Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 Vald Paulsen Suöurlandsbraut 10, sírni 86499. Lóðbyssur Lóðboltar Tangir í úrvali Nicholso Málbönd Lufkin Ódýr topp- lyklasett í úrvali 29922 Bújörö óskast Skipti koma til greina á einbýl- ishúsi á stór-Reykjavíkursvæð- inu. As fasteignasalan ^Skálafell MJÓUHLIO 2 (VIO MIKLATORG) Sölustj. Valur Magnússon Vióskiptafr. Brynjólfur Bjarkan KRUMMAHÓLAR Mjög góö 4ra herb. íbúð. 3 svefnherbergi. STELKSHÓLAR 3ja herb. íbúö á 3. hæö. ÁSBRAUT, KÓP. 4ra herb. íbúö á 3. hæö. VESTURGATA 3ja herb. íbúö á efri hæö, ca. 90 fm. KLEPPSVEGUR 3ja til 4ra herb. íbúö á 3. hæö, ca. 105 ferm. HLAÐBREKKA, KÓP. 3ja herb. íbúö á 1. hæö ca. 90 ferm. RAÐHUSí GARÐABÆ Raöhús á tveim hæöum ca. 200 ferm. Bílskúr 48 ferm fylgir. MOSFELLSSVEIT RISHÆÐ 3ja herb. rishæö ca. 80 ferm í timburhúsi. í HLÍÐUNUM 6 herb. íbúö á jaröhæö ca. 136 ferm. 4 svefnherb. SELTJARNARNES FOKHELT RAÐHUS Rúmlega fokhelt raöhús á tveim hæöum. Verö 650 þús. NJÁLSGATA 3ja herb. íbúö á efri hæö ca. 65 ferm. LAUFÁSVEGUR 2ja og 3ja herb. íbúöir í risi. Má sameina í eina íbúö. ÁLFTAHÓLAR 4ra herb. íbúð 117 fm. Bílskúr fylgir. Verö 520 þús. HVERFISGATA Efri hæö og ris, 3ja herb. íbúöir uppi og niðri. VESTURBERG 4ra—5 herb. íbúö á 3. hæö. Verö 400 þús. Vantar á söluskrá sórhæóir, einbýlishús, raöhús, 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir á Reykja- víkursvæóinu, Kópavogi og Hafnarfiröi. Pétur Gunnlaugsson. lögfr Laugavegi 24. slmar 28370 og 28040. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Ótemjan LeikfélaK Reykjavíkur Nafn á frummáli: The Taming of the Shrew Höf.: William Shakespeare. býðing: Helgi Hálfdanarson. Forleikur o» eftirleikur: Böðvar Guðmundsson. Lýsing: Daniel Williamsson. Tónlist: EííKert Þorleifsson. Búninjfar: Una Collins. Leikmynd: Steinþór SÍKurðsson. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. 1623 gáfu Heminge og Condell í The King’s Men Company út leikverk Shakespeare. Þar skiptu þeir verkunum í kómedíur, sögu- leg verk, tragedíur. Er verk þeirra að sönnu ómetanlegt en þeim láðist eitt, þess er nefnilega ekki getið hvenær verkin voru samin. Síðan hafa vísir menn á sviði textarýni, sagnfræði, handrita- fræði og af fleiri básum fræði- mennsku dundað sér við að raða verkum Shakespeare í tímaröð. Skilst hinum vísu mönnum að meistarinn hafi samið Skassið tamið upp úr 1590 sem þýðir að höfundur var þá ungur maður á uppleið. Hvers vegna að rifja þetta upp hér. Ástæðan er sú að ég tel að aldur og staða höfundar þegar hann samdi Sneglu skipti miklu þegar ákveðið er hvernig beri að túlka verkið. hvort til að sjá hrylling sambæri- legan við þann sem fyrrgreindir staðir buðu uppá, til að gráta yfir ástarveilum og harmleikjum eða hlæja sig máttlausa yfir sprell- fyndnum kómedíum. Varla til að velta fyrir sér þjóðfélagsvanda- málum eins og margir virðast nú álíta. Ég held að minnsta kosti að ungur leikritahöfundur sem starf- aði við þessar aðstæður hafi varla haft í huga að semja fyndna ádeilu, einhvers konar dulbúna umræðu um „stöðu konunnar". Miklu fremur verið að fullnægja eftirspurn eftir hlátri. Þeir Leikfélagsmenn virðast hafa áttað sig fullkomlega á þessu markmiði höfundar og þar með þeim tíðaranda sem verkið var ritað í. Snegla tamin er hjá þeim Shakespeare er á þessu stigi að þreifa fyrir sér á listabrautinni, hann hefir færst mikið í fang í sögulegum leikritum og hyggst nú sanna getu sína sem kímileikja- skáld. Það skiptir hinn unga höfund miklu að verða vinsæli og styrkja þar með stöðu sína í leikhússheimi Lundúnaborgar. En á þeim tíma er baráttan þar feikihörð. Ibúar borgarinnar voru um 200.000 en leikhúsin sennilega sjö; fimm almenningsleikhús og tvö einkaleikhús. Hvert þessara leikhúsa tók um 2000 manns í sæti, svo einhver þurfti aðsóknin að vera. Plús að á þeim tíma var hverskyns at, (hanaat, bjarndýra- at) sett á svipaðan stall og leik- húsið hvað varðaði skemmtun, að maður tali ekki um opinberar pyntingar og aftökur. Menn fóru á þessum tíma í leikhúsið annað Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON hreinræktuð kómedía (smá Brechtískur komplex í upphafs- atriði) með töluverðu sprelli, sem leiðist máski fulloft út í hjákátleg- ar leikfimiæfingar sem ég held að verði að skrifast á kostnað leik- stjórans. Þessi mikla áhersla á hopp og hí kemur dálítið niður á textanum. Hraðinn verður of mik- ill stundum og við náum ekki nógu vel orðaleikjum meistarans. En hvað skal gera? Hvernig á að lífga upp svo gamalt spé? Fíflalæti innan vissra marka eru hér alveg nauðsynleg, þó ekki nema vegna eðlis leiksins. En fíflalæti geta bæði verið fyndin og fúl. Sumum finnst brjálæðislega fyndið að sjá mann detta á rassinn, öðrum ekki. Ég held að til þess að menn njóti verulega skopleiks þurfi að fara þar saman; spenna mynduð af kostulegri atburðarás, smellinn texti og rett látbragð. Mér fannst skorta þessa spennu í sýningu L.R. þrátt fyrir frábæran kraft leikar- anna. Þeir megna ekki að lyfta upp texta sem einhvernveginn er rykfallinn og bragðdaufur í eyrum okkar í dag. Þýðing Helga er stórkostleg að vanda en það vant- ar púðrið, mætti hér á einhvern hátt vera grófari. Þá er ég ekki frá því að leikstjórinn hefði mátt gefa leikurunum leyfi í samræmi við hefð Elísabetartímans til að leggja dálítið frá eigin brjósti út af textanum. Það er varla meiri djörfung en skella Stetson- stresstösku og kókflösku inn í leikinn. Ég tel að hér sé mjög gagnlegt að bera saman til dæmis Ofvitann og Sneglu. í Ofvitanum þurftu leikararnir lítið annað að gera en lesa upp textann og allir veltust um. í ótemjunni fellur textinn á hinni beittu ljá tímans sem allt megnar að rótskera að lokum. Eins og menn sjá hlýtur það verkefni sem hér blasir við leikur- um L.R. í Ótemjunni að vera býsna erfitt. En þar koma þeir á óvart. Það er eins og ferskur blær fari um sviðið (ekki áhorfenda- pallana, hvílík loftræsting) svo eldhressir eru þeir. Þorsteinn Gunnarsson leikur Petrúsíó, aðalsmann frá Verónu, biðil Katrínar hinnar miklu ótemju. Svo mikill kraftur var í Þorsteini þetta kvöld að skassið, sem Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikur all lipurlega, hvarf næstum í skuggann og varð að smjöri í lokin eins og vera ber. Bjanka yngri systur Sneglunnar leikur Lilja Þórisdóttir með dálítið yfir- drifnu látbagði sem er fullkom- lega í samræmi við hefð, en virkar hér eins og stílbrot. Jón Sigur- björnsson er hann sjálfur í hlut- verki föður þeirra systra, Ragn- heiður Steindórs er ósköp nota- legur aðalsmaður sem skiptir skemmtiiega um gervi. Sömuleiðis er Guðmundur Pálsson kostulegur í hliðstæðum hamskiptum, Karl Guðmunds kemur manni ætíð í gott skap, Jón Hjartarson vex hægt og bítandi með hverju hlut- Merkileg matreiðslubók ÁRIÐ 1979 kom út merkileg matreiðslubók i Englandi, North Atlantic Seafood, eftir Álan Davidson. Á siðasta ári kom bókin svo sem pappirskilja hjá Penguin. Höfundurinn starfaði í brezku utanríkisþjónustunni um margra ára skeið og ferðaðist vítt og breitt um heiminn. Hann hefur augljóslega haft mikinn áhuga á fiski og fiskréttum og öllu sjávar- meti, því hann hefur þegar gefið út bækur um fisk og fiskrétti í Laos, þar sem hann var síðast sendiherra, í Suðaustur-Asíu, við Miðjarðarhafið og nú síðast bók um Atlantshafsfiska. Allt þykja þetta merkar bækur, bæði fræð- andi, spennandi og nýstárlegar. Það er vissulega ekki úr vegi að benda á bókina um Atlantshafs- fiska hér, því á henni er margt að græða fyrir okkur íslendinga, þar sem minnzt er á marga kunna og lítt kunna fiska og hvernig megi nýta þá. Bókin skiptist í tvo hluta. Á eftir inngangi, sem fjallar um Norður-Atlantshafið ásamt korti af því, tekur við kafli um fiska, sem búa á þessu svæði. En David- son lætur ekki staðar numið við fiska, því hann ræðir einnig um skeldýr, og nefnir þangtegundir. Og skeldýrin eru fleiri en rækju- og humartegundir, því þar eru nefndar kuðungaskelja- og krabbategundir auk ígulkerja. Og allt er þetta prýðilega ætt. Fjallað er um hverja tegund sérstaklega, útlitslýsing, heimkynni, sérkenni, hvernig tegundin bragðist og hvernig hún er helzt notuð. Auk þess stingur hann upp á heppi- legum uppskriftum. Einnig telur hann upp nöfn tegundanna á þeim tungumálum, þar sem þeim hefur verið gefið nafn. Þessi kafli er spennandi aflestr- ar, því þar má glögglega sjá að það er fleira gott úr sjónum en þorskur og ýsa. Loðna, lýr, lýsa, langa, keila, litla brosma og guð- lax, allir eru þessir fiskar nefndir sem góðir matfiskar, og margir fleiri. Kuðungarnir fjörudoppa og beitukóngur eru góðgæti að ógleymdum ígulkerjum. í seinni hluta bókarinnar eru svo uppskriftir frá Atlants- hafsströndum. Uppskriftirnar eru frá Portúgal, Spáni, Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Þýzkalandi, Pól- landi, Rússlandi og Eystrasalts- löndunum, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, íslandi, Fær- eyjum, Grænlandi, Kanada, Aust- urströnd Bandaríkjanna, Skot- landi, Englandi, Wales, írlandi, Orkneyjum og Hjaltiandi. Þið getið því rétt ímyndað ykkur að það er af mörgu að taka og að uppskriftirnar eru ótrúlega fjöl- breytilegar. Þær eru bæði hefð- bundnar og þjóðlegar, en einnig nýstárlegar. Davidson hefur safn- að uppskriftunum á ferðalögum, en einnig skrifazt á við ýmsa. Hann kom m.a. hingað og nefnir til íslenzku ráðgjafa sína. Þarna er að finna girnilegar uppskriftir að fisksúpum, fisk- pæum, söltuðum fiski, þurrkuðum og alls konar tegundum. Höfund- urinn nefnir hvaða fisk er heppi- legt að nota, en einnig hvað hægt er að nota í staðinn ef sá fæst ekki. M.a. þess vegna er bókin svo notadrjúg. Og svo er fjölbreytnin, eins og nærri má geta þegar leitað er fanga svo víða. Nöfnin á sjávardýrunum og réttunum eru á viðkomandi málum, og það setur skemmtilegan svip á bókina. En það er líka nokkur vandi að fara þannig að, því málin eru höfundin- um ekki öll jafn töm. Það hefur slæðst inn slangur af villum, sem ljóst er t.d. af íslenzkum heitum. Þetta rýrir auðvitað ekki gildi bókarinnar, en er óneitanlega ekki til bóta. Það er óhætt að mæla með þessari óvenjulegu og yfirgrips- miklu bók, sem á vissulega mikið og brýnt erindi til okkar íslend- inga. Þarna er kærkomið tækifæri til að læra að nota fleiri fiskteg- undir og læra að matreiða fisk á ótrúlega fjölbreytilegan hátt. Þetta minnir okkur enn einu sinni á, að fiskur á erindi á matborðið mörgum sinnum í viku. En það minnir okkur einnig á, að betur má ef duga skal í fisksölumálum innanlands, því það væri óskandi að sjá fleiri tegundir á boðstólum. Davidson sannfærir lesendur sína um að þeir fara mikils á mis að eiga ekki kost á að reyna hinar ýmsu tegundir. SD - I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.