Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
5
Leki kom að
Maríu Júlíu
Patreksfirði 2. febr.
ER VÉLBÁTURINN María Júlía
var að koma úr róðri seinni hluta
laugardagsins og báturinn stadd-
ur undan Bjargtöngum kom að
henni leki og dælur réðu ekki við.
Sendu skipverjar út hjálpar-
beiðni og vélbáturinn Vestri, sem
var að landa á Patreksfirði, fór
með 4 slökkviliðsmönnum til að-
stoðar. Þá var kominn á staðinn
togarinn Kaldbakur frá Akureyri
og hafði tekið Maríu Júlíu í tog.
Jafnframt hafði togarinn lánað
aukadælu, en hún hafði ekki
undan og mikill sjór var kominn í
bátinn. Er Vestri var kominn til
móts við skipin og dæla slökkvi-
liðsins komin um borð hafði hún
vel undan. Kaldbakur dró Maríu
Júlíu þó inn á Patreksfjörð þar
sem vélar hennar höfðu stöðvazt,
en skemmdir eru ekki teljandi.
Ágætis afli hefur verið hjá
bátum hér að undanförnu, en
mjög erfið tíð, ýmist norðvestan
rok eða suðvestan stormur. Bát-
arnir eru allir í landi í dag.
Fréttaritari
Slæmar gæft-
ir hjá Horna-
fjarðarbátum
Höfn 2. febrúar.
SLÆMAR gæftir hafa verið hjá
Hornafjarðarhátum. en þeir hófu
róðra strax upp úr áramótum.
Fjórtán bátar hafa róið með línu
og er heildarafli þeirra i mánuð-
inum 665 lestir í 139 sjóferðum
eða að meðaltali 4,7 lestir í róðri.
Mestan afla hefur Hvanney, 88
lestir í 15 sjóferðum. í fyrra höfðu
15 bátar hafið róðra og var afli þá
1.079 lestir, en róðrar voru 75
fleiri í mánuðinum. Alls munu
verða gerðir hér út 19 bátar á
netavertíðinni.
Gunnar
Hljómtækjum
stolið frá
nemendum MH
BROTIZT var inn í Menntaskól-
ann við Hamrahlíð aðfaranótt
mánudags og stolið þaðan hljóm-
tækjum, sem voru í eigu nem-
endaféiags skóians, að verðmæti
um 40 þúsund nýkrónur.
Ketilbjörn Tryggvason, nem-
andi í MH, tjáði Mbl. að farið
hefði verið inn um glugga og síðan
brotin upp hurð í svonefndum
Norðurkjallara, þar sem er aðset-
ur félagsstarfsemi nemenda.
Hljómtæki þessi hafa mikið verið
notuð til félagsstarfseminnar,
m.a. hefur kór skólans haft mikið
gagn af þeim. Var m.a. stolið
fjögurra rása Teak hljómtæki svo
og minna segulbandstæki. Ketil-
björn kvað tjónið bagalegt fyrir
-mendafélagið þar sem hluti
tækjanna i'^' ekki verið tryggð-
ur.
Leiðrétting
í þættinum frá Hæstarétti í blað-
inu sl. laugardag átti síðasta
millifyrirsögnin að vera „Sérat-
kvæði“, en ekki „Sérákvæði".
JNNLENTV
okkar sem hófst í sjö verzlunum samtímis í gaer
eX af nÝjum °9 nÝ
legum vörum á öllum
slám og hillum og þiö
w*** getiö vart gert betri kaup á
Hfjlifr skyrtum, buxum, jökkum, peys-
um, fötum, kápum, pilsum,
íÉflBL kjólum, bolum, blússum o.m.fl.
Fólk trúöi varla sínum
eigin augum þegar þaö
sá útsölufötin á tízku-
sýningunni í Hollywood
sl. sunnudagskvöld og
kallar þaö fólk ekki allt
ömmu sína þegar föt eru
annars vegar.
tyr\f V"v
öuúiega
ipiiyúíífíi
i<.:»i*
rGARBO ® ® BONAPARTE ®
m m BONANZA KARNABÆR
GLÆSIBÆ, LAUGAVEGI 66,
AUSTURSTRÆTI 22 © © ®
■ ýf ififT* < X ■
mim
éiv ■
m<v
TlZKUVERZLUN
ARNABÆR
Allt nyjar og nylegar vörur