Morgunblaðið - 03.02.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.02.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 33 Hestar Umsjóni Tryggvi Gunnarsson tekið hafa myndir er birtast í bókinni, að láta þess getið hver hefur tekið hverja mynd, sé vitað um ljósmyndarann. Þá er annað að bók eins og Ættbók og saga verður ekki til á einni nóttu. Margar af þeim hryss- um, sem getið er um í ættbókinni eru enn á lífi og það hefði vart verið goðgá að láta taka af þeim nýjar myndir, ef engar myndir eru til eða gamlar myndir reynast ekki nothæfar. Góðar myndir af hrossum eru mikilvægt innlegg í ættbókina og það verður að vera kappsmál allra, er að því verki koma að velja þar til birtingar þær bestu myndir, sem völ er á. Ættbók hrossa er nauðsynlegt hjálpartæki allra þeirra, sem við hrossarækt fást eða vilja kynna sér ættir hrossa. Gunnar Bjarna- son og Bókaforlag Odds Björns- sonar hafa með útgáfu sinni, fyrst á ættbók fyrir stóðhesta og nú á ættbók fyrir hryssur, fært ættbók íslenska hestins úr skúffum og skjölum hrossaræktarráðunaut- anna og út til fólksins. Auðvitað á ættbókin að vera fólki aðgengileg og hún kemur fáum að gagni, ef hún rykfellur úti í horni hjá ráðunautunum. Það er því hesta- mönnum fagnaðarefni, þegar hver nýr áfangi i heildarútgáfu ættbók- ar íslenska hestsins kemur út. Eins og fram kom hér fyrr hefur annað bindið að geyma fyrri hluta af ættbók fyrir hryssur, sem valdar hafa verið í ættbók frá aldarbyrjun og fram að 1970. Seinni hlutinn birtist í þriðja bindinu. Gunnar slær þann var- nagla í formála, að í bókinni séu „birtar lýsingar á flestum skráð- um og völdum undaneldishryssum landsins" á fyrrnefndu tímabili. A þessi fyrirvari sjálfsagt einkum við hryssur frá árunum 1962 til 1969, en þar tekur Gunnar „með þær hryssur, sem skráðar hafa verið í sýningarskrár", en Gunnar bætir við: „Ráðunauturinn kann að hafa tekið fleiri inn í ættbókina með númeri. Þær má taka með í síðari útgáfur." Hér er um að ræða hryssur, sem teknar hafa verið í ættbók eftir að Gunnar lét af starfi sem hrossa- ræktarráðunautur og hefur hann við samningu þess hluta ættbók- arinnar ekki stuðst við þau frum- gögn, sem þó verður að telja nauðsynleg, heldur tínt þessar hryssur upp úr sýningaskrám og dómum. Ekki verða þetta talin góð vinnubrögð og það sem verra er, að þetta kallar á mikla óvissu um hvort ættbókin sé tæmandi. Úr þessu verður þó ekki skorið fyrr en síðari hlutinn kemur út, því hryss- unum er raðað niður í ættbók Gunnars eftir sýslum og virðist ýmist ráða, hvort þær eru fæddar eða sýndar í viðkomandi sýslu. Sjálfsagt hefði verið hyggilegra fyrir Gunnar að láta staðar numið í ættbókinni þar sem hann hætti 1962. Deila má um hvort heppilegra sé að raða hrossum í ættbók eingöngu eftir númerum eða flokka þau niður eftir sýslum. Fyrri aðferðin er á margan hátt greinilegri og eðlilegri, því þá má auðveldlega finna hrossið eftir ættbókarnúmeri, og þá með aðstoð nafnaskrár. Seinni aðferðin auð- veldar hins vegar samanburð hrossa á sama svæði en er hins vegar oft ruglingsleg, þegar skipt- ing milli sýslna ræðst af mismun- andi atriðum svo sem ýmist fæð- ingarstað, sýningarstað eða heim- ili eiganda. Þá gerir seinni aðferð- in meiri kröfur til nafnaskrár heldur en uppfylltar eru með nafnaskrá þeirri, sem birt er í lok annars bindisins. Þar eru kyn- bótahryssurnar nefndar í staf- rófsröð og vísað til ættbókarnúm- era, en hins vegar ekki vísað til blaðsíðutals, sem hefði verið eðii- legt. Um efni ættbókarinnar verður ekki fjallað á sama hátt og til dæmis starfssögu Gunnars. Ætt- bókin hefur orðið til við starf hrossaræktarráðunautanna og með vali þeirra á hrossum í ættbókina. Slíkt val er vitanlega alltaf umdeilanlegt og ráðunaut- arnir hafa ekki farið varhluta af þeim deilum. Þegar ættbók er búin til prentunar koma hins vegar önnur sjónarmið til skoðunar. Þá reynir á að taka saman tiltækar og nauðsynlegar upplýsingar um viðkomandi hross. Sumum kann að þykja upplýs- ingar um hryssur frá fyrstu starfsárum hrossaræktarráðu- nautanna nokkuð fátæklegar en þá er vert að hafa í huga að allt fram yfir 1950 var algengt að hryssur væru dæmdar ótamdar og menn voru ekki alltaf vissir á því undan hverju hvað væri i þá daga. Eitt er þó eftirtektarvert, en það er að varla kemur fyrir að mál vanti á hryssu frá starfsárum Theodórs Arnbjörnssonar og fram eftir starfstíma Gunnars. Algeng- ara er hins vegar að mál falli niður á hryssum, sem sýndar hafa verið síðustu árin. Kemur þarna m.a. til það sem áður var nefnt um vinnubrögð Gunnars varðandi ár- in 1962 og 1969 og einnig virðist í sumum tilvikum ekki hafa verið hirt um að taka þessar upplýs- ingar með þó þær megi finna í sýningarskrám. (Sem dæmi má nefna Fjöður frá Varmahlíð, nr. 2981, bls. 237-38 í Æ & S en mál hennar má t.d. finna á bls 19 í sýningarskrá Fjórðungsmótsins á Faxaborg 1971.) Nokkuð er misjafnt hversu náið Gunnar tilgreinir afkvæmi undan hryssunum og önnur atriði úr sögu þeirra, svo sem hvar og hvenær þær hafa verið sýndar ásamt niðurstöðum dóma. Hér væri þó betra að hafa reglu á og væri það til að auka gildi bókar- innar. Vitanlega verður einhvers staðar að setja takmörkin en frumskilyrðið er að upplýsingar um hrossin séu sambærilegar, en hending ráði ekki hvað sé tekið með. Sá er munur á stóðhestunum og hryssunum að mun auðveldara á að vera að gera tæmandi yfirlit yfir afkvæmi hryssanna. Þannig á að vera hægt að loka slíku yfirliti fyrir þær hryssur, sem fallnar eru og varðandi aðrar fram að þeim tíma að ættbókin er gefin út. Víst er þetta töluvert verkefni en ólíkt segir ættbókin meiri sögu, ef þessi þáttur fylgdi. Það skal tekið fram að ég er ekki í neinni aðstöðu til að leggja mat á, hvort ættfærslur allra hrossa í ættbókinni eru réttar. í því efni verður að treysta efni bókarinnar nema annað komi síð- ar í ljós. Þessi skrif mín um Ættbók og sögu hafa orðið lengri en upphaf- lega var ætlunin. En Ættbók og saga er stór bók og þegar ræða þarf mörg atriði vill teygjast úr efninu. Ég taldi líka rétt að fjalla nokkuð ítarlega um þá hnökra, sem ég tel að séu á bókinni og leiðrétta mistök höfundar varð- andi „Skjónumálið". Það er ekki sanngjarnt að kasta fram gagn- rýni án raka. Ymsum kann að þykja nóg um þær athugasemdir við bókina, sem ég hef sett fram í þessum greinum, en ég bið menn að hafa í huga orð mín í upphafi fyrri greinar um, að oft færi kannski minna fyrir lofi um það, sem vel er gert án þess að slíkt sé ætlun þess, sem ritdóminn skrifar. Gunnar Bjarnason á þakkir skilið fyrir það mikla framtak að ráðast í samningu og útgáfu þessa rit- verks. Það er vandi að skrifa sögu liðins tíma og við skulum minnast orða Gunnars í Arsriti LH 1955 og hann birtir í bókinni: „Ungi heim- urinn" og „unga Island" biður um skýringar en ekki spásögn." Von- andi fáum við að heyra meira frá Gunnari í bókarformi. í starfi hans er fólginn stór þáttur í sögu íslenska hestsins á þessari öld. Sögu sem hestamenn og unnendur hestsins vilja vita meira um. — t.g. Guðný Jakobsdóttir Akureuri — Minning Fædd 12. mars 1917. Dáin 27. janúar 1981. Guðný Jakobsdóttir var fædd á Akureyri 12. mars 1917. Foreldrar hennar voru Jakob Karlsson bóndi í Lundi og Kristín Sigurðardóttir kona hans. Foreldrar Jakobs voru Karl Kristjánsson og Guðný Jó- hannsdóttir Eyjólfssonar, búsett á Akureyri. Karl var bróðir Magn- úsar Kristjánssonar kaupmanns og ráðherra og Friðriks og Stef- áns, sem fluttust til Ameríku. Friðrik fór ekkjumaður með unga syni sína, en dóttirin, Margrét, vildi ekki yfirgefa landið og settist síðar að á Seyðisfirði. Jakob missti ungur föður sinn, aðeins 9 ára gamall. Hann naut því lítillar skólagöngu i æsku en taldi sér skylt að vinna strax og hann gat og vera þannig stoð og stytta móður sinnar og yngra bróður, Kristjáns, síðar bankastjóra og forstjóra í Reykjavík. Við lát Karls hafði Guðný flutt með synina ungu til Magnúsar mágs síns, sem þá bjó í litlu húsi við Aðalstræti, en síðar byggði hann húsið Aðalstræti 15, stórt og myndarlegt og ber enn höfðingleg- an svip fyrri tíðar. Magnús rak verslun á Akureyri en varð síðar einn af forstjórum landsverslun- arinnar. Jakob vann við verslunarstörf hjá föðurbróður sínum og sýndi áreiðanlega snemma hvað i hon- um bjó, því honum var á unga aldri falin mikil ábyrgð í starfi, og annaðist hann allan atvinnurekst- urinn meðan frændi hans sat á þingi og var ráðherra 1927—’28. Jakob þótti einnig sjálfkjörinn foringi og leiðtogi unga fólksins á Akureyri á þessum árum á skemmtunum og í útreiðarferðum þess. Og talað var um að á loftinu í Aðalstræti hjá Guðnýju móður Jakobs hafi verið griðastaður ungra vina og vandamanna og löngum ríkt þar gleði, góðvild og gestrisni húsráðenda. Jakob vand- ist því snemma ábyrgð og áræðni í framkvæmdum, og skyldurækni og heiðarleiki mun hafa verið honum ríkulega í blóð borin. Hann var einnig skrifari hjá Guðlaugi Guðmundssyni sýslumanni á Ak- ureyri um hríð. En snemma fór hann að stunda eigin atvinnurekstur, hann hóf útgerð og fiskverslun. Hann tók að sér afgreiðslu Eimskip hf. á Akur- eyri og var umboðsmaður Olíu- verslunar íslands frá upphafi til 1948. Árið 1909 gekk hann að eiga Kristínu Sigurðardóttur, Árna- sonar frá Lundi í Fnjóskadal og var móðurætt hennar kennd við Fellssel í Kinn. Hún hafði farið ung stúlka til Akureyrar að leita sér mennta, lært skraddarasaum og gekk svo í húsmæðraskóla í Gróðrarstöðinni, eins og margar efnilegar heimasætur á þeim ár- um. En heima í Fnjóskadalnum höfðu systkini hennar veikst af berklum á meðan og dóu fimm á stuttum tíma. Þau Jakob og Kristín hófu búskap í Aðalstræti 15, en innan tíðar keypti Jakob stórt hús í miðbænum, sem kallað var Jerú- salem. Þangað flutti hann atvinnurekstur sinn, en bjó með fjölskyldu sinni á efri hæðunum. Hann var mjög áhugasamur um jarðrækt og hafði forgöngu um kaup á stórvirkum vélum til rækt- unar. Hann keypti allstórt land fyrir ofan Akureyri og hóf ræktun þar og byggði myndarlegt býli og skírði Lund. Fyrst bjuggu þau þar aðeins á sumrin en í Jerúsalem á veturna og höfðu þá ráðsmann og ráðskonu til að annast búskapinn. Síðar flytja þau alveg að Lundi og búa þar stórbúi í mörg ár, bæði með nautgripi og fjárrækt. Þau rækta þar fagran trjágarð og Jakob var einnig áhugamaður um dýravernd og safnaði stoppuðum fuglum. Hann gaf síðar Akureyr- arbæ safn sitt og varð það vísir að náttúrugripasafni þar. Árið 1915 tóku þau fósturdóttur, Margréti Jónsdóttur, er móðir hennar, Margrét Valdimarsdóttir, lést af barnsfarasótt. Síðar ætt- leiddu þau hana. En 1917 fæðist dóttirin Guðný, sem nú er kvödd úr þessum heimi. Svo fæðist þeim sonurinn Sigurður, er dó af hörmulegum slysförum, aðeins 9 ára gamail, svo dóttirin Krist- björg er dó úr lömunarveiki 3ja ára, og síðan Bergljót og Krist- björg yngri. Bergljót býr á Akur- eyri, gift Kristni J. Jónssyni skrifstofustjóra hjá Eimskip, en Kristbjörg í Hafnarfirði, gift Jóni Finnssyni lögmanni. Heimilið var löngum mann- margt, ættingjar og venslafólk áttu þar athvarf. Og starfsmenn voru þaulsætnir hjá Jakobi, marg- ir störfuðu hjá honum meðan aldur entist, og ófáum vinum mun hann hafa rétt hjálparhönd, er þeim lá á. Og vinnukonurnar voru áratugum saman hjá frú Kristínu, þær komu aftur þótt þær hygðust breyta til ár og ár. Það kom sér áreiðanlega vel fyrir Kristínu að hafa á yngri árum notið þeirrar menntunar í kvenlegum fræðum, sem svo eru nefnd, og heimilis- fólkið allt hefur notið þessa, og myndarskapurinn gekk í erfðir til dætranna. En úr þessum jarðvegi var hún Guðný sprottin, og ekki hefur hún látið sitt eftir liggja að flytja afkomendum sínum og samferða- mönnum hina góðu eiginleika og myndarbrag frá föður og móður. Hún var fríð sýnum, brosmild og glaðleg í viðmóti og eftirlæti allra sem henni kynntust og naut ástúð- ar vina og vandamanna. Mjög var kært með henni og fóstursystur- inni, Margréti, sem var á svipuð- um aldri, en hún býr nú á Blönduósi, gift Ágústi Jónssyni bifreiðarstjóra. Guðný tók gagnfræðapróf við M.A. 1934 og fór til Englands til náms 1938. Hún vann á skrifstofu bæjarfógetans á Akureyri í nokk- ur ár. Hún giftist 15. nóv. 1941 Jónasi Hallgrímssyni Traustason- ar, verslunarmanni á Akureyri. Hallgrímur var ættaður úr Þing- eyjarsýslu, en móðir Jónasar, Kristín Jónsdóttir, er frá Hóli í Svarfaðardal. Þetta voru glæsileg hjón, Jónas og Guðný, og þau áttu æörg sameiginleg áhugamál, enda hafa þau ætíð verið mjög samrýnd og búið í ástríku hjónabandi. Börn þeirra eru þrjú: Kristín, handa- vinnukennari á Akureyri, maður hennar er Guðjón Ágúst Árnason, húsasmiður, ættaður frá Grenivík, Jakob, húsgagnasmiður, kona hans er Unnur Pálsdóttir, ættuð frá Siglufirði, og Bergljót, lærð í gluggaskreytingum og gift Árna Árnasyni, húsgagnaarkitekt, frá Akureyri. Öll eru börnin mann- vænleg og traust fólk og barna- börnin eru sex og þrjú stjúpbörn. Jónas fór fljótlega að vinna hjá tengdaföður sínum og tók við afgreiðslu Eimskips að honum látnum og rak hana fram á síðustu ár. Jónas var áhugasamur um íþróttir og fjallaferðir, og Guðný stóð við hlið hans í því sem öðru og nutu þau margra úti- vistarferða saman. Guðný var einstaklega hýr í viðmóti, einlæg á svip og opin fyrir öllu fögru í kring um sig. Þau eignast þvi snemma einstaklega fagurt og vistlegt heimili. Margar ógleym- anlegar minningar á ég úr Holta- götu 3, en því láni átti ég að fagna að vera þar daglegur gestur í mörg ár á menntaskólaárunum, þar eð mikilo g góð vinátta var með mér og yngstu systur Guðnýjar. Þar mætti manni ætíð hlýja pg gest- risni, og ekki var kvartað yfir ónæði, þótt við sætum tímum saman við stofuborðið við lestur og létum kannski ekki ætíð fara svo lítið fyrir okkur. Þá voru oft rifjaðar upp góðar minningar frá æskudögunum í Lundi, þegar syst- urnar fóru þeysandi í hestasleða (eða fólkssleða eins og hann var kallaður) í skólann eða á skóla- böllin á yngri árum. í sleðanum voru tveir bekkir með rauðum flossessum og sérstakur ekill stjórnaði auðvitað þessu farar- tæki. Og það þótti óravegur frá Lundi niður í bæ á þeim árum. Lýsingin var glæsileg og yfir öllum heimilisháttum í Lundi ríkti ævintýraljómi. Guðný var félagslynd, dugleg og framkvæmdasöm í öllu er hún tók sér fyrir hendur, enda átti hún ekki langt að sækja slíkt. Hún vildi leggja hverju góðu máli lið. Hún starfaði í Oddfellow-stúkunni Rebekku og í kvenfélaginu Fram- tíðin og lét ekki sitt eftir liggja um framgang þeirra félagsmála- starfa er henni voru falin, en rækti þau af stakri samviskusemi og trúnaði. En mörg mál sem kvenfélögin vinna að eru beinir aflgjafar og hvatar að þeim opin- beru framförum er orðið hafa í þjóðfélaginu á síðustu áratugum, þótt ekki sé hrópað hátt um þau né þær konur er lagt hafa þeim lið og ómælda krafta. Á hinu glæsilega heimili þeirra Jónasar og Guðnýjar var mjög gestkvæmt, og dvöldu hjá þeim ættingjar og vinir úr öðrum lands- hlutum og einnig frændfólk frá Ameríku tímum saman. Ekkert var til sparað að gera þessum' gestum gott og dvölina eftirminni- lega. Margar ferðir fóru þau hjónin með gestum sínum til að sýna þeim nágrannabyggðir Akur- eyrar. Þau voru samhent í gest- risni sinni og höfðingskap sem öðru. Oftar en einu sinni naut ég hjálpsemi og vináttu Guðnýjar er mér lá mikið við. Fyrir það þakka ég af heilum hug, og einnig fyrir alla þá hlýju og góðvild er hún sýndi fósturforeldrum mínum í nágrenni sínu á síðari árum þeirra. Það var þeim mikils virði. Guðný hefur nú kvatt okkur vini sína og vandamenn um sinn eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð, sem hún háði með einstakri hetjulund og dugnaði. Hún reyndi og vildi ætíð sjá björtu hliðarnar á öllum hlutum. Hennar verður sárt sakn- að, en eftir lifir minning um ljúflynda og mikilhæfa konu, sem margir munu vilja líkjast. Ég sendi eiginmanni hennar, börnum, barnabörnum, systrum og öðrum vandamönnum hjartan- legar samúðarkveðjur á þessari stund. Sigriður Kristjánsdóttir ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði. að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið. af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.