Morgunblaðið - 03.02.1981, Page 15

Morgunblaðið - 03.02.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 15 smá stofnun á íslandi, þessa eðlis eða annars, geta svarið af sér alla vankanta? Og hvaða tilgangi þjón- ar það þá að draga fram í þingræðu meintar ávirðingar lítils skóla, sem er að reyna að gegna hlutverki sínu eftir bestu sam- visku þeirra, er að honum vinna. Mér er spurn: Hefur hið háa Alþingi ekkert þarfara við tíma sinn að gera en að lítilsvirða smávaxna menntastofnun austur í sveitum? Spyr sá, sem ekki veit. Hinu skal þó við aukið, að á Alþingi situr hópur manna, sem lagt hefur Skálholtsskóla lið gegnum árin, en ekki hnýtt í hann af ræðustóli. Fjárveiting til skólans er meðal annars ríflegri þessi misseri en verið hefur um hríð, og er það fé ætlað til viðgerða og bygginga- fræmkvæmda. Þetta vil ég heils hugar þakka öllum þeim, er þar hafa um fjallað. Áhugi fyrir eflingu staðarins? Ekki verður í fljótu bragði séð, hvaða hvatir stjórna orðum Guð- rúnar Helgadóttur í téðu máli. Vera má, að áhugi fyrir eflingu Skálholtsstaðar hafi knúið hana til dáða. En ekki er ljóst, hvernig það getur með góðu móti farið saman, að berjast fyrir bættum hag staðar og skóla, og hreyta samtímis ónotum í stofnanirnar báðar. Á hinn bóginn er ekki ástæða til að ætla, að þingmaðurinn hafi viljandi stefnt að því að gera Skálholti mein, enda ekki kunnugt að heimamenn í Skálholti eða stuðningsmenn staðarins hafi nokkru sinni gert á hlut Guðrúnar Helgadóttur. Tilefni hinna ástæðulausu og röngu fullyrðinga þingmannsins er mér því ekki kunnugt, en vera má að Guðrún hafi einfaldlega talað af sér í ræðustóli. Slíkt er vorkunnarmál og kemur fyrir besta fólk. Undir þess konar kringumstæðum er eitt ráð óbrigðult: Upphlaupsmaðurinn biður þá aðila afsökunar, er orðið hafa fyrir áreitni hans. Afsökun- arbeiðnin er borin fram á sama stað og upphafleg hnýfilyrði — í þessu tilviki í ræðustóli á Alþingi. Séð er um að sáttarorðin berist jafn víða og aðdróttanirnar áður. Á þann hátt lýkur máli með fullum sáttum. Að því búnu væri það fagnaðarefni að vinna að uppbyggingu Skálholtsstaðar í nánu samstarfi við Guðrúnu Helgadóttur, sem og alla dreng- skaparmenn aðra.“ Prestaskóli í _________Skálholti?__________ — í þessum umræðum hafa komið fram hugmyndir um prestaskóla í Skálholti, sem ýmsir telja sig sjá annmarka á að verði að veruleika. Hvað vilt þú segja um það? „Sannleikurinn er sá, að það hefur ekki staðið til að koma hér upp prestaskóla, eða að færa guðfræðideild Háskóla íslands hingað austur. Tal um slíkt er því byggt á misskilningi. Hins vegar hefur verið rætt um að hér megi starfrækja eins konar endur- menntunarstofnun fyrir presta, námskeið yrðu haldin hér og svo framvegis. Einnig er ætlunin að fræðimenn hafi hér aðstöðu í framtíðinni, og er gert ráð fyrir því í nýrri byggingu við skólann, sem von- andi rís eftir ekki alltof langan tíma. Bókasafnið gæti því komið að margvíslegum notum hér, þó ekki komi til prestaskóli í Skál- holti. Enda er það svo, að ég veit ekki hvaðan heimild til þess að flytja safnið frá Skálholti ætti að koma. Safnið er í eigu tiltekinnar stofnunar — er það vilji manna að það sé tekið og flutt eins konar hreppaflutningum? Árið 1963 er þjóðkirkjunni afhentur Skálholts- staður með sérstökum lögum, og var það í mörgu tilliti tímamóta- viðburður fyrir kirkjuna, að hún gerist eignaraðili á þennan hátt á Heimir Steins- son i bókasafn- inu í turnher- bergi Skálhoits- kirkju. Skálholtskirkja. Meginhluti bóka- safns borsteins Þorsteinssonar sýslumanns er geymdur i eld- traustri geymslu i kirkjuturnin- um. Undir súðinni yfir kirkjuloftinu. Séra Heimir gengur þarna frá eldtraustu hurðinni, sem liggur að stiganum upp i turnherbergið. tuttugustu öld. Gildar ástæður þurfa að koma til að mínu áliti, til að breytt verði um stefnu og ég sé ekki þau rök er gera flutning bókasafns Skálholts nauðsyn- legan." Margir dýrKripir — En svo við ræðum nánar um safnið. Er margt merkra bóka hér að finna? „Já, hér er að finna marga dýrgripi, og safnið er frekar merkilegt vegna fágætra og verð- mætra bóka, heldur en vegna þess að það sé svo stórt að vöxtum, þó vissulega sé það feiknamikið að umfangi. Hér er til dæmis að finna Guðbrandsbiblíu, frumútgáfu frá 1584, auk ljósprents í vönduðu bandi frá sjötta áratug þessarar aldar. Hér er Þorláksbiblía prent- uð 1644, Steinsbiblía frá 1728, fyrsta útgáfa Passíusálma prent- uð í Hólum 1666. Hér er barnalær- dómsbók frá 1610, Nýja testa- mentið frá Hólum 1609, Svonefnd Grútarbiblía (Hendersonsbiblía) frá 1813 og margar fleiri bækur. Hér er til dæmis íslensk kirkju- saga á latínu frá 1772 eftir Finn Jónsson Skálholtsbiskup. Sú bók er útgefin í Kaupmannahöfn árið 1772 að tilhlutan sonar Finns, Hannesar Jónssonar, síðasta bisk- ups í Skálholti. Þetta er eiginlega síðasta stórafrekið á fræðilegu sviði frá Skálholti fyrri tíma, en þeir feðgar unnu að þessu verki á meðan niðurlæging staðarins er að verða algjör og kofarnir bein- línis að hrynja yfir þá. Margt fleira er hér í safninu, svo sem skáldskapur frá þessari öld, Alþingisbækur, Lovsamling for Island, Hæstaréttardómar, Annálar ýmsir og lagasöfn, dóma- bækur, tímarit eins og Skírnir, Tímarit hins íslenska bókmennta- félags, Bjarmi, Ferðafélag íslands, Stefnir, Gangleri, Iðunn, Víðförli og margt fleira. Þetta eru í sjálfu sér ekki allt ómetanleg rit, en þó væri akkur í þeim í flestum söfnum. Verst er að fjárhagurinn hefur ekki leyft að haldið væri áfram að safna í þau rit sem til eru frá upphafi. Margt þarf því að færa hér til betri vegar, og auðvitað verður safnið að komast sem fyrst í það horf að fólk og fræðimenn hafi að því aðgang. Enginn fagnaði því meira en ég að Skálholtsstaður og vegur hans verði meiri í framtíð- inni, og allt jákvætt innlegg í baráttu fyrir því er vel þegið." „Þagað gat ég þá með sanni“ Að svo mæltu kvöddum við Heimi Steinsson Skálholtsrektor, og hann læsti vandlega þrennum dyrum að bókasafninu að baki okkur. Ein þeirra er eldtraust, og því ætti safnið ekki að vera i hættu þótt eldur yrði laus á staðnum, sem vonandi verður þó aldrei framar. Eldsvoðar hafa þegar gert nægan usla í Skálholti og í ómetanlegum verðmætum gamalla bóka. Þjóðsögur segja frá því, að eitt sinn hafi verið í Skálholti kerling ein, er málug þótti meira en góðu hófi gegndi. Var oftlega sett ofan í við hana af þessum sökum, og hún beðin að gæta tungu sinnar betur. Þá gerðist það, að eldur kom upp í Skálholtskirkju síðla nætur eða snemma morguns, og sá kerling eldinn fljótlega, en annað fólk á staðnum varð hans ekki vart. Sú gamla hreyfði hins vegar hvorki legg né lið til að vekja fólk og skýra frá eldsvoðanum, og varð við lítið ráðið er aðrir urðu hans varir. Þóttist kerla hér hafa náð sér niðri á þeim er haft höfðu horn í síðu hennar fyrir málæðið, og heyrðist hún tuldra fyrir munni sér: „Þagað gat ég þá með sanni, þegar hún Skálholtskirkja brann!" — Nú ættu bækurnar að vera óhultar jafnvel þótt eldur komi upp á Skálholtsstað, og jafnvel þótt allar kerlingar þegi sem fastast. Ekki virðist hins vegar útlit fyrir að kerlingar verði orðlausar komi til þess. _ AH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.