá kom það fyrir í bikarkeppninni í Bremen, þegar heimamenn — í vonbrigðum sín- um yfir tapi, 1—2, — hlupu að rútunni sem flutti lið Bayern Miinchen út á flugvöll. „Niður með Bayern svínin" öskruðu þeir: „Maier lortur, Múller svín ... og Beckenbauer piss ... Fyrst í stað neituðu þeir að færa sig svo rútan kæmist leiðar sinnar, þá bað Beckenbauer bílstjórann að opna hurðina um leið og hann hrópaði „Nú“. Fáein ruddamenni stóöu á bak viö ofbeldiö Allt í einu stökk allt lið Bayern út. Öll illmenninn gerðu aðsúg, Beckenbauer var hvergi smeykur og öskraði „Leyfið okkur að kom- ast, annars missum við af flugvél- inni til Munchen." Þeir hlógu og slógu hring um keisarann og lið hans „Bayern svín ... Bayern svín ...“ veinuðu þeir. Þá skipaði Beckenbauer mönnum sínum að gera árás. Og eftir 5 mínútur höfðu liðsmenn Bayern ráðið niðurlögum illmenn- anna og þau lagt á flótta. í raun og veru finnur Becken- bauer sig ekki sem „Bæjara", en sem S-Evrópumann, vegna þess að „ég er ánægður, skorinorður og sér í lagi ekki eins argvítugur eins og margir Þjóðverjar." Stundum æsist hann upp eins og S-Evrópumaður, þó ekki eins oft og áður fyrr, þegar hann eins og í Hannover varð svo argur út í sóðaleg hróp áhorfenda, að hann snéri sér að þeim og lést pissa á þá, Eg álasa mig oft vegna þess hvað ég hef lítið álit á áhorfend- unum, yfirleitt er það óréttlátt, en smám saman skil ég betur viðhorf þeirra. Og oft hef ég hitt þá á markaðstorginu og þeir beðið mig um eiginhandaráritun á bækur, stórar myndir og fleira því um líkt. Þá hef ég aldrei merkt neitt annað en vináttu og er orðinn viss um að þeir hafa jafn mikla þörf fyrir okkur eins og við fyrir þá. Ofbeldi, ribbaldaháttur og fleira því um líkt, sem kemur fyrir meðan á leik stendur, stjórnast aðeins af 50—100 ungum rudda- mennum, sem gera loftið raf- magnað og fá hina til að sjá aðeins svart og hvítt. í Essen köstuðu áhorfendur búrhníf að mark- manninum okkar Sepp Maier, sem betur fer án þess að hitta hann. Og þetta varð enn verra þegar við skoruðum. Sepp Maier var grýttur með alls konar hlutum og varð að yfirgefa markið, á meðan leik- menn heimaliðsins reyndu að róa æsta áhorfendur. Eftir leikinn þurftum við lögregluvernd. „Rot- um Beckenbauer ... hengjum Múller það feita svín“ veinaði lýðurinn. „En við sluppum heilu og höldnu frá leikvanginum. Það tekst okkur ef til vill ekki aftur." Maöur veröur aö þræla í fótboltanum Hvað viðkemur heilbrigðri sál í hraustum líkama, þá viðurkennir Franz Beckenbauer áhættuna sem fylgir boltanum. í „Einer wie ich“ skrifar hann: „Atvinnumennskan er erfið og varasöm atvinna, þar sem maður rúmlega þrítugur er knúinn til að hætta. Maður þrælar ekki eins mikið í neinni annarri atvinnugrein, nema ef vera skyldi í boxi. Og þegar maður hættir er heilsan farin. Til dæmis Uwe Seeler, hetja fólksins, er því sem næst óvinnu- fær. Alveg fram á daginn í dag hef ég komist vel áfram á frama- brautinni, en það er því að þakka að ég hef líkamann svo vel byggð- an að ýmsir hlutar hans eins og vöðvar og lungu hafa ekki slitnað eins mikið og hjá mörgum öðrum íþróttaiðkendum. Þá leik ég þá stöðu á vellinum, sem er varla eins skaðvæn og sóknarstaðan. Tvö verstu meiðsli mín eru slitin sin og sködduð tá, sem hefði getað þýtt endalok á knattspyrnuferlin- um. Táin var svo bólgin að ég gat varla komist í skó. Án réttrar meðhöndlunar hefði orðið að taka hana af. Franz Beckenbauer er án efa einn af bestu knattspyrnu- mönnum veraldar, með frábæra hæfileika í að fást við boltann og drottna yfir liði sínu. Hann kemur fyrir sem hroka- fullur þegar hann á yfirvegaðan máta hemur boltann og leikur létt á mótherjann og knötturinn límist við fæturna þegar hann rekur hann á undan sér eftir vellinum eða nýtir sparktækni sína til að gera mark, undantekning eru víta- spyrnur. „Ég hef misnotað tvær um æfina og það er nóg“ útskýrir hann. Enginn sigur án Beckenbauer Franz Beckenbauer kemur frá Bayern Múnchen, sem hann hefur gert að stórveldi félagsliða. Án hans hefði Bayern ekki unnið Evrópumeistaratitilinn þrjú ár í röð, já svo örugglega aldrei. Hvað Beckenbauer þýddi fyrir Bayern, kom glögglega í ljós þegar hann var ekki í formi. Það var á miðju tímabili 74/75, einnig hálfu ári eftir að V-Þ og Franz Beckenbauer fyrirliðinn höfðu unnið heims- meistaratitilinn. „Keisari og hræðilegt afhroð", „Beckenbauer og stórt áfall“ hét það í fjölmiðlum. í síðari hálfleik fyrstu tveggja ‘ deildarleikjanna fékk Bayern á sig sjö mörk og voru tvö þeirra skrifuð á Beckenbauer. Leik- mönnum Bayern fannst þetta ákaflega undarlegt og háðfuglinn Sepp Maier sagði: „Má ég biðja um að Franz Beckenbauer verði þétt- ari.“ Hvorki Beckenbauer né aðrir vissu, að skæð hálsbólga og inflú- ensa, sem haldið var niðri með lyfjum, var orsök á falli keisarans og slæmri útreið Bayerns. Það fór í hann að vöðvarnir störfuðu ekki eins og þeir áttu að gera. Beckenbauer var ekki kom- inn yfir sjúkdóminn og langt frá því að vera í topp æfingu, þegar hann varð veikur aftur. Hann var með stöðugan verk í mjöðminni og var svo kvalinn að hann bað um fri frá æfingum. „Þær á bara að hlaupa í burtu" sagði þjálfarinn Udo Lattek. Margir sérfræðingar rannsök- uðu hann án þess að geta hjálpað honum. Þá var það sérfræðingi einum sem tókst að finna hvað að var og lækna Beckenbauer. Hann uppgötvaði hnikk í mjóhryggjarlið sem hafði valdið bólgu við lífbein- ið. Eftir nokkra daga var Becken- bauer friskur og Bayern náði að sigra Leeds 2—0 í Evrópukeppni meistaraliða. Beckenbauer spillti hæfileikum sínum Franz Beckenbauer fékk fyrst að reyna sig í landsleik 19 ára gamall, þá sigraði V-Þýskaland Svíþjóð 2—1 í Stokkhólmi og tryggði sér rétt til að leika í 16 liða úrslitum í Englandi ári seinna. í mars 1966 gerði hann 2 mörk í 4—2 sigri yfir Hollandi í Rotter- dam og var þar með öruggur í hópinn sem fara átti til Englands. Hann „brilleraði" upphaflega sem tengiliður í Englandi. Vegna þess kom það mjög á óvart þegar Helmuth Schön gaf honum þá skipun í úrslitaleiknum gegn Englandi að gæta Bobby Charl- tons. Margir vildu meina að það væri misráðið og ætti sinn þátt í ósigrinum, 2—4. Helmuth Schön viðurkenndi þó ekki að það hefði verið skyssa. Beckenbauer hefur aldrei talað um þetta, hann treyst- ir Schön. Það eru ekki allir sem viður- kenna Beckenbauer sem knatt- spymumann. Sumum finnst hann latur, siðspillandi og kærulaus. Sepp Herberger, maðurinn á bak við 3—2-sigurinn yfir Ung- verjum ’54 í úrslitaleik heims- meistarakeppninnar: „Franz Beckenbauer er bara laglegur og gáfaður en hefur þá hæfileika að geta leikið í landsliði til fertugs." Svo lengi hefur Franz Becken- bauer reiknað með að leika. Þrjátíu og eins árs, 1979, rann út samningur hans við Bayern og hann vill aðeins framlengja ef hann er nógu sterkur og þá aðeins í eitt ár. Um það að leika með öðru liði er ekki til umræðu — nema því aðeins, eins og Pele, að leika í USA og þéna nokkrar milljónir dollara á ári, og það gerði hann. „Hvað varðar landsliðið þá er ég viss um að þar sé ekki pláss fyrir mig, eftir að HM ’78 í Argentínu lauk,“ segir Beckenbauer. Fjölmörg lið hafa reynt að fá Beckenbauer. '66 bauð AC Milan 300 milljónir fyrir eins árs samn- ing. Beckenbauer var ánægður, en þegar Italska knattspyrnusam- bandið vildi ekki fella úr gildi innflutningsbannið varð Milan að hætta að hugsa um Beckenbauer. Svo vildi FC Barcelona kaupa Beckenbauer, en þá var þjálfarinn Hennes Weisweiler, rekinn og Johann Cruyff hélt áfram, Beck- enbauer passaði ekki inn i spánska planið. Fjármálum Beckenbauer var stjórnað af framkvæmdastjóra Bayern Múnchen, Robert Schwan, og hans dýra tíska í klæðaburði fer eftir smekk konu hans. Því er haldið fram að knatt- spyrnuhöfðinginn sé í sinni óbreyttu höll og glotti að þeim orðrómi að það séu frú Becken- bauer og frú landsliðsþjálfarans Derwalls, sem velji v-þýska lands- liðið. „Ég blanda mér ekki í val liðsins. Jupp Derwall og þjálfari minn hafa það mikinn skilning á knattspyrnu að þeir þurfa ekki aðstoðarmann. Klúbburinn leitar heldur ekki minna ráða, þegar hann gerir innkaup, nema því aðeins þegar það snýr að breyttri taktík hjá liðinu, til dæmis Joe Jordan Leeds eða Erich Beer Herthu Berlin, báðir leikmenn sem Bayern íhugaði að ná í.“ Beckenbauer fyrir- myndar fyrirliöi Franz Beckenbauer þýðir fyrir- myndar fyrirliði sem hefur full- komið og föðurlegt viðhorf til hinna ungu. Viggo Jenson áður B 1909 og Keld Seneca áður AGF. Becken- bauer sá um komu þeirra í Bayer- iska samfélagið. í staðinn krafðist hann lög- hlýðni í félagsskapnum. Hinn snjalli Mroska varð að yfirgefa Bayern, vegna þess að Beckenbau- er viðurkenndi ekki tilhneigingu hans í að óhlýðnast honum. Klaus Wunder landsliðsleikmaður úr Hannover 96 hlaut sömu örlög. Knattspyrnan hefur þróast gríðarlega á síðustu tíu árum. Hvernig lítur Franz á næstu tíu. „Þau verða ekki eins áhrifa- mikil. Annars er erfitt að segja til um þetta. Eftir tíu ár tölum við kannski öll rússncsku ...“ Og hvað ætlar keisarinn að taka sér fyrir hendur þegar hann hætt- ir? „Þegar ég byrjaði sem atvinnu- maður, setti ég mér það markmið að þéna það mikið að ég yrði ekki þvingaður til að vinna. Þetta heppnaðist. En eitthvað mun ég gera og það er hugsanlegt að ég taki tilboði frá Adidas um að verða umboðssali hjá þeim.“ Gerd Múller var einn besti vinur Franz Beckenbauer í Bayern Múnchen. En vináttan takmarkast við klúbbinn. Félagsskapur sem margir fá gegnum íþróttirnar er ekki til staðar í atvinnuknatt- spyrnunni. Framhald • „Keisarinn* hefur átt gifurlegum vinsældum að fagna i heimalandi sinu sem knattspyrnumaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.