Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1981
27
við Mbl. i gær. „bessir þrír
umsækjcndur voru allir taldir
hæfir ok það er ákvörðun ráð-
herra sem ræður og ég taidi
heppiIeKast að veita honum emb-
ættið. Ilann hafði starfað við
lyfjabúðina á Dalvik, Dalvík-
ingar þekktu hann að góðu og
vildu eindrenið fá hann aftur.“
— Má þá segja að þessi þrýst-
ingur hafi ráðið úrslitum um
ákvörðun þína?
„Ekki kalla ég þetta beint þrýst-
ing, en ráðherra er í sjálfsvald
sett hver ráðinn er og að vandlega
athuguðu máli tók ég þessa
ákvörðun."
— Telur þú að þessi ákvörðun
þín hafi áhrif á jafnréttisbarátt-
una í landinu, þar sem það er kona
sem talin var hæfust umsækjenda,
en þú tekur karlmann fram yfir
hana?
„Ekki held ég að þetta hafi nú
nein úrslitaáhrif í jafnréttisbar-
áttunni. Það verður að meta að-
stæður hverju sinni og ég gerði
það í þessu máli sem öðrum."
Svavar sagði í framhaldi af
þessu að hann hefði að sínu mati
lagt sitt af mörkum í jafnréttis-
baráttunni með embættisveiting-
um til kvenna og mætti nefna þar
ráðningu nýverið í læknisstöðu.
„Förum í mál,
ef við teljum að
hér sé brotið
á jafnréttis-
lögunum“
- segir Guðríður
Þorsteinsdóttir
formaður
Jafnréttisráðs
GUÐRÍÐUR Þorsteinsdóttir
formaður Jafnréttisráðs sagði i
viðtaii við Mbl. i gær að mál þetta
hefði ekki enn komið til þeirra
kasta. „Við munum auðvitað taka
það fyrir, ef það kemur til okkar,
en ég vil ekki láta i ljós persónu-
legt álit nú þar sem ég hef ekki
kynnt mér málið.“
Þá sagði Guðríður einnig, að
málið yrði fyrst kannað frá báðum
hliðum. „Ef við teljum að lokinni
þeirri athugun að hér hafi verið
framið brot á jafnréttislögunum
þá munum við fara í mál“.
„Ráðherra
verður sjálf-
ur að útskýra
hvers vegna“
— segir Óli Þ.
Ragnarsson
MBL. HAFÐI einnig samhand við
Óla Þ. Ragnarsson yfirlyfja
fræðing við Vesturbæjarapótek.
en hann hlaut veitinguna við
Dalvikurapótek. Hann sagðisl
ekkert hafa um málið að segja.
Aðspurður sagðist hann hafa
farið á fund ráðherra áður en
staðan var veitt og kynnt sig
fyrir honum. „Ráðherra verður
sjálfur að útskýra hyers vegna ég
fékk stöðuna.“
Manntal 1981:
„Manntalsskráningin hefur
gengið framar öllum vonum“
— segir Klemenz Tryggva-
son, hagstofustjóri
SVO SEM kunnugt er var
manntalsgögnum safnað
saman í Reykjavík á
sunnudag en úti á landi
hófst gagnasöfnunin víða á
laugardag. Voru síðustu
teljarar að skila af sér í
hinum ýmsu skólum borg-
arinnar fram undir mið-
nætti en flestir höfðu þó
lokið yfirferð sinni um kl.
21. Á mánudag var öllum
manntalsgögnum safnað
saman að Skúlatúni 2 og
hafði því verki verið lokið
er blaðamaður og ljós-
myndari Morgunblaðsins
komu þar laust eftir hádegi
á mánudag.
í Skúlatúni 2 hittum við Stefán
Reyni Kristinsson, viðskiptafræð-
ing, sem stjórnaði framkvæmd
manntalsins í Reykjavík, þar sem
hann var innan um hlaða af
kössum sem geymdu manntals-
gögn frá hverfismiðstöðvum borg-
arinnar.
„Þetta hefur gengið mun betur
en ég þorði að vona,“ sagði Stefán,
„rúmlega 90 prósent íbúa á höfuð-
borgarsvæðinu hafa þegar skilað
af sér skýrsíum. Það var að
sjálfsögðu nokkuð um að fólk væri
ekki heima eins og eðlilegt er. Þá
hafa teljarar í nokkrum tilfellum
ekki fundið húsin enda er íbúaskrá
Reykjavíkurborgar fjarri því að
vera hundrað prósent.
Síðar í þessari viku, eða um
helgina, förum við í eftirleit og
verður þá reynt að hafa upp á
þeim sem ekki náðist í. Mikið
hefur verið um að fólk sem fallið
hefur úr héfur hringt til okkar og
látið okkur vita — við erum að
sjálfsögðu mjög þakklátir fyrir
það.
Það var mjög lítið um að fólk
neitaði að taka þátt i manntalinu
Klemenz Tryggvason, hagstofustjóri.
— langt innan við eitt prósent.
Það bar dálítið á því að fólk
færðist undan að svara sumum
spurninganna, en þó miklu minna
en búast hefði mátt við eftir
umræðunni fyrir manntalið. Helzt
held ég að það hafi verið spurn-
ingarnar um óvígða sambúð og um
ferðir til vinnu sem fólk hikaði
við, en þó hefur okkur ekki unnist
tími til að skoða þetta nógu vel til
að skera alveg úr um þetta.
I Menntaskólanum við Hamra-
hlíð hittum við að máli tvo
hverfisstjóra, þau Guðrúnu
Hannesdóttur og Þorlák Helga-
son.
„Þetta gekk í alla staði vel fyrir
sig,“ sagði Þorlákur, „við höfum
ákveðin fyrirmæli til að fara eftir
þannig að ekkert fari á milli mála.
Hlutverk okkar var að undirbúa
teljarana og hjálpa þeim eftir
föngum — við höfum tvo síma
hérna sem teljarar gátu hringt í
þegar vafaatriði komu upp —
helztu vafaatriðin voru um menn
sem staddir voru fjarri heimilum
sínum, á sjó eða við nám erlendis."
„Það var ansi mikið að gera
hérna á sunnudagskvöldið," sagði
Guðrún, “milli kl. 20 og 23 bárust
um 8000 skýrslur og þið getið rétt
ímyndað ykkur hvernig manni leið
í fingrunum eftir að vera búinn að
fletta því öilu. Ég var svo aum í
fingrunum í morgun að ég gat
varla haldið á kaffibolla."
Stefán Reynir Kristinsson. við-
skiptafræðingur, skoðar mann-
talsgögnin sem bárust að Skúla-
túni 2 á mánudag.
Ljósmynd: Kristján
Þá ræddum við stuttlega við tvo
teljara, þær Áslaugu Thorlacius
og Steinunni Stefánsdóttur. „Það
var nokkuð misjafnt hvernig fólk
tók þessu,“ sagði Áslaug, „það var
dálítið leiðinlegt að bera upp
sumar af þessum spurningum,
sem eru á ibúðarskýrslunni. Við
skiptum okkur lítið af einstakl-
ingsskýrslunni en ég veit að mörg-
um fannst spurningin um heimil-
isstörfin óþörf — sérstaklega kon-
um.“
„Það var dálitið mikið um að
enginn væri heima og í sum
húsanna þurftum við að fara
tvisvar eða þrisvar," sagði Stein-
unn annars var gaman að taka
þátt í þessu og lærdómsríkt á
margan hátt.“
Að lokum ræddi blaðamaður
Morgunblaðsins við Klemenz
Tryggvason hagstofustjóra: „Eftir
því sem bezt berður séð núna
hefur manntalsskráningin gengið
framar öllum vonum," sagði
Klemenz. „Það hefur ekkert óvænt
borið uppá og allt gengið eins og í
sögu bæði úti á landi og hér í
Reykjavík. Hér á höfuðborgar-
svæðinu var þó dálítið um að fólk
væri ekki heima en sáralítið var
um að fólk neitaði að svara
manntalsspurningunum. Ég hef
haldið því fram, af beztu sam-
visku, að þessar spurningar væru
bæði hversdagslegar og meinlaus-
ar — þó að auðvitað sé það
persónulegt matsatriði fyrir hvern
og einn — og mér finnst að
undirtektirnar við manntalið hafi
staðfest þessa skoðun mína.
Við þá sem að einhverjum
ástæðum fengu ekki afgreiðslu hjá
teljara á sunnudag verður haft
samband frá skrifstofu Manntals-
stjóra í Reykjavík og geta þeir
fengið teljara heim til sín sem
mun gera íbúðarskýrslu og taka
við einstaklingsskýrslu. Það er
rétt að taka fram að við viljum
ekki að fólk skili einstaklings-
skýrslum sjálft, heldur varðveiti
þær hjá sér og afhendi teljara um
leið og íbúðarskýrsla er gerð.
Manntalsgögn munu svo verða
flutt hingað á Hagstofuna síðar i
þessum mánuði þegar sveitarfé-
lögin hafa safnað öllum þeim
skýrslum sem hægt verður að
nálgast. Strax og gögnin hafa
borist hingað verður hafist handa
við úrvinnslu þeirra og lagt allt
kapp á að hraða henni sem mest,“
sagði Klemenz að lokum.
Guðrún Hannesdóttir og Þorlákur Helgason
Áslaug Stefánsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir.
Boeing 707-þota Arn-
arflugs leigð í eitt ár
SAMNINGAR milli Arnarflugs
og aðila í Bascl i Sviss um leigu á
Boeing 707-320 farþegaþotu Arn-
arflugs eru nú á lokastigi, að
sögn Halldórs Sigurðssonar, sölu-
stjóra Arnarflugs, en samningur-
inn verður væntanlega gerður til
eins árs, og munu áhafnir Arnar-
flugs fljúga vélinni.
Halldór sagði, að væntanlega
færi vélin í sína fyrstu ferð síðari
hluta þessarar viku. Reiknað er
með, að vélin verði í ferðum milli
Evrópu og Afríku og Suður-
Ameríku, en flogið verður frá
ýmsum stöðum í Evrópu.
Þá sagði Halldór að Arnarflug
hefði gert svokallaðan stjórnunar-
samning við Singapore Airlines,
um rekstur á Boeing 707-320
fraktvél. — „Samningurinn er í
því fólginn, að við munum fljúga
fyrir fyrirtæki, sem heitir Com-
inser, og hefur bækistöðvar í Turs
í Frakklandi, en vélin, sem er í
eigu Singapore Airlines, verður
skráð hér á landi.
Flogið verður frá hinum og
þessum stöðvum í Evrópu, aðal-
lega til Afríku og Asíulanda. Vélin
verður að mestu með okkar
áhöfnum, en við tökum síðan að
okkur að þjálfa eitthvað af þeirra
mönnum. Fyrsta ferðin verður
farin frá Evrópu í kvöld til
Pakistan, en áhöfn hefur verið
ytra síðustu daga til undirbún-
ings,“ sagði Halldór.
Halldór sagði, að þessi sam-
ningur við Singapore Airlines
væri nokkuð óbundinn hvað varð-
ar tímalengd og Arnarflug hefði
enga fjárhagslega ábyrgð af hon-
um, heldur eingöngu rekstrarlega.
— „Það verður þvi um það samið
þegar að því kemur, að hætta
fluginu, en báðir aðilar geta sagt
samningnum upp,“ sagði Halldór.
Halldór sagði, að þessir tveir
samningar væru auðvitað mikil
lyftistöng fyrir fyrirtækið, sér-
staklega þó flugáhafnir þess, sem
ella hefðu haft heldur lítið að gera
í vetur. Ekki verða ráðnar neinar
viðbótaráhafnir fyrst um sinn.
Gildistími samningsins við Singa-
pore Airlines mun siðar skera úr
um hvort bæta verður við áhöfn-
um á síðari stigum málsins.