Morgunblaðið - 07.02.1981, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981
Séð yíir
hluta fundarins.
Ljósm. Mbl. Emilia.
Birgir Isl. Gunnarsson:
Efast ekki um úrslitin, ef Reykvík-
ingar vinna ötullega
fram til kosninga
— með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar
Þriðji hverfafundur borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna var haldinn í
Valhöll á miðvikudagskvöldið. Fundurinn var haldinn með íbúum Austurbæj-
ar, Norðurmýrar, Hlíða-, Holta- og Háaleitishverfis. Frummælendur á
fundinum voru þeir Davíð Oddsson oddviti borgarstjórnarflokksins og Birgir
ísleifur Gunnarsson fyrrum borgarstjóri.
Fundarstjóri var Jónas Elíasson prófessor, en fundarritarar voru þær
Sigríður Ásgeirsdóttir og Stella Magnúsdóttir.
I upphafi fundar ávarpaði fundarstjóri fundinn, bauð fundarmenn
velkomna og gaf síðan Davíð Oddssyni orðið.
NIKULAS
SVEINSSON
spurði um smíði nýrra
strætisvagna og hvort
kannað hefði verið að kaupa
sæti í vagnana úr sérstöku
harðplasti. Slík sæti væri
ekki hægt aö skemma eins
og venjuleg sæti. Einnig
spuröi hann um upphituð
strætisvagnaskýti.
A.
JÓN
GUÐMANNSSON
spurði um hvaö gerst hefði i
símaskrefamálinu. Þá
spuröi hann hvort rétt væri
að byrja ætti aö setja tækin
niöur í Reykjavik.
LOVÍSA
SIGURÐARDOTTIR
spurði hvað gera ætti viö
gamla Fram-völlinn.
Innansleikjur í lóðamálum
I ræðu sinni fjallaði Davíð um
borgarmál í víðu samhengi, ræddi
um stefnumið Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn og um stefnuleysi og
svik vinstri meirihlutans í borginni.
Davíð sagði m.a. í ræðunni að í
Reykjavík yrði að blómgast öflugt
atvinnulíf, til að það væri unnt
þyrfti að búa atvinnulífinu góð
skilyrði. Ekki hefði vinstri meiri-
hlutinn látið það til sín taka, enda
hefði hann aukið álögur á atvinnu-
reksturinn og einstaklingana, auk
þess sem engar líkur væru á því að
atvinnufyrirtæki gætu fengið lóðir í
borginni. Þá drap hann á að meiri-
hlutinn hefði látið hjá líða að
staðfesta Aðalskipulagið sem sam-
þykkt var árið 1977 og hefði það
lóðaskort í för með sér, bæði fyrir
einstaklinga og atvinnufyrirtæki.
Meirihlutinn reyndi að bjarga eigin
skinni í þessu máli með þvi að láta
byggja á opnum svæðum og íþrótta-
svæðum í borginni, slíkt væri
skammsýni og yrði framtíðin ekki
þakklát fyrir það. Ekki sagði Davíð
sjálfstæðismenn andvíga svokall-
aðri „Þéttingu byggðar" á öllum
sviðum^. Til dæmis mætti nefna
svæðið við Eyrarland í Fossvogi, en
þar höfðu sjálfstæðismenn hugsað
sér að byggja. Sagði hann „Þéttingu
byggðar" vera tómar innansleikjur í
lóðamálum. Aftur á móti væri vinnu
til undirbúnings nýrra byggingar-
svæða slegið á frest, slíkt væri
óverjandi.
Davíð sagði að við samþykkt
Aðalskipulagsins frá 1977 hefðu
Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur
og Framsóknarflokkur verið sam-
mála um skipulag þetta. Alþýðu-
bandalagið eitt hefði verið á móti og
þá aöeins á móti tilteknum atriðum
í skipulaginu. Þegar Alþýðubanda-
lagið hefði hins vegar komist í
meirihlutaaðstöðu ásamt hinum
flokkunum tveimur, hefði það kúgað
þá til hlýðni, enda væri Alþýðu-
bandalagið einrátt í skipulagsmál-
um borgarinnar, og raunar í borg-
armálum öllum.
Á fundinum sýndi Davíð lit-
skyggnur af ýmsum framkvæmdum
sem sjálfstæðismenn lögðu grunn-
inn að á sínum tíma. Þegar þessar
byggingar hefðu verið vígðar á
þessu kjörtímabili, hefði meirihlut-
inn gjarnan haldið blaðamanna-
fundi af því tilefni og látið lita svo
út að þetta væri þeim að þakka, og
léti þess jafnframt ógetið hver
frumkvæðið hefði átt.
1 lok máls síns sagðist Davíð
harma það að meirihlutinn hefði
ekki séð ástæðu til að halda fundi
með borgurunum, til að kynna þeim
borgarmál. Um þetta atriði væri
kveðið á í málefnasamningi meiri-
hlutans og það væri ekki fyrsta
loforðið sem meirihlutinn sviki.
Meirihlutinn íorðast
borgarbúa
Að máli Daviðs loknu tók til máls
Birgir Isl. Gunnarsson fyrrum borg-
arstjóri Reykjavíkur.
Hann sagði að fátt væri mikil-
vægara fyrir stjórnmálamenn, en að
hafa mikið og gott samstarf við
kjósendur sína. „Þetta á ekki síst við
á sviði sveitarstjórnarmála, en á
þeim vettvangi er fjallað um dagleg
vandamál fólksins í sveitarfélögun-
um. Slíkt samstarf var fastur liður í
starfi sjálfstæðismanna þegar við
höfðum meirihlutann í borgar-
stjórn, að halda reglulega fundi með
borgurunum, til að skynja hug
þeirra í hinum ýmsu málum og'fá
frá þeim leiðbeiningar um það
hvernig við ættum að haga okkur í
ýmsum málum. ,
Vinstri meirihlutinn í borginni
forðast hins vegar borgarbúa, þeir
virðast hræddir við að koma fram
fyrir • þá. Enda koma hvað eftir
annað upp mál í Reykjavík, jafnvel í
heilum hverfum, þar sem ekkert
hefur verið rætt við íbúana,“ sagði
Birgir ísleifur.
Birgir sagði að þegar borgarmál
væru rædd væri vissulega af nógu
að taka, en hann sagðist í ræðu
sinni mundu víkja fyrst að skipu-
lagsmálum, en síðan að öðru.
Glundroði — reynt að
fela ágreining
Birgir sagði að árið 1977 hefði
Aðalskipulag verið samþykkt í borg-
arstjórn Reykjavíkur, gerð skipu-
lagsins hefði verið mikið verk, „og
um það náðist samstaða á milli
Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks, en Alþýðu-
bandalagið var þar eitt á móti — þó
ekki nema afmörkuðum hlutum
skipulagsins". Eftir kosningar sagði
Birgir Álþýðubandalagið hafa feng-
ið yfirumsjón með skipulags- og
byggingamálum og því væri ásig-
komulag skipulagsmála í borginni
þeirra sök. Aðalskipulagið hefði
ekki verið nefnt á nafn í skipulags-
nefnd í heilt ár eftir að Álþýðu-
bandalagið komst þar í valdaað-
stöðu og taldi Birgir ástæðu þess
vera m.a. ágreining innan meiri-
hlutans um meðferð skipulagsmála,
Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur hefðu ekki strax verið til-
búnir til að kasta skipulaginu fyrir
róða. „Eftir þetta kom í ljós að
Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur höfðu ekki þrek til að
standa á sinni fyrri skoðun gegn
Alþýðubandalaginu. Þetta er dæmi
um glundroða í framkvæmd, þótt
ekki kæmi hann fyllilega upp á
yfirborðið. Glundroðinn lýsir sér í
því að ekki eru teknar ákvarðanir í
málum, málum er frestað til að fela
ágreininginn. Þetta gerðist í skipu-
lagsmálum," Sagði Birgir. Síðan
gagnrýndi hann afstöðuleysi sam-
starfsflokka Alþýðubandalagsins og
sagði að menn yrðu að slá striki
undir ákvarðanir sem búið vpæri að
taka, þó vissulega væri alltaf hægt
að endurskoða hluti í sífellu. „Vegna
eilífra endurskoðana hefur staðfest-
ing Aðalskipulagsins dregist úr
hömlu, enda verður engum lóðum
undir atvinnuhúsnæði úthlutað á
þessu kjörtímabili og hingað til
hefur aðeins verið úthlutað tveimur
lóðum, einni undir KRON og einni
undir SÍS,“ sagði Birgir.
Uppgjöí mcirihlutans
„í janúarmánuði árið 1980 var
samþykkt í borgarstjórn að endur-
skoða Aðalskipulagið, sem sam-
þykkt var í borgarstjórn árið 1977.
Við sjálfstæöismenn bentum á að
vonlaust væri að vinna svo mikið
starf eins og það á þremur mánuð-
um, en það var sá tími sem
meirihlutinn ætlaði sér til verksins.
Nú eru liðnir þrettán mánuðir frá
því að þessi samþykkt var gerð og
enn bólar ekkert á niðurstöðum
endurskoðunarinnar," sagði Birgir.
Birgir sagði að einhverjar óljósar
hugmyndir hefðu komið frá skipu-
lagsfrömuðum Alþýðubandalagsins
og samkvæmt hugmyndum þeirra
nú væri gert ráð fyrir því að
mannfjöldi ykist ekkert í Reykjavík
allt fram til aldamóta, á meðan
töluverð fjölgun yrði í nágranna-
sveitarfélögunum. Birgir sagði það
bera vott um uppgjöf meirihlutans,
að gera ekki ráð fyrir því að
Reykjavík yxi á meðan sveitarfélög-
in í kring væru í örum vexti.
„Reykjavík hefur misst allt of mikið
af fólki á undanförnum árum, um
1000 manns á ári. Þar af hafa 30%
flust til útlanda, 60% í nágranna-
sveitarfélögin og 10% út á land.
Þegar þessar tölur eru skoðaðar
verður að hafa í huga að náttúruleg
fólksfjölgun í borginni er 700 manns
á ári, þannig að bein fólksfækkun
hefur verið um 300 manns,“ sagði
Birgir ísleifur.
Lausnarorðið
„þétting byggðar44
Þessu næst vék Birgir orðum
sínum að nýjum byggingasvæðum
og varpaði fram þeirri spurningu
hvaða svæði lík egt væri að byggð
yrðu á næstunni Hann sagði að nú
væru uppi hugmyndir um«uppbygg-
ingu svæða í kringum Rauðavatn og
gat þess jafnframt að þessi svæði
væru enn undir vatnsvernd og ekki
væri líkiegt að henni yrði aflétt á
næstunni. „Þá eru tvö svæði tekin út
úr Aðalskipulaginu frá 1977 og þau
tekin til deiliskipulags. Þetta eru
svæðin á Ártúnsholti, sunnan bens-
ínstöðvar ESSO og svæði á Selási,
vetan Rauðavatns,“ sagði Birgir.
Siðan sagði hann að lóðaúthlutanir
árin ’79 og ’80 hefðu verið í algeru
lágmarki, og til að bjarga eigin
skinni hefði meirihlutinn fundið
upp lausnarorðið „Þétting byggðar".
Birgir sagði þéttinguna ekki gagn-
rýnisverða, ef ekki væri gengið of
langt. Síðan nefndi Birgir fimm
byggingasvæði þar sem „Þétting
byggðar" ætti að koma til. Það væru
svæðin í Öskjuhlíð og í Fossvogi við
Eyrarland og svæðið inn við Laug-
arás, en á þessum svæðum væru
sjálfstæðismenn hlynntir þétting-
unni — hefðu raunar haft áform um
að byggja þar. Hins vegar vildi
meirihlutinn ganga lengra og
byggja í Laugardalnum, vestan
Glæsibæjar og á milli Skeiðarvogs
og Miklubrautar, en þar vildu sjálf-
stæðismenn ekki byggja.
Kenna hver öðrum um
Þessu næst vék Birgir orðum
sínum að viðbrögðum þeirra meiri-
hlutamanna við skoðanakönnun
Dagblaðsins, en jafnframt sagði
hann að taka bæri skoðanakönnunni
með fyrirvara, vegna lítils úrtaks og
margra óákveðinna, en vissulega
gæfi niðurstaðan vissa vísbendingu.
Birgir sagði að það sem mætti lesa
út úr svörum oddvita flokkanna,
þeirra Sigurjóns Péturssonar,
Björgvins Guðmundssonar og
Kristjáns Benediktssonar, væri
vissulega athyglisvert. Forsvars-
maður Alþýðubandalagsins teldi
allt Alþýðuflokknum að kenna, Al-
þýðuflokksmaður segir að úrslitin
séu af og frá og Framsóknarmaður-
inn segi bara að hann sé „hissa“.
„Þetta er smjörþefurinn af því sem
koma skal,“ sagði Birgir. „Eg spái
því að glundroðinn sem falinn hefur
verið komi nú upp á yfirborðið, því
þeir hafa tilhneigingu til að kenna
hvor öðrum um. Forsvarsmenn
meirihlutans virtust sammála um
að niðurstöður könnunarinnar
hefðu verið ósanngjarnar," sagði
Birgir. Síðan vitnaði hann til um-
mæla þeirra Sigurjóns Péturssonar
og Björgvins Guðmundssonar í
blaðaviðtölum, en þar telja þeir það
upp sem þeir telja sig best hafa gert
í sinni meirihlutatíð í borgarstjórn.
„Sigurjón talar um opnara stjórn-
kerfi," sagði Birgir, „og að starfs-
menn hafi nú rétt til að sitja í
stjórnum fyrirtækja. Þetta er rétt,
en í tíð sjálfstæðismanna var tekið
upp mikið samstarf við starfsmenn
borgarinnar. Við höfum ákveðið að
efna til svokallaðra samráðsfunda,
þar sem hægt væri að taka upp
málin á víðum grundvelli," sagði
Birgir. Síðan sagði hann að í
blaðaviðtalinu teldi Sigurjón það
sér til tekna, að fulltrúar flokkanna
væru í ráðum og nefndum, í emb-
ættismanna stað. Birgir sagði að
árið 1974 hefðu sjálfstæðismenn
samþykkt þessa ráðstöfun og því
væri Sigurjón að telja annarra verk
sér til tekna.“ Þá segir í viðtalinu að
framkvæmdir við dagheimili hafi
aldrei verið meiri en í ár, 150 ný
pláss rísi á þessu ári. Þetta er sama