Morgunblaðið - 03.02.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
Ekki að vænta breytinga
á ráðgjöf fiskifræðinga
ís hamlaði mælingum á loðnustofninum vestan Kolbeinseyjar
ÞESS er ekki að vænta að fiskifræðingar breyti tillotcum sínum
verulega frá því, sem þeir gerðu i október um veiði úr íslenzka
loðnustofninum i vetur. Siðustu vikur hafa fiskifræðingar mælt stærð
loðnustofnsins og sagði Hjálmar Vilhjálmsson i gær, að það sem þeir
hefðu séð i leiðangrinum, sem lauk á laugardag, væri það lítið
frábrugðið þvi, sem þeir hefðu vænzt að sjá miðað við mælinguna í
október, að ráðgjöfin breyttist sennilega ekki.
Hjálmar Vilhjálmsson var leið- — Vissulega var mjög bagalegt
angursstjóri á Bjarna Sæmunds- að geta ekki kannað svæðið frá
syni í þessum rannsóknum, en
Páll Reynisson, verkfræðingur,
um borð í Árna Friðrikssyni.
Kannað var svæðið út af Aust-
fjörðum, Norðausturlandi og aust-
anverðu Norðurlandi. Hins vegar
var ekki hægt að kanna svæðið
vestan Kolbeinseyjar að þessu
sinni vegna íss. Hjálmar sagði, að
eftir væri að bera niðurstöðurnar
saman og skoða þær í heild. Hins
vegar sagðist hann aldrei hafa séð
jafn vesældarlega göngu austur
fyrir landi og núna.
Um vestursvæðið hafði Hjálmar
þetta að segja:
vestanverðu Norðurlandi og úti af
Vestfjörðum, sagði Hjálmar. —
Mér finnst þó frekar ósennilegt að
inn á austursvæðið eigi eftir að
koma meiri loðna. Stundum hefur
loðna verið á vestara svæðinu, sem
síðan hefur gengið beint suður
með Vestfjörðum til Breiðafjarðar
og Faxaflóa. Ég hef reynt að halda
uppi spurnum um þetta svæði, en
vegna íss hefur lítil umferð verið
þarna og upplýsingar því af skorn-
um skammti. Það litla sem ég hef
þó fengið og kannski er hægt að
taka eitthvað mið af er því miður
neikvætt, sagði Hjálmar.
Umræður um vaxtafrádrátt á Alþingi:
Stjórnarsinnar vilja ekki
veita eins mikinn frá-
drátt og sjálfstæðismenn
BIRGIR ísleifur Gunnarsson spurði um það utan dagskrár í neðri
deild Alþingis í gær, hvort frumvarp hans og Halldórs Blöndal um
rýmkun vaxtaírádráttar við skattálagningu 1981 myndi ekki senn fá
afgreiðslu frá fjárhagsnefnd svo þinginu gæfist kostur á að taka
afstöðu til þess. Vitnaði hann til þcss að fjármálaráðherra hefði mælt
fyrir frumvarpi sama efnis i efri deiid, sem gengur mun skemmra, og
lagt áherzlu á að það fengist afgreitt áður en framtalsfresti lýkur 10.
febrúar nk.
Halldór Ásgrímsson, formaður
viðkomandi þingnefndar, sagði
það sitt mat að ekki kæmi til
greina að ganga það langt í
vaxtafrádrætti sem þingmenn
Sjálfstæðisflokksins legðu til.
Hinsvegar kæmi til greina að
hækka hámark vaxtafrádráttar
frá því sem nú væri og lengja
þann tíma frá kaupum eða bygg-
ingu, sem vaxtafrádráttur væri
miðaður við, þ.e í 2 ár frá kaupum
og 4 ár frá því bygging hefst
Halldór Ásgrímsson sagði að þessi
mál væru nú í athugun og undir-
búningi „og stefnt að því að
niðurstaða fáist innan stjórnar-
flokkanna í þessari víku".
Frumvarp Halldórs og Birgis
miðast við vaxtafrádrátt 4. m.g.kr.
hjá einstaklingi en helmingi hærri
hjá hjónum. Stjórnarfrumvarpið
gerir ráð fyrir því, miðað við
skattvísitölu 145, verður hámark
vaxtafrádráttar 3,6 g.kr. hjá ein-
staklingi en 7,2 g.kr. hjá hjónum.
Allír borgarbúar í þessum
hverfum eru hvattir til að fjöl-
menna, en á fundinum munu
frummælendur flytja ræður um
borgarmálefni, en svara síðan
fyrirspurnum fundarmanna um
einstök mál, hvort heldur þau
MarkúH Örn
Antonmon
fjalla um borgarmálin í heild eða
einstök hvérfi eða götur.
Fundarstjóri í kvöld verður
Garðar Ingvarsson en fundarrit-
arar Hróbjartur Lúthersson og
Jóhannes Sigurðsson.
Krafla:
Engar breytingar á gufu-
streymi þrátt fyrir gosið
ENGAR hreytingar hafa orðið á
gufustreymi við Kröflu. þrátt
fyrir jarðhræringarnar siðustu
daga. Orkuframleiðsla virkjun-
arinnar er nú um 10 megawött og
hefur verið það undanfarinn
mánuð. samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem Mbl. fékk hjá Jóhanni
Haukssyni i Kröflu.
vel
15.
og
Hann sagði ennfremur að
hefði miðað með tengingu
holunnar, sem er sú nýjasta
vonir stæðu til að verkinu yrði
lokið í þessum mánuði. Hann
sagði að reiknað væri með að með
tilkomu tengingarinnar myndi
orkuframleiðsla Kröflu aukast um
2 megawött.
Aðspurður um það hvort farið
yrði aftur á næstunni til mælinga
og rannsókna á loðnustofninum
sagði Hjálmar, að samkvæmt
skipaáætlun Hafrannsóknastofn-
unar yrði ekki um slíkt að ræða.
Hann myndi þó leggja mikla
áherzlu á að svo yrði.
Ný fréttastofa á
Norðurlandi?
INGVAR Gislason menntamálaráö-
herra hefur skipað nefnd til að
kanna möguleika á rekstri frétta-
stofu á Norðurlandi er gæti hugs-
anlega þjónað bæði útvarpi og
sjónvarpi. Sagði ráðherra i samtali
við Mbl., að nefnd þessi væri
skipuð i framhaldi af ályktun
fjórðungsþings Norðlendinga um
þetta efni.
Fimm menn sitja í nefndinni. Frá
útvarpinu Andrés Björnsson út-
varpsstjóri og Vilhjálmur Hjálm-
arsson formaður útvarpsráðs, Krist-
inn Jóhannsson ritstjóri íslendings
og Hermann Sveinbjörnsson rit-
stjóri Dags og Knútur Hallsson
deildarstjóri í menntamálaráðu-
neytinu og er hann jafnframt for-
maður nefndarinnar. Ingvar Gísla-
son sagöi, að nefndinni væri ætlað
að kanna möguleika á rekstrar-
grundvelli slíkrar fréttastofu og
kostnað við hana og ætti hún að
geta þjónað bæði útvarpi og sjón-
varpi, hér gæti e.t.v. verið nánast
deild frá fréttastofunum syðra.
Annar hverfafundur sjálf-
stæðismanna í Sigtúni í kvöld
ANNAR hverfafundurinn af
fimm sem borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins efna til í hverfum
Reykjavikur i vikunni, verður í
kvöld í veitingahúsinu Sigtúni,
efri hæð. Fundurinn er fyrir íbúa
Laugarness, Fossvogs og Lang-
holtshverfis, og Smáibúða- og
Bústaðahverfis. Ræðumenn á
fundinum í kvöld verða þeir
Davíð Oddsson og Markús
Antonsson.
Kötlufellsmálið:
Gert að sæta
geðrannsókn
Á LAUGARDAG kom fyrir Saka-
dóm Reykjavikur Björg Benja-
minsdóttir, sem viðurkennt hefur,
að hafa hellt benzini yfir eigin-
mann sinn, Sigfús Steingrimsson,
og síðan borið eld að með þeim
afleiðingum að hann lézt. Björg
staðfesti fyrir dómi skýrslu, sem
hún hafði gefið hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins. í dómshaldinu
gerði RLR kröfu um að Björg
skuli sæta geðrannsókn mcðan
hún situr í gæzluvarðhaldi. Rann-
sókn málsins er haldið áfram.
„Þú og ég“ — Helga Möller og Jóhann Helgason.
Skífur með „Þú og ég“
gefnar út í Svíþjóð,
Grikklandi og Japan
ÝMSIR islenzkir tónlistarmenn hafa á undanförnum árum reynt
að komast inn á alþjóðlegan markað, en árangurinn verið
misjafn. Nú virðist þessi draumur vera að rætast hjá söngvurun-
um Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni eða öðru nafni „Þú og
ég“. Fyrir nokkru undirritaði umboðsmaður þeirra, Steinar
Berg, samninga við fyrirtæki erlendis um útgáfu á hljómplötum
með þeim á þessu ári. Sérstaklega er athyglisverður samningur ,
sem gerður hefur verið við Japani, en þar í landi verður lögð
mikil áherzla á að auglýsa þau upp og gera Japanir sér vonir um
að skifur með „Þú og ég“ seljist i hundruðum þúsunda i Japan á
þessu ári.
Steinar Berg sagði í samtali
við Mbl. í gær að nú í lok febrúar
kæmi út í Svíþjóð tveggja laga
plata með þeim Jóhanni og
Helgu og verður henni dreift um
öll Norðurlönd. Á plötunni verð-
ur lagið „í Reykjavíkurborg" og
heitir það „My Hometown" á
ensku. Það er fyrirtækið CBS,
sem gefur plötuna út og dreifir
um Norðurlönd og líklegt er að
platan verði einnig gefin út í
Þýzkalandi í vor. Þá er ákveðið
að gefa út breiðskífur með „Þú
og ég“ í Grikklandi í vor.
í Japan kemur út plata með
þeim tvímenningunum 21. júlí og
verður það tveggja laga plata.
Tvær litiar plötur verða gefnar
út síðar á árinu og ein stór
hljómplata. Að þessum hljóm-
plötuútgáfum standa fyrirtækin
Epic-Sony og Pacific. Kvik-
myndatökumenn koma hingað
til lands frá Japan í vor til að
mynda Jóhann og Helgu í ís-
lenzku umhverfi. Þau halda síð-
an til Japan í júlímánuði og
verða þar í landi er fyrsta
tveggja laga platan kemur út.
Að sögn Steinars velja fyrr-
nefnd japönsk fyrirtæki á hverju
ári út einhverja tónlistarmenn,
sem þau hafa trú á og kosta
miklu til við að auglýsa þá upp. í
fyrra voru Nolans-systur í hlut-
verki „Þú og ég“ og seldust
milljón eintök af tveggja laga
plötu þeirra og 300 þúsund
stykki af stórri skífu með þeim
systrum.
Rafmagnsneytendur RR:
3 milljarðar í jöfnunargjald
og 3,7 milljarðar í söluskatt
NEYTENDUR Rafmagnsveitu Reykjavíkur greiða á þessu ári
rúma 3 milljarða g.króna i verðjöfnunargjald á rafmagnsnotkun
sina. Einnig greiða þeir i sölugjald á árinu 3,7 milljarðar króna svo
sem sjá má í fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar. Þetta leggst ofan
á rafmágnsverð hjá notendum i Reykjavik, Kópavogi, Seltjarnar-
nesi, Garðabæ, Mosfellshreppi og Kjalarnesi, en aðrar rafveitur
greiða sömu prósentutölu eða 19% í jöfnunargjald, nema til
húshitunar. Á henni er ekkert jöfnunargjald. Jöfnunargjaldið
gengur 80% til Rafmagnsveitna rikisins og 20% til Orkubús
Vestfjarða til niðurgreiðslu á rafmagni hjá þessum aðilum.
Rafmagnsveiturnar eru sem kunnugt er með mikla húshitun.
Soluskatturinn af rafmagninu rennur aftur á móti í ríkissjóð.
Þá má geta þess að framlag Við lokun Járnblendiverksmiðj-
Reykvíkinga vegna eignaraðildar unnar í kjölfar erfiðleika í vatns-
að Landsvirkjun er í ár til virkj-
unar við Hrauneyjafoss 351 millj-
ónir kr. og að auki hlutdeild í
jafnmiklu framlagi á móti frá
ríkinu. Til virkjana Landsvirkjun-
ar hafa eignaraðilar lagt fram
árlega fé um langan tíma. Hlutur
þeirra þar af skattfé til Reykja-
víkurborgar og ríkisins er um
75%.
búskap á hálendinu, hefur Raf-
magnsveitu Reykjavíkur nú verið
boðin raforka, sem við það losnar
fyrir hærra verð og er það nú til
umræðu í borgarráði. En auka-
kostnaður Rafmagnsveitu Reykja-
víkur af því nemur þá 1,2 milljörð-
um króna. Að því er Aðalsteinn
Guðjonsen, rafmagnsveitustjóri
tjáði Mbl. er líklegt að því boði
verði tekið. Það sé skárri kostur
en rafmagnsskömmtun. Annað
hvort verði að taka það eða
skammta rafmagn.
Kvaðst Aðalsteinn ekki vita
hvernig því yrði mætt. Rafmagns-
veita Reykjavíkur hefði í raun
enga hækkun fengið frá því 1 ágúst
1979, því hækkanir hefðu tæplega
vegið á móti hækkunum frá heild-
salanum Landsvirkjun, en RR
ekkert fengið til að mæta hækkun-
um í verðbólgunni. Beiðni hefði
legið um 28% verðhækkun 1.
febrúar, en af þeim 10% sem
afgreidd voru sem hækkun af
ríkisstjórninni fyrir áramótin
kæmi aðeins 2,2% í hlut Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Sjái
hann ekki fram á hvernig eigi að
mæta aukahækkuninni á raforku-
kaupum ef ekki fáist hækkun á
gjaldskrá á móti.