Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 21

Morgunblaðið - 03.02.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 29 borvaldur Garðar: Ein blekking býður annarri heim. Hallgrímssonar 1978. Aðdrag- andinn væri meira að segja sá sami: fyrst samningar við BSRB, síðan samningar við ASÍ og loks bráðabirgðalög er tækju ávinn- inga kjarasamninganna til baka. Það er skondið að bera saman stöðu Alþýðubandalagsins, orð og afstöðu 1978 og nú. Kjartan sagði millifærsluna viðurkenningu á fölsun gengisins. Menn myndu birgja sig upp af innfluttri vöru í þessu hléi, sem þýddi aukinn innflutning, verri gjaldeyrís- og viðskiptastöðu út á við. Gunnar Thoroddsen hefði í eina tíð talið það mesta afrek viðreisnarstjórnarínnar 1959— 1971 að afnema millifærslukerfið. Einnig afstaða hans væri breytt. Og hvar á að taka millifærslu- fjármagnið: með sköttun, með erlendum lánum? í þessu efni fljúga hnútur milli stjórnaraðila, einkum Pramsóknarflokks og Al- þýðubandalags. Onnur og þriðja grein, um vaxtamál, stangast á, og engin tilraun er gerð til að skýra framkvæmd boðaðra inn- lánsvaxtahækkunar og útláns- vaxtalækkunar. Lagaákvæðið um frestun framkvæmda er eins opið og loðið og verða má. Nauðsyn- legt er að stokka upp kerfið, samhæfa aðgerðir, ef árangur á að nást. Við munum flytja breyt- ingartillögur og við frumvarpið í nefnd, alþýðuflokksmenn, og greiða atkvæði gegn því, ef ekki nást fram eðlilegar breytingar. Eiður Guðnason: Frumvarpið ófullburða. Þá væri fyrirheitið um skatta- lækkun lítt marktækt, sérstak- lega í ljósi þeirra miklu skatta- hækkana sem fælust í fjárlögum ársins 1981. Hér virðist um hrein- ar skammtímaaðgerðir að ræða. Framhaldsaðgerða er þörf. Ekki er vitað, hvort þær sjá dagsins ljós fyrir þinglok eða koma í nýjum bráðabirgðalögum þegar þingmenn hafa verið sendir heim. Salóme minnti á niðurtalning- una, sem framkvæma átti í áföngum. Eitthvað hafa teljar- arnir ruglazt í rýminu, því að í staðinn fyrir að telja niður er engu líkara en þeir hafi talið upp. Salóme vitnaði til orðanna: Vilji er allt sem þarf. Fram- kvæmd viljans skipti þó mestu. Stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins muni láta reyna á þennan vilja í þingnefnd með breytingartillögum, sem þar verði lagðar fram. Nú reynir á hvort vilji er fyrir hendi innan ríkisstjórnarinnar til breiðari samstöðu um efnahagsráðstafan- ir. Samþykktir BSRB og ASÍ Karl Steinar Guðnason (A) sagði verðbólgu hafa verið marg- falda en kaupmátt launa að sama skapi minni hér á landi en í nágrannalöndum. Þau bráða- birgðalög, sem hér væru til um- ræðu, breyttu þar litlu um, nema til lækkunar verðbóta á laun. Gripið er til hliðstæðra ráðstaf- ana og 1978, þó verr sé búið að láglaunafólki nú en þá. sbr. lág- launabætur, hækkun ellilauna og lækkun vörugjalds 1978. Engu er líkara en umskiptingar séu nú í ráðherrastólum Alþýðubanda- lagsins — miðað við afstöðu þess 1978, orð og athafnir. Karl Steinar las upp sam- þykktir ASÍ og BSRB og taldi tortryggni gæta hjá báðum um framvindu þessara mála. Fá þessir aðilar, sem lofað var sam- ráði, að taka þátt í stefnumótun um framhald aðgerða 1981, hvern veg kaupmáttur verði tryggður, eins og lofað er? Eða fara kjara- skerðingarpostularnir einförum síðar á árinu sem í upphafi þess? Karl Steinar las upp úr grein Svavars Gestssonar frá fyrri tíð þar sem hann segir það aldrei hafa verið hina sterku hlið Gunn- ars Thoroddsen að standa við gefin loforð. Þá minnti Karl Steinar á yfir- lýsingar Alþýðuflokksins, um gjörbreytta efnahagsstefnu í samráði við launþegasamtökin. Ekkert samhengi við gjaldmiðils- breytinguna Þorvaidur Garðar Kristjáns- son (S) gerði sérstaklega að umræðuefni þá yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, að bráðabirgðalög- in væru sett í tilefni af gjaldmið- ilsbreytingunni nú um áramótin og vitnaði í orð forsætisráðherra í þessu tilefni. Hann sagði alla hafa verið sammála um yfirlýst- an tilgang með gjaldmiðilsbreyt- ingunni, þ.e. að draga úr þeim verðbólguhugsunarhætti, sem sí- lækkandi verðmæti íslenzku krónunnar hefur valdið með því að grafa undan virðingu fyrir peningum og áhuga manna á því að hamla gegn verðbólgunni. Þá rakti Þorvaldur umræður sem voru í nóv. sl. og minnti á að menn voru þá á sama máli um að ekki lægi fyrir heildarstefnumót- un sem væri undirstaða þess að gjaldmiðilsbreytingin næði til- gangi sínum, og sagði síðar í ræðu sinni: „Það er algerlega augljóst mál, að í þessu frum- varpi felst ekki nein stefnumótun eða heildarstefna til grundvallar gjaldmiðilsbreytingu. í sannleika sagt hefði mátt setja slík bráða- birgðalög, hvort sem um nokkra gjaldmiðilsbreytingu hefði verið að ræða eða ekki ... En það alvarlega við setningu bráða- birgðalaganna er sú staðreynd, að því' skuli vera haldið fram af ríkisstjórninni, að með þessum lögum sé verið að gera nauðsyn- legar ráðstafanir í sambandi við gjaldmiðilsbreytinguna. Slíkt er blekking ein, og ein blekking býður annarri heim.“ Þorvaldur rakti einnig í ræðu sinni efnislega einstök ákvæði frumvarpsins og sagði ráðstafan- irnar eingöngu skammtímaráð- stafanir og sagði þær myndu þegar til lengdar léti auka á glundroða og óvissu í efnahagsm- álum. Hefur Inn- kaupastofnunin ekki staðið sig sem skyldi? Eiður Guðnason (A) rakti nokkuð umræður og fyrirspurnir á Alþingi á jólaföstu um fyrir- hugaðar efnahagsráðstafanir þá. Hann sagði bráðabirgðalögin ekki einu sinni bráðabirgðabjörg- un og rakti nokkur atriði þeirra. Þá bar hann fram fyrirspurnir til forsætisráðherra og spurði m.a hvenær viðræður yrðu hafnar við fulltrúa vinnumarkaðarins, hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera í vaxtamáium 1. marz, hvernig breyta ætti skammtímalánum húsbyggjenda og spurði síðan hvort ekki væri starfandi Inn- kaupastofnun ríkisins og hver meiningin væri þá með yfirlýs- ingum um að stuðla ætti að innkaupum í stórum til, hvort Innkaupastofnunin hefði ekki staðið sig sem skyldi. Eiður fjallaði einnig nokkuð um skoðanakannanir Dagblaðs- ins sem hann sagði vera yfirlýst stuðningsblað þessarar ríkis- stjórnar . „Þær eru vart mark- tækar" sagði hann. Má segja að sá tími, sem valinn er til að gangast fyrir slíkri könnun komi ríkisstjórninni vel, því bráðabirgðalögin höfðu þá verið gefin út, en umræður á Alþingi og afgreiðsla málsins þar ekki hafin“. Eiður lauk máli sínu með því að segja að frumvarp þetta væri ófullburða og miðaði ein- göngu að því að tryggja núver- andi ríkisstjórn og ráðherrum áframhaldandi setu. Stefnt skal að, og í undirbúningi Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra tók því næst til máls. Hann sagði sína skoðun, að 1. marz bæri að halda 1% vöxtum og fullri verðtryggingu. Þá svar- aði hann fyrirspurnum frá Kjart- ani Jóhannssyni og sagðist telja það dirfsku af hans hendi að líkja ráðstöfununum við uppbótakerfið sem afnumið var 1960. Þá sagði hann að skv. nýjum upplýsingum Þjóðhagsstofnunar væri hagnað- ur af sjávarútveginum um þessi mánaðarmót 8 Vz%, en hefði verið 5Vi% um áramót. Þá svaraði hann fyrirspurn frá Eiði Guðna- syni og sagði viðræður við.aðila vinnumarkaðarins í undirbúningi og myndu þær fara í gang fljótlega. Um vaxtalækkun sagði hann að stefnt yrði að vaxtalækk- un 1. marz, en tillögur frá Seðlabankanum sem borist hefðu fjölluðu aðeins um verðtryggða reikninga. „Það tekur tíma að afla upplýsinga um stöðu skammtímalána húsbyggjenda en nú þegar er sú söfnun hafin hjá bönkum og lánastofnunum" svar- aði hann fyrirspurn um aðgerðir í þeim efnum. Um innkaup í stór- um stíl og ummæli Eiðs Guðna- sonar um að það væri glamur eitt sagði ráðherrann að vitað væri að unnt sé að gera innkaup í stórum stíl og innkaupum til landsins væri ekki alltaf hagað á sem hagkvæmastan hátt. Þar kæmi inn í núverandi álagningarprós- enta o.fl. Kjartan Jóhannsson (S) las upp úr efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar og sagðist telja að gengið væri út frá því að geng- isskráning yrði röng. Er Kjartan lauk máli sínu og gekk úr ræðu- stól varpaði forsætisráðherra til hans eftirfarandi spurningu: „Telur háttvirtur þingmaður að gengið sé rangt skráð núna?“ Kjartan svaraði: „Ég var ekki að leggja á það mat, aðeins að túlka stefnu ríkisstjórnarinnar.“ I lok umræðnanna síðdegis í gær tók Eyjólfur Konráð á ný til máls og gerði að umtalsefni lélega mætingu stórnarliða á fundum Ed. þann daginn. Hann þakkaði einnig tilraunir forsætis- ráðherra til svara. Eiður Guðna- son tók síðastur til máls og tók undir orð Eyjólfs og benti á að forsætisráðherra hefði aldrei svarað nema hluta af spurning- um hans. Var síðan gengið til atkvæða um frumvarpið og samþykkt með 16 shlj. atkv. að vísa málinu til 2. umr. og jafnmörgum atkv. að vísa því til fjárhags- og viðskipta- nefndar Ed. Reynir á viljann til samstarfs Salomr Þorkelsdóttir (S) minnti á tilraunir Geirs Hall- grímssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, til myndunar þjóð- stjóraar í desembermánuði sl., til að ná sem breiðustum samstöðu- ramma um nauðsynlegar efna- hagsaðgerðir. Salóme sagði sjálfstæðismenn geta tekið heilshugar undir þau markmið að draga úr víxlverkun- um verðlags og launa, hemja verðbólgu og skapa forsendur fyrír stöðugu gengi. En það frumvarp, sem hér væri til um- fjöllunar, fæli í sér ýmis atriði, sem væru athugunarverð. Akvæðið um verðstöðvun væri Ld. vart marktækt með hliðsjón af tíu ára reynslu, þar sem ríkisvaldið úthlutaði verðhækk- unum eftir geðj ótta. Kaupskerð- ingarákvæði laganna væru og íhugunarverð, ekki sízt fyrir af- stöðu málsvara ríkisstjórnarinn- ar í verkalýðsforystunni. Blekið væri varla þornað á samningum BSRB og ASÍ þegar þeir væru ógiltir með þessari vísitöluskerð- ingu. Hinsvegar vantaði sam- bærilega tryggingu varðandi hag hinna lægst launuðu og áður hefðu fylgt verðbótabreytingu. SVEFNHG í geysimiklu úrvali Einnig geysigott úrval af alls konar húsgögn- um af ýmsum geröum. KM- húsgögn, Langholtsvegi 111, sími 37010 - 37144.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.