Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
11
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir í hlutverki ótemjunnar, Katrinar. í
baksýn er Sigurður Karlsson.
verki, Margrét Helga sómdi sér
vel í sínu karlhlutverki væri
sennilega góð sem Snegla, Sigríð-
ur Hagalín er með sitt á hreinu og
þá eru eftir tveir leikarar Hanna
María Karlsdóttir sem Hortensíó
(og Lisíós) og Sigurður Karlsson
sem Traníó (Lúsentsíós). Leikstíll
þessara tveggja er máski ekki
gæddur eins miklum sprengikrafti
og margra annarra, en á móti
kemur hárfín skilgreining blæ-
brigða sem í fyllingu tímans gæti
átt eftir að skilja eftir sig óvænt
spor. Mér datt í hug að aflokinni
sýningu þegar frammistaða leik-
aranna sat ein eftir, hve Shake-
speare væri okkur mikilvægur
uppeldislega. Hvort ekki væri
hægt að fá hingað erlenda leik-
stjóra beint úr kjarna hinnar
Shakespírsku hefðar til að aga og
skóla hina yngri leikara. (Þórhild-
ur virðist hér hafa staðið sig vel).
Þannig gætu smám saman reglu-
bundnar heimsóknir slíkra manna
byggt hér upp trausta leikhefð.
Eins og er er slíkur grunnur ekki
fyrir hendi hér í leikhúsinu heldur
tínum við einn mola hér og annan
þar, svo úr verður hálfgerður
grautur. Ég tel að gagnrýni sú
sem leikhúsið hefir hlotið hér að
undanförnu sé að einhverju leyti
sprottin af þeirri lausung sem
stafar af skorti á hefð.
Ný kynslóð leikara fer senn að
taka yfir leikhúsið. Hún getur
ekki vænst þess að byggja vin-
sældir sínar á persónutöfrum eða
þeim jákvæða anda sem smábær-
inn skapaði. Þjóðin í dag hefur
gegnum sjónvarp og kvikmyndir
aðgang að hinum fremstu leik-
kröftum sem á boðstólum eru á
hverjum tíma. Ósjálfrátt munum
við miða við þessa leikkrafta
þegar litið er til atvinnuleikhúss-
ins. Við þurfum að byggja okkur
einhvers konar fastan grundvöll
til að standa á — velja okkur hefð.
Happa og glappa leikaðferðir áttu
við þegar Reykjavík var enn smá-
bær og duga vel hjá áhuga-
mönnum sem eru jafnvel persónu-
legir kunningjar allra leikhúss-
gesta.
Ef við virðum fyrir okkur leik-
mynd Ótemjunnar hjá L.R. núna
sjáum við dæmi um happa og
glappa aðferð. Þar ægir öllu sam-
an, Hallgrímskirkjuturni, dóm-
kirkjuturninum og turnum frá
renaissance-tíma, íslenskum
stöðumæli o.s.frv. Hér er reynt að
grípa í skottið á einhverri ís-
lenskri hefð sem er ekki til og úr
verður hrærigrautur. Það er ekki
mikið þótt leikararnir finni sig
ekki í slíku umhverfi í slíku
tómarúmi. Maður sem hins vegar
hefir kafað gegnum persónu Lears
konungs, eiginkonu Macbeth, gyð-
ingsins Shylock eða hinnar vísu
Portíu studdur af styrkum hönd-
um finnur sig hvar sem er því
hann hefur traustan grundvöll að
standa á. Veljum leikhúsinu
trausta hefð til að byggja á.
Aðeins rithöfundar okkar geta
horft fram hjá slíku uppgjöri.
Þjóðsögur Ólafs
Davíðssonar
ólafur Davíðsson:
ÍSLENZKAR ÞJÓÐSÖGUR I-IV
Bókaútgáfan Þjóðsaga.
Rvik, 1978-1980.
»Hann var einn sérkennilegasti
íslenski fræðimaðurinn, sem 19.
öldin fóstraði, og um leið meðal
hinna síðustu íslenskra fræði-
manna, sem með réttu mátti
kallast fjölfræðingur,« segir
Steindór Steindórsson um þjóð-
sagnasafnarann, Ólaf Davíðsson.
Það er þriðja útgáfa þjóðsagna
Ólafs sem Bókaútgáfan Þjóðsaga
sendir nú frá sér. Ritgerð Stein-
dórs, sem fylgdi annarri útgáfu og
hér var vitnað til, er þar endur-
prentuð. Og fleiri koma hér við
sögu. Þorsteinn M. Jónsson undir-
bjó útgáfuna meðan honum entist
aldur. Eftir fráfall hans tók
Bjarni Vilhjálmsson við og »sá um
útgáfuna* eins og stendur á titil-
blaði. Einnig er þarna ritgerð eftir
Bjama um Þorstein M. Jónsson
og islenzkar þjóðsögur. En Þor-
steinn var bæði þjóðsagnasafnari
og þjóðsagnaútgefandi, og stór-
virkur á báðum sviðum. Nafna- og
atriðisorðaskrár eru Einars Sig-
urðssonar bókavarðar. Og frá-
gangur og útlit er að sjálfsögðu
útgefandans, Hafsteins Guð-
mundssonar.
Ég minnist þess að einn af
kennurum mínum í skóla vildi að
við, nemendur sínir, lærðum nöfn
»helstu þjóðsagnasafnaranna*.
Minnir mig hann léti okkur skrifa
og læra ein sextán nöfn. Það þótti
ýmsum löng runa. Þó er örugglega
unnt að hækka þá tölu ef allir eru
taldir. En hversu langur sem sá
listi verður mun þrjú nöfn alltaf
bera hæst: Jón Arnason, Ólaf
Davíðsson og Sigfús Sigfússon.
Ekki er hér ætlunin að bera
saman verk þessara manna. Jón
Arnason var óumdeilanlega
brautryðjandinn þannig að hinir
nutu reynslu hans. En allir sýnast
þeir hafa lagt jafnmikla alúð við
verk sitt.
Að mati undirritaðs er safn
Ólafs aðgengilegast fyrir þann
sem manni kemur í hug að kalla
dæmigerðan nútímalesanda. Lítið
Olafur Davfðsson
er þar um fyrnsku og enn síður
tilgerð heldur eru sögurnar látnar
halda þeim andblæ og málfari sem
tíðkaðist í munnlegum flutningi
— með þeim fyrirvara þó að málið
er hvarvetna vandað til samræmis
við kröfur þær sem samtíðarmenn
Ólafs gerðu um hreint og ómengað
íslenskt mál. Að sjálfsögðu voru
sögurnar sprottnar af trú, hjátrú,
þjóðtrú. Hefði þeim ekki verið
trúað hefðu þær aldrei verið
sagðar, aldrei orðið að þjóðsögum
og aldrei verið skráðar. Sá hvatinn
(það er að segja trúin, hjátrúin,
þjóðtrúin) er hvorki of né van í
þessu safni. Skrásetningin er að
því leyti hlutlaus. Með því móti
kemst lesandinn næst hinni upp-
runalegu munnlegu frásögn.
Málalengingar eru óvíða umfram
þörf. Og enn síður verður frásögn-
in svo knöpp og stuttaraleg að dul
þjóðtrúarinnar slævist af þeim
sökum.
Bókmenntlr
eítir ERLEND
JÓNSSON
A OLLUM HÆDUMITORGINU
&4TN/OUR Á
ALLA FJÖLSKYLDUM4
Ausuirstri'ti 10
sími: 27211
Um safnarann, Ólaf Davíðsson,
má best fræðast af ritgerð Stein-
dórs Steindórssonar. En þeir voru
bæði sveitungar og nágrannar þó
mjóu munaði að þeir færu á mis í
tímanum. Hálfs annars áratugar
dvöl Ólafs í Kaupmannahöfn var
dæmigerð fyrir margan íslenskan
stúdent á seinni hluta nítjándu
aldar. Allir sigldu þeir með sömu
kvöð á herðum sér: að þeir sneru
heim með embættispróf og yrðu
prestar, sýslumenn eða hugsan-
lega læknar. Eða til vara kennarar
við »Reykjavíkur lærða skóla«.
Yrðu þeir ekkert af þessu hafði
námskostnaðinum verið til einskis
sóað. Ólafi fór sem fleirum að
hann dreypti bæði á veigum Bakk-
usar og menntagyðjunnar og nám
hans lenti í langvarandi útideyfu.
En þar með er ekki sagt að hann
hafi ekki haft þess not þegar heim
kom og hann tók að safna þjóðsög-
unum. Þvert á móti. Hann var þó
lífsreyndur maður og fjölmennt-
aður þó próflaus væri. Og eins og
Steindór getur um nýtti hann
tíma sinn vel eins og líka þjóð-
sagnasafnið vitnar gerst um.
Þrjátíu og fimm ár liðu milli
annarrar og þriðju útgáfu þessa
safns. Það kann að vera hæfilegur
tími. Er þessi þriðja útgáfa að
ýmsu leyti sniðin eftir hinni síð-
ustu. Bjarni Vilhjálmsson upplýs-
ir í formála að flokkun sagnanna
sé »í stórum dráttum hin sama og
hún var í útgáfunni frá 1945. A
það bæði við um aðalflokka og
undirflokka ... Á hinn bóginn
hefur aðalflokkunum verið raðað
hér á allt annan veg en gert var í
útgáfunni frá 1945«. Segir Bjarni
að sú breyting sé xeinkum í því
fólgin, að aftur er horfið meira að
flokkaröð þeirra Maurers og Jóns
Árnasonar*.
Þá má geta þess að útgáfan frá
1945 var í þrem stórum bindum en
þessi er í fjórum handhægari.
Hvor tveggja útgáfan er vegleg
útlits eins og hæfa ber jafnstór-
merkum bókmenntum. Það er slys
að nokkuð ber á prentvillum í
sumum inngangsgreinum nýju út-
gáfunnar. Annars er þetta hin
ágætasta útgáfa og eiga vonandi
margir eftir að njóta þeirra
mörgu, skemmtilegu og prýðilega
sögðu sagna sem hún hefur að
geyma. Jafnframt er þetta skipu-
leg og aðgengileg fræðimannaút-
gáfa og mun því lengi standa.
Erlendur Jónsson
Ökumaður
Saab gefi
sig fram
ÞRIÐJUDAGINN 28. janúar sl.
varð ung stúlka fyrir bifreið á
Fríkirkjuvegi við Hljómskálann.
Gerðist þetta um klukkan 19.
Stúlkan ræddi lítillega við öku-
manninn en hann hélt síðan á
brott. Þessi maður er vinsamlega
beðinn að hafa tal af slysarann-
sóknadeild lögreglunnar í Reykja-
vík sem allra fyrst.
Hafnarfjörður:
Vitni vantar
að ákeyrslu
LAUGARDAGINN 31. janúar sl.
var ekið á bifreiðina G-12241, sem
er gulbrún Skoda-bifreið, þar sem
hún stóð við íþróttahúsið í Hafn-
arfirði. Atburður þessi gerðist um
klukkan 14.30 og virðist svo sem
bakkað hafi verið á afturhurð
bifreiðarinnar. Tjónvaldurinn er
beðinn að gefa sig fram við
lögregluna í Hafnarfirði svo og
vitni.