Morgunblaðið - 07.02.1981, Side 11

Morgunblaðið - 07.02.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRUAR 1981 11 Bðkmenntir eftir Friðrik Friðriksson til koma, eins og Andrew Gilchrist segir frá í bókinni Þorskastrið og hvernig á að tapa þeim. Heimildagildi ísiands i skugga heimsvaldastefnunnar er því lítið, og ekki verður hún talin í hópi stórverka. En sitt hvað má af henni læra.' Við sjáum, að upp- hlaup sósíalista af ýmsu tilefni voru þá með sama hætti og nú. Þá var básúnast út af oliuauðhring- um og sölusamtökum, en nú út af stóriðjuverum og olíutönkum. Að- ur var það Unilever, nú er það Alusuisse. Tiigangurinn helgar tækið, en hann er sá að ala á öfund, óánægju og samsæriskenn- ingum, enda eru það ær og kýr og kjósendur sósíalista. Óhreinskilni Einars er mikil. Hann nefnir ekki, að meginskýr- ingin á fjandskap íslenskra sósíal- ista við hernám Breta var, að Stalín var þá í bandalagi við Hitler. Sósíalistar fögnuðu inn- limun mikils hluta Póllands i Ráðstjórnarríkin, en eftir að Hitl- er réðst á Ráðstjórnarríkin, breyttist þessi afstaða sósíalista fyrst. Utanríkisstefna Einars hef- ur alltaf verið á þann veg, sem Kremlverjum hentaði. Einar vitn- ar í Halldór Laxness, en nefnir ekki, að Halldór snerist síðar gegn þeim málstað, sem Einar trúir á. Hann blygðast sín ekki fyrir afstöðu íslenskra sósíalista í Finnlandsstyrjöldinni, en þar studdu þeir Rússa, er þeir réðust inn í Finnland. Hann kallar það að styðja Finna „að lúffa inn í áróðursbyl afturhaldsins". Þessa umsögn fær Héðinn Valdimars- son, sem sagði sig úr Sósíalista- flokknum í mótmælaskyni við þessa afstöðu. se t3 Það má einnig minnast á frásögn Einars af aðdragandanum að stofnun Atlantshafsbandalags- ins. Eins og vænta mátti var hér einungis um skref að ræða í útþenslustefnu Bandaríkjanna, en hvergi er getið um þær eindregnu óskir, sem komu frá banda- mönnum þeirra í Evrópu, sem urðu vitni að því, hvernig félagi Stalín lagði hvert ríkið af öðru undir sig eftir síðari heimsstyrj- öldina. Ekki er heldur minnst á, hve mikið þurfti til að sannfæra Bandaríkjamenn sjálfa um nauð- syn þess að hverfa frá einangrun- arstefnunni. Þrátt fyrir þessa annmarka á bókinni og marga fleiri ótalda, má segja það um Einar, að hann er haldinn hugsjónamóði, sem sjaldgæft er að sjá meðal stjórn- málamanna. Ef reynt er að meta, hvern dóm bókin fær i sögunni, er augljóst, að um margt af því, sem Einar hefur þrástagast á, hefur sagan þegar kveðið upp sinn dóm. Má þar nefna heiilavænlegar ákvarðanir á sviði utanríkismála okkar á hættu timum. Ennfremur hefur sagan kveðið upp sinn dóm um stjórnar- ár Stalíns, um það skeytir Einar engu. Fyrir Alþýðubandalagið er þetta þvi óheppileg bók, sem minnir óþægilega á stalíníska fortíð þess, sem það hefur aldrei gert upp við fremur en frambjóð- andi þess og sögumaður í þessari bók, en hann hafði þessi frægu orð um fjöldamorðingjann Stalín i Þjóðviljanum 7. mars 1953: „Hann var til síðustu stundar sami góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu öðru, eins og þá er hann fyrst hóf störf." Allir þessir vin- ir í varpanum tyrsta kafla, Lagt úr hlaði, segir hann ögn frá tilurð bókarinnar og virðist sem hann hafi skrifað hana til að byrja með í smábrotum, en unnið síðan kaflana saman og úr hefur fengist harla heilleg mynd. Þetta er ákaflega fróðleg bók fyrir yngra fólk sem þekkir það mannlíf sem þarna er lýst ekki nema af afspurn og af bókum af þessu tagi (reyndar eru þær orðnar býsna margar). Höfundur er velviljaður út í samferðamenn sína og þótt hann hafi ýmsar meiningar fer hann vel og hófsamlega með framsetningu þeirra. Það er heldur ekki að efa að ýmsir samtímamenn Jóns Gísla Högnasonar sem koma við sögu í Jón Gísli Ilögnason: bókinni hljóta að hafa gaman að Vinir i Varpa - Æskudagar. Pessarl En fyrir utan að vera Útg. Bókaforlag Odds Björnsson- löng og mlkl1 og fremur seinlesin, ar 1980. Hér er á ferðinni mikil og þykk bók, á yfir fjögur hundruð blaðsíð- um, segir Gísli á Læk eins og segir á kápusíðu að hann sé jafnan nefndur frá æsku sinni og upp- vaxtarárum á fyrstu áratugum aldarinnar. Ekki veit ég hvort höfundur hyggst skrifa fleiri endurminningabækur, alténd er megin áherzlan í bókinni frásögn æskuára hans. Jón Gisli Högnason er svo sem ekki sérlega aldurhnig- inn, hann er fæddur 1907 og samt hefur hann auðvitað lifað tímana tvenna eða þrenna, hann upplifði torfbæi og frumstæð uppvaxtar- kjör og með ótrúlegum hraða hefur hann síðan borizt með straumnum inn í tæknivædda örtölvuöld, þar sem spurningin er um, hvort maðurinn hafi nema takmörkuðu hlutverki að gegna. Bókinni er skipt í marga kafla og er að því leyti aðgengileg. í Bókmennlir eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR þokkalega læsileg og allt það, hvert er þá í raun og veru erindi hennar, annað en að leyfa höfundi að láta gamminn geysa. Það er kannski alveg réttlætanlegt út af fyrir sig. En ég get ekki varizt þeirri tilhugsun að mál sé að linni bókum af þessu tagi nema þær séu svo listilega gerðar, að það eitt réttlæti að þær séu skrifaðar, hvað þá heldur útgefnar. Bókina prýða margar myndir af persónum sem koma við sögu og það eykur gildi hennar að ágæt nafnaskrá fylgir. Nlyndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Hálsmen og armband eftir Melaine Oudemans. Hollenzkt skart Það skortir ekki kunnáttuna hjá hollenzka listiðnaðarfólkinu, sem gert hefur gripina, sem undanfarið hafa verið til sýnis í vestri gangi Kjarvalsstaða og verða til miðs mánaðarins. Hol- lenzkt skart á þetta að nefnast en væri ekki öllu frekar hægt að álíta, að hér sé á ferðinni hrein skúlptúrlist? Það er a.m.k. í meira lagi torskilið að nokkrar kvenverur af holdi og blóði girnist að bera suma gripina dags daglega. Þótt munirnir séu margir hverjir hin mesta hátíð fyrir augað, geta þeir um leið minnt á pyndingartól frá dögum rannsóknarréttarins en slík voru einnig ósjaldan listilega hönnuð og af ótrúlegri hugkvæmni. Allt í kringum þessa sýningu er frábær hönnun, jafnt trékist- urnar er geyma munina og flytja þá jafnframt land úr landi ásamt öðrum sýningargögnum, svo og sýningarskráin, sem er ein hin nútímalegasta sem sést hefur á þessum stað og er sem slík eigulegur kjörgripur fyrir iistafólk. Það er þannig allt fallegt og frábærilega gtæsilegt í kringum sýninguna, sennilega einum of fullkomið, auk þess sem mörgum hefur gengið illa aö tengja þessa muni hinu almenna hugtaki „skart“, — nema þá fyrir augað eitt. Enginn neitar þó að þetta er fortakslaust lista- og listiðn í háum gæðaflokki. Máski er hér öðru fremur um að ræða „arkitektóníska" til- raunastarfsemi í smíði skarts að ræða og ef svo er nær sýningin fyllilega tilgangi sínum. Hvað sem öðru líður er mikill fengur að því að fá sýninguna hingað og hún hlýtur að verða mörgum í faginu mikill og eftir- minnilegur lærdómur. Bragi Ásgeirsson. Leiðrétting I samtali við bæjarstjóra Siglu- fjarðar, Ingimund Einarsson, sem birtist í Morgunblaðinu síðastlið- inn miðvikudag og fjallaði um vatnsskort hjá Hitaveitu Siglu- fjarðar, var haft rangt eftir hon- um, að tvöfalt dreifikerfi yrði sennilega ekki fyrir valinu. Hann mun hafa sagt, að sá kostur kæmi fyllilega til greina. Morgunblaðið biðst hér með afsökunar á þessum mistökum. BORGARMÁLIN í BRENNIDEPLI Hverfafundir borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins Bakka- og Stekkjahverfi, Fella- og Hóla- hverfi, Skóga- og Seljahverfi verður í dag. Davíð Oddsson, Magnús L. Sveinsson og Markús Örn Antonsson flytja ræöur og svara fyrirspurnum fundargesta. Fundurinn veröur haldinn aö Seljabraut 54. og hefst kl. 14:00 Fundarstjóri: Hreiðar Jónsson, klæðskerameistari. Ritarar: Kristján Guðbjartsson, fulltrúi, Guömundur H. Sigmundsson, kaupmaöur. REYKVÍKINGAR! TÖKUM ÞÁTT í FUNDUM BORGARSTJÓRNARFLOKKSINS SELJABRAUT 54 — í DAG — KL. 14:00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.