Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 38
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
• Eigendur hinnar nýju líkamsræktarstofu í Brautarholti 4. beir Guðmundur Sæmundsson og Birgir
Viðar ásamt eiginkonum sínum. Eins og sjá má eru húsakynnin mjög nýtiskuleg og glæsileg og eftir
nýjustu fyrirmynd. Ljósm. Rannar Axelaaon.
Glæsileg aðstaða fyrir
allan almenning til æfinga
OPNUÐ hefur verið ný heilsu-
rækt í Brautarholti 4 i Reykja-
vík. Stofan sem er byggð eftir
bandariskri fyrirmynd er öll hin
glæsiiegasta og sú fyrsta sem
býður upp á fullkomna aðstöðu
til lyftingaæfinga og jafnframt
hefur gufubaðstofu og vatns-
nudd. Eigendur þessarar nýju
stofu eru Guðmundur Sæmunds-
son og Birgir Viðar Jónsson.
Heilsurækt þessi er ætluð fyrir
allan aimenning sem áhuga hefur
á líkamsrækt en hefur ekki að-
stöðu til þess að sækja æfingar í
leikfimisali borgarinnar eða
stunda æfingar hjá hinum ýmsu
íþróttafélögum. Stofan sem ber
nafnið Apollo er opin jafnt fyrir
karla sem kvenmenn og eru kenn-
arar allan daginn á staðnum og
veita ráðleggingar. Þá er um
hóptíma að ræða og getur hver og
einn fengið að æfa eftir leiðsögn.
Stofan er opin frá kl. 10 fyrir
hádegi til kl. 22.00. Allar nánari
upplýsingar eru veittar á staðn-
um.
Hreinn kastaði 19.75 m
HREINN Halldórsson KR náði
ágætum árangri i kúluvarpi á
innanhússmóti i frjálsum iþrótt-
um á vegum KR á sunnudag.
Hreinn kastaði 19,75 metra og
átti öll köst sín vel yfir 19 metra.
óskar Jakobsson gerði öll sín
köst ógild en kastaði líka vel yfir
19 m. Helgi Helgason USAH
kastaði 13,89 og náði sínum besta
árangri. Sigurður Sigurðsson
sigraði í stangarstökki. stökk
4,55 metra. Þeir Hreinn Hall-
dórsson og Óskar eru i góðri
æfingu um þessar mundir og
stefna báðir á að ná góðum
árangri á Evrópumeistaramótinu
i frjálsum iþróttum innanhúss
sem er ekki langt undan.
- þr
• Einn kennaranna við líkamsræktunarstofuna Finnur Karlsson
margreyndur lyftingakappi reynir eitt tækið, og fyigist um leið mjög
vel með i stórum spegli.
LjÓNm. Ragnar Axelsson.
Skíóagönguskóli Morgunblaðsins
• Klístur er borið á með hæfilegri „pulsu“ langs eftir skíðaröndunum beggja vegna eða setja klístur-„pulsur“ þvers á skíðin. Dreifið úr
með hendinni eða með spaða sem fvltrir túpunni.
Mj ÚKT
© Bvll's
• Þar sem skíðin skrika, verður að bera á mýkri áburð. Áburðurinn er að sjálfsögðu borinn á undir miðjuna.