Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 20
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 BRÁÐABIRGÐALÖGIN RÆDD Á ALÞINGI Gunnar Thoroddsen: Viðnám gegn verðbólgu. Eyjólfur Konráð: Reynir á samstöðu lýðræðisafla. Kjartan Jóhannsson: Söm er gjörð og 1978. *iii JHm" " ## ÉÉflí, Salóme Karl Þorkelsdóttir: Steinar: Talið upp Umskiptingar í en ekki niður. ráðherrastólum. „Ríkið verður að slaka á klónni Gunnar Thoroddsen. forsætisráðherra. mælti í gær í efri deild Alþingis fyrir frumvarpi til staðfestinjíar gamlárskveldslaRa ríkisstjórnarinnar um „viðnám ue>ín verðhólKu''4. Talsmenn stjórnarandstöðuflokka, Eyjólfur Konráð Jónsson og Kjartan Jóhannsson, boðuðu breytingartillöííur, hvor frá sínum flokki. í þingnefnd og sajínrýndu frumvarpið, bæði vegna þess sem þeir töldu of og van í efnisatriðum þess, sem og meðferð málsins, er þeir töldu ganga á svig við þingræðið í landinu. Efnisatriði umræðnanna verða lítillega og lauslega rakin hér á eftir, en hvergi er um tæmandi frásögn að ræða. 44 - sagði Eyjólfur Konráð Jónsson Viðnám gegn verðbólgu Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði bráðabirgðalögin mótast af þremur meginmark- miðum: 1) að tryggja fulla at- vinnu, 2) að draga úr verðbólgu- vexti og 3) verja kaupmátt launa- fólks. Ein af meginforsendunum hafi verið að festa gengið. Þjóð- hagsstofnun hafi komizt að þeirri niðurstöðu, svo dæmi sé tekið, að 4% gengislækkun um sl. áramót hefði þýtt 5% hækkun verðbólg- jnnar á árinu. Ráðherrann sagði að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefði ekki breytzt í janúar, eilítið hækkað gagnvart danskri krónu og meðalgengi gagnvart erlendri mynt styrkzt. Síðan rakti forsætisráðherra sfnisatriði bráðabirgðalaganna. Fyrsta greinin fjallaði um verð- stöðvun og hefði viðskiptaráð- herra ritað verðlagsráði bréf um framkvæmd hennar. Verðlagsráð hefði samþykkt að fresta umfjöll- un hækkunarbeiðna, annarra en þeirra sem byggjast á verulegri hækkun helztu kostnaðárþátta. Önnur greinin fjalli um að fresta fullri verðtryggingu sparifjár um ár, en framkvæmd þessa ákvæðis Ólafslaga hefði þýtt 10% vaxta- hækkun i lyktir liðins árs. Þriðja greinin fjallaði hinsvegar um það ákvæði stjórnarsáttmálans aö koma á fót sparifjárreikningum með fullri verðtryggingu og stytt- ingu binditíma úr 2 árum í 6 mánuði nú. Tillögur Seölabanka um þetta atriði og fleiri væru nú til athugunar hjá ríkisstjórninni. í fjórðu, fimmtu og sjöttu grein væri fjallað um vísitölu fram- færslukostnaðar, sem miðaðist við nýjan grunn 1. janúar sl. Verðbætur á laun verða 7% lægri 1. marz nk. en verið hefði að óbreyttum lögum. Ráðherra sagði að þessi skerð- ing yrði bætt með ýmsum hætti, fyrst og fremst þó með minni verðbólguvexti en ella en einnig með skattalækkun sem svaraði til 1 'Æ % í kaupmætti lægri og með- allauna. Sjöunda greinin fjallar um heimild til að fresta ýmsum framkvæmdum sem gert er ráð fyrir í fjárlögum og lánsfjáráætl- un, ef þörf er á. Tvennt er haft í huga: annarsvegar ef koma þarf í veg fyrir ofþenslu, hinsvegar það sjónarmið að afla fjár til að standa undir aðgerðum til hags- bóta fyrir launafólk. Ráðherra sagði að það hefði verið á vitorði þingmanna að til bráðabirgða- laga af þessu tagi kynni að koma. Stjórnarstefnan og sjálfstæðisstefnan Eyjólfur Konráð Jónsson (S) vitnaði til orða Þjóðviljans um 16,8% kjaraskerðingu á sl. 18 mánuðum. Bráðabirgðalögin fælu í sér 7% viðbótarskerðingu á verðbætur launa, auk 2,3% skerð- ingar samkvæmt Ólafslögum. Hvað halda menn, spurði EKJ, að þær fjölskyldur séu margar, sem sjá enga leið til að borga verðbólguvextina af íbúðarlán- um, þegar laun hrökkva aðeins til nauðþurfta? Hægt væri að una tímabundinni kjaraskerðingu, ef hún býr í haginn fyrir bætt kjör siðar. Engu slíku er hinsvegar til að dreifa nú. Því er haldið fram að þessar aðgerðir haldi verðbólgu á bilinu 50—55% 1981. Segjum að það standist en stjórnin staðhæfir að stefnt sé í 40% verðbólguvöxt. Til þess telja framsóknarmenn að þurfi viðbótarráðstafanir. Tölur hafa verið nefndar um 5% kjara- skerðingu 1. júní, 4% 1. septem- ber og 2% 1. desember nk., ef ekkert annað er gert. Halda menn að slík pólitík gangi? EKJ rakti nokkur dæmi þess, hvern veg stjórnarstefnan gengur á stefnu Sjálfstæðisflokksins. • Ríkisstjórnin hækkar skatta í sífellu, bæði tekjuskatta, eign- arskatta, fasteignaskatta og neyzluskatta, nú síðast með því að „falsa“ skattvísitölu og leggja gjaldið fræga á öl og sælgæti. • Sjáifstæðisflokkurinn hefur margsinnis ályktað, að hann vilji afnema alla vinstri skatt- ana. Kannski reynist erfitt að gera það í einni andrá, en ljóst er, að flokkurinn mun draga stórlega úr skattheimtu, þegar hann fær til þess völd og áhrif, enda er gjörsamlega vonlaust að ráða niðurlögum verðbólgu við ríkjandi skattrán. • Ríkisstjórnin gerir ekkert til að tryggja hag lífeyrisþega og horfir á lífeyrissjóðakerfið brenna til ösku í upplausnar- eldinum. • Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um Lífeyr- issjóð íslands, þár sem kveðið er á um fuilan, verðtryggðan lífeyri fyrir landsmenn alla og gjörbreytt kerfi, sem engum íþyngir, en afnemur hróplegt ranglæti. • Ríkisstjórnin boðar nýtt upp- bóta- og millifærslukerfi og bónbjargastefnu í atvinnu- málum. • Sjálfstæðisflokkurinn vill öfl- ug og sjálfstæð atvinnufyrir- tæki í eigu einstaklinga og félaga þeirra og leggur megin- áherzlu á, að landsmenn allir geti verið þátttakendur í at- vinnurekstri, m.a. í almenn- ingshlutafélögum. • Ríkisstjórnin þvælist fyrir virkjunum og öflugum iðnaði. • Sjálfstæðisflokkurinn vill margar stjórvirkjanir og iðn- væðingu, þ. á m, stóriðju, sem beri uppi yfirbyggingu þjóðfé- lagsins. • Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því að verzlunin er á vonarvöl og getur ekki sinnt hlutverki sínu, sérstaklega dreifbýlisverzlun- in. • Sjálfstæðisflokkurinn vill öfl- uga, frjálsa verzlun og stór- aukna samkeppni til að bæta viðskiptakjörin. • Ríkisstjórnin keppir að því að auka miðstjórnarvald á öllum sviðum. • Sjálfstæðisflokkurinn vill dreifa valdinu, m.a. með því að bæta fjárhag sveitarfélaga og auka áhrifavald þeirra. • Ríkisstjórnin vill skattráns- og verðbólgustefnu. • Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja til atlögu við verðbólg- una með raunhæfum úrræð- um, og það ætti nú að vera meginviðfangsefni lýðræðis- flokkanna allra. Efnisatriði laganna Eyjólfur Konráð sagði marga spyrja: er hægt að lækka vinstri stjórnarskattana? Viðbótar- skatta sem nema 70 milljörðum gamalkróna á föstu verðlagi 1981. Eg spyr: lifði þjóðin ekki betra og heiðarlegra lífi, áður en þeir vóru á lagðir? Ef skattar væru lækk- aðir um þessa upphæð, þar af að verulegum hluta í vöruverði, nægði það til að draga úr verð- bólgu (í minni neyzlusköttum) um 20—25% á heilu ári. Fyrsta grein frumvarpsins fjallar um svokallaða verðstöðv- un, sem var fyrir í lögum og hefur verið í áratug, áratug hömlu- lausrar dýrtíðaraukningar. Önt(- ur greinin fjallar um að fresta ákvæðum Ólafslaga um raunvexti í eitt ár. Þessa heimild gat ríkisstjórnin fengið með lögum fyrir áramót — og þurfti engin bráðabirgðalög til. Þriðja greinin stangast hinsvegar á við aðra grein. Þar er talað um beina sparifjáreign að mestum hluta að 6 mánaða bundnum innistæðum (í stað 24 mánaða). Hvað þýðir þetta? Að sparifé verður svo til allt verðtryggt og endurgjaldið fyrir peningaafnotin, þ.e. vextir og verðtrygging, eitthvað hærri en Ólafslagaákvæðin gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt er að forsætis- ráðherra geri þinginu grein fyrir hvern veg ríkisstjórnin hyggst taka á þegar gerðum tillögum Seðlabanka um framkvæmd þess- ará ákvæða bráðabirgðalaganna. Fjórða, fimmta og sjötta grein fjallar um kjaraskerðingu 1. marz, ákvæði, sem koma til framkvæmda löngu eftir að Al- þingi hefur nú komið saman á ný. Bar „brýna nauðsyn" til að ákveða þetta í bráðabirgðalögum á gamlárskveld? Er þetta leiðin til að styrkja þingræðið í land- inu? Sjöunda greinin fjallar um frestun framkvæmda síðar á ár- inu. Fjárlög um þessar fram- kvæmdir vóru samþykkt rétt fyrir jól. Frestunarheimild bund- in í bráðabirgðalög viku síðar, að Alþingi forspurðu. Framkvæmd- in kemur e.t.v. ekki til fram- kvæmda fyrr en síðari hluta ársins. Hver var hin „brýna nauðsyn" að setja þetta í lög í þinghléi? Eyjólfur gerði loks grein fyrir því að sjálfstæðismenn myndu flytja breytingartillögur við lög þessi í þingnefnd, í samræmi við mótaða stefnu sína. Þá myndi reyna á samstöðu lýðræðisafl- anna á Alþingi. En til þess að ná megi árangri í efnahagsaðgerðum þurfi það skilyrði að vera fyrir hendi: að ríkið slaki á klónni. Um það atriði ættu lýðræðisöflin að geta sameinazt. (Ræða EKJ verð- ur að meginefni birt í Mbl. síðar.) Kjaraskerðing — annað ekki Kjartan Jóhannsson, formað- ur Alþýðuflokksins, sagði bráða- birgðalögin fjalla um kjaraskerð- ingu, aðrir endar væru lausir. Því miður dygðu þessi lög, ein sér, harla skammt. Framsóknarmenn hefði tekið undir með Alþýðu- flokknum í því efni. En ekki hefur heyrzt, hver væri vilji forsætisráðherra, þrátt fyrir framsögu hans. Kjartan sagði að ríkið yrði að ganga á undan í aðhaldi, áður en það gerði kröfu til þegnanna. Þær fórnir, sem nú væri krafist af launafólki, væru fórnir fyrir frestun, ekki fórnir fyrir árángur né framtíð. Hann sagði þessa ríkisstjórn, þar sem Alþýðubandalagið væri þunga- miðjan, grípa nú til hliðstæðra aðgerða og ríkisstjórn Geirs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.