Morgunblaðið - 07.02.1981, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.02.1981, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 6. í frystihúsunum vinna fyrst og fremst húsmæður. Varla ætlast nokkur maður til þess að þær fari alfarið að hengja upp skreið. Ég hef hér á undan bent á nokkur atriði, sem sýna eiga fram á að ekki er hægt að setja allar greinar fiskvinnslu í einn pott og hræra í svo hagnaðurinn í einni grein fiskvinnslu jafni upp tapið á annarri. Er ekki mál að linni? Til þess að jafna aðstöðu hinna ýmsu greina fiskvinnslu er til sjóður, sem heitir Verðjöfnunarsjóður sjáv- arafurða. Þjóðarbúið hefur ávallt rænt þennan sjóð, um leið og eitt- hvað sem máli skiptir ér orðið til í honum. Er nú ekki mál að linni og sjóðurinn fái aðstöðu til þess að byggja sig svo upp, að hann geti sinnt hlutverki sínu? Meginniður- staðan er, að möguleikar frystihús- anna til þess að salta eða hengja upp fisk eru orðnir takmarkaðir. bað verður því ekki undan því vikist að tryggja þeim viðunandi starfsskilyrði. Hvað eru þá viðunandi starfsskil- yrði? Árin 1977—1979 er 0,3% hagn- aður á rekstri frystihúsa. Fiskvinnsl- an í heild er er þessi ár með 1,5% í hagnað. Þessar tölur eru samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Það er mögulegt að starfrækja í stuttan tíma fyrirtæki með slíka afkomu. Sérstaklega ef lán fást á lágum vöxtum, til þess að fjármagna verðbólguna og framkvæmdir að öðru leyti. Hér áður var nokkuð um að þetta var gert. Nú er þessu ekki til að dreifa lengur. Lán eru illfáanleg til slíkra hluta og ef þau fást eru þau með okurkjörum. Stöðug endurnýjuri þarf að eiga sér stað í fiskvinnslufyrirtækjum, svo hægt sé að nýta nýja tækni og aðlagast breyttum aðstæðum. Ég tel að a.m.k. 3% af veltu þurfi til slíkra hluta. Ætlast er til að fyrirtækin fjár- magni sjálf um 30% af verðmæti birgða. Sé meðalgeymslutími birgða 3 mánuðir, þarf í 50% verðbólgu um 4% af veltu til þess að geta þetta. Þessir liðir koma ekki fram sem gjaldaliðir í rekstri fyrirtækja, held- ur verður það þannig að fyrirtækin, sem ekki hafa haft fé til þessa undanfarin ár, safna lausaskuldum eða vanskilum í stofnlánasjóðum og bönkum, sem þessu nemur. Seint og um síðir koma síðan inn í reikninga fyrirtækja vextir af þessum skuldum. Það þarf því 7% hagnað til þess að halda í horfinu í rekstri fiskvinnslu- fyrirtækja og er þá ekki reiknað með skattgreiðslum. Þeir sem tala um að nægilegt sé að rekstur þessara fyrirtækja sé á „núlli", ættu að gera eitthvað annað en að fjalla um efnahagsmál. Þeir eru að segja að frystihús með 4 milljarða veltu eigi að safna vanskil- um, sem nema 280 milljónum á ári. Engin atvinnugrein hefur þurft að búa við jafn slæm rekstrarskilyrði og sjávarútvegurinn undanfarin sex ár. Þessi atvinnuvegur ber uppi gjald- eyristekjur þjóðarinnar og stenst enn samkeppni annarra þjóða á mörkuð- unum. Ég segi enn, því það verður varla lengi, ef rekstur þessara fyrir- tækja á í auknum mæli að lamast af fjárskorti vegna óviðunandi rekstr- arafkomu. Hér áður sagði ég að vanskil útgerðar og fiskvinnslu næmu 40—50 milljörðum gkr. Hefur nokkur hugs- að út í það hvað felst á bak við þessa tölu. Hve mikil vinna, erfiðleikar og vandræði, bæði hjá þeim sem skulda þessar upphæðir og eins hjá hinum sem eiga þetta fé inni hjá sjávarút- veginum. Ríkisstjórn hverra? Að lokum þetta: Afkoma sjávarútvegsins er óviðun- andi og hefur verið það undanfarin sex ár. Hin svokallaða raunvaxta- stefna, ásamt óðaverðbólgu og tap- rekstri veldur því að á undanförnum árum og sér í lagi 1980 hafa hlaðist upp vanskil. Ekki er hægt að breyta frystihúsi í skreiðarverkunarstöð. Margt fleira mætti upp telja, en ég held að ég ljúki þessari grein með því að fara fram á það við núverandi stjórnvöld, að þau sjái til þess, að sjávarútvegur- inn verði ekki meira og minna lamaður eins og raun var á 1980. Sama verður ekki sagt um afkomu Ríkissjóðs, Seðlabanka, viðskipta- banka og lánastofnana, svo sem Fiskveiðasjóðs og Byggðasjóðs. Eða er ríkisstjórnin e.t.v. ríkisstjórn þessara aðila. Ástæða er til að benda öllum sérstaklega á það að bera afkomu þessara aðila saman við afkomu sjávarútvegsins, sem ber þetta allt þó á herðum sér. Þegar afkoma þessara aðila er skoðuð, sést hvaða þrýstihópur er öflugastur í þessu landi. launa og verðbólgan hefur því komið mjög illa við almenning í landinu. Ástand efnahagsmála hefur því verið mjög bágborið. Þrátt fyrir það, þá eru vestrænir diplómatar sammála um, að engin sjáanleg merki valda- togstreitu hafi verið. Hins vegar er mjög deilt um fram- kvæmd einstakra þátta efna- hagsmála og í hve ríkum mæli skuli stefna að því, að lyfta TÍTÓ Enn hefur ekki borið á valdabaráttu að honum látnum hömlum af frjálsum atvinnu- rekstri. Eins og málum nú háttar, þá virðast þeir sem vilja lyfta ýmsum hömlum af frjálsum atvinnurekstri, hafa yfirhönd- ina. En menn eru engan veg- inn sammála: „Rekja má nú- verandi ástand efnahagsmála til veikrar og máttvana stjórn- ar hér í Belgrad," sagði Mitja Ribicic, einn af harðlínumönn- unum og áhrifamaður í flokknum. Hins vegar tekur Andrej Marinc, einnig áhrifamaður í flokknum, and- stæða afstöðu. Hann heldur því fram, að með því að lyfta hömlum af frjálsum atvinnu- rekstri, þá muni ástand efna- hagsmála lagast. En hve lengi Andrej og félagar hans hafa yfirhöndina er óráðin gáta. Víst er, að þeir verða að ráða niðurlögum verðbólgunnar ef stefna aukins frelsis í efna- hagsmálum á að eiga framtíð fyrir sér. (AP) Bragi Kristjónsson: Spjall um dagskrá útvarps og sjónvarps Það er skelfing notalegt að fá Magnús Bjarnfreðsson aftur á skerminn, skýrmæltan og stað- festulegan — í stað stífni og loðmullu hjá öðrum fréttaþulum sjónvarpsins. Þetta er líkt og fá afa gamla í heimsókn. Kannski þeir fari nú að tínast aftur af hinum pólitísku villigötum: Eið- ur, Ólafur R., kannski þeir séu fleiri? Sem fyrr eru hinir síbyljandi einokunarmiðlar, útvarp og sjónvarp, eitt allra vinsælasta rifrildisefnið, einkum í skamm- deginu, þegar landinn sýður sér ágreining úr ólíklegustu hráefn- um. En það er ekki víst að allir hafi gert sér grein fyrir hinu hagnýta, geðbætandi gildi, sem sjónvarpið hefur. Tveir atburðir síðustu 20 ára, hafa einkum orðið til þess að bæta geðræna heilsu þjóðarinnar: tilkoma sjónvarps, þarsem foringjar þjóðarinnar koma fram í lifandi líki með anda sinn, nef sín og tennur, eru til sýnis í lit eða svarthvítu og til síjafnrar um- fjöllunar meðal landsins barna. Fólk getur dáð þá eða skeytt skapi sínu á þeim í miklu ríkari mæli en fyrrum, þegar þeir voru aðeins uppstilltar, háleitar myndir í flokksgögnum. Og í öðru lagi er það tilkoma kvein- stafa- og aðfinnsludálka síðdeg- isblaðanna, einskonar niðurtaln- ing á Velvakanda, þarsem tekinn er til birtingar hverskyns and- legur og veraldlegur dægurboð- skapur frá hinum annars þögla, gráa massa, einskonar sálar- ventlar geðvonzkunnar í land- inu. Ótrúlegur munur er síðustu misserin á fréttamennsku hljóð- varpsins frá því áður var. Ýmsir sakna þó hinna gömlu daga, þegar fréttamennirnir sömdu og hlutvæddu fréttirnar sjálfir fyrir þul, en allur var sá texti nú tilþrifalítill og gætinn í orðalagi. Nú fer vaxandi, að fréttamenn flytji sjálfir fréttapistla, oft með viðtalsívafi, allt eftir hinum al- kunnu skandinavisku og ensku fyrirmyndum. Með þessu hefur fréttamennska hljóðvarpsins á síðari árum orðið miklu meiri túlkandi en áður og hefur það valdið ýmsum svarthöfðum og davíðum nokkru hugarangri og sjá margir rautt í hverjum sálarkima og ofstopi ýmissa grunnfærinna hægrisparkara hefur orðið til meira tjóns fyrir málstað hægri manna í landinu en öll hugsanleg lymskuáform sósíalista, sem sitja um að planta skoðanabræðrum og -systrum í áhrifastöður í hinum opinberu einokunarmiðlum. Það er vissulega rétt, að miklu hætt- ara er við misnotkun við hina nýju hætti, en jafnframt er þessi skipan, við eðlilegar aðstæður, samkeppnishvati góðum frétta- mönnum að vinna sem bezt. Á hinn bóginn er óskup dapurlegt að upplifa fréttir sjónvarpsins — yfirleitt. í fyrsta lagi eru fréttaþulirnir flestir lítt áheyri- legir, drungalegir eða stífir og ótrúlega oft eru fjölmargar upp- rifjanir og endursagnir úr sjö- fréttum hljóðvarps. Ljósmyndir eru álíka mikið brúkaðar og lifandi myndir, þrátt fyrir möguleika hreyfimiðilsins. Það ber þó að virða, að erlendar fréttir sjónvarps eru sýnu betri en innlendar og greinilega hæf- ari menn, sem á þeim vettvangi starfa. Það eru helzt þeir Ómar Bragi Kristjónsson mun skrifa vikulega þætti í Morgunblaðið um dagskrá útvarps og sjónvarps. Bragi er lesendum blaðsins að góðu kunnur fyrir önnur skrif sín hér í blaðið. Hann hefur m.a. áður starfað sem blaðamaður og skrifaði til dæmis / svipmyndir í Vik- una, sem vöktu mikla athygli á sín- um tíma. Hér á eftir fer fyrsti þáttur Braga, en þeir munu fram- vegis birtast á laug- ardögum. og Ingvi Hrafn, sem eitthvað kveður að á innlendum vettvangi og mikil gæfa hefur flugdella Ómars reynzt íslenzka sjónvarp- inu, jafnvel þótt bíladella hans fljóti óþarflega oft með. Ólgandi af réttlætiskennd flytur dr. Gunnlaugur Þórðar- son pistla sína í útvarpið — nokkuð reglulega. Oftast fjallar hann um þörf málefni og brýn. Flutningurinn er heitur og ákafi höfundarins að komast á met- tíma yfir efnið, spillir stundum fyrir boðskapnum og oft er þetta æði snubbótt og samhengislaust. En dr. Gunnlaugur er samt alveg ómissandi. Hann ljær útvarpinu einskonar „þriðja auga“, enda er glætan í hinum tveim oft anzi dauf. Þegar Morgunpósturinn hóf göngu sína undir stjórn Páls Heiðars og Sigmars Hauksson- ar, voru ekki margir trúaðir á, að slíkur þáttur yrði langlífur hjá stofnuninni. Sízt aðrir hljóð- varpsmenn. Nokkuð bar á því fyrst, að fólki þótti viðfangsefn- in býsna þungmelt, svo snemma dags í svefndofin eyru — æðri stjórnvísindi og háklassísk tón- list, ásamt klögumáli þrýstihópa um laun og kjör. En þátturinn hefur dafnað og lifað og m.a.s. aukið kyn sitt a la Parkinson og eignast afkvæmið „Á vettvangi". ísíendingar eru árrisulir og margir kunna að meta þá fram- reiðslu, sem stjórnendur Morg- unpósts bera fram. Einkum er skemmtilegt, hve tekizt hefur að ná mikilli breidd í viðmælenda- hópinn þessar morgunstundir og yfirleitt eru hlustendur nokkurs vísari eftir hvern þá'tt. Það er helzt rýr eftirtekja, þegar rumskað er við einhverjum hinna fjölmörgu ráðherra, en tjáningar þeirra eru með algeng- asta efni þáttanna. Þegar Björn Th. Björnsson' birtist á skerminum og upphefur sefjandi rödd sína, dettur ýms- um í hug sú gleðilega staðreynd, að það mun hafa verið árið 1955, sem Halldór Laxness fékk Nób- elsverðlaunin. Hvort sem það er meðvitað eða ekki, gerðist það um svipað leyti, að ýmsir merkir vinstri spámenn, einkum úr skotgröfum menningarinnar, hófu að aga rödd sína til dýpri seims og hafa náð þeim merki- lega árangri að gjörbreyta rödd- um sínum með tímanum, svo nú er þessi talandi þeim alveg eðlilegur — að ekki sé talað um djúpstæð áhrif Nóbelsskáldsins á gleraugnatízku sömu aðilja. Það er mikil áreynsla fyrir ómenntað fólk að hlusta á Björn Th. þar sem hann situr ábúðar- mikill en upphafinn í stól sínum. í síðasta þætti fjallaði hann m.a. um „jafnvægi sjónflatarins sem hefur raskazt", eitthvað „togað- ist á við andstæðu sína — heildarflötinn", tiltekinn málari „notar mildandi skálínu uppí höfuð Krists", vikið var að því, að „meginhleðsla formanna gengur út í hægri væng“ og vakin var loksins athygli á hugtakinu „óspegilmyndajafn- vægi“. Nú er það svo, að listfræðing- urinn er alltaf að segja eitthvað gagnmenntandi og fróðlegt og séu 75% magnsins í ofhlæðisstíl hans numin á brott, koma út hin merkustu samhengi um við- fangsefnið. En það er hætt við að hinar margvöfðu orðakeðjur þvælist svo fyrir flestum, að erindi höfundarins fari fyrir ofan garð og neðan hjá öllum nema þeim, sem numið hafa listasögu og tengd fræði við svo sem fjóra erlenda listaháskóla. Sjónvarpið mætti sannarlega gera meira af því að fela utanað- komandi umsjón með þáttum, í stað þess að láta notast við hina æði mistæku fréttamenn sína. Enda tókst þáttur Jóns Steinars Gunnlaugssonar: Hljóta ríkis- umsvif ávallt að aukast, af- bragðsvel. Eftir þann þátt er samt ljóst, enda þótt Sveinn Jónsson fyrrum Seðlabanka- stjóri flytji afar rökfast og skýrt mál um skattheimturanglætið, að hann er ekki sú manngerð, sem hrífa mun fjöldann til fylgis , gegn þessu óréttlæti, eins og t.d. ' danski Glistrup, sem boðaði áþekkar kenningar í Danmörku fyrir tæpum áratug. Og væri þó sannarlega þörf vakningar í þessum efnum hérlendis, þótt það yrði með öðrum hætti en í grannlandinu. Annars vakti það einkum eft- irtekt í þættinum, hve gulllax pínulitla flokksins er orðinn gætinn og varkár í tjáningum og orðum. Jafnvel pirrað lektors- ungmennið kom honum ekki úr jafnvægi og frjálshyggjuóður Hannesar Gissurarsonar — all dempaður aldrei þessu vant, hreif ekki ögn á þingmanninn. Og skemmtilegt var að sjá sprækan og kjafthýran Eystein Jónsson einu sinni enn — virtist engu hafa gleymt, en sitthvað lært. En þótt margir vitrir menn og frægir hafi látið ljós sitt skína í sjónvarpi og hljóðvarpi þessa liðnu daga, var þar þó aðeins ein perla: Flutningur Vilborgar Dag- bjartsdóttur á ljóðinu Erfiðir tímar. Djúpt í einfaldleika sín- um og flutt af hjartans einlægni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.