Morgunblaðið - 07.02.1981, Side 17

Morgunblaðið - 07.02.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 17 Tafla 2. Áhrif öryKBÍsbeltanotkunar (3 points belts) i þróuðum londum (60 — 90% notkunarhlutfall). Meðaltal Dánartíðni í umferðarslysum lækkar 10-37% 25% Fækkun innlagna á sjúkrahús vegna umferðarslysa 19—29% 25% Alvarlegum meiðslum í umferðarslysum fækkar 18-44% 30% Fækkun veikindadaga vegna umferðarslysa 30% Proceedings of the Sixth Int. Conference of the Int. Association for Accident and Traffic Medicine, Melbourne, Australía 1977. Bilbelter. Rapport 2. Nordisk trafikksikkerhedsrád, Stockholm 1973. Tafla 3. Þjóðhagslegt tap vegna 1 árs vinnutaps. 1 árslaun, maí 1980. Byggingaverkamaður 490.000x12 ........Kr. 5.880.000.- 3 mán. (90 dagar) á Borgar- spítala, 90x79.600 .....................kr. 7.164.000.- 3 mán. á Grensásdeild 90x35.300 kr. 3.177.000,- Afgangur ársins (185 dagar) á Reykjalundi, 185x24.400 ..............kr. 4.514.000.- Þjóðhagslegt tap alls ..................kr. 20.735.000- Eirika Friðriksdóttir. hagfræðingur. 1979. Tafla 4. Áætluð afleiðing lögleiðingar á öryggisbeltum hér á landi. Dánar- og slysatíðni Dánar- og slysatíðni Samkv. Úppl. ef öryggisbelti hefðu Umferðarráðs 1977—’78 Meiriháttar slys 610 Dánir 64 Árangur fer að verulegu leyti eftir notkunarhlutfalli öryggisbelta. verið lögleidd 1976. 1977-78 342-500 40-58 Þróun umferðarslysa á árunum 1978—1980 Eins og fram kom í nefndri bók virðist heldur hafa dregið úr umferðarslysafaraldri á árinu 1979, ef á heildina er litið. Samskonar þróun hefur einnig orðið í nágrannalöndunum en mun örari en hér, sjá töflu 1. Tafla 5. Dánar- og slysatiðni á íslandi i umferðarslysum 1976-1980 á 100.000 íbúa. Aldursdreifing látinna og slasaðra í umferð- arslysum á íslandi á 100.000 íbúa árið 1978. árunum 1976/77 — 1978/80. í mörgum aldursflokkum s.s. unglinga er aukningin yfir 30%. Ef síðan er eingöngu litið á bifreiðaslysin kemur eftirfarandi mynd fram: Tafla 6. Fjöldi látinna og slasaðra í umferðarslysum (í bifreið- um) á 100.000 íbúa 1977 - 78. i) 1977 1978 % ísland 161 233 + 44,7 Danmörk 198 205 + 3,5 Finnland 162 118 + 27,2 Noregur 207 199 + 3,9 Svíþjóð 181 177 + 2,2 1) 2) Aldur 1976/1977 1) 1978/1979/1980 2) Ljóst er af þessu að enn breikkar bilið milli íslands og hinna Norðurlandanna. Þróunin er óhagstæð fyrir fsland. 0-6 133 148 % +11,2 1) Transport arbeidet í Norden 1960—1990. Nordisk kommittée for Transport ekonomiskt forslag 7-14 207 276 +33,3 1980. 15-16 679 910 +34 Bent skal á að eftir 1977 er yfirleitt beitt sömu 17-20 645 856 +32,7 skilgreiningum við skráningu slysa á Norðurlöndum. 21-24 331 367 +10,8 Dánar og slysatiðni milli ára heíur i mörgum tilfellum 25-64 202 215 + 6,4 aukist um 30—40% en lækkað verulega á öðrum -65 190 188 + 1,0 norðurlöndum. 1) Meðaltal íbúafjölda miðað við árslok. 2) Miðað er við íbúafjölda í árslok 1979. Heimildir: Skýrslur Umferðarráðs. Hagtíðindi. Slysa- og dánartíðni hefur aukist verulega á íslandi frá Eítirmáli Nokkur gagnrýni hefur komið fram í grein eftir Kristin Helgason í Morgunblaðinu nýlega á samanburðartölum Aldursdreifing látinna á 100.000 íbúa í umferðarslysum á íslandi á árunum 1972—’74 og 1976-’78. Dánar og slysatíðni milli ára hefur í mörgum tilfcllum aukist um 30—40% en lækkað verulega á öðrum Norðurlöndum. yfir Norðurlönd. Var talið að valið hefði verið óheppiiegt slysaár fyrir ísland. Niðurstöður hér að framan benda til þess að erfitt sé að velja „heppilegt slysaár" fyrir ísland. Ég er sammála Kristni Helgasyni um að margar aðgerðir geta haft áhrif á umferðarslys. Baráttan gegn umferðarslysum markast af þeirri staðreynd að umferðin mótast af bílnum, veginum og bílstjóranum. Eitt er víst að á meðan við eyðum tíma og kröftum í umræður s.s. um sérstöðu íslands, frelsisskerð- ingu, óheppilegt slysaár, hvorumegin örfá prósentustig liggja, „óvinsælar pólitískar aðgerðir“, blæðir fólki út á götum og þjóðvegum íslands að óþörfu. — hefur fjöldi þjóða náð veigamiklum árangri í baráttunni gegn umferðarslysum með löggildingu öryggisbelta. Það er kominn tími til þess að við höldum okkur við aðalatriðið sem er að lækka verulega tíðni slysanna með því að feta í fótspor nágrannaþjóða og lögbinda öryggisbeltanotkun í bifreiðum hið bráðasta. Landlæknisembættið hefur fengið að gjöf kvikmynd um notkun öryggisbelta sem gerð er af Samvinnutrygg- ingum í Svíþjóð og sænsku Rikislögreglunni. Víða hafa verið haldnir fundir að undanförnu og m.a. þessi kvikmynd sýnd. Mikill meirihluti þeirra sem sótt hafa fundina eru hlynntir lögleiðingu öryggisbelta. Þessi kvikmynd verður nú send á heiisugæslustöðvar til sýningar. Áhersla er lögð á að Alþingi taki þetta mál til meðferðar svo skjótt sem auðið er eftir áramót. arðar gkr. 1978 sem má slumpa á að geti verið 75 milljarðar 1981. Sagt er, að útgerð og fiskvinnsla muni tapa meira en 20 milljörðum í ár með þeim efnahagsaðgerðum, sem verið er að framkvæma. Munurinn er sá, að barnabörn okkar Ómars Ragnarssonar eru búin að fá milli- færslulán i Englandi á gjalddaga 2016, sem á að duga í þetta tap. En annar iðnaður á víst bara að sjá um sig sjálfur. Ekki hefur frétzt um ensk lán handa honum. Enda ekki víst að menn, sem reikna með því að þurfa að endurgreiða lán, séu eins fúsir að taka lán og hinir ábyrgð- arlausu. Hvernig eigum við þá að fá áðurnefndan rekstrarreikning til þess að ganga upp? Þurrkum út afskriftir, þær eru hvort sem er einskonar þýfi frá alþýðu, að mér hefur skilist á Arnalds, þurrkum út hagnað sem er reyndar hverfandi, afléttum vaxtaokrinu, sem Lúðvík hefur talað um í sömu andrá og verðtryggingu sparifjár, þetta gengur samt ekki upp. Séu ekki launaliðirnir (og þarmeð tekjurnar líka) lækkaðir, þá fer iðnaðurinn á hausinn. Samdráttur er greinilega það eina sem við blasir. Samdráttur í iðnaði er því megininntak efna- hagsráðstafana ríkisstjórnarinnar. Vissulega viljum við innst inni styðja við viðleitni til þess.að hægja á verðbólgunni. En einhiiða verð- stöðvun á vísitölubrauð og annan iðnað leiðir ekki til minnkandi verðbólgu, aðeins tímabundinna sjónhverfinga í ætt við það þegar Sighvatur var að rétta við ríkis- kassann með því að hætta bara að borga úr honum. Aðeins markviss uppbyggingarstefna og þar með auknar tekjur munu færa okkur þann frið í sálina sem nægir til þess að slaka á spennunni. „Wohlstand fúr alle“ — efni fyrir alla, sagði Ludwig Erhardt, þegar hann mælti fyrir um það, hversu láta mætti efnahagsundur verða í Þýzkalandi. Og fólkið hlustaði á hann, en ekki á gífuryrðaflaum gáfumanna frá vinstri, sem þó var nóg framboð af, þar eins og hér. I stað þess að standa fyrir íslenzku efnahagsundri, virðist það ætla að verða sögulegt hlutverk Gunnars Thoroddsens, að skipta skorti milli landsmanna. Og sjálf- sagt fæst ekki liprari maður til þess. Samstarfsmenn hans virðast ekki hafa hugmyndir um að annars sé úrkosta, þó kannski Gunnar vilji annað sjálfur. Enginn verður hissa á því, að neitt annað komi frá Alþýðubanda- laginu en svartnættisafturhald og úrræðaleysi og verða seint framfar- ir í landinu með slíkan kredduflokk í stjórn. Og þeir hljóta að ráða ferðinni í hverri ríkisstjórn vegna ofstopa síns og þröngsýni. Á fram- sókn er sama hikið og venjulega, haltu mér, slepptu mér og opið í báða enda. Þokukenndar hugmynd- ir um verðstöðvanir og millifærslur virðast ráða þar ríkjum. Þeir eru komnir svo úr tengslum við upp- runa sinn í samvinnuhreyfingunni, að þeir heyra ekki til sinna manna þar, sem eru margir raunsæir viðskipta- og iðnaðarmenn. Enda hefur maður heyrt að allaballarnir hugsi sér til hreyfings á þeim miðum og sigla þar inn í tómið, sem framsókn lætur eftir sig. Verðstöðvunarhugsjón framsókn- armanna má líkja við klakastíflu í Þjórsá. Þrýstingur byggist upp fyrir ofan og vatnsskortur verður í virkjunum fyrir neðan. Síðan brest- ur stíflan og flóðbylgja ryðst fram og sópar með sér klakanum, sem ekki nýtist til framleiðslu. Vatns- magnið er það sama, aðeins nýttist það ekki vegna þess að við gátum ekki stjórnað rennslinu þannig að það væri stöðugt. En til þess að ná stöðugleika er öll okkar viðleitni. Óg flóðbylgjur geta sópað með sér hinum traustustu mannvirkjum. Enda getum við litið á óðaverðbólg- una, sem Ólafur og félagar færðu okkur 1971 og haldist hefur með litlum hvíldum síðan. Allan tímann hefur verið reynt að stífla og verðstöðvun í gildi á íslandi, einu Evrópulanda, enda eigum við Evr- ópumetið í verðbólgu. Og ekki er vafamál, að árangur hefði orðið meiri í lífskjarabaráttu lands- manna ef jafnar hefði farið fram. Og það versta við þetta allt er það, að við virðumst ekki geta breytt þessu. Við getum ekki hugs- að okkur neinar breytingar á þing- ræðisfyrirkomulagi okkar né víkja frá öðrum skandinavískum fyrir- myndum í stjórnarfari, þó svo að stjórnarskráin okkar hafi verið hugsuð til bráðabirgða á sínum tíma. Hinir færustu menn eru tilkvaddir til þess að gefa okkur nýja stjórnarskrá, en koma engu frá sér. Misvægi atkvæðisréttar er orðið svo hrikalegt að engu tali tekur. En engu fæst breytt að heldur, aðeins yfirborðslegt snakk á framboðsfundum. Enda láta þeir sem hafa völd ranglega þau ekki af hendi með góðu. Þingmenn dunda sér við að dorga í nefndum, bankaráðum og sjóðum til atkvæðaveiða fyrir sjálfa sig. Og lítil aðsókn er að verða á þing, þegar búið er að gera þingmanns- starfið að millilaunastarfi vegna einhverrar alþýðufeimni þing- manna sjálfra. Énda segir Svart- höfði Vísis, að þingið sé og muni fyllast af sendisveinum af þeim sökum, að þangað sæki enginn góður matvinnungur lengur. Dóms- vald, framkvæmdavald og löggjaf- arvald virðast því ætla að sjóða í sama pottinum áfram og sömu krumlurnar halda áfram að hræra í honum. Hvað viljum við? 10.000 manns hafa gert það upp við sig á sl. 4 árum að þetta verði svona áfram hér á landi og flutt brott. Með áframhaldi þessarar þróunar er Island að síga inn í myrkur einangrunar og alþýðu- bandalagsafturhalds, þó enn sé ekki risinn um það Berlínarmúr með vélbyssum og gaddavír, eins og skólabræður þeirra Svavars og Hjörleifs hafa til varnar sósíalism- anum í Austur-Þýzkalandi. Lýð- ræðisöfl á íslandi eru klofin eftir að kommum tókst að kljúfa Sjálfstæð- isflokkinn í herðar niður með at- fylgi framsóknar. En vera má að skamma stund verði hönd þeirra síðarnefndu höggi fegin. SIS og kaupfélögin munu líka verða að viðurkenna staðreyndir í rekstri. Og hvað verður eftir af framsókn ef þeir glata traustinu þar? Ætlar íslenzkur verkalýður að syngja hósíanna áfram við meira kauprán um leið og atvinnutækifærum fer fækkandi vegna þeirra móðuharð- inda af mannavöldum, sem hvít- flibbakommar og gáfumenn í Al- þýðubandalaginu virðast stefna til. (Éru ekki viðbrögð Arnalds við málaleitun múrara um vinnu við Víðishús í stað atvinnuleysisbóta dæmigerð?) Vantar okkur aðeins vilja til þess að sætta okkur við skort og afturhald eða er hægt að hafa vilja til annars? 4.02. 1981.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.