Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 Séra Heimir blaðar í einni bók- anna; Kirkjusögum Finns Jóns- sonar biskups i Skálholti. Þennan tíma allan hef ég ekki orðið neins þess vísari, er gæfi tilefni til að fullyrða að safnið „liggi undir stórskemmdum", eins og Guðrún Helgadóttir fullyrti fyrir fáum dögum." Mörgu ábótavant á Skálholtsstað „Fáum ætti að vera það ljósara en mér, hve mörgu er ábótavant á Skálholtsstað" heldur séra Heimir áfram. „Við, sem hér búum, svo og aðrir velunnarar staðarins, höfum seint og snemma vakið athygli á því, að brýnt er að efla Skálholt til muna að fjárframlögum, enda hefur staðurinn búið við fullkomið fjársvelti af hálfu ríkisvaldsins um árabil. Ef aðgerðir Guðrúnar Helga- dóttur verða til að hvetja stjórn- völd til stórátaka í málefnum Skálholts, er vel að verið. Augljós- lega þarf að byggja yfir bókasafn- ið, en ekki síður að fá til þess sérfróðan mann til að skipa því niður og annast það. Hins vegar verður ekki séð, að safninu — né heldur Skálholtsstað — sé greiði gerður með hæpnum aðdróttun- um, sem ekki er í neinu samræmi við raunveruleikann og rugla öll- um áherslum þessa máls: Fjár- veitingar er þörf, en ekki ónota í garð þeirra, sem hér eru að reyna að vinna verk sín við þröngan kost.“ Skólinn vel sóttur nemendur á biðlista — Því hefur verið haldið fram, að Lýðháskólinn sé illa sóttur. Hvað vilt þú segja um það? í turni Skálholtskirkju Grein: Anders Hansen. Myndir: Ragnar Axelsson. Bókasafnið umdeilda í Skálholti: Fjöldi dýrgripa í þurri og eldtraustri geymslu Ekki verður séð að safn- ið liggi undir skemmdum All miklar umræður hafa að undanförnu spunnist um bókasafn Þorsteins heitins Þorsteinssonar sýslumanns, sem geymt er í Skálholti, í kjölfar fyrirspurnar Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns til kirkjumála- ráðherra í síðustu viku á Alþingi. í svari ráðherra, Friðjóns Þórðarsonar, kom fram að hann teldi safnið í þokkalegu ástandi, en þingmaðurinn taldi á hinn bóginn að það lægi undir skemmdum. Af þessu tilefni fóru blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins austur í Biskupstungur, kvöddu dyra hjá séra Ileimi Steinssyni skólameistara Skálholtsskóla, og báðu leyfis að fá að líta safnið augum. Mestur hluti safnsins er í hillum. en nokkuð er þó i tré- og pappakossum á gólfi. Þar er einkum um að ræða bækur er ýmsir aðilar hafa gefið safninu eftir að safn Þorsteins sýslumanns var keypt, bæði innlendar bækur og erlendar, fæstar gamlar. „Ekkert að fela* „Nei, það er síður en svo að ég hafi nokkuð á móti því að þið lítið á safnið, ég hef ekkert að fela í þessu rnáli" sagði Heimir er við höfðum borið upp erindið. „Hér í Skálholti er verulegt magn bóka" sagði Heimir, „en stofn þessa safns er, eins og fram hefur komið, bækur sem fyrrum voru í eigu Þorsteins Þorsteinssonar sýslumanns. Þjóðkirkjan keypti safn Þorsteins af Kára Borgfjörð Helgasyni árið 1965, og að gefnu tilefni skal tekið fram að kaupverð þess var þá 3,5 milljónir gamalla króna, samkvæmt upplýsingum biskups." Heimir bauðst síðan til að sýna blaðamanni safnið, en meiri hluti þess, og þar með taldar allar verðmætustu bækur þess, er geymdur í turnherbergi í Skál- holtskirkju. Aðgang að herberginu sagði Heimir að fáir hefðu. Til að komast þangað þarf að Ijúka upp þrennum dyrum, og ganga að þeim þrír mismunandi lyklar. Milli kirkjulofts og turnherbergis er eidvarnarhurð, en turninn er steinsteyptur í hólf og gólf, og þannig aðskilinn frá sjálfu kirkju- skipinu. Ilefur fylgst með safninu frá hausti 1979 Er inn í bókaherbergið kom, var þar þægilegur ylur til inniveru, en úti var næðingur og lítilsháttar hríðarhraglandi. I herberginu eru tveir rafmagnsofnar, en kirkjan sjálf er að öðru leyti kynt með hitaveituvatni. Gluggum virtist vera vel við haldið, og í herberginu voru fimm eða sex tvöfaldar glerrúður, sem setja má í glugga fyrirvaralaust ef rúða kynni að brotna af einhverj- um ástæðum. Ekki var að finna raka í herberginu, hvorki í glugga- sillum eða á gólfi, og kvaðst Heimir ekki hafa orðið raka var þann tíma er hann hefur litið eftir safninu. Þó kæmi það fyrir að lítilsháttar slagi kæmi í glugga í miklum hitabreytingum, en aldrei hefði það þó orðið það mikið að rynni niður á gólf. Gluggum sagði hann vel við haldið, og hefði til dæmis verið skipt um gler í nokkrum þeirra í sumar, þar sem það sem fyrir var þótti ekki nógu öruggt lengur. Meginhluti bókanna er í hillum við einn vegg turnherbergisins. Þar eru engir gluggar, en hillurn- ar rennihurðir úr járni, og standa bækurnar hvorki út við vegg né á gólfi. — Hluti safnsins er svo í tré og pappakössum á gólfi, en þar er einkum um að ræða bækur sem Skálholtsstað hafa áskotnast eftir að safn Þorsteins sýslumanns var keypt. Þá eru nokkrar bækur notaðar af nemendum Skál- holtsskóla, samkvæmt heimild biskups, sagði Heimir. Þar er einkum um . að ræða skáldverk höfunda, íslenskra, frá þessari öld, Gunnar Gunnarsson og fleiri. „Ég tók að mér að fylgjast með ástandi bókanna í turni kirkjunn- ar haustið 1979“ sagði Heimir, „en það var að beiðni Sveinbjörns Finnssonar ráðsmanns hér í Skál- holti. Upp frá því höfum við, ég og konan mín, farið reglulega í turn- herbergið og reyndar dvalið hér löngum stundum, enda ekki í kot vísað þar sem safnið góða er. „Já, það er rétt, að í ræðu þeirri, sem er upphaf þessa máls, lét Guðrún Helgadóttir þess getið að Skálholtsskóli sé „illa sóttur." Þetta er ekki rétt og verður ekki skilið, hvað þingmanninum geng- ur til slíkrar fullyrðingar. Skálholtsskóli er lítil stofnun og hefur einungis rúm fyrir tuttugu nemendur á heimavist. Þau ár, sem skólinn hefur starfað, hefur hann að jafnaði verið fullsetinn og ríflega það, enda er reynt að hýsa einn og einn nemanda í heimahús- um á staðnum. Umsóknir um skólavist hafa yfirleitt verið nokkru fleiri og stundum mun fleiri en nemur afkastagetu skól- ans. Nemendur eru þannig orðnir tuttugu og átta talsins á yfir- standandi vetri, en sjö umsækj- endur um skólavist eru á biðlista. Lítils háttar breytingar verða á nemendaliði við misseraskipti, en skólinn er meira en fullskipaður vetur hvern, og komast færri að en vilja. Ymsu mætti við auka, svo sem helgarnámskeiðum leiðtoganema nú um miðjan vetur, en með tilkomu þeirra nálgast nemenda- fjöldi Skálholtsskóla fjórða tug- inn. Síst skyldi og gleymast sumarstarf á skólanum, en við ýmis þau tækifæri sprengja nem- endur gjörsamlega alla ramma skóla og staðar sakir fjölmennis. Hér er svosem ekki ástæða til að státa af neinu, en fullyrðingar um það, að skólinn sé „illa sóttur" ellegar að hann nýtist á annan hátt miður en skyldi, verða að teljast undrunarefni þeim, er til þekkja. En annað er vert að nefna í þessu sambandi: Setjum nú svo, að Skálholtsskóli standi höllum fæti, og gerir hann það eflaust í fjöl- mörgu tilliti, þótt ekki geri hann það hvað aðsókn varðar. Setjum svo, að á skólanum okkar litla séu margir snöggir blettir og veikir punktar. Skyldi hann þá vera einn um þess konar annmarka? Skyldi nokkur stofnun á landinu, stór eða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.