Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
23
Sigurður og Þorbergur
skoruðu saman 16 mörk
- er ísland vann Frakka 19—16 í þriója
landsleik þjóðanna í handknattleik
ISLENDINGAR sigruðu Frakka nokkuð örugglega í þriðja og siðasta
landsleik þjóðanna hér á landi i bili. Lokatölur urðu 19—16 og má
segja, að það hafi verið nokkuð i samræmi við gang leiksins. Það var
þó ekki fyrr en að um 12 minútur voru til leiksloka, að íslenska liðið
hristi það franska loks af sér, en þá höfðu Frakkar náð forystunni i
fyrsta skiptið í leiknum, 14—13, eftir að hafa skorað þrjú mörk í röð.
Voru áhorfendur orðnir smeykir um að saga fyrsta leiksins væri að
endurtaka sig, en svo var þó ekki sem betur fer, islenska liðið sagði
hingað og ekki lengra, skoraði fjögur mörk i röð og skildi við franska
liðið. í hálfleik var staðan 10—9 fyrir ísland,
íslenska liðið hóf leikinn með Þriggja marka munur hélst út
þrifum inn úr hægra horninu. En hann
if féll inn í vítateiginn eins og sjá má á
fádæma krafti og varla Voru
liðnar nema um 20 sekúndur, er
Páll Björgvinsson hafði snúið á
frönsku vörnina og skorað fyrsta
markið. ísland komst síðan í 3—0
og lék vel bæði í sókn og vörn
þessar fyrstu mínútur. En síðan
fór að bera mikið á mistökum og
fumi í sóknarleiknum og þó að
varnarleikurinn hafi verið með
betra móti, runnu Frakkar á
brattann og jöfnuðu. Var staðan
þá 4—4.íslenska liðið seig aftur
fram úr, náði 3 marka forystu,
7—4, en Frakkarnir voru seigir og
minnkuðu það niður í eitt mark
fyrir leikhlé, 10—9.
Framan af síðari hálfleik gekk
hvorki né rak. Liðin skiptust á að
skora, en sóknarleikur beggja var
þófkenndur og bauð ekki upp á
tilþrif. Varnarleikurinn var að ~
sama skapi fastur fyrir og góður.
En er staðan var 13—11 fyrir
ísland, hrökk allt í baklás um
stund. Frakkar skoruðu þrjú mörk
í röð og á sama tíma brenndi
Þorbergur Aðalsteinsson af víta-
kasti. Frakkar komust því í 14—13
og voru þá 13 mínútur til leiks-
loka. En þá reif Sigurður Sveins-
son sig upp og skoraði 4 mörk í
röð, sum með slíkum tilþrifum að
með ólíkindum var. Sigurður hafði
þegar skorað þau þrjú mörk sem
íslenska liðið hafði skorað i hálf-
Ieiknum, þannig að segja má að
hann hafi verið illstöðvandi. Sig-
urður breytti stöðunni því úr
13—14 í 17—14 og gaf íslenska
liðið ekki höggfæri á sér eftir það.
leikinn, loks 19—16.
Það voru bæði bjartar og dökk-
ar hliðar á leik íslenska liðsins að
þessu sinni þrátt fyrir nokkuð
öruggan sigur. Varnarleikurinn
var mjög traustur að þessu sinni
og er það góðs viti, þar sem hann
var afar slakur í fyrri leikjunum.
Og þegar vörnin er traust fylgir
markvarslan og Jens Einarsson
varði stórkostlega á köflum, sér-
staklega í fyrri hálfleik. Stóð hann
í markinu allan leikinn. En Frakk-
arnir léku sinn varnarleik einnig
mjög vel, þeir komu vel út á móti
íslensku leikmönnunum og trufl-
uðu leikfléttur liðsins svo mjög, að
fum var oft mikið í sóknarleik
íslenska liðsins. Þá kom til kasta
einstaklingsframtaksins og voru
það þeir Þorbergur Aðalsteinsson
og Sigurður Sveinsson sem héldu
þannig liðinu á floti. Skoruðu þeir
félagar 16 af 19 mörkum liðsins, 8
stykki hvor, Þorbergur sjö í fyrri
hálfleik, en Sigurður sjö í síðari
hálfleik. Réðu Frakkarnir lítið við
þá félaga, en reyndu þó að hafa þá
í gæslu. Það er mjög mikilsvert
fyrir lið að hafa innan vébanda
sinna leikmenn sem geta rifið sig
úr kerfunum og skorað mörk ef
kerfin hiksta. Best væri auðvitað
að kerfin hikstuðu alls ekki, því
Island mun mæta mun sterkari
landsliðum en því franska á næst-
unni og gegn slíkum liðum er
erfitt að gera hluti upp á eigin
spýtur. Að framanskráðu má
draga þá ályktun, að Jens Einars-
son, Þorbergur Aðalsteinsson og
Sigurður Sveinsspn hafi borið af í
íslenska liðinu. Ýmsir aðrir kom-
ust einnig vel frá sínu án þess að
vera eins afgerandi og þremenn-
ingarnir. Má þar nefna Ólaf H.
Jónsson og Steindór Gunnarsson.
Mörk Islands skoruðu: Þorberg-
ur Aðalsteinsson 8, 3 víti, Sigurð-
ur Sveinsson 8, 4 víti, Páll Björg-
vinsson, Steindór Gunnarsson og
Ólafur H. Jónsson eitt mark hver.
Atkvæðamestir í liði Frakka
voru Michael Geoffrey og Domin-
ique Deschamps^ sem skoruðu 3
mörk hvor.
Eitt vítakast fór forgörðum hjá
íslandi, Þorbergur brenndi af í
síðari hálfleik. Þá var fjórum
íslenskum leikmönnum vikið af
leikvelli í 2 mínútur. Voru þar á
ferðinni Axel Axelsson, Þorbjörn
Guðmundsson, Sigurður Sveins-
son og Páll Björgvinsson.
—KK-
Hörkuleik lauk með sigri FH
ir FH að þessu sinni. Margrét átti
spretti, en átti erfitt uppdráttar
vegna strangrar gæslu. Magnea
Friðriksdóttir, áður hjá Þór, var
einna best hjá Val og Jóhanna
stóð sig vel í markinu. Erna átti
einnig góðan leik, að öðru leyti en
því, að hún var afar óheppinn með
skot sín.
FH OG VALUR leiddu saman
hesta sina í 1. deild íslandsmóts-
ins i handknattleik kvenna á
laugardaginn og hafði FH betur,
skoraði 15 mörk gegn 13, eftir að
staðan i hálfleik hafði verið jöfn,
eða 7—7. Þetta var hörkuleikur,
sem hefði getað endað á annan
veg, ef Valsstúlkurnar hefðu ekki
hæft marksúlurnar i tima og
ótima. Að minnsta kosti fimm
sinnum nötraði mark FH eftir
stangarskot Valsara og það kann
að hafa gert útslagið.
Leikur þessi var allan tímann í
járnum og það var ekki fyrr en
undir leikslok, að Hildur Harðar-
dóttir reif sig lausa og skoraði
sigurmarkið. Þáttur Hildar var
stór og hún skoraði dýrmæt mörk
þegar mest reið á. Annars virtist
allt ætla að snúast Val í hag er
þjálfari liðsins, Jón Hermannsson,
lét stúlkur sínar taka Kristjönu
Aradóttur og Margréti Theodórs-
dóttur úr umferð snemma í síðari
hálfleik. Varð þá uppi fótur og fit
hjá FH og Valur breytti stöðunni
úr 7—9 í 10—9. En þá var komið
að þætti Hildar sem áður er greint
frá og hún færði öðrum fremur
FH sigur að þessu sinni.
Katrín Danivalsdóttir og Hildur
Harðardóttir voru styrkustu stoð-
Mörk FH: Margrét Theodórs-
dóttir 6, 4 víti, Katrín Danivals-
dóttir 4, Hildur Harðardóttir 3,
Björg Gilsdóttir og Kristín Pét-
ursdóttir eitt hvor.
Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir
4, 3 víti, Harpa Guðmundsdóttir
og Magnea Friðriksdóttir 3 hvor,
Ágústa Dúa Jónsdóttir 2 og Björg
Guðmundsdóttir eitt mark. —gg.
STAÐAIN
■ r
FH 9 7 I 1 178- 118 15 |
Fram 8 6 0 2 151- 107 12
Valur 9 5 2 2 125- 110 12
Víkingur 9 4 3 2 122- 115 11
KR 8 4 1 3 104- 107 9 1
Akranes 9 2 2 5 102- 146 6 1
Haukar 9 1 1 i r 103- -128 3 1
Þór 9 1 0 8 120- 174 2 1 — i
Elmar bestur á Akureyri í fyrra
Knattspyrnuráð Akur-
eyrar hélt um helgina upp-
skeruhátíð sína þar sem
m.a. voru kunngjörð úrslit
i kjöri Knattspyrnumanns
Akureyrar 1980. Þann titil
hlaut nú Elmar Geirsson,
hinn kunni leikmaður KA,
og er það annað árið í röð
sem hann hlýtur titilinn.
Elmar er mjög vel að þessari
nafnbót kominn og kom útnefning
hans alls ekki á óvart, þar sem
hann átti mjög góða leiki með liði
sínu síðastliðið sumar. Elmar
hlaut 25 atkvæði af 25 möguleg-
um. í 2. sæti var Gunnar Gíslason
KA sem hlaut 12 atkvæði, Þórar-
inn Jóhannesson Þór var þriðji, en
hann fékk 9 atkvæði og jafnir í
4.-5. sæti með 7 stig voru þeir
Steinþór Þórarinsson KA og
Óskar Gunnarsson Þór. Það er
stjórn KRA sem kýs knattspyrnu-
mann ársins.
skum leikmanni, en virðist hafa misst
xnattspyrna
Hafþór Helgason úr Þór, marka-
kóngur Akureyrar.
Einnig var afhent stytta sú sem
fylgir nafnbótinni Markakóngur
Akureyrar. Þann titil hlaut nú
Hafþór Helgason Þór en hann
skoraði 10 mörk í þeim 4 leikjum
sem fram fóru á vegum KRA.
Hafþór sem stundar nám í
Reykjavík var ekki mættur og því
tók Karl Lárusson form. knatt-
spyrnudeildar Þórs við viðurkenn-
ingu Hafþórs.
Geir Guðsteinssön form. KRA
rakti úrslit leikja þeirra er fram
fóru á vegum KRA á árinu. Kom
fram í máli hans að alls hefðu
verið leiknir 53 leikir. Þar af unnu
Þórsarar 35 leiki, KA sigraði í 13,
pg 5 leikjum lyktaði með jafntefli.
í Akureyrarmóti skiptust sigrarn-
ir þannig: KA sigraði í sjötta
flokki, a,b og c, þriðja flokki a og b
og í öðrum flokki. Þór sigraði í
fimmta flokki a, b og c, fjórða
flokki a og b og í kvennaflokki. í
meistaraflokki unnu félögin sitt
hvorn Ieikinn, en aukaleikurinn
var aldrei spilaður.
KRA hélt firmakeppni á árinu
og voru sigurvegurum keppninnar
afhent verðlaun sín í hófinu. A-lið
Útgerðarfélags Akureyringa fór
með sigur af hólmi að þessu sinni.
Keppni þessi fór fram seint í
haust og jaðraði við að síðustu
leikir hennar hefðu verð „leiknir í
sköflum" eins og Geir orðaði það.
Knattspyrnuáhugamenn á Ak-
ureyri bíða nú spenntir eftir
komandi keppnistímabili, en sem
kunnugt er unnu bæði Akureyr-
arliðin, KA og Þór, sig upp í 1.
deild á síðasta sumri.
— sh.
Elmar Geirsson KA,
spyrnumaður Akureyrar.
knatt-