Morgunblaðið - 07.02.1981, Side 44

Morgunblaðið - 07.02.1981, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 HÖGNI HREKKVÍSI ^tta m fÁRÁNiÉ&ttóíu Rtwmti m 'u w M þnTT’i !" ást er... ks-o ^ «fa ... að hjálpast að við að leggja á veislu- borðið TM Rag U.S P« 0«( -W rlgM> rwrad • 1978 Loa Angataa Tlmaa Syndlcala Hvaða þvottaefni settir þú í fötuna áður en þú kústaðir hlébarðann? Já, svo fáum við fatafellu í ábæti! _________________________________________________ Vona að Svavari lærist strax að konur eru líka menn LyfjafræðinKur skrifar: „Svavar Gestsson er jafnrétt- ismála- og heilbrigðismálaráð- herra. Hann er nýbúinn að veita lyfsöluleyfi á Dalvík og í því þverbrotið hefðir og reglur og ákvæði jafnréttislaga með því að ganga fram hjá þeim umsækjand- anum, sem metinn var hæfastur af löggiltum umsagnaraðilum, landlækni og sérskipaðri nefnd lyfjafræðinga, einungis af því að umsækjandi þessi er kvenmaður. Önnur raunveruleg ástæða verður ekki fundin, þótt ráðherrann hafi nefnt til tvær ástæður aðrar. Þá fyrri nefndi hann við Morgunblað- ið, nefnilga áskorun framámanna á Dalvík þess efnis, að veita ekki stúlkunni leyfið heldur karlmanni, sem af öðrum umsagnaraðila var settur í annað sæti og af hinum í annað og þriðja. Fullkomið sýndarplagg Dalvíkingar hafa nú rækilega flett ofan af þessari átyllu ráð- herrans, því samkvæmt upplýs- ingum þeirra eru aðeins 20 nöfn á áskorendalistanum og þar af tvö nöfn manna sem ekki eru búsettir í héraðinu en á 4. þúsund manns eru í lyfsöluhéraðinu. Þar við bætist, að bæjarstjórnin neitar með öllu að hafa átt nokkurn þátt í þessum lista. Það er sem sé sannað mál, að áskorendalisti ráðherrans er fullkomið sýndar- plagg og að honum hefur verið fullkunnugt um það en ákveðið að nota hann sem átyllu til að brjóta jafnréttislögin. En nú verður að krefjast þess, að listi þessi verði birtur opinber- lega, svo Dalvíkingar geti kynnst því, hverjum ráðherrann fól veit- ingavaldið til að geta klekkt á stúlkunni og hyglað karlmannin- um. Það skyldi þó ekki koma í ljós, að um sé að ræða nánustu vini og venslamenn umsækjandans og a.m.k. einn góðan kunningja Svav- ars? Þar með er fyrri ástæða ráð- herrans fyrir veitingunni mæld og vegin og léttvæg fundin og ómerk, en þá er hin eftir. Hana kom ráðherrann með í útvarpið. Sýni- lega var búið að vara hann við að nota þá fyrri. Þessi ástæða hljóðar efnislega svo: Af hinum þrem umsækjendum hafði sá, sem hann veitti leyfið, lengstan starfstíma í apóteki. Þar sem er um að ræða rekstur apóteks í Dalvík var eðlilegast að veita honum leyfið. Sennnilega hefur ráðherrann dottið ofan á þessa ástæðu eftir að sagt var frá veitingunni í Morgun- blaðinu, og hann hafði íhugað hana vandlega eins og hann kemst að orði við blaðið. Gallinn er bara sá, að þessi átylla um árafjölda í apóteki er gömul og henni hefur fyrir löngu verið varpað fyrir róða sem óframbærilegri, óraunhæfri og ósanngjarnri í garð lyfjafræð- ingastéttarinnar. Með þessari reglu væri stór hópur lyfjafræðingastéttarinnar útilokaður frá því að fá nokkru sinni lyfjasöluleyfi eða apótek, þ.e.a.s. allir þeir lyfjafræðingar, sem vinna sitt aðalstarf utan apótekanna. Lyfjaþjónustan er, eins og flestir aðrir þættir heil- brigðisþjonustunnar, að verða stöðugt margslungnari og sífellt stærri hluti stéttarinnar starfar utan apótekanna. Má þar til nefna lyfjafræðikennara Háskólans, lyfjafræðinga á rannsóknarstof- um og öðrum vísindastofnunum, lyfjafræðinga sem vinna við sjúkrahúsin, lyfjafræðinga sem vinna við framleiðslu og heildsölu- dreifingu lyfja, lyfjafræðinga, sem vinna við ráðgjafar- og skipu- lagsstörf fyrr það opinbera, t.d. í heilbrigðismálaráðuneytinu. Allir lyfjafræðingar, og þar á meðal þessir, læra apóteksstörf og það betrumbætir kunnáttu þeirra á þvi sviði lítið, hvort þeir eru Bgjarstjórn Dalvíkur: „Undirskriftasöfnunin 2SKÆ.eð öllu óviðkomandi“ viAm„l,nda bannín/ Valgerður (iuömundsdóttir Dalvík: „Ummæli ráðherrans della - annað eins vart heyrstu Aðeins 20 á undirskriftalistanum. umdæmið telur á fjórða þúsund. ‘ * ««■ vil 0. .1» vomm bni, “ Veiting lyfaöluleyfisins á Dalvik: Megn óánægja með| skipun ráðherra _fec; TEL það grrinllrgra ur I á lyfsntarinbættinn á Italvlk nrm I grrinilrgra að ráðhrrra hr f u rjMbt sagði frá á Þessir hringdu . . . Ekkert vatn — bara krakkar tbúi í efra-BreiðhoIti hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg var vön því að taka leið 12 niður að Hótel Esju og njóta þess að ganga niður í Sundlaugarnar í Laugardal. Þannig varð ég mér úti um góða hreyfingu um leið og ég naut útivistar. En

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.