Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 35 Davíð Sigurðsson forstjóri — Minning Davíð Sigurðsson forstjóri er látinn langt fyrir aidur fram. Hann andaðist í Landspítalanum að kvöldi laugardagsins 24. janúar sl. Davíð var Húnvetningur, fædd- ur 26. nóvember 1919 í Syðsta- Hvammi á Vatnsnesi í V-Húna- vatnssýslu, og því aðeins 61 árs að aldri er hann lést. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Davíðssonar, kaupmanns á Hvammstanga, og Margrétar Halldórsdóttur, sem lifir nú son sinn í hárri elli. Davíð stundaði nám við hér- aðsskólann að Reykjum pg lauk íþróttakennaraprófi frá íþrótta- skólanum á Laugarvatni vorið 1939. Næstu ár starfaði hann sem íþróttakennari á ýmsum stöðum á landinu, lengst af hjá íþrótta- félagi Reykjavíkur, auk þess sem hann var við framhaldsnám á Norðurlöndum. Davíð stjórnaði úrvalsflokki karla úr Reykjavík á fimleikasýningu við stofnun lýð- veldisins 1944. Hann var sæmdur gullmerki íþróttafélags Reykja- víkur fyrir störf sín í þágu félags- ins. Snemma haslaði Davíð Sigurðs- son sér völl í viðskiptalífi Reykja- víkur. Hann varð fyrstur manna til að setja á stofn bifreiðasölu með notaðar bifreiðar. Síðar stofnaði hann Fiat-umboðið Davíð Sigurðsson hf. og stjórnaði því fyrirtæki meðan heilsan leyfði. Hann var ætíð mjög vinnusamur, hugmyndaríkur og áræðinn í viðskiptum og vegnaði því vel í starfi. Davíð var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóna Ingimarsdótt- ir. Þau eignuðust þrjá syni, en þeir voru: Sigurður Már, Ingimar Örn og Karl. Þau Davíð og Jóna skildu. Eftirlifandi kona Davíðs er Anna Einarsdóttir, dóttir Einars Tómassonar kolakaupmanns og Ragnhildar Jónsdóttur konu hans, sem bæði eru látin. Var ætíð einstaklega kært með Davíð og tengdaforeldrum hans, og fóru þeir iðulega saman, Davíð og Einar, til laxveiða, sem var sam- eiginlegt áhugamál beggja. Synir Davíðs og Önnu eru Davíð, Einar Orri, Jóhannes Ingi, Ragnar og Jón Halldór. Einnig ólust upp hjá þeim Hendrik og Þórður SKúla- synir, synir Önnu af fyrra hjóna- bandi. Reyndist Davíð þeim ávallt sem besti faðir. Davíð Sigurðsson var glæsi- menni, ávallt glaður og reifur og höfðingi heim að sækja. Á undir- ritaður ánægjulegar endurminn- ingar frá heimsóknum til þeirra Davíðs og frú Önnu. Hinn 15. júlí 1973 varð það hörmulega slys að tveir elstu synir Davíðs, Sigurður og Ingimar, og eiginkonur þeirra létu lífið í flug- slysi, er flugvél þeirra fórst á leið til Þórshafnar til að sækja heim ömmu þeirra bræðra á áttræðisaf- mæli hennar. Tveim mánuðum síðar varð Davíð fyrir heilsufarslegu áfalli og varð hann aldrei samur maður eftir það. Þó hélt hann áfram að starfa við stjórn fyrirtækis síns eins lengi og hann megnaði. Við hjónin sendum frú Önnu og sonum Davíðs, háaldraðri móður og systkinum innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Davíðs Sig- urðssonar. Björn Helgason Kynni okkar Davíðs Sigurðsson- ar voru stutt, alltof stutt. Þó nógu löng til þess að ég fékk að kynnast óvenjulegum manni sem með óþrjótandi dugnaði, útsjónarsemi og framsýni hafði brotist áfram gegnum lífið af eigin rammleik, kynnst flestum hliðum mannlífs- ins, björtum og dimmum. Er ég kynntist Davíð hafði hann orðið fyrir áfalli, eða öllu heldur áföll- um, á besta aldri. Áföllum sem hann átti bágt með að sætta sig við, svo kappsfullur sem hann var. Mér hlotnaðist sú ánægja að kynnast syni hans, Ingimari, ' vegna sameiginlegs áhugamáls, flugsins. Við Ingimar áttum ánægjulegar samverustundir við flugnám og flug, löngu áður en ég kynntist föður hans, en okkar kynni hófust er börn okkar felldu hugi saman og hófu búskap. Hvort sá hörmulegi atburður er Ingimar og Sigríður bróðir hans fórust í flugslysi, ásamt eiginkonum, var orsök þess að Davíð hlaut það áfall er olli því að hann varð að styðjast við staf veit ég ekki en þannig kynntist ég honum fyrst. Þessi fyrrum íþróttakennari, vél- hjólaknapi og umsvifamikli kaup- sýslumaður átti að sjálfsögðu erf- itt með að sætta sig við staf og stirt tungutak. En Davíð stóð ekki einn. Eiginkona hans, Anna, og synir þeirra studdu hann og stunduðu af alúð og mynduðu í sameiningu þá viðmótshlýju fjöl- skyldu sem ég kynntist við fyrstu heimsókn í Blikanesið. Heimilið bar stórhug og fram- takssemi fjölskyldunnar gott vitni, þangað var gott að koma og ég þakka Davíð þann hlýhug og þá velvild sem dóttir mín varð að- njótandi er hún sameinaðist fjöl- skyldunni. Baráttuvilji og þrek Davíðs voru aðdáunarverð. Hvern morgun, eld- snemma, var hann á fótum og ók gjarna út úr bænum til þess að njóta náttúrufegurðar og friðar, áður en hann hóf störf á skrifstofu sinni. ósjaldan mætti ég honum á leið í bæinn, er ég var á leið í vinnu. Með Davíð er fallinn maður sem íslenska þjóðin fær seint þakkað og aldrei verða hans líkir of margir í okkar litla þjóðfélagi. Hann reis úr fátækt til þess að stofna stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða, fyrirtæki sem veitti fjölda manns lifibrauð og fjöl- mörgum, sem annars hefðu ekki átt þess kost, að eignast ódýrt farartæki. Nafn Davíðs mun um ókomna framtíð tengjast Fíat, stærsta fyrirtæki Ítalíu, fyrirtæki sem efnahagur Italíu stendur og fellur með. Svona stórhuga var Davíð. Nú getur Davíð fleygt stafnum út í hafsauga og þegar ég kem yfir um höldum við áfram okkar ánægjulega rabbi um lífið og tilveruna. Ég trúi því statt og stöðugt að lífinu ljúki ekki við dauðann. Fari hann heill. Ásgeir Long Kveðja frá ÍR Við fráfall Davíðs Sigurðssonar rifjast upp þáttur hans í störfum fyrir íþróttafélag Reykjavíkur fyrr á árum. Þegar hann réðst til félagsins sem aðalkennari í fim- leikum haustið 1943, gat að lesa í „Þrótti" — blaði um íþróttir, sem IR gaf út, eftirfarandi: „Að þessu sinni tekur við fim- leikakennslu hjá félaginu ungur maður, Davíð Sigurðsson íþrótta- kennari, og tengir stjórn félagsins miklar vonir við starf hans í þágu félagsins. Davíð er ættaður frá Hvamms- tanga, sonur Sigurðar Davíðsson- ar, kaupmanns þar. Hann útskrif- aðist frá íþróttaskólanum að Laugarvatni vorið 1939 og hefur síðan stundað kennslu á vegum UMFÍ víða um land, en aðallega hefur starfssvið hans verið í Norður-Þingeyjarsýslu, og hefur hann hrundið þar af stað öflugu íþróttalífi, sem ekki var til áður en hann kom til skjalanna. Eins og áður er sagt, væntir stjórnin sér mikils af starfi hans í framtíðinni og vonar, að félagarnir styðji þennan unga mann í starfi sínu.“ Davíð brást ekki vonum IR- inga. Hann tókst á við verkefnið af miklum dugnaði, og dreif félag- ið í fremstu röð fimleikafélaga, eins og það hafði verið fyrst eftir stofnun þess 1907. Ungt fólk streymir að og fim- leikar voru stundaðir hjá félaginu á öllum aldri undir dugmikilli og ágætri stjórn hans. Strax og stríði lauk fór hann til framhaldsnáms til Svíþjóðar og var þar við nám um tíma, bæði árið 1946 og 1947. Fimleikaflokkar undir stjórn Davíðs sýndu víða um land, t.d. á Vestfjörðum 1943, í hópsýningu við stofnun lýðveldisins 1944 og víðar, eins og áður segir, allt til ársins 1949 að hann hvarf frá félaginu til annarra starfa. Hann tók aftur við starfi árið 1951 og nokkur ár þar á eftir var hann aðalfimleikakennari félagsins. Davíð var mikill kennari, stjórnsamur, hugmyndaríkur, driftugur og röskur við þessi störf. Hann eignaðist marga góða vini og kunningja á þessum árum og hélt tryggð við félagið svo lengi sem heilsa hans leyfði. Við ÍR-ingar söknum vinar í stað og sendum konu hans, Önnu, og eftirlifandi börnum og ættingj- um hlýjar samúðarkveðjur um leið og við þökkum starf hans og áhuga á málefnum félags okkar, þegar við nú kveðjum hann hinstu kveðju. Guð blessi minningu hans. Vp. Margrét Gunnars- dóttir — Minning Fædd 22. mars 1923. Dáin 25. janúar 1981. Margrét lézt á St. Jósefsspítala, Landakoti, 25. jan. sl. eftir langa baráttu við banvænan sjúkdóm. Útför hennar var gerð sl. föstudag í kyrrþey, að hennar eigin ósk. Margrét var fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir hjónanna Ingi- bjargar Einarsdóttur og Gunnars Brynjólfssonar, birgðavarðar hjá Vita- og hafnarmálastofnun ríkis- ins. Systkini hennar voru tvö, Brynjólfur og Helga, bæði látin. Árið 1948 giftist Margrét Jóni ólafssyni forstjóra, syni hjónanna Kristínar Guðmundsdóttur og ólafs Ólafssonar, skólastjóra á Þingeyri við Dýrafjörð. Jón dó langt um aldur fram árið 1962. Þau Margrét og Jón eignuðust þrjú börn, Ingibjörgu, Kristínu og ólaf Guðbjart. Margrét varð fyrir þeirri þungu raun að missa Ölaf einkason sinn, mikinn efnispilt, sem stundaði nám í Menntaskól- anum í Reykjavík. ólafur lézt í árslok 1975. Dæturnar Ingibjörg og Kristín lifa móður sína ásamt dætrabörn- unum fjórum, þeim Margréti, Ólafi Jóni og Helgu Sólveigu, börnum Ingibjargar og manns hennar Eiríks Orms Víglundsson- t Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUONI ERLENDUR SIGUR JÓNSSON, Hrísateig 15, lést á Laridakotsspítala laug- ardaginn 31. janúar. Ragnhildur Davíösdóttir og börn. ar og Ólafi Gunnari syni Kristín- ar. Margrét var ákaflega heimilis- rækin og lét sér mjög annt um uppeldi barna sinna, enda launuðu þau henni það ríkulega. Aðdáun- arvert var að sjá umönnun dætra hennar, sem vöktu yfir henni nótt og dag síðustu vikurnar. Eftir að dætrabörnin komu til sögunnar lét hún sér ekki síður annt um þau, enda voru þau sannkallaðir sólargeislar í lífi hennar. Skömmu eftir að Margrét varð ekkja, eða 1964 réðst hún til starfa hjá Rauða krossinum, en á þeim tíma höfðu RKÍ og Reykjavíkur- deild hans sameiginlega skrifstofu að Öldugötu 4 hér í borg. Starfs- mennirnir voru þá einungis tveir, framkvæmdastjórinn og Margrét. Það hlóðustu óhjákvæmilega mik- il störf á þau, þar eð Rauða kross starfsemin var þá óðum að færast í aukana. Margrét starfaði sam- eiginlega fyrir RKÍ og Reykjavík- urdeildina allt til þess tíma að höfuðstöðvarnar voru fluttar að Nóatúni 21, en upp frá þeim tíma og allt til dauðadags veitti hún skrifstofu Reykjavíkurdeildarinn- ar að Öldugötu 4 forstöðu. Kynni okkar Margrétar hófust, þegar hún kom til starfa hjá Rauða krossinum, en á þeim árum átti ég sæti í stjórn RKI og Reykjavíkur- deildar. Nánast var samstarf okkar Margrétar á árunum 1971—1979, þegar ég var formaður Reykjavíkurdeildarinnar. Frá svo löngu samstarfi er vissulega margs að minnast og ánægjulegast, að það var jafnan mjög gott. Margrét fékk strax í upphafi mikinn áhuga á Rauða kross starfi og er það í sjálfu sér eðlilegt, því þess háttar störf eru mjög áhugavekjandi vegna fjölbreytni sinnar og víðtækra tengsla við marga og ólíka aðila. Miklar mannaferðir á skrifstofuna áttu mjög vel við Margréti, því hún átti auðvelt með að blanda geði við fólk. Af þeim störfum, sem hún vann fyrir RKÍ voru þau vafalaust umfangsmest, sem hún innti af hendi vegna hjálparstarfs Rauða krossins í sambandi við gosið í Heimaey árið 1973. Fyrirvaralaust og að sjálfsögðu án undirbúnings hlóðust á Rauða krossinn óhemju störf, sem stjórnendur hans, ótal- inn fjöldi sjálfboðaliða, og skrif- stofufólkið sá um að leysa af hendi. Vinnutíminn var þá ómæld- ur hjá flestum og um hefðbundinn skrifstofutíma var ekki að ræða. Það er erfitt að segja um hvaða störf voru henni kærust, af þeim sem hún vann fyrir Reykjavíkur- deildina. Að sjúkraflutningarnir væru í góðu lagi var henni, ekki síður en stjórn deildarinnar, mikið áhugamál. Sjúkraflutningar eru elzta Rauða kross-verkefnið og umfang þeirra má marka af því að bílar Reykjavíkurdeildarinnar sjá um sjúkraflutninga nær helmings ailra landsmanna. Við þessi störf lagði hún mikla alúð. Þó held ég að störfin í þágu sumardvalar- heimilanna fyrir Reykjavíkurborg hafi verið henni einna hjartfólgn- ust. Upphaf þessa starfs má rekja allt til stríðsáranna síöari, þegar stjórnvöld fólu Rauða krossinum að sjá um sumarvistun Reykjavík- urbarna utan höfuðborgarinnar vegna hættu af völdum ófriðarins. Þegar stríðinu lauk voru þessar sumardvalir orðnar svo vinsælar, að borgaryfirvöld fóru þess ein- dregið á leit, að Rauði krossinn héldi áfram starfrækstlu sumar- dvalarheimila og þá með styrk úr borgarsjóði. Reykjavíkurdeildin tók við þessu starfi þegar hún var stofnuð árið 1950 og hélt því áfram við miklar vinsældir allt til ársins 1978, lengst af í Laugarási í Biskupstungum og víðar, en mörg síðustu ár að Silungapolli. Starf- rækslu sumardvalarheimilanna lauk með nokkuð öðrum hætti en vænta mátti, þegar borgaryfirvöld ráðstöfuðu Silungapolli til ann- arra aðila fyrirvaralaust og án samráðs við stjórn deildarinnar. Þessi skjótu og óvæntu endalok á þjónustu Reykjavíkurdeildar í þágu borgarbarna urðu Margréti, ekki síður en stjórn deildarinnar, mikil vonbrigði. Segja má að svo mikill hafi verið áhugi Margrétar á þessu starfi, að hún hafi verið til taks að nóttu sem degi vegna barnaheimilanna. Við stofnun sérstakrar sjálf- boðaliðadeildar, kvennadeildar; innan Reykjavíkurdeildar RKI 1%6, færðist nýtt líf í deildina með nýjum verkefnum. Af stór- auknu starfi sjálfboðaliða leiddu aukin umsvif á skrifstofunni, enda henni ætlað að þjóna þeim. Þessi fjölbreytilegu störf og önnur, sem ótalin eru voru í umsjá Margrétar og í hennar verkahring. Fyrir allt þetta starf, sem Margrét hefur haft með höndum í rúman hálfan annan áratug, stendur Rauði krossinn í þakkarskuld við hana. Ég veit, að ég mæli ekki einung- is í nafni fyrri stjórna Reykjavík- urdeildar og RKÍ, heldur einnig núverandi stjórna, þegar ég flyt Margréti nú að leiðarlokum alúð- arþakkir fyrir langa og dygga þjónustu. Um leið og ég þakka vináttu og ágætt samstarf á liðnum árum, sendi ég dætrum hennar, dætra- börnum og öðrum aðstandendum innilega samúðarkveðju. Blessuð sé minning mætrar konu. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Með fráfalli frú Margrétar Gunnarsdóttur er sannarlega höggvið stórt skarð í Rauða kross íslands, en hún hafði unnið fyrir þann félagsskap undanfarin 16 ár og veitt forstöðu skrifstofu Reykjavíkurdeildar RKÍ síðustu árin. Fáir hafa reynst Kvennadeild- inni jafn traustur bakhjarl, sem Margrét, ailt frá stofnun deildar- innar til hinzta dags. Með henni er horfin ein af okkar beztu félagskonum, sem vann störf sín ætíð af mikilli prúð- mennsku, dugnaði og samvisku- semi og ótalin eru þau spor og sú vinna sem hún lagði af mörkum fyrir félagsskapinn. Margrét var ein af þeim konum, sem aldrei æðraðist við mótlæti og sorg, en þeir þættir örlaganna knúðu vissulega dyra hjá henni, hún varð að sjá á bak eiginmanni sínum, langt um aldur fram, og síðar ungum syni. Við minnumst Margrétar með söknuði og þakklæti fyrir hið mikla og óeigingjarna starf henn- ar, sem hún vann af mikilli kostgæfni, minnumst þægilegrar framkomu hennar og hlýtt bros hennar líður okkur seint úr minni. Við vottum börnum hennar, barnabörnum og öðrum ættingj- um okkar dýpstu samúð, og megi Guð styrkja þau í sorg þeirra. Kveðja frá Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.