Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 26

Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 Jón Hafliðason fulltrúi — Minning Fæddur 8. marz 1891. Dáinn 24. janúar 1981. Laugardaginn 24. janúar andaö- ist Jón Hafliðason fulltrúi að Hjúkrunardeild Landspítalans, Hátúni 10 B. Jón var fæddur á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði 8. marz 1891, sonur hjónanna Haf- liða Þorvaldssonar og Þóru Jóns- dóttur. Barn að aldri fluttist Jón með foreldrum sínum til Patreks- fjarðar og fermdist í Sauðlauksdal hjá síra Þorvaldi Jakobssyni. Hann fór síðan í Flensborgarskól- ann og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1907. Jón fluttist til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum 1908. Hann hóf nám í Verzlunarskóla ísland árið 1911 og brautskráðist þaðan 1913. Að námi loknu vann hann hjá Verzlun B.H. Bjarnason- ar í Aðalstræti, þar til hann réðist til Timburverzlunarinnar Völund- ar hf. árið 1916, þar sem hann vann meðan starfsorka entist, allt til ársloka 1976, eða í 60 ár. Byrjaði hann sem gjaldkeri, en frá árinu 1925 starfaði hann sem fulltrúi forstjóra, og var það oft á tíðum erilsamt starf. Fyrstu kynni mín af Jóni voru þau, að faðir minn tók okkur bræðurna með sér niður í Völund, unga að árum, til að sýna okkur, hvað þar væri að gerast. Man ég, hve Jón tók okkur vel og hve okkur fannst æ síðan, að Jón og Völundur væru eitt, hvorugir gætu án hins verið. Þeir eru nú orðnir æði margir við- skiptavinirnir, sem leitað hafa til Jóns. Hann reyndi ávallt að leysa hvers manns vanda og lét fáa bónleiða frá sér fara. Starfsorka hans var ótrúleg, enda maðurinn mjög reglusamur. Var gott með honum að vinna og hafði hann mjög góð áhrif á samstarfsmenn sína alla, þar sat ávallt í fyrirrúmi árvekni, stundvísi, reglusemi og heiðarleiki. Allt, sem Jón sagði, stóð sem stafur á bók. Sá starfs- maður, sem lengst vann með honum var Andreas S.J. Berg- mann, gjaldkeri. Unnu þeir saman í yfir 50 ár og var samstarf þeirra með afbrigðum gott. Jón átti sér áhugamál utan hins venjulega starfs. Aðaláhugamál hans þar var að starfa fyrir bindindishreyf- inguna í landinu. Vann hann mikið starf í Góðtemplararegl- unni og gegndi þar lengi störfum Stórgjaldkera í Stórstúku íslands. Hann var og í byggingarnefnd og átti mikinn þátt í því, að hin glæsilega Templarahöll reis svo fljótt af grunni við Eiríksgötu hér í borg. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Þorláksdóttir, en hún lézt árið 1941 eftir 25 ára sambúð þeirra. Þau eignuðust fjögur börn, dóu tveir drengir á barnsaldri, en eftir lifa: Hafliði Þórir, gjaldkeri í Búnaðarbanka íslands, giftur Jónheiði Níelsdótt- ur. Kristín, gift Marteini Krist- inssyni, rafvirkjameistara. Jón giftist öðru sinni eftirlif- andi konu sinni Arnbjörgu Stef- ánsdóttur árið 1941. Var Arnbjörg stoð og stytta manns síns í hvívetna. Minnist ég margra góðra samverustunda með þeim hjónum í Völundarferðum og sam- komum, þegar starfsmenn komu saman. Þau hjónin bjuggu síðustu árin að Hátúni 10 A og voru mjög samhent að styðja hvort annað, þegar veikindi og erfiðleikar steðj- uðu að. Það er fágætt, að maður verji nær allri starfsorku sinni í þágu eins og sama fyrirtækis. Það er erfitt að þakka sextíu ára þrotlaust starf. Það er erfitt að þakka starf, sem að mestu er unnið í kyrrþey, en ber mikinn árangur. Það er erfitt vegna þess, að það verður aldrei metið til fulls. Eg veit, að faðir minn mat starf Jóns mikils, samstarfsmenn hans mátu það mikils, fyrir okkur núverandi stjórnendur fyrirtækis- ins er það ómetanlegt. Megi þjóð vor eignast fleiri hans líka. Sveinn K. Sveinsson. í dag er til moldar borinn Jón Hafliðason, fulltrúi i Reykjavk, en hann lézt hinn 24. janúar síðast- liðinn — á nítugasta aldursári. Þegar ég minnist hans örfáum orðum, rifjast upp fyrir mér, hvernig það atvikaðist að leiðir okkar lágu saman. Veturinn 1923—’24 lærði ég ljósmóðurfræði hjá Þórunni Björnsdóttur, ljós- móður hér í Reykjavík, einhverri elskulegustu manneskju, sem ég hef þekkt. Námið stóð aðeins í sex mánuði, og ég útskrifaðist hinn 2. apríl 1924. Um líkt leyti veikist Þórunn og biður mig að koma til sín og hjálpa sér að sitja yfir. Ég gat ekki slegið hendinni á móti því að fá að njóta áfram ómetanlegrar tilsagnar hennar, svo að ég flutti til hennar. Ég fékk að vera ein við nokkrar fæðingar, en oftast var Þórunn þó með mér, þótt hún gengi ekki heil til skógar. Á þessum tíma sat ég yfir frú Soffíu E. Haraldsdóttur, dóttur Haralds Níelssonar, eiginkonu Sveins M. Sveinssonar, fram- kvæmdastjóra Timburverzlunar- innar Völundar. Hún var þá að eiga Svein yngri, sem nú er forstjóri sama fyrirtækis. Fæðing- in var erfið, því að frú Soffía var veik í nýrum, svo að ég vakti yfir henni í nokkrar nætur. Þessi stuttu samskipti nægðu til þess, að þau sæmdarhjónin Soffía og Sveinn í Völundi tóku tryggð við mig og sýndu mér hiýhug og hjálpsemi upp frá þvi. Þegar ég varð húsnæðislaus nokkru síðar, leigði Sveinn mér íbúð á Klapparstígnum. Þar bjó þá einnig Jón Hafliðason, sem vann i Völundi um 60 ára skeið. Með okkur tókst brátt einlæg vinátta, sem aldrei féll skuggi á. Jón Hafliöason var fæddur hinn 8. marz árið 1891 á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Þóra Jónsdóttir og Hafliði Þor- valdsson. Hann var eina barn þeirra, sem komst til fullorðins- ára, en systir hans, Halldóra Kristrún, lézt fjórtán ára gömul. Jón stundaði nám í Flensborg- arskólanum, en settist síðan í Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan prófi vorið 1913. Hinn 14. ágúst árið 1915 kvæntist hapn Ingibjörgu Þorláksdóttur, og áttu þau fjögur börn: Hafliða, sem lézt á öðru ári; Hafliða Þóri, sem kvæntur er systur minni, Jónheiði Níelsdóttur, Þorlák Klemens, sem lézt á fjórða ári, og loks Kristínu Þorbjörgu, sem gift er Marteini Kristinssyni. Ingibjörg lézt hinn 5. febrúar 1941. Síðar kvæntist Jón Arnbjörgu Stefánsdóttur og lifir hún mann sinn. Það er bjart yfir minningum mínum um Jón Hafliðason. Hann var sannur drengskaparmaður, hjálpsamur og heiðarlegur, og ævinlega léttur í lundu. Ég bjó lengi hjá þessu vinafólki mínu, Jóni og fjölskyldu hans, að Njálsgötu 1. Og þar var ég einmitt sumarið 1931, þegar ég réðst í það stórvirki að reisa fæðingarheimili við Eiríksgötu. Þá var ekki ama- legt að eiga að slíka menn sem Jón Hafliðason og Svein í Völundi. Án liðsinnis þeirra og margra annarra hefði mér varla tekizt að reisa þetta stóra hús af litlum efnum. Þóra, móðir Jóns, bjó hjá syni sínum að Njálsgötu 1 þegar þetta var. Er hún frétti um skýjaborgir mínar og bjartsýni, sagði hún við mig: „Ef þú byggir, Helga mín, þá skal ég hjálpa þér.“ Og hún lét ekki sitja við orðin tóm, heldur lánaði mér tvö þúsund krónur, sem var geysimikið fé í þá daga. Jón Hafliðason tók mikinn þátt í margskonar félagsstarfsemi. Hann var bindindismaður alla ævi og einn af stofnendum stúkunnar Frón árið 1927. Einnig var hann félagi í Oddfellowreglunni. Hjá Jóni og fjölskyldu hans lærði ég sem ung stúlka að skemmta mér, án þess að hafa áfengi um hönd. Þeim góða sið fylgdi ég æ síðan — og það mættu fleira gera nú á dögum. Ég vil að lokum þakka Jóni Hafliðasyni langa vináttu og tryggð og ótal ánægjulegar sam- verustundir, sem ekki munu gleymast. Ég votta aðstandendum hans innilegustu samúð mína og kveð hann með þessum ljóðlínum séra Matthíasar Jachumssonar: Far vel I friðl tll frænda þtnna lofi leyfður os IJððatöfum; far, öðlinKur. ok alda lýntu bifröat vorra beztu manna. Helga M. Nielsdóttir. Kveðja frá stúkunni Fróni nr. 227. Þegar stúkan Frón kveður þenn- an stofnanda sinn og aldursfor- seta eftir meira en hálfrar aldar starf í stúkunni fer ekki hjá því að fram í hugann komi gamlar minn- ingar frá blómaskeiði stúkunnar, þegar forustumenn hennar voru m.a. kempurnar Gunnar Espólín Benediktsson lögfr., Hálfdán Ei- ríksson kaupm., Jón Hafliðason ftr. í Völundi, Ludvig C. Magnús- son skrifstofustj. og Sveinn Sæ- mundsson yfirlögrþj. Þá var stúkan fræg fyrir út- breiðslufundi sína víðs vegar um landið og mörg önnur umsvif og starfsemi. Þá fór það heldur ekki á milli mála að í stúkunni Frón voru þá mestu fjármálamennirnir inn- an Góðtemplarareglunnar og stúkan varð fræg fyrir fjáröflun sína til handa Reglunni og sína digru sjóði. í þeim sökum þótti þá sjálfsagt að hafa Frónbúa með í öllum ráðum. Jón Hafliðason var lengi stór- gjaldkeri í Stórstúku íslands og í fjölda ára gjaldkeri húsráðs Templarahallarinnar, óumdeildur álitsmaður í öllum sínum störfum. Um hann stóð aldrei styr og hann var öðrum mönnum lagnari við að finna lausn í vanda og deilumálum sem allir gætu vel unað og sam- einast um. Þegar stúkan Frón kveður þenn- an stofnanda sinn og heiðursfé- laga á hún sannarlega margs að minnast og margt að þakka. Oeig- ingjarnt hugsjónastarf um meira en hálfrar aldar skeið er ekki hægt að meta til fjár eða að þakka sem skyldi. Mest er þó um vert að merkið standi þó maðurinn falli og verði borið áfram til sigurs. Það er líka nokkurs virði að hafa átt „menn að missa, meiri og betri en aðrir". Hafi hann þökk fyrir ailt og allt. Guðmundur Illugason + Faölr okkar, tengdafaöir, afi og langafi JÓN KJARTANSSON, Sólbakka, Hofsósi, andaöist ( Borgarspítalanum 31. janúar. Sigrfóur Jónsdóttir, Jónmundur Gíslason, Anton Jónsson, Jórunn Jónasdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Magnús Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, JÓN Þ. GUDMUNDSSON, Bræöraborgarstíg 24 Á, ReykjaviK, fést aö Hátúni 10B aö kvöldi 1. febrúar. Lilja Gisladóttir. + Móöir okkar JÓNA GUÐBJÖRG REINHARDARDOTTIR fré Grafargili, andaöist 28. janúar. . / Jarösett veröur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. febrúar kl. 3. Valborg Hallgrímsdóttir og systkini. + Eiginmaöur minn ERLINGUR THORLACÍUS bifreiöarstjóri Kársnesbraut 108, Kópavogi lést í Borgarspítalanum 1. febrúar. Anna Thorlacfus. + Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir GUOMUNDUR Á. JÓHANNSSON prentsmiöjustjóri Stórholti 29 andaöist f Borgarspítalanum aö morgni 2. febrúar. Jaiöarförin auglyst siöar. Hu|da Siguröard6ttlr Garöar Jóhann Guömundarson Þórunn Kristinsdóttir + Hjartkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Faxaskjóli 12, lézt sunnudaginn 1. febrúar sl. Bjarni Jónsson, Adolf Bjarnason, Ásta Jóhannesdóttir, Kristinn Bjarnason, Kristfn Pélmadóttir, Bjarni Grétar Bjarnason, Sigrún Gunnarsdóttir, og barnabörn. + Útför ÓLAFS PÁLSSONAR, fyrrverandi sundkennara, Safamýri 36, Reykjavfk, fer fram frá Laugarneskirkju miövikudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Justa Sigurðardóttir, Sigríöur Ólafsdóttir, Einar Sigvaldason, Péll Ólafsson, Þurföur Guöjónsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Jón Þór Karlsson og barnabörn. + Minningarathöfn um móöur okkar, FRÚ HJALTALÍNU MARGRÉTI GUÐJÓNSDÓTTUR, fré Núpi fer fram frá Fossvogskirkju, á morgun miövikudaginn 4. febrúar kl. 15.00. V Hlynur Sígtryggsson Þröstur Sigtryggsson Lokað eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar JÓNS HAFLIÐASONAR, Timburverzlunin Völundur h f.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.