Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 44

Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 44
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 Liverpool féll á heimavelli gegn botnliði Leicester sem hefur þar með lagt Liverpool tvívegis í vetur í ENSKU knattspyrnunni á laugardaginn ííerðist sá óvænti atburður, að Liverpooi tapaði á heimavelli sinum. en þar hefur liðið leikið milli 80 ok 90 leiki í röð án taps ok spannar tímabil það yfir 3 ár. Og það var alls ekki eitt af toppliðunum sem skellti Liverpool-risanum, heldur neðsta liðið, Leicester, sem hefur því unnið báða deildarleiki sína gegn Liverpool á þessu keppnistima- bili. Ótrúlegt, en samt virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið falli i 2. deild. Lokatölurnar á Anfield voru 2—1 fyrir Leicester og það voru meira að segja leikmenn Leicester sem sáu um að skora öll mörkin i leiknum. Snemma í leiknum sendi miðherji Leicester, Alan Young, knöttinn í eigið net og Leicester, sem fékk 1—3 rassskell gegn Exeter i bikarkeppninni i vikunni, virðist stefna i enn einn tapleikinn. En leikmenn Liverpool voru þrátt fyrir þetta ekki sjálfum sér líkir, liðið lék illa og mistök Ray Clemence i markinu færðu Leicester jöfnunarmarkið á 60. minútu leiksins. Pat Byrne skoraði markið og skömmu siðar rændi Jim Melrose knettinum frá Colin Irwin og skoraði sigurmark Leicester. Fréttamenn BBC voru á einu máli um að Leicester hafi verið vel að sigrinum komið. Annars urðu úrslit leikja á laugardaginn sem hér segir: Arsenal — Coventry 2—2 Aston Villa — Man. City 1—0 Brighton — Tottenham 0—2 Ipswich — Stoke 4—0 Leeds — Norwich 1—0 Liverpool — Leicester 1—2 Man. Utd. — Birmingham 2—0 Middlesbr. — Cr. Palace 2—0 Nott. Forest — Everton 1—0 Southampton — Sunderland2—1 Wolves — WBA 2—0 Síðari hálfleikurinn var ékki síðri en sá fyrri, en Villa sótti þá til jafns á móti City. Leikurinn var geysilega harður og mark- verðirnir urðu báðir að grípa í taumana hvað eftir annað. Hörkuleikur, vantaði bara fleiri mörk. Stórleikur á Villa Park Viðureign Aston Villa og Manchester City þótti stórgóður og æsispennandi. Fréttamenn BBC, sem lýstu leiknum, töldu sig sárasjaldan hafa fengið aðra eins skemmtun. Garry Shaw skoraði eina mark leiksins snemma í leiknum, eftir að Alan Evans hafði lagt knöttinn fyrir tærnar á honum. City sótti gífurlega það sem eftir var fyrri hálfleiks og vörn Villa var hvað eftir annað í hinum mestu vand- ræðum. En heppnin var ekki á bandi þeirra Manchester-búa. 1. DEILD I IpNWÍch 27 15 10 2 50- 22 10 I A. Viila 28 17 6 5 47-24 40 I Liverpíwl 28 12 12 4 48-31 36 I Southampton 28 13 7 8 56 - 40 33 Arsenal 28 11 11 6 41-33 33 WBA 27 12 9 6 35-26 33 Tottenham 28 12 8 8 54 - 47 32 Nott. Forest 27 12 7 8 11—29 31 Man. Utd. 28 8 15 5 37-26 31 Everton 27 10 7 10 39 - 34 27 Man. City 29 10 7 11 40-40 27 Middiesbro 27 11 4 12 39-38 26 Stoke 27 7 12 8 30- 39 26 Leeds 28 10 6 12 23 - 37 26 (’oventry 28 9 7 12 33-42 25 Wolvea 28 9 7 12 28 -37 25 Sundcrland 28 9 6 13 38-37 21 Birmingham 28 8 8 12 32-43 24 Brixhton 28 8 4 16 32-49 20 Norwich 28 7 6 15 31-52 20 Leieester 28 7 2 19 19-46 16 C. Palace 28 5 5 18 34 - 56 15 2. DEILD West Ham 28 17 7 4 50-23 41 Notth Co. 27 11 12 4 31-26 34 Chelwa 28 12 9 7 41-25 33 Swansea 28 11 10 7 42-32 32 Blaekburn 27 11 10 6 30 -21 32 IJerhy 28 11 10 7 43 - 38 32 Crimsby 28 10 11 7 30-24 31 Shell. Wed. 26 12 6 8 35 - 28 30 Luton 28 11 8 9 41-35 30 Cambridxe 27 13 4 10 32- 33 30 1 QPR 27 10 8 9 37-26 28 1 Orient 27 10 8 9 38 -35 28 I Newrastle 27 9 9 9 20 - 34 27 I Watlord 28 8 9 11 30-32 25 1 Bolton 28 9 6 13 43 - 44 24 1 Wrexham 27 8 8 11 22 - 28 24 1 Oldham 27 7 9 11 24-30 23 I Cardiíí 26 8 7 11 30- 38 23 I Shrewabury 28 5 12 11 25 - 31 22 I Preston 27 5 12 10 25-43 22 1 Briatol City 28 4 12 12 18 - 34 20 1 Bristol Rov. 28 1 11 16 22 - 48 13 | Ipswich eins og vel smurð vél Leikmenn Stoke fengu smjör- þefinn af fyrirætlunum Ipswich strax á fyrstu mínútu leiksins. Þá átti Alan Brazil þrumuskot í stöng og eftir það rak hver sóknarbylgjan aðra svo eitthvað varð að láta undan. John Wark skoraði 26 mark sitt á þessu keppnistímabili á 20. mínútu leiksins, skoraði úr víti og rétt fyrir leikhlé bætti Alan Brazil öðru marki við. Lék Ipswich þarna stórgóða sóknarknatt- spyrnu og Steve Fox, markvörð- ur Stoke, varði hvað eftir annað snilldarlega. Hann vann sannar- lega fyrir launum sínum þennan laugardag og bjargaði hann liði sínu frá enn háðulegri útreið. Brazil skoraði einnig þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks, rak smiðshöggið á glæsilega sóknarlotu þar ' sem átta af leikmönnum Ipswich komu meia og minna við sögu. Stærsta þáttinn átti þó Hollendingurinn Arnold Muchren, en fréttamenn BBC töldu hann hafa borið af öðrum leikmönnum á vellinum. Það var síðan Eric Gates sem átti síðasta orðið i leik þessum, er hann skoraði fjórða markið er sex mínútur voru til leiksloka. Botnbaráttan herðist Baráttan um þriðja botnssæt- ið á eftir að vera hörð, en svo virðist sem slagurinn muni standa fyrst og fremst milli Norwich og Brighton og er engin leið að skera úr um hvort liðið hreppir „hnossið". Hugsanlega dragast fleiri félög í slaginn, það er meira að segja mjög trúlegt. En bæði Brighton og Norwich töpuðu leikjum sínum á laugar- daginn og standa þau því jafn illa að vígi og áður. Brighton fékk Tottenham í heimsókn og vann Lundúnaliðið mjög sann- færandi sigur. Osvaldo Ardiles skoraði fyrra markið mjög lag- lega rétt fyrir leikhlé, en er sókn Brighton þyngdist í síðari hálf- leik, náði Tottenham nokkrum skyndisóknum og eftir eina slíka skoraði Garth Crookes annað markið. Norwich sótti Ledds heim og var leikurinn lengst af í járnum Norwich „pakkaði" í vörn og það • Þéttsetinn bekkurinn á Upton Park, leikvangi West Ham. Þetta fólk fagnaði mikið á laugardaginn, enda gersigraði West Ham Preston, 5—0, og er langefst í 2. deild. var ekki fyrr en á 78. mínútu, að leikmönnum Leeds tókst að moða eitthvað út úr sóknarleik sínum. Carl Harris lék þá snyrti- lega á tvo varnarmenn og skor- aði fallegt mark, sigurmarkið. Áður er getið um ótrúlegan sigur Leicester og með þeim sigri lyfti liðið sér úr botnssæt- inu í næst neðsta sætið. Neðst er nú óróafélagið Crystal Palace, sem virðist dauðadæmt. Palace sótti Middlesbrough heim og sótti meira í fyrri hálfleik. Ekkert gekk þó upp við mark andstæðinganna frekar en fyrr í vetur og í síðari hálfleik fór að syrta í álinn. Dave Armstrong skoraði fyrra mark Boro og nokkru síðar brenndi Clive Allen af úr víti. Enn liðu nokkrar mínútur og þá fékk Boro víti. Urðu leikmenn Palace æfir og pexuðu svo heiftarlega við dóm- arann, að hann rak einn af leikvelli, sóknarleikmanninn Les Sealey. Mark Proctor skoraði úr vítinu og fáeinum mínútum síð- ar sauð aftur upp úr, er miðvörð- ur Palace, Jim Cannon, virtist slá Terry Cochrane í andlitið. Það fór ekki fram hjá línuverð- inum, sem gerði dómara viðvart og Cannon fékk einnig að fara snemma 1 bað. Ilart barist um UEFA sætin Að venju verður baráttan um hin dýrmætu UEFA-sæti hörð. All mörg lið virðast eiga mögu- leika að hreppa slíkt sæti. Forest er eitt þeirra og Everton annað. Liðin mættust á City Ground í Nottingham og lék Everton afar illa. Lið Forest var lítið betra, en þó aðeins og það nægði til sigurs. Ken Burns skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik í kjölfarið á auka- spyrnu. Þess á milli bældi Burns gersamlega niður Irme Varadi, hinn hættulega sóknarleikmann Everton. Southampton vann öruggari sigur gegn Sunderland heldur en tölurnar gefa til kynna. Sunder- land er í nokkurri fallhættu. Kevin Keegan lék meistaralega gegn Sunderland og skoraði bæði mörk liðsins, bæði eftir snjallan undirbúning Mick Channon. Sunderland sótti sig heldur í síðari hálfleik og skömmu fyrir leikslok tókst Gordon Chrisholm að minnka muninn. Athygli. vakti að Steve Moran skoraði ekki fyrir Southampton. Manchester Utd. sýndi miklar framfarir frá síðustu leikjum sínum, sem hafa vægast sagt verið slakir, sérstaklega 0—2 tapið gegn Sunderland í vikunni. United náði forystu gegn Birm- ingham strax á 5. mínútu. Joe Jordan skoraði þá eftir sendingu frá markverðinum Garry Bailey! Jordan og Jim Nicholl voru nærri því að bæta fleiri mörkum við, er United sótti án afláts í fyrri hálfleik. Birmingham lék betur í síðari hálfleik og vörn United var ekki rótt á köflum. En nokkru fyrir leikslok innsigl- aði Lou Macari sigur United með lúmskum skalla sem rataði í netið. Arsenal tapaði stigi á heima- velli sínum gegn fjörugu liði Coventry. Arsenal náði tvívegis forystunni, í báðum tilvikum með gullfallegum mörkum, en Coventry jafnaði jafnharðan. Það voru þeir Brian Talbot og Frank Stapleton sem skoruðu mörk Arsenal, en Peter Bodak og Gerry Daly sáu um mörkin fyrir Coventry. Þá má geta þess, að Andy Gray og Mel Evans skor- uðu mörk Wolverhampton gegn WBA. 2. deild: Blackburn 2 (Bruke, Lowey) — Orient 0 Bristol R. 0 — Bristol City 0 Cardiff 0 — Oldham 2 (Palmer, Nutthall) Chelsea 3 (Mayes, Lee, Fillery) — Shrewsbury 0 Derby 2 (Wilson, Hector) — Luton 2 (Moss, Ingram) Newcastle 2 (Clarke, Martin) — Bolton 1 (Bennett) SHeffield Wed. 1 (McCullouch) — N. County 2 (Christie 2) Swansea 1 (Stevenson) — QPR 2 (Langley, King) Watford 0 — Cambridge 0 West Ham 5 (Goddard, Pike, Lampard, Ðevonshire 2) — Preston 0 Wrexham 0 — Grimsby 2 (Cummin 2)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.