Morgunblaðið - 07.02.1981, Síða 47
r,
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981
47
• Hið sterka körfuknattleikslið Njarðvíkur sem nú hefur örugga forystu í
úrvalsdeildinni og stefnir að sínum fyrsta íslandsmeistaratitli. Ljó»m. Mbi. Kristinn ói.
Yfirburðir Njarðvíkinga
voru miklir gegn ÍR
NJARÐVÍKINGAR voru í mikl-
um baráttuham er þeir fengu
ÍR-inga i heimsókn i gærkvöldi
ok sigruðu Reykjavikurliðið með
miklum mun, skoruðu 91 stig
gcgn 63 stigum ÍR-inga. Munur-
inn var reyndar meiri i hálfleik,
eða 51 stig gegn 22.
Það sem fyrst og fremst gerði
gæfumuninn var sterkt lið Njarð-
vikinga, einkum í fyrri hálfleik.
Þá hirtu þeir flestöll fráköst á
sínum vallarhelmingi og velflest á
helmingi ÍR-inga. Þeir léku lengi
vel hratt og gerðu af þeim sökum
fjölda mistaka í sókn, en það kom
lengi vel ekki að sök, því IR-ingar,
sem stóðu sig vel í síðustu fjórum
leikjum, virtust þrúgaðir af tauga-
spennu og gerðu sjálfir mörg
mistök. ÍR-ingum gekk bókstaf-
lega allt í óhag þar til er seinni
hálfleikur var hálfnaður, en þá
tóku þeir við sér, og fóru reyndar
með sigur af hólmi í hálfleiknum.
Eins og í öðrum leikjum UMFN
bar mest á Danny Shouse. Hann
er hálft liðið, ef svo má að orði
komast, skorar mikið, matar sam-
herja sína mikið og drífur þá
áfram. Gunnar Þorvarðarson og
Guðsteinn Ingimarsson voru að
auki burðarliðir liðsins og Jónas
skoraði skemmtilegar körfur.
Það eru margir ungir menn í
ÍR-liðinu og eiga þeir framtíðina
UMFN—ÍR
91:63
fyrir sér. Þeir mættu ef til vill
ofjörlum sínum að þessu sinni, en
báru lengst af alltof mikla virð-
ingu fyrir andstæðingnum, virtust
beinlínis hræddir. Þá vantaði
ákveðni, en hún kemur líklega
þegar stappað hefur verið í þá
stálinu.
Vegna þrengsla verður frekari
umsögn um leikinn að liggja milli
hluta, en það segir sína sögu að
Njarðvíkingar tóku strax forystu
og juku hana jafnt og þétt, komust
mest í 37 stiga mun, er staðan var
69-32.
Stig UMFN: Danny 34, Gunnar
20, Guðsteinn 14, Jónas 12, Valur
4, Þorsteinn 2, Jón Viðar 3, Árni 3.
Stig ÍR: Andy 22, Jón 12,
Benedikt 8, Kristján 6, Hjörtur 6,
Sigmar 4, Björn 2, Björgólfur 1,
Óskar 2. ,
Leik frestað
LEIK KA og UBK sem fram átti
að fara i 2. deild að Varmá i
gærkvöldi var frestað. Lið KA
komst ekki til Reykjavikur þar
sem ekki var flugveður.
Handknattleikur
um helgina
Laugardalshöll
Kl. 14.00 2. d. ka.
Kl. 15.15 l.d. kv.
Kl. 16.15 1 d. kv.
Kl. 17.15 2. d. kv. B
Kl. 18.15 111. ka. A
Hafnarfjörður
Kl. 14.00 1. d. ka.
Kl. 15.15 l.d.kv.
Kl. 16.15 1.11. ka. A
Varmá
Kl. 15.00 2. d. ka.
Kl. 16.15 2. d. kv. A
Kl. 17.15 2. II. ka. A
Ásgarður
Kl. 16.00 2. II. ka. A
Seltjarnarnes
Kl. 18.00 3. d. ka
Kl. 19.15 1.11. ka. B
Laugardalshöll
Kl. 14.00 l.d. kv.
Kl. 15.00 2 II. ka. A
Kl. 15.45 2. II. ka. A
Kl. 16.30 2. d. kv. A
Kl. 20.00 1. d. ka.
Kl. 21.15 2. II. ka. C
Kl. 22.00 2. II. ka. C
Varmá
Kl. 15.00 2.11. ka. B
Ásgarður
Kl. 20.00 3. d. ka.
Kl. 21.15 2. d. kv.A
Kl. 22.15 1.11. ka. A
Laugardagur 7. febrúar
ÍR — KA. Karl Jóhanns. — Björn Kristjáns.
KR — FB. Stelán Arnalds. — Ólalur Baralds.
Fram — Vlkingur. Ævar Sig. — Grótar Vilm.
Ármann — HK. Ævar Sig. — Grétar Vilm.
Fylkir — Fram.
Laugardagur 7. febrúar
Haukar — Fram. Ólalur Steinitr. — Jón Hermanns.
Haukar — Þór. All P. — Erlingur Kristjáns.
FH — Viklngur
Laugardagur 7. febrúar
HK — UMFA. Einar Svcins. — Helgi Gunnars.
UMFA — ÍBK. Einar Sveins. — Helgi Gunnars
UMFA — Týr. Davið Sig. Steinar Tómass.
Laugardagur 7. febrúar.
Stjarnan — Þór.
Sunnudagur 8. fehrúar.
Grótta — Reynir. Hjálmur Sig. — Gunnar SteinK.
Grótta — Þróttur.
Sunnudagur 8. febrúar.
Valur — Þór. Erling K. — Alí P.
KR - Týr
Þróttur — Þór.
IR — Fylkir. Stetán Arnalds. — Ólalur Haralds.
KR — Fylklr. Ólalur Steingr. - Rögnvald E.
|R - Selloss.
Ármann — Haukar
Sunnudagur 8. febrúar.
HK - FIl.
Sunnudagur 8. febrúar.
Stjarnan — óðinn. Jens J. — Guðm. Kolbeins.
Stjarnan — UMFN. Jens J. — Guðm. Kolbeins.
Stjarnan — Haukar.
Oldfield varpaði
kúlunni 21,31 m.
BRIAN Oldfield. bandaríski
kúluvarparinn kunni. sigraði i
greininni á alþjóðlegu
frjálsiþróttamóti sem haldið var i
Milanó á miðvikudag. Ilér var
um innanhússmót að ræða.
Oldfield, sem var einn af þremur
bandarískum keppendum á mót-
inu. varpaði kúlunni 21,31 metra
i sinni þriðju tilraun og enginn
hinna keppendanna komst ná-
lægt þvi. Er Oldfield greinilega
sterkur um þessar mundir.
Hinir Kanarnir stóðu sig mjög
vel, Tom Hintnaus sigraði í stang-
arstökki, lyfti sér yfir 5,40 metra.
Pólski Olympíumeistarinn Wladi-
slav Kozakiewicz var langt frá
sínu besta, felldi 5,20 metra og
komst ekki á blað. Og Dwight
Stone varð annar í hástökki, stökk
2,23 metra. Pólverjinn Jazek
Wzola sigraði, stökk yfir 2,26
metra og felldi naumlega 2,30
metra. Af öðru frægu fólki á móti
þessu, má geta Frakkans Guy
Drut, fyrrverandi Olympíumeist-
ara en hann sigraði í 60 metra
grindahlaupi. Reyndu menn með
sér í 60 metrunum tvívegis og fékk
Drut samanlagða tímánn 15,71
sekúndur. Annar varð Roberto
Schneider á 16,18 sekúndum.
Tap og sigur hjá
Rauðu Stjörnunni
Júgóslavneska stórliðið Rauða
stjarnan frá Belgrað, er á keppn-
isferðalagi á Bretlandseyjum um
þessar mundir. Þar hefur liðið
leikið tvo leiki í vikunni. Fyrst
mætti liðið tvöföldum Evrópu-
meisturum Nottingham Forest
og vann Stjarnan öruggan sigur,
3—1, með mörkum Srebrenco
Repcic (2) og Milso Sestic. Trevor
Francis skoraði eina mark For-
est, en þá var staðan orðin 3—0
fyrir RS.
Síðan mætti liðið WBA á Haw-
thornes-leikvanginum í West
Bromwich. WBA gekk betur, sigr-
aði júgóslavneska liðið 4—2. Cirel
Regis, Bryan Robson (2) og Garry
Owen skoruðu mörk WBA, en
Sestic bæði mörk RS.
Gerir Þróttur
út um mótið?
MIKILVÆGUR leikur er á dag-
skrá í 1. deild íslandsmótsins i
blaki á morgun. Þá leiða saman
hesta sina Þróttur og ÍS. Sigri
Þróttur, má segja, að liðið sé
komið með meira en aðra hönd-
ina á íslandsmeistaratignina. En
fari ÍS með sigur af hólmi, á liðið
nokkra möguleika á þvi að jafna
Þrótt að stigum áður en yfir
lýkur. Það er því gifurlega mikið
í húfi fyrir bæði liðin. Samkvæmt
mótabók hefst leikurinn um það
bil klukkan 14.45, en klukkan
14.00, eða á undan, leika sömu
félög i 1. deild kvenna. Og strax á
eítir viðureign Þróttar og ÍS, eða
um klukkan 16.00. leika Fram og
Víkingur í 1. deild karla.
Jón Einarsson mun
leika með Breiðablik
KNATTSPYRNUMAÐURINN kunni Jón Einarsson sem leikið hefur
með meistaraflokki Vals hefur nú tilkynnt félagaskipti yfir i lið UBK.
Þar bætist liði UBK góður liðstyrkur fyrir keppnistimabilið sem er
framundan. Jón er einnig liðtækur handknattleiksmaður og leikur
með liði HK. -þr.
Einkunnagififin
Lið ÍS:
Jón Oddsson 5
Albert Guðmundsson 4
Árni Guðmundsson 5
íngi Stefánsson 5
Bjarni Gunnar Sveinsson 7
Jón óskarsson 4
Gísli Gislason 7
Þórarinn Sveinsson 4
Lið Ármanns:
Guðmundur Sigurðsson 3
Valdemar Guðlaugsson 6
Hörður Arnarsson 5
Kristján Rafnsson 6
Atli Árason 5
Bogi Franzson 4
Hannes Hjálmarsson 4
Jón Björgvinsson 4
LIÐ UMFN
Gunnar Þorvarðarson 8
Guðsteinn Ingimarsson 8
Þorsteinn Bjarnason 5
Valur Ingimundarson 6
Jónas Jóhannesson 7
Jón Viðar Helgason 5
Árni Lárusson 5
Júlíus Valgeirsson 5
Brynjar Sigmundsson 5
LIÐlR
Sigmar Karlsson 5
Hjörtur Oddson 5
Björn Leósson 5
Jón Jörundsson 6
Björn Jónsson 5
Benedikt Ingþórsson 6
Björgólfur Björgólfsson 5
Kristján Oddson 5
Óskar Baldursson 5
Fimleikar
Unalinaameistaramót F.S.Í. verður haldið í íbróttahúsi
Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð sem hér segir:
Laugardaginn 7. febrúar kl. 10—12, keppni pilta.
kl. 13—15, keppni stúlkna.
Sunnudaginn 8. febrúar kl. 14. Úrslit stúlkna og pilta.
Skemmtileg keppni 8—16 ára fimleikafólks.
Fimleikasambandiö
Fimleikar