Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
Sylvia Giinter frá Heidel-
berg í Þýzkalandi er 17 ára
gomul. Hana hittum við á
íslenzku heimili uppi á Há-
teigsvegi, þar sem hún dvel-
ur nú í eitt ár sem skipti-
nemi á vegum AFS-samtak-
anna. En þegar hún fer — á
íslenzku að sjálfsögðu — að
tala um pabba sinn og
mömmu, hér eða þar, og um
systkini sín, verður blaða-
maðurinn alveg ruglaður i
riminu. Hún hlær hara dill-
andi og hefur gaman af því,
eins og raunar flestu öðru
sem fyrir kemur, að því er
virðist. Hún er sýnilega
mjög kát og gerir sér ekki
rellu af hlutunum.
Viðstaddir reyna hver sem
betur getur að greiða úr þessu.
Þau sem hún er að nefna í þetta
skipti eru fereldrar hennar á
íslandi í eitt ár, þau Jenný
Einarsdóttir og Þórður Markús
Þórðarson, og systurnar tvær,
sem um ræðir, þær Auður og
Rakel, 6 og 8 ára, dætur þeirra.
En hún á líka pabba og mömmu
í Þýzkalandi, sem hún hafði
eignast tveimur árum áður en
hún kom til íslands og fer til að
dvölinni hér lokinni. Þau eru
fósturforeldrar hennar í Heidel-
berg, sem tóku hana til sín eftir
að hún hafði verið í heimavist-
arskóla frá 11 ára aldri, þegar
móðir hennar dó. — Eg er
nefnilega munaðarleysingi, segir
Ég hringdi í skiptinemasamtök-
in AFS, því auglýsingin var frá
þeim. Tveir ungir piltar spurðu
hvort þeir mættu ekki koma og
ræða málið við mig. Samtökin á
íslandi höfðu þá legið niðri um
skeið, þar sem svo fáar fjölskyid-
ur vildu taka við skiptinemum,
þótt ekki væri hörgull á þeim
sem vildu fara til annarra. Og ég
var varla búin að ryksuga, þegar
piltarnir voru mættir heima hjá
mér. Þeir höfðu meðferðis papp-
írana og við hjónin skrifuðum
undir beiðni um erlendan skipti-
nema þar á stundinni — sumar-
nemi í það skiptið. Hjá okkur
var í þrjá mánuði stúlka frá
Cleveland í Ohio í Bandaríkjun-
um. Þetta var lífleg stelpa af
ítölskum ættum og þetta gekk
allt slysalaust. Við höfðum mjög
gaman af að hafa hana. Og þar
sem það var mest ungt fólk, sem
stóð að því að endurlífga AFS
um þessar mundir, fórum við að
hjálpa til. Ég hefi hjálpað til við
sumardvöl skiptinemanna og
Þórður var um tíma gjaldkeri.
Við þetta höfum við kynnst fólki
með margvíslegan bakgrunn og
úr ýmsum áttum, og þykir það
mjög skemmtilegt. Okkur leist
semsagt vel á þennan félagsskap
við fyrstu kynni, og þótti tilhög-
un á nemendaskiptunum vei
skipulögð og heilbrigð.
— Og svo kom Sylvia til ykkar
í haust til ársdvalar?
— Já, en í millitíðinni, meðan
við bjuggum á Fáskrúðsfirði,
kom til okkar bandarískur
að kyimast
hún, en á samt mörg pör af
foreldrum og systkinum, eins og
þú heyrir. Engin alsystkini þó. A
heimilinu mínu í Þýzkalandi eru
sex systkini. í þeim hópi fleiri
fóstursystkini en ég ein, því þar
er önnur stelpa frá Jógóslavíu í
fóstri. Hún er 15 ára og ætlar að
verða skiptinemi í Perú.
Þrátt fyrir allan þennan
krakkafans heima hjá mér, hef-
ur þú ekki óskað eftir barnlausu
heimili þegar þú sóttir sjálf um
að fara sem skiptinemi út í lönd?
Nei, nei, ég var búin að vera
ein svo lengi að mér þykir það
gott, svarar hún um hæl. Og hér
hefi ég lent í stórfjölskyldu, því í
húsinu búa líka afar og ömmur
og frændsystkini — og mér
þykir reglulegur fengur að því að
fá að vera með þeim öllum.
Leið á að ryksuga
Þá liggur beinast við að spyrja
þau Jenný og Þórð hvernig stóð á
því að þau létu sér detta í hug að
taka til sín skiptinema utan úr
heimi.
— Sú saga byrjaði eiginlega
1975, segir Jenný. Ég er dálítið
forvitin og líklega hefi ég verið
orðin leið á að ryksuga, þegar ég
sá auglýsingu í biaði, þar sem
spurt var hvort maður vildi ekki
kynnast fólki frá öðrum löndum.
skiptinemi í eina viku, því reynt
er að gefa útlendu krökkunum
tækifæri til að sjá sig um víðar á
landinu en á dvalarstað. Núna í
haust ákváðum við svo að taka
ársnema og Sylvia kom í ágúst,
segja þau Jenný og Þórður og
líta brosandi til Sylviu. Það er
auðséð að sambandið við gestinn
er óformlegt og ágætt.
Þjálfuð í að koma
í nýja f jölskyldu
Sylvia segist líka hafa séð
auglýsingu frá AFS í Þýzkalandi
og þar sem hana langaði til að
kynnast öðrum þjóðum, sótti
hún um að fara í nemendaskipt-
um til einhvers lands. Við hana
voru nefnd nokkur lönd. Um
ísland vissi hún iítið annað en að
hér væru þessir ágætu islenzku
hestar. Hún hafði, eins og lög
gera ráð fyrir, gefið skriflega
lýsingu á sjálfri sér og óskum
sínum, og fjölskyldurnar höfðu
líka reynt að gefa lýsingu á sér
og sínum aðstæðum og óskum.
Síðan er reynt að velja þá, sem
líklegir eru til að eiga vel saman.
— Oft fer það eftir því, hve
maður er sjálfum sér samkvæm-
ur í lýsingunni og óskum, hve vel
tekst til, útskýra þau Jenný og
Þórður. En þau segja að eftirlit-
Sylvia Gtinther (lengst til hægri) og íslenzka fjölskyldan hennar, hjónin Þórður Markús Þórðarson og
Jenný Einarsdóttir með dæturnar Rakel og Auði. Ljósm. Kristján.
Veitir mikiö
krökkum af öðru
þjóðerni
Viðtal við skiptinema og
foreldra hans á íslandi
ið með nemanum sé mjög gott í
ókunna landinu, bæði í skólan-
um og hjá fjölskyldunni, en þar
fyrir utan hafi hver skiptinemi
trúnaðarmann, sem geti verið
tengiliður milli hans og fjöl-
skyldunnar og hann getur talað
við óþvingað. Þannig að ef upp
kemur að nemandinn og fjöl-
skyldan hans eiga ekki alls
kostar saman, þá er hægt að
taka málið strax upp, laga eða
skipta um.
Sylvia segir að fósturforeldrar
sínir hafi verið ásátt með að hún
færi og kynntist nýju fólki í nýju
landi. Sjálf kveðst hún hafa
orðið þjálfuð í að koma inn í
nýja fjölskyldu og þurfa að laga
sig að henni og falla inn í. Þar
hefði hún forskot fram yfir aðra.
Enda hefði það gengið alveg
ljómandi vel. Maður verður bara
að vera með í lífi fjölskyldunnar
og fá að vera það, án allra
tilfæringa, segir hún.
— Er mikill munur á að vera
unglingur á íslandi og Þýzka-
landi?
— Ójá, svarar Sylvia af sann-
færingu. Og þegar hún er beðin
um dæmi dettur henni fyrst í
hug að hér fái maður að lúra á
sunnudögum fram undir hádegi,
en heima verði hún að fara
snemma á fætur og í kirkju.
Enda starfa fósturforeldrar
hennar mikið í kirkju sinni. Að
þessu hlæjum við öll, en það sem
hún vildi sagt hafa er að uppeldi
sé miklu strangara og formlegra
heima hjá henni. Til dæmis er
hún ákaflega ánægð með hið
frjáislega fyrirkomulag í
Hamrahlíðarskólanum, þar sem
henni líkar ákaflega vel. Aður
var hún vön bekkjarkerfi, var
reyndar í ströngum heimavist-
arskóla fyrir stúlkur í Þýzka-
landi, en segist ætla að breyta til
þegar hún kemur heim. Það yrði
of erfitt að skipta yfir í það kerfi
aftur.
Þórður segir að Sylviu þyki við
mikil bruðlþjóð. — Til dæmis
bendir hún okkur á það hve lítið
við spörum orkuna, en séum svo
síkvartandi undan símagjaldinu,
segir hann og við höfum gott af
því. Það hefur orðið til þess að
við höfum farið að hugsa um
þetta. Þannig lærum við líka
nýjan hugsunarhátt af því að
hafa hana.
— Já, hér eru þið alveg óspör
á götuljósin, segir Sylvia. Og
heima lætur maður bílinn ekki
ganga tímunum saman og eyða
benzíni, þótt maður stanzi ein-
hvers staðar. En ósköp er gott að
þurfa ekki að spara heita vatnið,
bætir hún við. Eitt af því, sem
mér finnst alskemmtilegast hér,
er að fara í sundlaugarnar, þar
sem maður hefur ís og snjó á
bakkanum og heitt vatn í laug-
inni. Það finnst henni hreint
■ævintýri.
Og hún bætir því við, að
íslenzk náttúra hafi alveg heill-
að hana. Jenný grípur inn í og
segist einmitt leggja mikla
áherzlu á það í kynningu sinni
fyrir sumarnemana, þegar þeir
koma, að fara strax með þá út
fyrir bæinn. — Við höfum fengið
lánaðan Víkingsskálann fyrir
slíkar ferðir, segir hún. Þá för-
um við í göngu um þetta fjöl-
breytta landslag í kring, ég læt
þau setjast í mjúkan mosann og
hlusta á þögnina, svo að þau
Bridge
Umsjóití ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgefélag
Akureyrar
Sveitakeppni Bridgefélags Akur-
eyrar, Akureyrarmóti, lauk sl.
þriðjudagskvöld 27. janúar, en þar
spiluðu 14 sveitir. Þetta Akureyr-
armót var óvenju jafnt og skemmti-
legt, og ekki útséð með hver sigraði
fyrr en að loknu síðasta spili.
Úrslit í 13. og síðustu umferð urðu
þessi:
Stefán R. - Gissur 20-0
Stefán V. - Gylfi 20+4
Alfreð - Sigurður V. 18-2
Páll - Kári 20+5
Ferðaskr. - Jón St. 17-3
Zarioh - Haraldur 20+3
Magnús - Siguróli 16-4
Að þessu sinni sigraði sveit Stef-
áns Ragnarssonar, sem er skipuð
ungum spilamönnum og eru þeir vel
að þessum sigri komnir. Auk Stefáns
sveitarforingja eru í sveitinni: Pétur
Guðjónsson, Þórarinn B. Jónsson,
Páll Jónsson og Þormóður Einarsson.
Röð efstu sveita varð þessi:
stig
1. Stefán Ragnarsson 208
2. Alfreð Pálsson 201
3. Páll Pálsson 190
4. Jón Stefánsson 184
5. Stefán Vilhjálmsson 168
6. Magnús Aðalbjörnss. 165
7. Ferðaskr. Akureyrar 161
8. Zarioh Hammad 124
9. Sigurður Víglundsson 120
Keppnisstjóri var sem fyrr Albert
Sigurðsson. Tvímenningskeppni með
nýju fyrirkomulagi hefst 3. febrúar
kl. 8 stundvíslega.
Akureyrarmeistarar i bridge 1981. í efri röð frá vinstri: Þórarinn
B. JónsHon og Páll JónsHon. Fremri röð: Þormóður Einarsson,
Stefán Ragnarsson sem heldur á bikarnum eftirsótta og Pétur
Guðjónsson. Ljósm.: Norðurmynd, Akureyri.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Tólf umferðum af 19 er lokið í
aðalsveitakeppni deildarinnar og er
staða efstu sveita þessi:
Jón Stefánsson 177
Kristján Ólafsson 175
Hans Nielsen 168
Ingibjörg Halldórsd. 147
Elís R. Helgason 142
Hreinn Hjartarson 141
Óskar Þráinsson 140
Þrettánda og fjórtánda umferð
verða spilaðar á fimmtudaginn í
Hreyfilshúsinu og hefst keppni kl.
19.30 stundvíslega.
Hreyfill - BSR -
Bæjarleiðir
Níu umferðum af 13 er lokið í
aðalsveitakeppni bílstjóranna.
Staða efstu svelta:
Daníel Halldórss. 164